Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Síða 40
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Jón Valur Jensson guðfræðingur og ættfræðingur Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var um hríð við prent- nám, lauk stúdentsprófi frá MR 1971, stundaði nám í sagnfræði, latínu og grísku við HÍ, lauk kand- ídatsprófi í guðfræði frá HÍ 1979 og stundaði framhaldsnám í háskólan- um í Cambridge í kristinni siðfræði, trúarheimspeki og fræðum Tómasar frá Aquino. Jón var forstöðumaður Kvöld- skólans á Ísafirði 1983-84, síðan við kennslu í Reykjavík, stofnaði Ætt- fræðiþjónustuna 1986 og hefur starf- rækt síðan, einnig unnið við prófar- kalestur, þýðingar o.fl. Jón var frumkvöðull að stofn- un Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, 1985 og sinnti þar stjórnarstörfum og ritstjórn. Var einnig í stjórn Ættfræðifélagsins og formaður þar um tíma. Fjölskylda Kona Jóns er Ólöf Þorvarðsdóttir, f. 9.5. 1964, M.M., M.A., fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Foreldr- ar Ólafar: Þorvarður Ragnar Jóns- son, verslunarmaður í Reykjavík, og k.h., Inga Sigríður Ingólfsdóttir frá Ísafirði, ritari seðlabankastjóra. Börn Jóns og Ólafar: Sólveig, f. 20.1. 1998, d. 21. sama mán.; Ísak, f. 15.9. 1999; Sóley Kristín, f. 30.6. 2001. Fyrri kona Jóns er Elínborg Lár- usdóttir, f. 19.3. 1942, blindraráð- gjafi. Foreldrar Elínborgar: Lár- us Ingimarsson, er látinn, heildsali í Reykjavík, og k.h., Ásdís Vídal- ín Kristjánsdóttir. Börn Jóns og El- ínborgar eru Katrín, f. 12.10. 1976, MA í alþjóðasamskiptum en dóttir hennar er Chinyere Elínborg, f. 2.9. 2001; Þorlákur, f. 11.5. 1978, stúdent. Stjúpsonur Jóns er Andri Krishna Menonsson, f. 23.5. 1969, tannlækn- ir í Osló. Systur Jóns eru Karítas, f. 27. 4. 1952, bókasafnsfræðingur og hún á tvo syni, Axel Viðar og Pétur Má Eg- ilssyni; Kolbrún, f. 27.4. 1952, BSc. hjúkrunarfræðingur. Foreldrar Jóns: Jens Hinriksson, f. 21.10. 1922, d. 2.8. 2004, vélstjóri í Reykjavík, og k.h., Kristín J. Jóns- dóttir, húsmóðir . Ætt Bróðir Jens var Jósafat framkvæmda- stjóri J. Hinriksson hf. Faðir þeirra var Hinrik vélstjóri og járnsmið- ur á Norðfirði, hálfbróðir Magn- úsar Hj. Magnússonar, skáldsins á Þröm. Hinrik var sonur Hjalta kenn- ara, bróður Þórðar alþm. í Hattar- dal, föður Þórðar, skálds Grunnvík- ings, langafa Ólafs H. Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi. Hjalti var son- ur Magnúsar, pr. í Hvítanesi, bróður Þorsteins pr. og ættföður Thorsteins- sonættar. Magnús var sonur Þórðar, pr. í Ögurþingum Þorsteinssonar, og Guðbjargar Magnúsdóttur, b. í Súða- vík Ólafssonar, ættföður Eyrarætt- ar Jónssonar, langafa Jóns forseta. Móðir Hjalta var Matthildur, syst- ir Jóns kraftaprests á Rafnseyri, afa Jónu, móður Matthíasar Jónassonar prófessors. Matthildur var dóttir Ás- geirs, prófasts í Holti í Önundarfirði, bróður Þórdísar, móður Jóns forseta og Jens, langafa Jóhannesar Nordals, föður Ólafar alþm.. Móðir Matt- hildar var Rannveig Matthíasdótt- ir, stúdents á Eyri Þórðarsonar, ætt- föður Vigurættar, bróður Magnúsar í Súðavík. Móðir Hinriks var Sigurlína María Hinriksdóttir, bæjarstjóra á Ísafirði,Sigurðssonar, b. á Seljalandi Hinrikssonar. Móðir Jens var Karítas Halldórs- dóttir, útvegsb. í Melshúsum á Álfta- nesi Erlendssonar. Móðir Karítasar var Kristjana Árnadóttir, b. í Mels- húsum Árnasonar. Móðir Árna var Kristjana Ólafsdóttir, lögsagnara í Hjarðardal Erlendssonar, sýslu- manns á Hóli í Bolungarvík Ólafs- sonar, bróður Grunnavíkur-Jóns. Móðir Ólafs var Ástríður Magnús- dóttir, prófasts í Vatnsfirði Teitsson- ar, bróður