Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 36
36 föstudagur 28. ágúst 2009 helgarblað Hrafnhildur Stefánsdóttir hafði sætt ofbeldi af hálfu sambýlis-manns síns í þrjú ár þegar nánast óvart komst upp um ofbeldið. Af ótta við ofbeldismanninn þorði hún ekki að greina frá því sem átti sér staði innan veggja heimilisins. Þegar sambýlismaðurinn réðist að föður sínum, sem þau bjuggu hjá, hringdu nágrannarnir á lögregluna. Lögreglumenn- irnir fundu Hrafnhildi þá illa leikna og hvöttu hana æ síðan til að segja frá. Fyrrverandi sambýlismaður hennar var í júlímánuði dæmdur í 8 ára fangelsi fyr- ir ítrekaðar árásir og fimmtán kynferðisbrot gegn henni. Eftir að dómurinn féll lagðist Hrafn- hildur gegn því að nafn mannsins yrði birt enda mikið álag á henni. Síðan þá hafa vin- ir hennar og fjölskylda hvatt hana mjög til að samþykkja nafnbirtingu. Blaðamenn DV hafa fengið fregnir af Bjarka þar sem hann skemmtir sér um helgar á öldurhúsum borg- arinnar. Slíkar fréttir hafa sömuleiðis bor- ist til konunnar sem hefur haft áhyggjur af því að grunlausar konur verði fyrir ofbeldi af hans hálfu, og átti það stóran þátt í því að hún skipti um skoðun og vildi láta nafngreina hann. Í samtali við DV segir Hrafnhildur að hún vilji láta nafngreina manninn til verndar öðrum konum og er stórlega létt að hafa loks tekið þessa ákvörðun. Maðurinn heitir Bjarki Már Magnússon, er fæddur árið 1972 og því 37 ára gamall. Bjarki er með háskólagráðu í stjórnmálafræði, hef- ur tekið virkan þátt í félagsstörfum og gefur sig út fyrir að vera mikill jafnréttissinni. Þar sem hann áfrýjaði dómi héraðsdóms er hann frjáls ferða sinna þar til Hæstiréttur fellir sinn dóm. Tók ofbeldið upp á myndband Bjarki og Hrafnhildur bjuggu hjá foreldrum hans hér á landi í árslok 2007. Bjarka og föð- ur hans sinnaðist með þeim afleiðingum að Bjarki réðist á föður sinn. Nágranni hringdi á lögregluna út af því og hún kom strax á stað- inn. Þá fundu þeir Hrafnhildi. Lögreglumennirnir sáu strax að eitthvað alvarlegt amaði að henni og reyndu að fá hana til að koma niður á lögreglustöð. Hún neitaði hins vegar öllu og sagði þeim að láta sig í friði. Hún óttaðist viðbrögð Bjarka ef hún segði frá, auk þess sem hún efaðist um að nokkur myndi trúa henni. Í janúar lagði lögreglan fram kæru á hend- ur Bjarka. Lögreglumenn höfðu þá samband við Hrafnhildi og færðu henni fregnirnar. Þá fyrst fann hún að hún var ekki ein og gaf sig. Lögreglan sótti Hrafnhildi samdægurs og flutti í Kvennaathvarfið. Bjarki bjó með Hrafnhildi um nokkurra ára skeið og stóðu árásirnar sem hann var dæmdur fyrir yfir á árunum 2005 til 2007. Þá neyddi Bjarki konuna til að hafa samræði og önnur kynferðismök við ellefu aðra karl- menn. Þá ljósmyndaði hann konuna nauð- uga í téðum kynlífsathöfnum og tók jafnvel upp á myndband. Mestan tímann sem þau voru saman bjuggu þau í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, og áttu flest brotin sér stað þar. Þau voru hins vegar flutt til Íslands í lok síðasta árs. Fastagestir í veislum ráðuneyta Bjarki útskrifaðist með BA gráðu í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands og stundaði meistaranám í stjórnmálafræði við Århus Universitet í Danmörku. Hann var í starfs- ÞRIGGJA ÁRA GÍSLING Hrafnhildur Stefánsdóttir upplifði þriggja ára vít- isvist með sambýlismanni sínum, sem barði hana og neyddi hana til kynmaka með fjölda ókunnugra karlmanna. Maðurinn, Bjarki Már Magnússon, hafði eftirlit með símtölum hennar og tölvupóst- sendingum, auk þess sem hann fylgdi henni í og úr vinnu. Hann áfrýjaði dómnum og gengur laus. SviðSeTT Mynd ERt Þú bEItt ofbELdI? Meðfylgjandi próf er að finna á heimasíðu Kvennaathvarfsins. Ef þú svarar einhverri spurningu játandi er hætta á því að þú sért í ofbeldisfullu sambandi. Á eitthvað af neðantöldu við um maka þinn? q Óttastu hann