Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 44
44 föstudagur 28. ágúst 2009 helgarblað
Þær tónlistarstjörnur sem eiga nægt fé geta ráðið sér einkalækna sem eru innan seilingar allan sólar-
hringinn. Í sumum tilfellum er poppstjörnum útvegaðir læknar af umboðsmönnum eða hljómplötuút-
gáfum. Enn aðrir þurfa að hringja sérstaklega í svonefnda „rokk og ról-lækna“ til að fá bót sinna meina
með litlum fyrirvara og góðum árangri.
Lyf, lögleg og ólögleg, hafa löngum
tengst tónlistariðnaðinum og þeg-
ar lyf eru annars vegar eru læknar
gjarna skammt undan. Í heimi tón-
listar eru þessir læknar þekktir sem
„rokk og ról-læknar“.
Þjónusta þessara lækna hefur
orðið umhugsunar- og umræðu-
efni í kjölfar dauða poppgoðs-
ins Michaels Jackson, enda bein-
ast augu rannsóknaraðila einna
helst að einkalækni hans, Conrad
Murray.
Einkennisklæðnaður „rokk og
ról-lækna“ þarf alls ekki að draga
dám af sloppum lækna á sjúkra-
húsum og allt eins líklegt að þeir
klæðist leðurjökkum og fatnaði
sem skírskotar til þess iðnaðar sem
þeir starfa í.
24 tímar á sólarhring
Læknar tónlistariðnaðarins til-
heyra einkageiranum og eru gjarna
á sólarhringsvakt fyrir bandarísk
hótel vegna „bráðatilfella“ gesta úr
tónlistarheiminum sem geta komið
til hvenær sem er sólarhrings.
Læknarnir geta einnig ferðast á
milli tónleikastaða og veita með-
ferð við krankleika af öllum toga,
allt frá særindum í hálsi til kyn-
sjúkdóma. Þóknun læknanna kann
að vera stjarnfræðilega há, en fyrir
frægðarfólk með lyfjafíkn er þjón-
ustan þess virði því hún er hvort
tveggja snögg og góð.
Ef stjarna þarf að ná sér niður eft-
ir þriggja sólarhringa kókaínneyslu
og allt sem henni fylgir er símtal við
„rokk og ról-lækni“ svarið.
Lyfjasjálfsali
Hjá stjörnum eins og Michael Jack-
son heitnum, sem hafa aðgang að
nokkurn veginn ómældu fé, er al-
gengt að ráðinn sé einkalæknir
sem er innan seilingar sem nokk-
urs konar einkalyfjasjálfsali. Aðrar
stjörnur þurfa að reiða sig á sím-
ann.
Erfitt er að fullyrða um hvor
leiðin sé hagkvæmari, en sennilega
eru báðar fjárhagslega hagkvæmari
en að versla á svarta markaðinum.
Til að bæta um betur er þjónusta
lækna allajafna fullkomlega lögleg.
Hvort hún sé siðleg skal ekki full-
yrt.
Geta fengið skattafrádrátt
Í sumum tilfellum geta stjörnur
jafnvel talið fram lyfjakostnað sinn
til skattafrádráttar. Þess ber þó að
geta að í tilfelli Michaels Jackson
þurfti hann ekki að láta lyfja- og
lækniskostnað halda fyrir sér vöku
því AEG-fyrirtækið, sem stóð að
baki fyrirhugaðri tónleikaröð goðs-
ins, stóð straum af þeim kostnaði.
Í öðrum tilfellum kann sá háttur
að vera hafður á að hljómplötufyr-
irtæki eða umboðsmenn sjá um að
útvega tónlistarstjörnunni lækni.
Sumir dýrkeyptir læknar hafa
jafnvel í boði hreyfanlegar „afeitr-
unarstöðvar“ fyrir auðugustu við-
skiptavini sína, sem nýttar eru til
að takast á við ávanafíkn þeirra. Sú
leið veitir læknunum ennfremur
meira svigrúm þegar til þess kem-
ur að skrifa upp á lyf.
Geta sætt áminningu
Hvað sem öllu öðru líður þurfa
„rokk og ról-læknar“ að fylgja
læknisfræðilegum og siðfræðileg-
um reglum og þeir eru ekki undan-
þegnir því að sæta áminningu þar
til gerðra yfirvalda, ef vafi leikur á
að þeir hafi stundað ærleg vinnu-
brögð.
