Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 40
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Jón Valur Jensson guðfræðingur og ættfræðingur Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var um hríð við prent- nám, lauk stúdentsprófi frá MR 1971, stundaði nám í sagnfræði, latínu og grísku við HÍ, lauk kand- ídatsprófi í guðfræði frá HÍ 1979 og stundaði framhaldsnám í háskólan- um í Cambridge í kristinni siðfræði, trúarheimspeki og fræðum Tómasar frá Aquino. Jón var forstöðumaður Kvöld- skólans á Ísafirði 1983-84, síðan við kennslu í Reykjavík, stofnaði Ætt- fræðiþjónustuna 1986 og hefur starf- rækt síðan, einnig unnið við prófar- kalestur, þýðingar o.fl. Jón var frumkvöðull að stofn- un Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, 1985 og sinnti þar stjórnarstörfum og ritstjórn. Var einnig í stjórn Ættfræðifélagsins og formaður þar um tíma. Fjölskylda Kona Jóns er Ólöf Þorvarðsdóttir, f. 9.5. 1964, M.M., M.A., fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Foreldr- ar Ólafar: Þorvarður Ragnar Jóns- son, verslunarmaður í Reykjavík, og k.h., Inga Sigríður Ingólfsdóttir frá Ísafirði, ritari seðlabankastjóra. Börn Jóns og Ólafar: Sólveig, f. 20.1. 1998, d. 21. sama mán.; Ísak, f. 15.9. 1999; Sóley Kristín, f. 30.6. 2001. Fyrri kona Jóns er Elínborg Lár- usdóttir, f. 19.3. 1942, blindraráð- gjafi. Foreldrar Elínborgar: Lár- us Ingimarsson, er látinn, heildsali í Reykjavík, og k.h., Ásdís Vídal- ín Kristjánsdóttir. Börn Jóns og El- ínborgar eru Katrín, f. 12.10. 1976, MA í alþjóðasamskiptum en dóttir hennar er Chinyere Elínborg, f. 2.9. 2001; Þorlákur, f. 11.5. 1978, stúdent. Stjúpsonur Jóns er Andri Krishna Menonsson, f. 23.5. 1969, tannlækn- ir í Osló. Systur Jóns eru Karítas, f. 27. 4. 1952, bókasafnsfræðingur og hún á tvo syni, Axel Viðar og Pétur Má Eg- ilssyni; Kolbrún, f. 27.4. 1952, BSc. hjúkrunarfræðingur. Foreldrar Jóns: Jens Hinriksson, f. 21.10. 1922, d. 2.8. 2004, vélstjóri í Reykjavík, og k.h., Kristín J. Jóns- dóttir, húsmóðir . Ætt Bróðir Jens var Jósafat framkvæmda- stjóri J. Hinriksson hf. Faðir þeirra var Hinrik vélstjóri og járnsmið- ur á Norðfirði, hálfbróðir Magn- úsar Hj. Magnússonar, skáldsins á Þröm. Hinrik var sonur Hjalta kenn- ara, bróður Þórðar alþm. í Hattar- dal, föður Þórðar, skálds Grunnvík- ings, langafa Ólafs H. Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi. Hjalti var son- ur Magnúsar, pr. í Hvítanesi, bróður Þorsteins pr. og ættföður Thorsteins- sonættar. Magnús var sonur Þórðar, pr. í Ögurþingum Þorsteinssonar, og Guðbjargar Magnúsdóttur, b. í Súða- vík Ólafssonar, ættföður Eyrarætt- ar Jónssonar, langafa Jóns forseta. Móðir Hjalta var Matthildur, syst- ir Jóns kraftaprests á Rafnseyri, afa Jónu, móður Matthíasar Jónassonar prófessors. Matthildur var dóttir Ás- geirs, prófasts í Holti í Önundarfirði, bróður Þórdísar, móður Jóns forseta og Jens, langafa Jóhannesar Nordals, föður Ólafar alþm.. Móðir Matt- hildar var Rannveig Matthíasdótt- ir, stúdents á Eyri Þórðarsonar, ætt- föður Vigurættar, bróður Magnúsar í Súðavík. Móðir Hinriks var Sigurlína María Hinriksdóttir, bæjarstjóra á Ísafirði,Sigurðssonar, b. á Seljalandi Hinrikssonar. Móðir Jens var Karítas Halldórs- dóttir, útvegsb. í Melshúsum á Álfta- nesi Erlendssonar. Móðir Karítasar var Kristjana Árnadóttir, b. í Mels- húsum Árnasonar. Móðir Árna var Kristjana Ólafsdóttir, lögsagnara í Hjarðardal Erlendssonar, sýslu- manns á Hóli í Bolungarvík Ólafs- sonar, bróður Grunnavíkur-Jóns. Móðir Ólafs var Ástríður Magnús- dóttir, prófasts í Vatnsfirði Teitsson- ar, bróður