Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 19
fréttir 28. ágúst 2009 föstudagur 19 Örlög Roberts F. Kennedy þau sömu og eldri bróður hans: RobeRt F. Ráðinn aF dögum Frá 1961 til 1964 var Robert F. Kenne- dy yfir dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna. Hann átti sæti í öldungadeild- inni frá 1965 þar til hann var ráðinn af dögum og var sérlegur ráðgjafi bróður síns, Johns F., í forsetatíð hans. Fimmti júní, 1968 hefði átt að verða einn besti dagur í lífi Roberts F. Kenn- edy, yngri bróður Johns F. Kennedy. Daginn áður hafði Robert unnið stór- kostlegan sigur í forsetaforkosningun- um í Kaliforníu. Árla morguns þann fimmta ávarp- aði Robert stuðningsfólk sitt í danssal Ambassador-hótelsins í Los Angeles, Kaliforníu. Þegar hann yfirgaf dans- salinn stytti hann sér leið í gegnum eldhús hótelsins, að því sem sagan segir, þvert á ráðleggingar alríkisfull- trúans og lífvarðarins Bills Barry, sem hafði sagt honum að forðast eldhúsið. Í þrengslum eldhússins ruddist að honum Shiran Sirhan, 24 ára Banda- ríkjamaður af palestínsku bergi brot- inn, og hóf skothríð með tuttugu og tveggja kalibera skambyssu af stuttu færi. Í kjölfar skotárásarinnar var far- ið í flýti með Robert á Good Samarit- an-sjúkrahúsið í Los Angeles þar sem hann lést næsta morgun, Að sögn móður morðingjans var ástæða morðsins meint dá- læti Roberts á aröbum, og sagði hún að Shiran Shiran hefði fram- ið morðið fyrir þjóð sína. Shiran Shiran var dæmdur til dauða en dómnum breytt í lífstíðarfangelsi árið 1972. Hann er enn á bak við lás og slá. Robert F. Kennedy Stefndi á forsetaembættið þegar hann var myrtur. 1941 Rosemary Kennedy, elsta dóttir Josephs og Rose Kennedy, sem glímt hafði við geðræn vandamál er vistuð á stofnun í kjölfar misheppn- aðrar skurðaðgerðar á heilablaði. 1944 Joseph P. Kennedy, elsti Kennedy-sonurinn, ferst í flugslysi yfir Ermarsundi í síðari heimsstyrjöldinni. Hann var 29 ára að aldri. 1948 Kathleen Kennedy Cavendish ferst í flugslysi í Frakklandi 28 ára að aldri. Eiginmaður hennar, John Robert Cavendish, féll í síðari heimsstyrj- öldinni. 1963 Patrick Bouvier Kennedy, annar sonur Johns F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna og Jacqueline, eiginkonu hans, deyr 7. ágúst, tveimur dögum eftir að hann fæðists sex vikum fyrir tímann. 1963 John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti, er ráðinn af dögum í Dallas, 22. nóvember, 46 ára að aldri. 1964 Edward M. Kennedy, öldungadeildarþingmaður og yngsta barn Joseph og Rose Kennedy, sleppur lifandi úr flugslysi sem kostar aðstoðar- mann lífið. 1968 Robert F. Kennedy er ráðinn af dögum 5. júní í Los Angeles. Hann var þá, 42 ára, nýbúinn að vinna forsetaforkosningarnar í Kaliforníu. 1969 Edward M. Kennedy keyrir fram af brú á leið heim úr teiti á Chappaquiddick-eyju í Massachusetts. Aðstoðarkonan, Mary Jo Kopechne, sem var í bílnum með honum lætur lífið í slysinu. 1973 Edward M. Kennedy yngri missir hægri fótlegg vegna krabbameins. 1973 Joseph P. Kennedy, annar, sonur Roberts F. Kennedy og Ethel konu hans, er við stýrið í bílslysi á Cape Cod. Einn farþegi bílsins er lamaður til frambúðar vegna slyssins. 