Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 34
34 föstudagur 28. ágúst 2009 helgarblað margur annar. Það er Björgólfur Thor Björgólfsson sem Guðmundur kynnt- ist á unglingsárunum. „Við vorum í sama vina- og kunningjahópi. Þetta var stór hópur og flestir fóru í Verzló, þar á meðal ég og Bjöggi, en við vorum þar þó ekki á sama tíma,“ segir Guð- mundur sem er fjörutíu og sex ára, nokkrum árum eldri en Björgólfur. Í nokkur sumur í kringum tvítugs- aldurinn starfrækti Guðmundur fyrir- tæki sem sérhæfði sig í að mála línur og þar til gerð tákn á götur borga og bæja. Hann var þá með nokkra stráka í vinnu hjá sér og var Björgólfur einn þeirra. „Hann var bara einn af strákun- um, ekkert öðruvísi en hinir svo sem,“ segir Guðmundur. Hvernig var hann á penslinum? „Þetta var allt gert með vélum, með skapalónum og svoleiðis, og það voru allir jafngóðir á vélina. Það var kannski ein eða tvær pílur sem voru skakkar en annars stóð hann sig mjög vel,“ segir Guðmundur í léttum dúr. Hann bætir við að ekkert hafi bent til þess á þessum árum að Björgólf- ur myndi ná langt í viðskiptaheimin- um. „Það er ekki hægt að segja neitt snemma beygðist krókurinn, hann hlaut að enda sem billjóner eða eitt- hvað svoleiðis því þetta er bara bull. Menn geta orðið billjónerar yfir nótt. Svo þekkti ég stráka þegar ég var ung- ur sem maður hélt að yrðu billjón- erar en hafa ekki orðið farsælir. Eng- an hefði grunað að Bjöggi Thor ætti eftir að verða billjóner á meðan allir hefðu veðjað á Guðmund [Birgisson] á Núpum. Og núna er hann næstum því gjaldþrota.“ Ert þú vel stæður? „Ég er þokkalega stæður,“ segir Guðmundur en vill ekki fara djúpt í sína fjárhagsstöðu. „Ég á alla vega ofan í mig og á.“ Svínum Slátrað á Wall Street Guðmundur flutti til Bandaríkjanna árið 1986, lærði viðskiptafræði við Johnson and Wales University og hóf störf á Wall Street ´89. Hann segir árin í Bandaríkjunum hafa verið frábær en mikið hafi breyst eftir hryðjuverka- árásirnar 2001. Þær urðu til þess að fjölskyldan flutti til Prag árið eftir. „Tíminn í Bandaríkjunum var mikil og skemmtileg reynsla. Þarna er mikið frelsi en samt með regluverki og Banda- ríkjamenn eru opnir og skemmtileg- ir. En lífið í New York breyttist mikið eftir 11. september. Þá var í rauninni ekkert gaman lengur að vera þar. Fólk var langt niðri og bisnessinn í maski. Þú endurskoðar afstöðu þína til lífsins þegar svona gerist. Maður sér að borg- in er „target“ því þetta hafði líka gerst 1993 þegar það var sprengt í kjallaran- um á Tvíburaturnunum. Auðvitað er þetta mikið sjokk, ekki bara fyrir mig og fjölskyldu mína sem bjó þarna heldur fyrir heimsbyggðina. Þetta er ekki bara árás á fólk heldur á allt sem þér er kært, árás á lífsviðhorf þitt og þín gildi. Þá hugsar maður eðli- lega hvort maður vilji ala upp börnin sín á svona stað sem er „target“. Lífið er allt ákvarðanir og þarna fannst mér tilvalið að taka þá ákvörðun að flytja til Evrópu. Og Mið-Evrópa heillaði mig, ekki síst Tékkland. Það er mjög góður staður að vera á og ekki mikil hætta á hryðjuverkum þar.