Jóns biskups. Kristín er dóttir Jóns, verka- manns í Reykjavík Helgasonar, b. á Ósabakka á Skeiðum Jónssonar b. á Iðu Vigfússonar, af Kópvatnsætt. Móðir Jóns Helgasonar var Kristj- ana Einarsdóttir, systir Kristjáns, föður Jóhanns læknis og Sigurliða, kaupmanns í Silla og Valda. Móð- ir Kristjönu var Vigdís Diðriksdóttir, b. í Neðradal í Biskupstungum Stef- ánssonar. þar Þorsteinssonar. Móð- ir Diðriks var Vigdís Diðriksdóttir. Móðir Vigdísar var Guðrún Högna- dóttir „prestaföður“ Sigurðssonar. Móðir Kristínar var Valdís, syst- ir Maríu á Stóru-Reykjum í Flóa, ömmu Vigdísar Hauksdóttur alþm. og Margrétar, konu Guðna Ágústs- sonar, fyrrv. ráðherra. Önnur systir Valdísar var María yngri, móðir Frið- finns endurskoðanda, föður Kristins Ágústs, pr. í Hraungerði. Valdís var dóttir Jóns, b. í Seljatungu í Flóa Er- lendssonar, b. í Arnarholti Þorvarðs- sonar, b. í Stóra-Klofa Erlendssonar, b. í Þúfu á Landi Jónssonar. Móð- ir Erlends í Þúfu var Halldóra Hall- dórsdóttir, b. á Rauðnefsstöðum Bjarnasonar, ættföður Víkingslækj- arættar. Móðir Valdísar var Krist- ín Þorláksdóttir, b. á Galtastöðum Pálssonar, Maríu Friðfinnsdóttur, b. á Galtastöðum Péturssonar. Móðir Friðfinns var Guðrún Sigurðardóttir, systir Bjarna riddara. 70 ára á sunnudag Hallveig Thorlacius brúðuleikari Hallveig fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1958, stundaði nám við Háskól- ann í Lundi í Svíþjóð 1959-60, við Háskólann í Moskvu 1960-63 og við Kennaraskóla Íslands 1964-65. Þá stundaði hún nám við Leiðsögu- mannaskólann frá 2006 og lauk leið- sögumannaprófi 2007. Hallveig kenndi á Suðureyri við Súgandafjörð 1959 og var síð- an kennari við Hvassaleitisskóla, Grunnskólann í Varmahlíð, Mennta- skólann í Hamrahlíð, Menntaskól- ann við Sund, Ármúlaskólann og Þroskaþjálfaskólann. Þá er hún lög- giltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í rússnesku og hefur verið þýðandi fyrir Sjónvarpið um árabil. Hallveig var einn af aðstandend- um Leikbrúðulands frá 1971 og hefur starfrækt eigið brúðuleikhús, Sögu- svuntuna, frá 1984. Hún hefur sam- ið tíu leikrit fyrir brúðuleikhús, auk leikrits sem byggt er á Egils-Sögu, en hún er nú að vinna að öðru brúðu- leikriti sem byggt er á Laxdælu. Hún hefur að undanförnu haldið fjölda brúðusýninga erlendis, m.a. í Síber- íu og í Norður-Finnlandi. Hallveig hefur samið barnabók sem m.a. var gefin út í Slóvaníu og fyrir síðustu jól kom út eftir hana unglingabókin Martröð. Fjölskylda Hallveig giftist 30.8. 1963 Ragn- ari Arnalds, f. 8.7. 1938, formanni Heimssýnar, fyrrv. ráðherra og alþm. og fyrrv. formanni Alþýðubandalags- ins. Hann er sonur Sigurðar Arnalds, f. 15.3. 1909, d. 10.7. 1998, útgefanda og stórkaupmanns í Reykjavík, og f. k.h., Guðrúnar Jónsdóttur Laxdal, f. 1.3. 1914, d. 7.9. 2006, kaupkonu. Dætur Ragnars og Hallveigar eru Guðrún, f. 28.7. 1964, hómópati og yogakennari, búsett í Kópavogi, en maður hennar er Logi Vígþórsson og er sonur þeirra Ragnar Hrafn en dótt- ir Guðrúnar er Sara Steinþórsdóttir; Helga, f. 6.9. 1967, brúðuleikari og myndlistakona, búsett í Reykjavík en maður hennar er Elías Bjarnason og er sonur þeirra Úlfur en dóttir þeirra er Hallveig. Systkini Hallveigar eru Örnólfur Thorlacius, f. 9.9. 1931, fyrrv. rekt- or MR; Kristín Rannveig Thorlacius, f. 30.3. 1933, bókasafnsfræðingur í Borgarnesi; Hrafnkell Thorlacius, f. 22.1. 1937, d. 17.6. 2008, var arkitekt í Reykjavík; Kristján, f. 30.10. 1941, kennari og áfangastjóri við Ármúla- skóla. Foreldarar Hallveigar: Sigurður Thorlacius, f. 4.7. 1900, d. 17.8. 1945, skólastjóri í Reykjavík, og Áslaug Thorlacius, f. 21.11. 