undir einhverjum kringumstæðum? q Er hann uppstökkur, skapbráður og/eða fær bræðisköst? q Verður hann auðveldlega reiður undir áhrifum áfengis? q Reynir hann að koma í veg fyrir að þú farir þangað sem þú vilt fara eða að þú stundir vinnu, skóla eða áhugamál? q Fylgist hann með þér hvar og hvenær sem er? q Ásakar hann þig sífellt um að vera sér ótrú? q Gagnrýnir hann þig, vini þína og/eða fjölskyldu? q Ásakar hann þig stöðugt - ekkert sem þú gerir er rétt eða nógu vel gert? q Segir hann að „eitthvað sé að þér“, þú sért jafnvel „geðveik“? q Gerir hann lítið úr þér fyrir framan aðra? q Hefur hann yfirráð yfir fjármálum ykkar og krefst skýringa á hverri krónu? q Eyðileggur hann persónulegar eigur þínar af ásettu ráði? q Hrópar/öskrar hann á þig eða börnin? q Ógnar hann þér með svipbrigðum, hreyfingum eða bendingum? q Hótar hann að skaða þig, börnin eða aðra þér nákomna? q Þvingar hann þig til kynlífs? q Hefur hann ýtt við þér, hrint þér, slegið til þín eða slegið/barið þig eða börnin? Konur sem telja sig vera í ofbeldisfullu sambandi geta til dæmis leitað til Kvennaathvarfsins og Stígamóta. Sandkorn Agnes Bragadóttir, pistla- höfundur Moggans, liggur lágt í umræðunni eftir drottning- arviðtalið við Davíð. Hún gaf yfirlýsingu um að hafa haft rangt eftir Davíð í óbeinni ræðu varðandi OECD-nefnd sem teldi ekki að Íslendingum bæri að greiða Icesave vegna þess að alhrun hefði orðið. Ef rangt var haft eftir Davíð er ljóst að Agnes hef- ur beinlínis logið upp á Davíð beinum ummælum. Í viðtalinu segir hann innan gæsalappa: „Þessi nefnd á vegum OECD, sem Jean-Claude Trichet, sem nú er orðinn seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu stýrði, seg- ir í skýrslu sinni að innstæðu- tryggingakerfið gildi ekki ef um algjört bankahrun er að ræða í viðkomandi landi ...“ Nýi bæjarstjórinn í Kópavogi, Gunnsteinn Sigurðsson, er með rólegri mönnum. Hann tók við þegar Gunnar I. Birgisson hrökklaðist úr starfi í framhaldi þess að DV upplýsti um kær- leiksrík viðskipti bæjarins við dóttur Gunnars. Vefritið Pressan segir frá því að Gunnsteinn hafi tekið við starfinu um mánaða- mótin. En hann er þó fjarri góðu gamni því fyrsta embættisverk hans var að fara í sumarfrí. Eitt svakalegasta varnarrit allra tíma kom út í vikunni. Þar rís Vogar, blað sjálfstæð- ismanna í Kópavogi, upp á átta síðum til varnar fölln- um leið- toga sínum. Fjallað er um Gunnar Birgisson á öllum síðum blaðsins undir formerkjum frétta- skýringa og frétta. Niðurstaða ritstjórans Óttars Felix Hauksson- ar er í öllum tilvikum sú sama. Gunnar er alsaklaust fórnarlamb ofsókna blaðamanna, pólitíkusa og endurskoðenda. Einn helsti skotspónn Voga og Gunnars Birgissonar er Guðríð- ur Arnardóttir, oddviti Samfylk- ingar. Hún er sökuð um að bera fallna bæjarstjórann saklausan sökum og hlífa sínum mönnum. Þar er vísað til Flosa Eiríkssonar sem er samsekur Gunnari varð- andi Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar. Leggur ritstjórn Voga til að Guðríður segi sínum mönnum að hypja sig í stað þess að búa til hneykslismál um gamla, góða bæjarstjórann. 4 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir NíðiNguriNN uNdir glaNsmyNdiNNi „Ég þekki ekki bakgrunn þessar- ar konu en það getur verið erfitt fyrir hana að eiga venjuleg dagleg samskipti við fólk eftir að hafa orð- ið fyrir svona grófu ofbeldi,“ seg- ir Kolbrún Baldursdóttir, sálfræð- ingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði, beðin um að leggja mat á þau áhrif sem hrottalegt ofbeldi og ítrekaðar nauðganir geta haft á fólk til lengri tíma. Fallegar myndir en ljótur raunveruleiki Karlmaður, fæddur árið 1972, var í Héraðsdómi Reykjavíkur á mið- vikudaginn dæmdur í 8 ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir fjölmarg- ar árásir og og fimmtán alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrver- andi