“ Er 6. október 2008 11. september okkar Íslendinga? „Já, það má alveg segja það. Þetta var ekki bara bankaáfall heldur var þetta hreinlega árás. Og það sem er að koma undan teppinu núna, það er náttúrlega árás á þín gildi og viðhorf. Það er allt breytt. Allt í einu urðu all- ar hetjurnar skúrkar, menn sem höfðu verið tilbeðnir. Svo kemst fólk að því að þetta er bara eitthvað púff og það endar með að borga fyrir eldsneytið á einkaþotunum,“ segir Guðmundur sem nú hefur hækkað róminn aðeins. Er setningin fræga úr bíómyndinni Wall Street, „Greed is good“, höfð í há- vegum á Wall Street? „Nei. Þar er hins vegar sagt að öll- um svínum sé slátrað. Og þú get- ur ekkert stoppað einhvern í að vera gráðugur. Að græðgi sé góð er alls ekki viðhorfið á Wall Street. Stereótýpan af starfsmönnum Wall Street sem fólk hefur í huga sér er því miður ekki til í alvöru,“ segir Guðmundur og hlær. „99 prósent af þessum mönnum eru yndælismenn. Venjulegir menn sem vinna sína vinnu frá 9 til 17 og lifa bara venjulegu lífi.“ Heldur þú að útrásarvíkingarnir hafi hugsað að græðgi sé góð? „Ég held að þeir hafi voðalega lít- ið verið að hugsa yfir höfuð,“ seg- ir Guðmundur með svip sem er ein- hvern veginn á mörkum þess að vera brosmildur og alvarlegur. Keyrður í gjaldþrot vegna öfundar Guðmundur þekkir það sjálfur hvernig það er að tapa peningum á fyrirtækja- rekstri hér á landi. Hann segist hafa aðstoðað Lífeyrissjóð Austurlands með því að kaupa verðbréfafyrirtæk- ið Handsal árið 1999 en nafninu var í kjölfarið breytt í Burnham Inter- national. „Við nánari skoðun eftir að kaup- in höfðu gengið í gegn kom í ljós að hlutirnar voru ekki jafn góðir og við vonuðumst eftir. Ég fól svo ákveðnum manni, sem varð forstjóri fyrirtækis- ins, daglegan rekstur þar sem ég var þarna að vinna á Wall Street. En hann setti fyrirtækið hreinlega á hausinn á einni nóttu. Hann tók ranga ákvörðun í leyfisleysi í skjóli Kaupþings, Spari- sjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóða- bankans. Þegar ég lít til baka skrifa ég þetta alfarið á Kaupþing og SPH. Það má reyndar segja að Matthías Á. Mathiesen, stjórnarformaður SPH, hafi rekið kompaníið í gjaldþrot,“ seg- ir Guðmundur en er ófáanlegur til að skýra það nánar. Hann segir þó að augljóst hafi verið að viss öfl innan íslenska bankageirans vildu losna við Burnham út af mark- aðnum af einhverjum ástæðum sem hann veit ekki hverjar eru. „Ástæðurn- ar hljóta að vera einhverjar en ég átta mig ekki á hverjar þær eru. En ég hafði náttúrlega verið í samkeppni við þá allt frá árinu 1991 þegar opnast fyrir fjár- magnsflutningana í kjölfar EES-samn- ingsins. Til langs tíma var ég eini Ís- lendingurinn erlendis sem var að selja verðbréf erlendis til og frá Íslandi og var með megnið af lífeyrissjóðunum sem kúnna. Þetta var því mikil samkeppni og þeir voru líklegast öfundsjúkir.“ Eignaðistu marga óvini í starfi þínu á Wall Street? „Ekki óvini held ég. Ég hugsa frekar að gerðir einhverra manna hafi stýrst af öfund. Eða skilningsleysi.“ „Kennið þið Stjörnufræði?