Eðli málsins samkvæmt kann
að vera erfitt að sanna á velmeg-
andi lækna þá sök að þeir hafi ver-
ið helst til örlátir á lyf fyrir skjól-
stæðinga, eða koma í veg fyrir slíkt.
Skjólstæðingar þeirra geta bæði
gert sér upp sjúkdómseinkenni
eða jafnvel valdið sér skaða af ein-
hverjum toga.
Róbert læknir
Eitt þekktasta „læknislag“ popp-
sögunnar er lag The Beatles, Dr.
Robert. Lagið kom út á Revolv-
er-plötu sveitarinnar í Bretlandi
árið 1966 og Yesterday and Today-
hljómplötunni í Bandaríkjunum og
er án efa úr smiðju Johns Lennon.
Texti lagsins er talinn innihalda
þó nokkrar skírskotanir til fíkni-
efna, þar á meðal að fíkniefnasalar
eru gjarna kallaðir „læknar“. Haft
var eftir John Lennon að dr. Robert
væri í raun hann sjálfur. „Ég var sá
sem var með allar pillurnar á tón-
leikaferðalögum... á árum áður,“
sagði John Lennon.
Staðhæfing Lennons hefur þó
ekki komið í veg fyrir vangaveltur
um hinn eina rétta dr. Robert og
til sögunnar hafa verið nefndir dr.
Robert Freymann, sem mun hafa
verið ósínkur á amfetamín til skjól-
stæðinga sinna, og dr. Charles Ro-
berts, læknir í New York.
Fjörutíu árum síðar
Sem fyrr segir beinast augu rann-
sóknaraðila dauða Michaels Jack-
son að Conrad Murray einka-
lækni. Fjörutíu árum eftir útgáfu
Dr. Roberts Bítlanna hófust kynni
Michaels og Murrays og um þrem-
ur árum síðar er sá fyrrnefndi lið-
ið lík.
Ekki liggur ljóst fyrir hvort
Murray skrifaði upp á öll þau lyf
sem fundust á aðsetri Jacksons
í Los Angeles, en af nógu var að
taka í þeim efnum. Engan veginn
er hægt að útiloka að einhver lyfin
hafi verið fengin eftir öðrum leið-
um.
(Byggt á times.co.uk og wikipedia.org)
kolbeinn@dv.is
NaFN aLduR staRF dáNaRoRsök
Dorothy
Dandridge
42 leikkona/söngkona of stór skammtur af
þunglyndislyfjum
Tommy Dorsey 51 djasstónlistarmaður kafnaði í svefni, hafði tekið
inn svefnlyf
Brian Epstein 32 framkvæmdastjóri
The Beatles
of stór skammtur
svefnlyfja, úrskurðað slys
Rory Gallagher 47 rokktónlistarmaður lungnabólga og lifrarbilun
vegna aukaverkana lyfja-
notkunar að læknisráði
Jimi Hendrix 27 rokktónlistarmaður öndunarstopp vegna
áfengisneyslu og róandi
lyfja, meðal annars
Brian Jones 27 rokktónlistarmaður drukknaði, sennilega
vegna áfengisneyslu og
neyslu róandi lyfja
Rory Storm 33 rokktónlistarmaður of stór skammtur
svefnlyfja, úrskurðað sem
sjálfsmorð
Tommy Dorsey 51 djasstónlistarmaður kafnaði í svefni eftir neyslu
svefnlyfja
Ófáir tónlistarmenn hafa fallið í valinn vegna eiturlyfjanotkunar, en einnig hafa
komið við sögu lögleg lyf sem notuð eru í baráttunni við þunglyndi og svefnleysi.
Sum dauðsföll hafa verið úrskurðuð sem sjálfsvíg, en önnur sem slys. Hér getur að
líta nöfn nokkurra tónlistarmanna sem létust, meðal annars, vegna lyfjanotkunar.
„Rokk og Ról-læknaR“
Læknarnir geta einnig ferðast á milli tónleika-
staða og veita meðferð við krankleika af öllum
toga, allt frá særindum í hálsi til kynsjúkdóma.
John Lennon Lagið Dr. Ro-
bert var á meðal annars talið
fjalla um „lækni“ rokkstjarna.
Conrad Murray læknir Læknir
Michaels Jackson var á vegum AEG-
fyrirtækisins.
keith Moon, trymbill the Who
Of stór lyfjaskammtur varð honum
að aldurtila.