sambýliskonu sinni. Maður- inn er háskólamenntaður og hef- ur tekið þátt í opinberri umræðu þar sem hann hefur meðal ann- ars látið sig varða hagsmuni barna og fjölskyldna. Hann neyddi kon- una til að hafa samræði og önn- ur kynferðismök við ellefu aðra karlmenn. Kynlífsathafnirnar átti hann svo til að ljósmynda eða taka upp á myndbönd. Konan vill ekki að maðurinn verði nafngreindur í fjölmiðlum og virðir DV þá ósk hennar. Maðurinn, sem bjó með kon- unni í Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi á árunum 2005 til 2007, var einnig dæmdur fyrir að hafa geng- ið í skrokk á föður sínum og hót- að honum lífláti. Fyrir vikið fékk hann átta ára fangelsisdóm og skal greiða konunni 3,8 milljónir í miskabætur. Parið hélt úti blogg- síðu þar sem það sagði frá ferðum sínum og dvöl á Norðurlöndunum. Þar birtu þau einnig fjölskyldu- myndir sem sýndu þau í góðra vina hópi, úti að grilla og skemmta sér. Á myndunum virðast þau ljóma af hamingju og af þeim er ekki ann- að að sjá en líf þeirra hafi verið í miklum blóma. Veruleikinn var þó heldur nöturlegur og undir glans- mynd hins að því er virtist ástríka kærasta leyndist níðingur. Blogg- síðunni var lokað í nótt. Ævilöng vinna Kolbrún segir að sú vinna sem konan á fyrir höndum sé ævilöng. Ómögulegt sé að segja til um það hversu miklum bata hún geti náð. „Maður veit ekki hvaða styrkleikar eru í bakgrunni konunnar, tengsla- neti og þess háttar. Ég hef heyrt í fréttum að þetta mál eigi sér engin fordæmi, þetta hafi verið eins svart og hægt var að hugsa sér. Bara það eitt að fara út á vinnumarkaðinn og taka þátt í samfélaginu getur reynst mönnum erfitt eftir svona lagað,“ segir hún. Kolbrún sér fyrir sér að röð við- tala og mikla meðferð þurfi til að ná bata eftir að hafa orðið fyrir svona meðferð. „Fyrsta skrefið er samt alltaf að stöðva ofbeldið. Það hefur verið gert en ég get ímyndað mér að mikil hræðsla og kvíði fylgi því að Hæstiréttur geti hugsanlega mildað dóminn þannig að gerand- inn sleppi fyrr út.“ Biðin erfið Í fjölmiðlum hefur komið fram að niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur verði áfrýjað til Hæstaréttar. Kolbrún segir að biðin eftir endan- legri niðurstöðu í málinu geti tek- ið sinn toll. „Ég get ímyndað mér að það sé erfitt að byrja að slaka á og fá bata fyrr en málið er búið í kerfinu. Það skiptir miklu máli að hún hafi samfélagið með sér í þessu. Það er mikilvægt að fólk styðji hana,“ útskýrir Kolbrún og bætir því við að þeir sem vinni við að aðstoða fólk sem verður fyrir miklu ofbeldi, finni stundum fyr- ir tortryggni eða fordómum í garð fórnarlamba ofbeldisins. „Fólki finnst stundum að þetta sé fórn- arlambinu að kenna að hluta til,“ segir Kolbrún sem leggur til að fólk láti dómstóla um að dæma í svona málum. Ánægð með réttarkerfið Gunnhildur Pétursdóttir, rétt- argæslumaður konunnar, segir spurð um líðan konunnar, að hún sé ekkert í mjög góðu jafnvægi þessa dagana. „Hún er mjög fegin og ánægð að það sé komin niður- staða í málið enda hefur hún beðið eftir því lengi,“ segir hún og bætir því við að umfjöllun um málið og hennar hagi taki auðvitað á. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Það hafa verið margar skýrslutökur og mikil vinna. Hún er engu að síður mjög ánægð með hvernig tekið var á málinu á öllum stigum réttarkerf- isins,“ segir Gunnhildur. Kolbrún Baldursdóttir Dómstólar sjái um að dæma Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segir mikilvægt að konan finni stuðning í samfélaginu. „Hún er engu að síð- ur mjög ánægð með hvernig tekið var á málinu á öllum stigum réttarkerfisins.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Hrottalegt ofbeldi Sambýlismaður konunna r neyddi hana til samræðis við 11 aðra karlm enn. SviðSett mynd dv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.