1911, húsmóðir. Ætt Sigurður var bróðir Birgis ráðuneytis- stjóra og Kristjáns, formanns BSRB Thorlacius. Sigurður var sonur Ól- afs, læknis á Búlandsnesi Jónssonar, pr. í Saurbæ Einarssonar. Móðir Jóns var Margrét Jónsdóttir, systir Álfheið- ar, ömmu Jóns Helgasonar biskups. Móðir Ólafs var Kristín Tómasdóttir. Móðir Kristínar var Rannveig, systir Jónasar Hallgrímssonar. Móðir Sigurðar var Ragnhildur, systir Sigurðar Eggerz ráðherra. Bróðir Áslaugar var Jónasar Kristj- ánssonar, forstöðumaður Árnastofn- unnar. Áslaug er dóttir Kristjáns, b. á Fremstafelli, bróður Jónasar frá Hriflu, afa Sigurðar Steinþórssonar prófessors. Kristján var sonur Jóns, b. á Hriflu Kristjánssonar, b. í Sýrnesi Jónssonar, b. þar, bróður Jóhannes- ar, ættföður Laxamýrarættar, afa Jó- hanns Sigurjónssonar, og Snjólaug- ar, ömmu Magnúsar Magnússonar, sjónvarpsmanns á BBC og rektors í Edinborgarháskóla. Jón var sonur Kristjáns, b. á Halldórsstöðum Jós- efssonar, b. í Ytra-Tjarnarkoti, bróður Jónasar, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Jósef var sonur Tómasar, ætt- föður Hvassafellsættar Tómassonar. Móðir Kristjáns á Halldórsstöðum var Ingibjörg Hallgrímsdóttir, systir Gunnars, afa Tryggva Gunnarsson- ar bankastjóra og Kristjönu, móður Hannesar Hafsteins. Móðir Áslaugar var Rósa, dótt- ir Guðlaugs, b. í Fremstafelli Ás- mundssonar, b. á Ófeigsstöðum Jónssonar. Móðir Guðlaugs var Guð- ný Guðlaugsdóttir, b. í Álftagerði Kolbeinssonar og Kristínar, systur Þuríðar, móður Sigurðar, ráðherra í Ystafelli, afa Jónasar búnaðarmála- stjóra. Þuríður var einnig móðir Árna, afa Þórs Vilhjálmssonar dóm- ara. Önnur systir Kristínar var Frið- rika, móðir Sigurðar, langafa Sveins Skorra Höskuldssonar prófessors. Kristín var dóttir Helga, ættföður Skútustaðaættar Ásmundssonar. Móðir Rósu var Anna Sigurðardótt- ir, b. á Litluströnd Erlendssonar, og Guðrúnar, systur Guðnýjar á Ófeigs- stöðum. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 40 föstudagur 28. ágúst 2009 ættfræði 60 ára á mánudag 30 ára á föstudag Kári fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Siglufirði að hluta til. Hann var í Fossvogsskóla, Réttarholtsskóla, stundaði nám við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og stundar nú nám í íþrótta- fræði við HÍ. Kári hóf ungur störf við fyrirtæk- ið Bifreiðaverkstæði Jónasar og hefur starfað þar á sumrin og með námi. Þá hefur hann starfað með skóla hjá AB – Varahlutum sl. tvö ár. Kári hóf ungur að æfa og keppa í knattspyrnu með Víkingi og lék með öllum aldursflokkum upp í meist- araflokk. Hann hefur stundað knatt- spyrnuþjálfun frá sautján ára aldri, lengi hjá Víkingi en hjá yngri flokkum Fylkis frá 2002. Kári fékk viðurkenningu frá Knattspyrnuþjálfarafé- lagi Íslands fyrir störf í þágu barna og unglinga árið 2007. Fjölskylda Eiginkona Kára er Anna Bára Arons- dóttir, f. 10.4. 1982, kennari við Hörðu- vallaskóla í Kópavogi. Dætur Kára og Önnur Báru eru Erika Líf Káradóttir, f. 7.3. 2005; Elísa Birta Káradóttir, f. 14.2. 2009. Systkini Kára eru Gunnar Stefán Jónasson, f. 11.6. 1962, vélstjóri í Reykjavík; Jón Ingv- ar Jónasson, f. 31.5. 1965, bif- vélavirki í Reykjavík; Ingi- björg Jónasdóttir, f. 4.12. 1967, leikskólakennari í Reykjavík; Viðar Jónasson, f. 24.5. 1973, bifvélavirki í Reykjavík. Foreldrar Kára eru Jónas Jóns- son, f. 23.4. 1940, bifvélavirki og fyrrv. framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Ólöf Septína Steingrímsdóttir, f. 10.10. 1945, húsmóðir. Kári Jónasson nemi í íþróttafræði við Hí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.