Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 12
12 föstudagur 28. ágúst 2009 helgarblað Sigmundur Ernir Rúnarsson, þing- maður Samfylkingarinnar tók þátt í öðru golfmóti á föstudaginn 21. ág- úst daginn eftir hið örlagaríka kvöld á Alþingi, þar sem hann viðurkenndi síðar að hafa neytt áfengis áður en hann fór í ræðustól á Alþingi þar sem umræður um ríkisábyrgð vegna Icesave fóru fram. Fyrr um kvöld- ið hafði hann tekið þátt í golfmóti á vegum MP Banka og drukkið léttvín í veislu eftir mótið. Á föstudeginum var það svo árlegt golfmót fjölmiðla- manna, Media Masters, sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu kvöldið áður, vann Sigmundur nándarverðlaun á þriðju holu vallarins. Tveir gestir í veislu sem haldin var eftir mótið segja við DV að Sig- mundur hafi drukkið bjór og léttvín í veislunni líkt og flestir aðrir gest- ir. Hann hafi þó ekki virst vera und- ir miklum áhrifum. Síðar þann dag, eða klukkan 22:45 á föstudagskvöld- ið var Sigmundur svo aftur kominn niður í þing, á kvöldfund fjárlaga- nefndar. Sigmundur hefur staðið í ströngu í sumar, hann er nýr þingmaður og á sæti í fjárlaganefnd, sem fjallar um eitt stærsta mál Íslandssögunnar, rík- isábyrgð vegna Icesave innistæðna. Reykur og ritvél Sigmundur er fæddur á Akureyri 6. mars 1961 og er því 48 ára gmall. Hann ólst upp á Akureyri, gekk þar í skóla og útskrifaðist með Stúdents- próf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1981. Sjálfur hefur Sigmund- ur sagt að hann sé af alþýðufólki kominn og á menntaskólaárum sín- um var hann mikið í skáldskap. Á vefsíðu sinni segir Sigmundur um skólaárin á Akureyri: „Gagnfræða- skóli Akureyrar breytti mér úr barni í bærslafullan ungling með undra- sítt hár. Vinafjöldinn húkandi undir húsvegg að reykja Viceroy og annan álíka óþverra milli þess sem hnakka- kerrtir kennararnir komu fyrir okkur vitinu. Ég tók landsins fyrsta grunn- skólapróf á leiðinni upp í dásamleg- asta skóla lífs míns, Menntaskólann á Akureyri, sem skilaði mér skrifandi og skáldmæltum út í fullorðinsárin, þökk sé einhverjum bestu kennur- um þessa lands, hrífandi og mann- eskjulegum á pari við lífið. Hvergi á ævinni hef ég eignast fleiri vini en í félagsfræðinni í MA.“ Fyrsta ljóðabók Sigmundar kom út árið 1980, þegar hann var aðeins 19 ára gamall og heitir Kringum- stæður. Sama ár og hvíta húfan fór á loft hófst fjölmiðlaferillinn, þeg- ar hinn tvítugi norðanmaður réð sig til starfa sem blaðamaður á Vísi, sem síðar sameinaðist Dagblaðinu og varð að DV. Hann starfaði á DV til ársins 1983, þegar hann færði sig um set og gerðist ritstjórnarfulltrúi á Helgarpóstinum sáluga. Sama ár sendi hann frá sér sína aðra ljóða- bók. Hinn ungi Sigmundur var mikill blaðamaður í sér og árið 1986 ræddi hann í viðtali við DV um upphafið að fjölmiðlaferlinum og sín helstu áhugamál, sem voru á þeim tíma að sitja við ritvélina og reykja sígarettur. „Ég var með Helgarblað DV í a.m.k. tvo ár. Það var æðisleg vinna, á við 30 ára kúrs í blaðamennsku en árin á helgarblaðinu gerðu mig að þeim blaðamanni sem ég er í dag.“ Sig- mundur sagði í viðtalinu frá því að hann hefði þyngst um 10 kíló síðan hann hætti að reykja. Í greininni var uppáhaldsstelling Sigmundar sögð að sitja fyrir framan ritvélina með iðandi reykinn upp úr öskubakkan- um og svo hulinn reykjarmekki að ekki sást nema móta fyrir útlínunum á líkama hans. „Ég er búinn að vera ómögulegur maður síðan ég hætti að reykja, blaðamannsímyndin horf- in. En ég hef komið mér upp öðrum kæk, sem er að núa saman höndun- um i gríð og erg,“ sagði blaðamaður- inn ungi. Sigmundur Ernir er giftur Elínu Sveinsdóttur, fyrrverandi útsend- ingastjóra á Stöð 2. Þau eiga fjögur börn saman, en fyrir átti Sigmundur tvö börn úr fyrra hjónabandi. Elsta barn Sigmundar, Eydís Edda Sig- mundsdóttir lést í mars á þessu ári eftir ævilanga baráttu við fötlunar- sjúkdóm sem dró hana til dauða að- eins 24 ára gamla. Í sjónvarpi með Ómari