Jóns biskups. Kristín er dóttir Jóns, verka- manns í Reykjavík Helgasonar, b. á Ósabakka á Skeiðum Jónssonar b. á Iðu Vigfússonar, af Kópvatnsætt. Móðir Jóns Helgasonar var Kristj- ana Einarsdóttir, systir Kristjáns, föður Jóhanns læknis og Sigurliða, kaupmanns í Silla og Valda. Móð- ir Kristjönu var Vigdís Diðriksdóttir, b. í Neðradal í Biskupstungum Stef- ánssonar. þar Þorsteinssonar. Móð- ir Diðriks var Vigdís Diðriksdóttir. Móðir Vigdísar var Guðrún Högna- dóttir „prestaföður“ Sigurðssonar. Móðir Kristínar var Valdís, syst- ir Maríu á Stóru-Reykjum í Flóa, ömmu Vigdísar Hauksdóttur alþm. og Margrétar, konu Guðna Ágústs- sonar, fyrrv. ráðherra. Önnur systir Valdísar var María yngri, móðir Frið- finns endurskoðanda, föður Kristins Ágústs, pr. í Hraungerði. Valdís var dóttir Jóns, b. í Seljatungu í Flóa Er- lendssonar, b. í Arnarholti Þorvarðs- sonar, b. í Stóra-Klofa Erlendssonar, b. í Þúfu á Landi Jónssonar. Móð- ir Erlends í Þúfu var Halldóra Hall- dórsdóttir, b. á Rauðnefsstöðum Bjarnasonar, ættföður Víkingslækj- arættar. Móðir Valdísar var Krist- ín Þorláksdóttir, b. á Galtastöðum Pálssonar, Maríu Friðfinnsdóttur, b. á Galtastöðum Péturssonar. Móðir Friðfinns var Guðrún Sigurðardóttir, systir Bjarna riddara. 70 ára á sunnudag Hallveig Thorlacius brúðuleikari Hallveig fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1958, stundaði nám við Háskól- ann í Lundi í Svíþjóð 1959-60, við Háskólann í Moskvu 1960-63 og við Kennaraskóla Íslands 1964-65. Þá stundaði hún nám við Leiðsögu- mannaskólann frá 2006 og lauk leið- sögumannaprófi 2007. Hallveig kenndi á Suðureyri við Súgandafjörð 1959 og var síð- an kennari við Hvassaleitisskóla, Grunnskólann í Varmahlíð, Mennta- skólann í Hamrahlíð, Menntaskól- ann við Sund, Ármúlaskólann og Þroskaþjálfaskólann. Þá er hún lög- giltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í rússnesku og hefur verið þýðandi fyrir Sjónvarpið um árabil. Hallveig var einn af aðstandend- um Leikbrúðulands frá 1971 og hefur starfrækt eigið brúðuleikhús, Sögu- svuntuna, frá 1984. Hún hefur sam- ið tíu leikrit fyrir brúðuleikhús, auk leikrits sem byggt er á Egils-Sögu, en hún er nú að vinna að öðru brúðu- leikriti sem byggt er á Laxdælu. Hún hefur að undanförnu haldið fjölda brúðusýninga erlendis, m.a. í Síber- íu og í Norður-Finnlandi. Hallveig hefur samið barnabók sem m.a. var gefin út í Slóvaníu og fyrir síðustu jól kom út eftir hana unglingabókin Martröð. Fjölskylda Hallveig giftist 30.8. 1963 Ragn- ari Arnalds, f. 8.7. 1938, formanni Heimssýnar, fyrrv. ráðherra og alþm. og fyrrv. formanni Alþýðubandalags- ins. Hann er sonur Sigurðar Arnalds, f. 15.3. 1909, d. 10.7. 1998, útgefanda og stórkaupmanns í Reykjavík, og f. k.h., Guðrúnar Jónsdóttur Laxdal, f. 1.3. 1914, d. 7.9. 2006, kaupkonu. Dætur Ragnars og Hallveigar eru Guðrún, f. 28.7. 1964, hómópati og yogakennari, búsett í Kópavogi, en maður hennar er Logi Vígþórsson og er sonur þeirra Ragnar Hrafn en dótt- ir Guðrúnar er Sara Steinþórsdóttir; Helga, f. 6.9. 1967, brúðuleikari og myndlistakona, búsett í Reykjavík en maður hennar er Elías Bjarnason og er sonur þeirra Úlfur en dóttir þeirra er Hallveig. Systkini Hallveigar eru Örnólfur Thorlacius, f. 9.9. 1931, fyrrv. rekt- or MR; Kristín Rannveig Thorlacius, f. 30.3. 1933, bókasafnsfræðingur í Borgarnesi; Hrafnkell Thorlacius, f. 22.1. 1937, d. 17.6. 2008, var arkitekt í Reykjavík; Kristján, f. 30.10. 1941, kennari og áfangastjóri við Ármúla- skóla. Foreldarar Hallveigar: Sigurður Thorlacius, f. 4.7. 1900, d. 17.8. 1945, skólastjóri í Reykjavík, og Áslaug Thorlacius, f. 21.11. 