Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Qupperneq 42
Miðvikudagur 28. október 200942 hafnarfjörður Björgvin Halldórsson á síðasta orðið að þessu sinni en hann ólst upp í Hafnarfirði og býr þar enn. Björgvin sérhæfir sig í jóla- kalkúninum og hljómsveitin Beach Boys kemur honum alltaf í gott skap. Björgvin hefur alltaf dreymt um að hitta Elvis og gæfi íslensku þjóðinni frelsi að gjöf. SÍÐASTA ORÐIÐ 1. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Huga að köttunum okkar, fæ mér léttan morgunmat og svo á netið.“ 2. Hver er sérgrein þín í eldhúsinu? „Jólakalkúninn og Miðjarðarhafsmatreiðsla.“ 3. Hvaða kvikmyndahetju lítur þú upp til? „Sir Charles Spencer Chaplin.“ 4. Hvar ólst þú upp? „Hafnarfirði.“ 5. Ef þú hefðir ekki orðið tónlistarmaður, hvað hefðirðu viljað verða? „Kvikmyndaleikstjóri.“ 6. Hvað drífur þig áfram? „Fjölskyldan, morgundagurinn og vinnan.“ 7. Hvaða lag kemur þér alltaf í gott skap? „Það eru svo mörg lög sem hreyfa við mér að erfitt er að taka eitt sérstaklega út, en Beach Boys kemur mér alltaf í gott skap.“ 8. Hver er uppáhaldsborgin þín? „Ef ég mætti nefna tvær þá yrðu Róm og Flórens fyrir valinu.“ 9. Hvað hefur Hafnarfjörður fram yfir aðra bæi? „Hamarinn, flottasta bæjarstæðið og skemmtilegustu íbúana.“ 10. Hver er þín helsta fyrirmynd? „Faðir minn.“ 11. Hverju sérðu mest eftir? „Það þýðir ekki að vera velta sér upp úr því. Þú breytir engu nema sjálfum þér.“ 12. Ef þú mættir gefa íslensku þjóðinni gjöf, hvað mynd- irðu gefa henni? „Frelsi.“ 13. Hvar líður þér best? „Heima.“ 14. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? „Fljótshlíðin.“ 15. Hver er fremsti stjórnmálamaður heims fyrr og síðar? „Sir Winston Leonard Spencer Churchill.“ 16. Hvenær felldir þú síðast tár? „Fyrir nokkrum dögum birtist tár á hvarmi.“ 17. Hvernig er heimilisverkunum skipt? „Þeim er skipt jafnt eftir getu hvers fjölskyldumeðlims.“ 18. Stundar þú líkamsrækt? „Alltof lítið en þó meira í huganum.“ 19. Hvert er takmark þitt í lífinu? „Að vera betri manneskja.“ 20. Hvaða bók getur þú lesið aftur og aftur? „Larousse Gastronomique.“ 21. Hver voru áhugamál þín sem unglingur? „Kvikmyndir og tónlist.“ 22. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? „Kvikmyndaleikari.“ 23. Hvernig er fullkomið laugardagskvöld? „Í skemmtilegum samræðum með góðum vinum yfir ljúffengum mat.“ 24. Hver er þinn helsti kostur? „Þú verður að spyrja annan en mig.“ 25. Hvern hefur þig alltaf dreymt um að hitta? „Elvis.“ 26. Átt þú gæludýr? „Tvo ketti, þau Jökul og Emmu.“ 27. Finnst þér gaman í vinnunni? „Það er oftast gaman í vinnuni.“ 28. Hvaða skref væri mest til heilla íslenskri þjóð? „Horfast í augu við staðreyndir, styrkja innviði samfélagsins og tryggja bjarta framtíð fyrir börnin okkar.“ 29. Hvaða mynd sást þú síðast í bíó? „Inglourious Basterds.“ 30. Síðasta orðið? „Sumir stappa niður fætinum, aðrir smella fingrum og enn aðrir hreyfa sig til og frá. Ég býst við að ég geri þetta bara allt í einu. – Elvis Presley, 1956.“ ÆTlAÐI AÐ verða leikari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.