“ Hafandi þessa reynslu frá Bandaríkj- unum hlýtur Guðmundur að hafa leitt hugann að möguleikum á að hasla sér völl í fjármálageiranum á Íslandi. Hann neitar því ekki. „Það getur vel verið að ég skoði það eitthvað. Það getur líka vel verið að ég setjist á skólabekk. Ég hringdi nú upp í háskóla í gær og spurði hvort þeir kenndu stjörnufræði. En þeir gera það ekki,“ segir Guðmundur og hlær. Áttu þér draum um að verða stjörnufræðingur? „Ekkert frekar, ég var bara að kanna hvort þeir kenndu það. Mig langar að læra allt!“ segir Guðmundur um leið og hann brosir breitt og bætir við að hann sé líka fanatískur bókasafnari. Hann fær sendan nýjan bókapakka frá Amazon nánast í hverri viku og á eins og sakir standa um þrjú þúsund bæk- ur. Meðfram hótelrekstrinum hef- ur hann líka verið í mastersnámi í al- þjóðapólitík og hagfræði við Charles University í Prag, elsta háskóla í Evr- ópu. „Ég á bara eftir að klára fjand- ans mastersritgerðina. Þetta verð- ur alla vega ekki tekið af manni það sem er komið. Og það er ómetanleg reynsla að vinna á Wall Street allan þennan tíma. Að kynnast öllu þessu fólki og öllum þessum fyrirtækjum og sjá hvernig þau fúnkera, olíufyrirtæki, plastfyrirtæki og hvaðeina.“ vill í pólitíK Spurður hvaða leiðir hann sjái fyrir Ís- land út úr kreppunni segir Guðmund- ur að eins og í öllu geti þetta breyst „on the dime“. „Eflaust á ástandið eftir að versna til muna áður en það verð- ur betra. En það lagast ekkert fyrr en stýrivextirnir verða komnir niður í eitt prósent. Þetta hefur ekkert með gengi krónunnar að gera. Þetta hefur með vexti að gera og að koma atvinnulífinu í réttan gír. Það þýðir ekkert að byggja hérna upp ríkis- og embættismanna- kerfi, reikna út skatttekjur út frá ein- hverjum gefnum forsendum og vinna út frá einhverri svoleiðis þvælu. Það verður að fara með stýrivextina niður í eitt til tvö prósent svo eitthvað gerist í þessu þjóðfélagi. Mér er andskotans saman þótt verðbólgan sé tólf prósent, það getur ekkert lifað í svona vöxtum. Samt ert þú að flytja heim. „Heldur betur. Ég ætla að reyna að gera mitt besta, hversu lítið sem það er. Ef allir gera eitthvað pínulítið þá kannski gengur dæmið upp. Ég ætla alla vega ekki að vera sófahagfræðing- ur, hvað þá í öðru landi,“ segir Guð- mundur og hlær. „Það er kominn tími til að bretta upp ermarnar og fara að vinna.“ Og þú sérð gull. „Það er sagt að allir Íslending- ar sem fari burt komi allir til baka; ég held að það sé rétt. Ég er búinn að vera í burtu í næstum tuttugu og fimm ár og mig langar að koma heim núna. Það er ekki þar með sagt að ég geti ekki farið aftur burt.“ og gullið í framleiðSlu- geiranum glóir SKæraSt. „Fyrir mér já. En það glóir gull víða.“ Guðmundur segist reyndar vera að spá í að fara í pólitík. „Og það í fúlustu alvöru. Ég er fæddur sjálfstæðismaður en eftir þessa Icesave-vitleysu þá verð- ur Framsóknarflokkurinn girnilegri og girnilegri.“ kristjanh@dv.is röng stereótýpa „Að græðgi sé góð er alls ekki viðhorfið á Wall Street. Stereótýpan af starfsmönnum Wall Street sem fólk hefur í huga sér er því miður ekki til í alvöru.“ mynd róbert reyniSSon maraþonhlauparinn Guðmundur hefur nokkrum sinnum hlaupið hált mara- þon og tvisvar heilt. Þessi myndin er tekin að loknu maraþoni í Prag í fyrra. björgólfur thor og frú Útrásarvíkingur- inn kunni var í vinnu hjá Guðmundi þegar sá síðarnefndi rak götumálunarfyrirtæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.