Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 14
Brösótt byrjun á Alþingi Svo fór að hann náði öruggur kjöri á Alþingi. Það var mikill hugur í hin- um nýja þingmanni þegar hann flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í vor. Þar ræddi hann um væntingar þjóðar- innar til þingmanna sinna og spurði ítrekað: „hvers á þjóðin skilið af okk- ur,“ sem síðar var reyndar lagfært yfir í: „hvað á þjóðin skilið af okkur.“ Eitt af því sem Sigmundur Ernir nefndi í jómfrúarræðunni var að þingmenn ættu að spara stóru orðin í sölum Alþingis. „Já, hvað á þjóðin skilið af okkur? Við skulum spyrja okkur þessarar spurningar í hvert einasta sinn sem við göngum hingað í hús. Það gengur ekki að lunginn úr ræðu- tíma þingmanna fari í það að fjarg- viðrast hverjir við aðra. Hér í þing- sölum hefur alltof mikill tími farið í að lítillækka fólk. Og sosum til hvers? Pólitísk hávaðarifrildi hafa sjaldnast komið miklu í verk, sakir þess að þau ala á óheilindum. Nú er lag að spara stóru orðin og veita fremur kröftun- um í stóru verkin. Þjóðin á heimtingu á því,“ sagði Sigmundur. Sagði ósagt um víndrykkju En um þremur mánuðum síðar var Sigmundur kominn í skotgrafirnar. Fimmtudaginn 21. ágúst tók hann þátt í golfmóti á vegum MP Banka á Graf- arholtsvelli. Eftir mótið var blásið til veislu í golfskálanum, þar sem í þátt- takendur gátu gætt sér á léttvíni, bjór og veitingum í boði bankans. Á föstu- dagsmorgun voru sagðar fréttir af æði skrautlegri framkomu þingmannsins í þingsal, seinna um kvöldið, en í sam- tali við Vísi útskýrði Sigmundur fram- komu sína sem næturgalsa. Sigmund- ur flutti mikla eldræðu þetta kvöld, en þing-salur viðhafði um fimmtíu frammí-köll á meðan hann flutti sína ræðu. Svör hans við spurningum ann- ara þingmanna voru svo sérkennileg, enda mundi hann ekki spurningar þingmanna þegar hann kom sjálf- ur í ræðustól til að svara þeim. Eftir að myndband á Youtube, sem sýndi Sigmund í undarlegu ljósi, fór eins og eldur í sinu um netið, var hann spurð- ur af fréttamanni RÚV á Austurlandi, hvort hann hefði verið ölvaður þegar hann tók þátt í umræðum um Icesa- ve á Alþingi þetta sama kvöld. Hann neitaði því, en var því næst spurð- ur hvort hann hefðir örugglega ekki bragðað neitt áfengi áður en hann tók þátt í umræðunum, en hann neitaði því einnig. Hann neitaði að tjá sig að öðru leyti um málið og sagði þennan orðróm ekki réttann. Veislugestir úr hófi MP Banka sögðu DV hins vegar allt aðra sögu, en Sigmundur. Þeir sögðu Sigmund hafa hellt í sig rauðvíni og slegið um sig við gesti veislunnar. Einn þeirra sem DV ræddi við segir að sér hafi brugðið þegar hann kom heim til sín síðar um kvöldið og sá Sigmund Erni kominn í ræðustól á Alþingi, miðað við það ástand sem hann hafði verið í fyrr um kvöldið. Þingmaðurinn lét ekkert ná í sig vegna málsins, ekki einu sinni þeg- ar blaðamaður bankaði upp á heimili Sigmundar. Þrátt fyrir að hann hafi nokkrum sekúndum áður staðið í for- stofunni og talað í símann, kom eigin- kona hans til dyra og sagði hann ekki heima. Á miðvikudag sendi Sigmund- ur svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann viðurkenndi að hafa í upphafi sagt ósatt, hann hafi drukkið tvö vínglös, en ekki kennt áhrifa. Á fimmtudag bað hann svo Alþingi afsökunnar á veru sinni í ræðustól fyrr í vikunni. Sérhlífinn og ljúfur Viðmælendur DV eru á einu máli um að Sigmundur sé skemmtileg- ur maður, haldi uppi góðum móral og að fólk kunni vel við hann. Fyrr- verandi samstarfsmaður hans lýs- ir honum sem svo: „Sigmundur er ljúfur maður að starfa með og eig- inlega svo ljúfur að það bitnaði á starfi hans sem yfirmanns. Honum finnst erfitt að vera vondi gæinn og vill einhvernveginn vera góður og notalegur við alla. Stundum væri ekki ofmælt að segja að hann væri svolítið sérhlífinn til starfa og á það til að vera með takmarkaða viðveru á vinnustað. Það verður ekki af hon- um tekið að hann er skemmtilegur að vera í kringum og flestir kunna vel við hann enda ekki ástæða til annars.“ Annar viðmælandi DV sem starf- aði með honum á Stöð 2, tekur und- ir að hann sé mjög skemmtileg- ur og velviljaður maður. Hann sé hins vegar ekki nógu mikill prins- ipp maður og nefnir sem dæmi að þegar Sigmundur sagðist vera laus undan oki auðmanna, eftir að hon- um var sagt upp störfum á Stöð 2. Hins vegar að hefði komið til þess að hann þyrfti verja fréttamenn í erfið- um málum og leggja sjálfan sig und- ir í leiðinni, þá væri Sigmundur ekki líklegur til þess að standa undir því. „Það er eins og með marga á Íslandi, hann er góður náungi, en hann er já- maður og forðast átök. Hann lend- ir stundum í vandræðum, því hann vill hafa alla góða. Til dæmis þegar tveir menn eru á á sitthvorri skoð- un, þá ræðir hann við þá einslega í sitthvoru horninu og er sammála báðum. Það er algjörlega ómögulegt þegar maður er stjórnandi.