1911, húsmóðir. Ætt Sigurður var bróðir Birgis ráðuneytis- stjóra og Kristjáns, formanns BSRB Thorlacius. Sigurður var sonur Ól- afs, læknis á Búlandsnesi Jónssonar, pr. í Saurbæ Einarssonar. Móðir Jóns var Margrét Jónsdóttir, systir Álfheið- ar, ömmu Jóns Helgasonar biskups. Móðir Ólafs var Kristín Tómasdóttir. Móðir Kristínar var Rannveig, systir Jónasar Hallgrímssonar. Móðir Sigurðar var Ragnhildur, systir Sigurðar Eggerz ráðherra. Bróðir Áslaugar var Jónasar Kristj- ánssonar, forstöðumaður Árnastofn- unnar. Áslaug er dóttir Kristjáns, b. á Fremstafelli, bróður Jónasar frá Hriflu, afa Sigurðar Steinþórssonar prófessors. Kristján var sonur Jóns, b. á Hriflu Kristjánssonar, b. í Sýrnesi Jónssonar, b. þar, bróður Jóhannes- ar, ættföður Laxamýrarættar, afa Jó- hanns Sigurjónssonar, og Snjólaug- ar, ömmu Magnúsar Magnússonar, sjónvarpsmanns á BBC og rektors í Edinborgarháskóla. Jón var sonur Kristjáns, b. á Halldórsstöðum Jós- efssonar, b. í Ytra-Tjarnarkoti, bróður Jónasar, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Jósef var sonur Tómasar, ætt- föður Hvassafellsættar Tómassonar. Móðir Kristjáns á Halldórsstöðum var Ingibjörg Hallgrímsdóttir, systir Gunnars, afa Tryggva Gunnarsson- ar bankastjóra og Kristjönu, móður Hannesar Hafsteins. Móðir Áslaugar var Rósa, dótt- ir Guðlaugs, b. í Fremstafelli Ás- mundssonar, b. á Ófeigsstöðum Jónssonar. Móðir Guðlaugs var Guð- ný Guðlaugsdóttir, b. í Álftagerði Kolbeinssonar og Kristínar, systur Þuríðar, móður Sigurðar, ráðherra í Ystafelli, afa Jónasar búnaðarmála- stjóra. Þuríður var einnig móðir Árna, afa Þórs Vilhjálmssonar dóm- ara. Önnur systir Kristínar var Frið- rika, móðir Sigurðar, langafa Sveins Skorra Höskuldssonar prófessors. Kristín var dóttir Helga, ættföður Skútustaðaættar Ásmundssonar. Móðir Rósu var Anna Sigurðardótt- ir, b. á Litluströnd Erlendssonar, og Guðrúnar, systur Guðnýjar á Ófeigs- stöðum. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 40 föstudagur 28. ágúst 2009 ættfræði 60 ára á mánudag 30 ára á föstudag Kári fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Siglufirði að hluta til. Hann var í Fossvogsskóla, Réttarholtsskóla, stundaði nám við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og stundar nú nám í íþrótta- fræði við HÍ. Kári hóf ungur störf við fyrirtæk- ið Bifreiðaverkstæði Jónasar og hefur starfað þar á sumrin og með námi. Þá hefur hann starfað með skóla hjá AB – Varahlutum sl. tvö ár. Kári hóf ungur að æfa og keppa í knattspyrnu með Víkingi og lék með öllum aldursflokkum upp í meist- araflokk. Hann hefur stundað knatt- spyrnuþjálfun frá sautján ára aldri, lengi hjá Víkingi en hjá yngri flokkum Fylkis frá 2002. Kári fékk viðurkenningu frá Knattspyrnuþjálfarafé- lagi Íslands fyrir störf í þágu barna og unglinga árið 2007. Fjölskylda Eiginkona Kára er Anna Bára Arons- dóttir, f. 10.4. 1982, kennari við Hörðu- vallaskóla í Kópavogi. Dætur Kára og Önnur Báru eru Erika Líf Káradóttir, f. 7.3. 2005; Elísa Birta Káradóttir, f. 14.2. 2009. Systkini Kára eru Gunnar Stefán Jónasson, f. 11.6. 1962, vélstjóri í Reykjavík; Jón Ingv- ar Jónasson, f. 31.5. 1965, bif- vélavirki í Reykjavík; Ingi- björg Jónasdóttir, f. 4.12. 1967, leikskólakennari í Reykjavík; Viðar Jónasson, f. 24.5. 1973, bifvélavirki í Reykjavík. Foreldrar Kára eru Jónas Jóns- son, f. 23.4. 1940, bifvélavirki og fyrrv. framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Ólöf Septína Steingrímsdóttir, f. 10.10. 1945, húsmóðir. Kári Jónasson nemi í íþróttafræði við Hí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.