og Agnesi Braga Á Helgarpóstinum starfaði hann til ársins 1985, þegar hann færði sig yfir til Ríkissjónvarpsins og fékk eldskírn sína í sjónvarpi. Stýrði hann meðal annars þættinum á Líðandi stundu með Ómari Ragnarssyni, sjónvarps- manni og Agnesi Bragadóttur, blaða- konu á Morgunblaðinu. Þóttu þau mynda athyglisvert þríeyki í sjón- varpssal. Hann lýsti því í sama viðtali að hann hefði legið í flensu heima þegar honum var boðið starfið. Á þessum sömu árum skrifaði hann einnig greinar í Alþýðublað- ið og Sjómannablaðið Víking. Árið 1987 réð hann sig til starfa hjá Stöð 2, sem var að slíta barnskónum, í starf varafréttastjóra. Hann starfaði óslitið á stöðinni til ársins 2001, þegar hann snéri aftur á DV, í þetta sinn sem rit- stjóri. Því starfi gengdi hann í tvö ár. Veturinn 2003 til 2004 stýrði hann svo viðtalsþættinum Maður á mann á Skjá Einum og árin 2004 til 2005 var hann fréttastjóri á Fréttablaðinu. Hann snéri síðan aftur til Stöðvar 2 árið 2005 sem fréttastjóri og síðar forstöðumaður fréttasviðs, í eitt ár á NFS og aftur á Stöð 2, allt þar til hon- um var sagt upp störfum. Sigmundur er almennt vel liðinn af fólki sem þekkir til hans og hefur unnið með honum. Einn fyrrverandi samstarfsmaður Sigmundar, lýsir honum sem mjög viðkunnalegum og kammó manni, en það verði að segj- ast eins og er að hann sé frekar latur í vinnunni. „Það var einhverju sinni sagt um hann að hann væri dýrasti „high-five“ maður Íslandssögunn- ar,“ segir viðmælandi DV og vísar til launa hans. „Hann er fyndinn og skemmtilegur. Kemur með mikið af „one-liner“ bröndurum og er mjög sterkur í mannlegum samskiptum. Að því leytinu til er hann mjög góður maður að hafa á vinnustað, því hann er mikill peppari og góður fyrir mór- alinn.“ Kurteis, húmorískur og ístöðu- laus Annar viðmælandi DV sem einn- ig hefur starfað náið með honum segir að kostirnir hans séu, að þrátt fyrir frægðina, þá sé hann ekki eins upptekinn af henni og margir halda. „Hann kynnir sig alltaf kurteisislega, hann veit að hann er þjóðþekktur maður, en getur ekki ætlast til þess að hann þurfi ekki að gera grein fyr- ir sé og kynna sig eins og annað fólk. Það á hann alveg. Hann er líka mjög skemmtilegur maður og húmorískur og vill alltaf mjög vel.“ En Sigmundur á sína galla að mati viðmælandans sem nefnir að hann eigi það til að ráðast í stærri verk- efni heldur en hann sé raunverulega maður til að klára. Hann afkasti þess vegna ekki miklu í vinnu. „Hann tal- ar um að gera meira en hann gerir. Það vantar ekki greindina eða neitt slíkt, en hann er ístöðulaus. Hann er ákvarðanafælinn og ef það eru erfið mál, þá finnst honum mjög gott að komast undan þeim. Að því leytinu til er hann já-maður, því hann segir alltaf já. Hann vill vera góði maður- inn,“ segir sami viðmælandi. Undir þetta tekur annar fyrrverandi sam- starfsmaður hans og bætir því við að Sigmundur hafi alltaf viljað forðast átök í vinnunni. „Hent út eins og glæpamönn- um.” Það var svo í janúar á þessu ári sem spilastokknum var stokkað upp á nýtt, þegar Sigmundur og Elín Sveinsdóttir, eiginkona hans voru skyndilega rekinn af fréttastofu Stöðvar 2. Sigmundur hafði um ára- bil verið einn frægasti fréttalesari og dagskrárgerðamaður landsins. Upp- sögnin var sögð liður í sparnaðar- aðgerðum, en Sigmundur tók henni illa og sagði meðal annars í sam- tali við DV: „Okkur var hent út eins og glæpamönnum. Það eru þakk- irnar. Það lá í loftinu að við hefðum gert eitthvað stórkostlegt af okkur.“ Yfirboðarar hans vönduðu honum heldur ekki kveðjurnar. Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2, sagði af þessu tilefni: „Ég hef haft Sigmund Erni sem yfirmann. Ég hef líka starfað við hliðina á honum. Ég hef aldrei lært neitt af honum. Hann hefur aldrei haft neitt fram að færa sem hefur gagnast mér og á þessum fjórum mánuðum sem ég hef starfað sem fréttastjóri Stöðvar 2 hefur hann aldrei ausið millilítra út brunni sinn- ar miklu visku.