“ Gengið fram hjá Sigmundi Þegar Steingrímur Sævarr Ólafsson, var ráðinn ritstjóri Íslands í dag, var það gert að undirlagi Ara Edwald, forstjóra 365, samkvæmt heimild- um DV. Á þeim tíma var Sigmund- ur fréttastjóri og heyrði bæði frétta- stofan og Ísland í dag undir hans stjórn. Sigmundur var ekki hafður með í ráðum. Steingrímur Sævarr mun hafa hafti samband við aðra á Stöð 2 og rætt við þá, áður en hann tók starfstilboðinu. Um það leyti sem verið var að ganga frá ráðn- ingu Steingríms, mun Sigmundur hafa kallað undirmenn sína til fund- ar og tjáð þeim að hann hefði sjálf- ur ákveðið að láta Þorstein Joð, þá- verandi umsjónarmann þáttarins, fara og ráða Steingrím Sævarr í hans stað. Fréttamenn stöðvarinnar voru hissa á þessu, því vissu þegar að Ari hefði gengið fram hjá Sigmundi með ráðningu Steingríms, en Sigmundur engu að síður viljað halda andliti sínu út á við. Svipuð staða hafi kom- ið upp þegar Steingrímur Sævarr var ráðinn fréttastjóri í stað Sigmundar og hann gerður að forstöðumanni fréttasviðs. Þá hafi virkilega verið farið að molna undan honum í starfi. „Það var búin til einhver ný staða fyrir hann, þegar honum var spark- að sem fréttastjóra. Þessi störf, að vera yfirmaður á fréttastofu og einn- ig stjórnmálamaður, ég er ekki alveg viss um að það henti hans karakter,“ segir einn þeirra sem DV ræddi við. „Hann reyndi að spila sig stærri en hann var. Það var byrjað að molna undir honum tveimur árum áður en hann var rekinn. Ef hann hefði verið alvöru nagli, þá hefði hann vafalaust farið á fund með Ara og spurt hvort hann væri að taka þennan þátt af honum án þess að tala við sig. Hann lét hins vegar alla halda að hann stýrði þessu áfram.“ Jafn ósannfærandi fullur og edrú Enn annar fyrrverandi samstarfs- maður Sigmundar segir að hann sé með fréttamennskuna í blóð- inu, en segist efast um hann sem stjórnmálamann. „Ég sá Sigmund Erni aldrei fyrir mér sem þingmann. Hann er fæddur fréttamaður sem er í rauninni að setja sig í ólík hlutverk og skoða umhverfi sitt með krítískri hugsun. Hann er fínn í að þefa upp sögur og segja þær, hvort sem það er á prenti eða í sjónvarpi. Þetta er ekki til í pólitík. Þannig að þetta út- spil hans fannst mér alveg stór- furðulegt. Í pólitíkinni eru menn að múra sig inn í einhverja flokks- og kerfishugsun sem hentar Sigmundi alls ekki. Mér fannst Sigmundur því jafn ósannfærandi fullur í ræðustól á þingi og þegar hann var edrú,“ segir samstarfsmaðurinn fyrrverandi. „Hann er frábær vinnufélagi. Skemmtilegur og hugmyndaríkur. En hans helsti veikleiki er kannski bara fljótfærni; hann sést ekki fyrir og bara kýlir á hlutina. Hann er mik- ill stemningarmaður. Það er alltaf ögrandi og skemmtilegt að vinna í kringum hann,“ segir hann. „Hann er snarpur penni og menn þurfa ekki annað en að lesa það sem hann var að skrifa á Helgarpóstinum í gamla daga til að sjá að þarna fer maður sem hefur skoðanir á hlut- unum. En undir það síðasta, þegar hann var á NFS og Stöð 2, vissi mað- ur varla hvort hann var að stefna í sveitaprestinn eða pólitíkusinn. Orðfærið hjá honum var orðið allt uppskrúfað og hann var kominn inn á eitthvert hlutlaust svæði þar sem hann var sennilega bara að reyna að halda friðinn við sína vinnuveitend- ur. Ég held reyndar að hvorugt henti honum nokkurn skapaðan hlut; hvorki presturinn né pólitíkusinn. Þetta gerist með marga ritstjóra. Það sem gerist þegar menn eru komnir í vaktstjórn og annað slíkt þá er þetta bara orðið að skrifstofustarfi, þeir grána í vöngum og verða alveg grút- máttlausir og -leiðinlegir. Sigmund- ur er alls ekki skrifstofumaður.“ 14 föstudagur 28. ágúst 2009 helgarblað           Fjölhæfur Sigmundur Ernir stýrði spjallþætti á Skjá Einum fyrir nokkrum árum. Þessi skemmtilega mynd birtist í auglýsingum dagblaða. Sigmundur og Elín Hjónin störfuðu saman á Stöð 2 en var báðum sagt upp í janúar. Bókhneygður Sigmundur hefur skrifað nokkrar bækur á ferlinum. Meðal annara ævisögu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.