1984 David A. Kennedy, sonur Roberts F. deyr vegna ofneyslu eiturlyfja á hótelherbergi á Palm Beach í Flórída. Hann var 28 ára. 1986 Patrick Kennedy, táningssonur Edwards Kennedy öldungadeild- arþingmanns, fer í meðferð vegna kókaínfíknar. 1991 William Kennedy Smith, sonur Jean Kennedy Smith, er sakaður um nauðgun á sumarleyfisheimili fjölskyldunnar á Palm Beach. Réttað er yfir honum og hann sýknaður. 1997 Michael Kennedy, sonur Roberts F., lætur lífið í skíðaóhappi í Aspen í Colorado. Hann var 39 ára. Fyrir slysið komst hann í fréttir fyrir að hafa átt í meintu ástarsambandi við barnfóstru barna hans. 1999 John F. Kennedy, yngri, Carolyn Bessette Kennedy eiginkona hans, og tengdasystir hans, Lauren Bessette, láta lífið þegar flugvél þeirra brotlendir í sjónum fyrir utan Martha‘s Vineyard. Kennedy var við stjórnvölinn. 2002 Michael Skakel, frændi Ethel Kennedy, var sakfelldur fyrir morðið á Martha Moxley sem framið var árið 1975. Þau voru bæði fimmtán ára á þeim tíma og hafði Martha verið barin til dauða. Michael fékk tuttugu ára til lífstíðar dóm í ágúst 2002. 2005 Rosemary Kennedy andast 86 ára að aldri 7. janúar. 2008 Edward M. Kennedy öldungadeildarþingmaður greinist með illkynja heilaæxli 20. maí. 2009 Eunice Kennedy Shriver, systir Edwards, andast 11. ágúst. 2009 Edward M. Kennedy öldungadeildarþingmaður deyr 25. ágúst. Edward Kennedy alltaf í skugga Chappaquiddicks: Chappaquiddick-slysið Allt frá árinu 1969 hvíldi eitt at- vik líkt og skuggi yfir Edward „Ted“ Kennedy. Atvikið er kennt við Chappaquiddick, litla eyju við Mart- ha‘s Vineyard í Massachusetts. Á leið heim úr hófi frá Chappaquidd- ick, ásamt Mary Jo Kopechne, sem hafði verið aðstoðarkona Roberts, bróður hans, ók Edward út af brú með þeim afleiðingum að bíllinn endaði í sundi sem liggur á milli Chappaquiddick og Martha‘s Vin- eyard. Edward Kennedy tókst að kom- ast á þurrt og af slysstað en Mary Jo Kopechne drukknaði í sokkinni bifreiðinni. Enn er margt á huldu um ástæður slyssins, en Edward til- kynnti ekki um það fyrr en næsta dag og í kjölfarið vöknuðu margar spurningar sem fá svör hafa feng- ist við. Að eigin sögn kallaði Edward ítrekað á Mary Jo og gerði fjölda til- rauna til að bjarga henni. Síðar játaði Edward sig sekan um að hafa yfirgefið slysstað og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þetta atvik átti eftir að verða honum fjötur um fót síðar meir og varð ekki til að létta honum róður- inn árið 1980 þegar hann bauð sig fram til forsetaembættisins gegn Jimmy Carter, sitjandi forseta. Þá varð ljóst að ekki hafði fennt yfir Chappaquiddick-slysið og skirrtust andstæðingar hans ekki við að nudda honum upp úr því. Ferja á leið til Chappaquiddick-eyju Enn er mörgum spurningum ósvarað vegna Chappaquiddick-slyssins. Óhætt eR að segja að Kennedy-ættinni, einu elsta og áhRiFamesta ættaRveldi í bandaRísKum stjÓRnmálum, haFi eKKi alltaF Fylgt lán. FRá 1941 heFuR saga ættaRinnaR litast dauðsFöll- um og hneyKslismálum, stÓRum eða smáum.„ljÓnið“ Fallið FRá Á góðri stundu Edward Kennedy ásamt Barack Obama sem naut stuðn- ings „frjálslynda ljónsins“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.