“ Raunar var athyglisverð staða komin upp, þegar Óskar Hrafn var ráðinn yfirmaður Sigmundar síðasta haust, en sá fyrrnefndi var í eldlín- unni sem fréttastjóri DV þegar mik- il andstaða var gegn blaðinu eftir að maður sem það hafði fjallað um, fyrirfór sér. Sigmundur Ernir var þá í hópi þeirra sem gagnrýndu stefnu DV mest á þeim tíma. Í ljósi þeirrar sögu var uppsögn Sigmundar Ernis ekki sérlega óvænt, enda kærleikur- inn ekki mikill þeirra á milli. Sömu sögu má segja um Frey Einarsson, ritstjóra Opna gluggans, sem Ís- land í dag og Mannamál Sigmund- ar, heyrði undir. Freyr var samstarfs- maður Óskars Hrafns á DV á þeim tíma sem Sigmundur var mjög and- snúinn blaðinu. Síðasta kryddsíldin Vormánuðirnir voru örlagaríkir í lífi Sigmundar Ernis. Hann hafði ný- verið misst vinnuna á Stöð 2 og ver- ið úthrópaður sem hirðfréttamaður auðvaldsins, sérstaklega eftir Krydd- síldarþáttinn á gamlársdag, þar sem Sigmundur Ernir stýrði hátíðlegum umræðum stjórnmálamanna á Hótel Borg, á meðan valdamönnunum var þjónað til borðs af prúðbúnum þjón- um - eins og alltaf hafði verið gert. Nema þetta var enginn venjulegur gamlársdagur, hópur mótmælenda barði á glugga fyrir utan Borgina og gerði hvað hann gat til þess að stöðva útsendinguna. Svo fór á endanum að sjónvarpssnúrur voru brenndar í sundur og útsendingin rofnaði. Hann var svo sagður hafa sakað Egil Helga- son, sem átti leið fram hjá, um að hlakkað hafi í honum við að sjá mót- mælendur. Það var síðar borið til baka af Sigmundi sjálfum. Annað atvik var þegar Sigmundur rak Einar Má Guðmundsson, rithöf- und úr þætti sínum Mannamáli, en sá síðarnefndi fullyrðir að yfirboður- um Stöðvar 2 hafi ekki þótt boðskapur Einars Más þóknanlegur. Í ljósi þess sem síðar hefur gerst má segja að uppsögnin hafi hins veg- ar komið á besta tíma fyrir Sigmund, aðeins þremur mánuðum fyrir kosn- ingar til Alþingis og enn styttra var í prófkjör Samfylkingarinnar. Strax og Sigmundur hætti spunn- ust sögusagnir um að hann ætlaði að snúa sér að stjórnmálum og var Fram- sóknarflokkurinn strax nefndur, enda Sigmundur góðvinur Guðna Ágústs- sonar, eftir að hafa skrifað ævisögu hans. Sjálfur talaði hann hins vegar um að setjast niður við skriftir. „Ég á annars svo mikið af óskrifuðum ljóð- um og sögum að ég hugsa að ég byrji nú á að koma einhverjum skikk á það,“ sagði hann við DV. Sigmundur ákvað hins vegar að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, þar sem hann á rætur sínar að rekja til Akureyrar. Sigmundur náði þeim árangri sem hann stefndi að, öðru sæti, sem er ör- uggt þingsæti. Sigmundur vakti mikla athygli í prófkjörsbaráttunni, fyrir að birta á vefsíðu sinni skýra grein um fjárhag sinn, eignir, skuldir stjórnar- setu og félagatengsl. Hlaut hann mik- ið lof fyrir. Annað sem vakti athygli var að í prófkjörsbaráttu sinni hafði hann afnot af jeppa á vegum Stöðvar 2, en jeppann fékk hann að nota á upp- sagnarfrestinum. DV greindi svo frá því á dögunum að Sigmundur hefði skilað jeppanum aftur til 365, en hann hafi verið óökufær, þar sem vélin hefði brætt úr sér. Bíllinn er af gerðinni Ford Escape og er viðgerðarkostnaður sagður vera um 1,5 milljónir króna. Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur staðið í ströngu. Hann viðurkenndi að hafa sagt ósatt um víndrykkju sína áður en hann steig í ræðustól Alþingis í síðustu viku. Eftir langan fjölmiðlaferil var hann kjörinn á þing í fyrstu atrennu. Gamlir vinnufélagar eru allir sammála um að Sigmundur sé ljómandi skemmtilegur og góður maður, en átakafælinn, sérhlífinn og eigi til að vera frekar latur í vinnu. Daginn eftir þingfundinn fræga var hann á golfmóti á Akranesi þar sem gestir segja hann hafa drukkið bjór áður en hann fór á fund fjárlaganefndar Alþingis síðar um kvöldið. VELVILJAÐUR En SÉRHLÍFInn Þingmaður Sigmundur Erni er lýst sem miklu ljúfmenni og góðum félaga. Hann sé hins vegar ákvarðanafælinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.