Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR Birkir Kristinsson, fyrrverandi lands- liðsmarkvörður í knattspyrnu, fjár- festir og starfsmaður í einkabanka- þjónustu Íslandsbanka, tapaði rúmlega 2 milljörðum króna í fyrra vegna fjárfestinga eignarhaldsfélags í hans eigu, BK-42. Eiginfjárstaða þessa félags er neikvæð um sem nemur rúmum 2 milljörðum króna og er það tæknilega gjaldþrota. Birkir, sem var einn af hluthöfum eignarhaldsfélagsins Gnúps ásamt bróður sínum, skuldar Banque Ha- villand í Lúxemborg, áður Kaup- þingi, meira en 450 milljónir króna á meðan eignir hans nema tæpum 380 milljónum króna. Birkir er því í mín- us upp á tæpar 74 milljónir króna. Líkt og DV hefur greint frá tap- aði Birkir milljörðum á fjárfestingum sínum í fjárfestingarfélaginu Gnúpi á árunum 2007-2008. Birkir seldi Magnúsi bróður sínum hlut sinn í Gnúpi á sjö milljarða króna um sum- arið 2007. Gnúpur lenti svo á hlið- inni á seinni hluta ársins og lagði Birkir 1,5 milljarða króna inn í félag- ið í nóvember til að aðstoða bróð- ur sinn við að reyna að bjarga því. Tæpum tveimur mánuðum síðar lá hins vegar fyrir að Birkir hefði tapað þessum fjármunum þar sem Gnúpur þurfti að selja eignir sínar með gríð- arlegu tapi. Ofan á þetta bættist að Magn- ús greiddi Birki einungis 4 millj- arða króna af þeim 7 sem hann ætl- aði að greiða honum fyrir hlutinn í Gnúpi. Bræðurnir gerðu svo með sér nauðasamninga í fyrra þar sem Birk- ir féll frá kröfunni á hendur Magnúsi. Ljóst er því að tap hans af Gnúpi var gríðarlegt og spilar stórt hlutverk í skuldastöðu hans í dag. Kaupþing þrýsti á Birki Einkabankaþjónustan hjá Kaup- þingi í Lúxemborg leitaði eftir því við Birki í lok síðasta árs að hann greiddi nærri 1,5 milljónir evra til bankans þar sem skuldir hans við bankann voru orðnar miklar í samanburði við eignir, samkvæmt heimildum DV. Leitaði bankinn eftir frekari trygg- ingum hjá Birki út af útistandandi skuldum hans við bankann. Bankinn mun hafa endurtek- ið beiðni sína til Birkis um frekari tryggingar fyrir lánum hans hjá Kaupþingi í Lúx í byrjun síðasta árs. Þar var Birki gefinn lokafrestur til að ganga frá greiðslu á frekari trygging- um inn á reikning sinn hjá bankan- um. Veðin fyrir lánum Birkis hjá Kaupþingi voru í eignum sem voru í eigu eignarhaldsfé- lagsins Daccara Corp sem var í eigu Birkis og skráð í skattaskjólinu Tortóla. Bankinn mun hafa ætl- að sér að selja hluta eigna Daccara Corp sem veð- settar voru hjá bankan- um til að tryggja lánafyr- irgreiðsluna. Birkir mun hafa ætlað að selja Dacc- ara Corp til Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnu- manns í haust en ekki er vitað hvernig þau viðskipti fóru. Bankastarfsmaður í milljarðaviðskiptum Birkir hefur leitað eftir samkomulagi við Banque Havilland um að greiða upp skuldir sínar við bankann. Eitt af því sem hann hugð- ist gera, samkvæmt heimild- um, var að selja hlutabréf sín í hol- lenska fé- laginu Fersk- ur Holding BV en það hélt utan um eignar- hlut Birkis í hollenska drykkj- arvöruframleiðandanum Refresco sem metinn var á um 250 milljónir króna í haust. Nota átti söluandvirð- ið til að greiða niður skuldir Birkis við Kaupþing. Eigendur Fersks Holding eru Stoðir, áður FL Group, Vífilfell og gamla Kaupþing en þau eiga samtals um 80 prósent í félaginu. Sagan af milljarðafjárfestingum og tapi Birkis Kristinssonar á árunum fyrir hrun íslenska efnahagskerfisins er fyrst og fremst merkileg fyrir þær sakir að hann stóð í þessum fjárfest- ingum á sama tíma og hann starfaði hjá einkabankaþjónustu Glitnis, síð- ar Íslandsbanka. Fáir vissu að Birkir væri svo stórtækur í hlutabréfavið- skiptum samhliða starfi sínu í bank- anum þar sem hann sá meðal annars um hlutabréfaviðskipti fyrir einstaka viðskiptavini bankans og ráðlagði þeim hvaða hlutabréf þeir ættu að kaupa og af hverju. Viðskiptasaga Birkis sýnir því að ólíklegustu menn stunduðu umfangsmikil hlutabréfa- viðskipti hér á landi, oft á tíðum með lánveitingum, og standa eftir fjárhagslega laskaðir vegna þessa eftir hrunið. Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, fjárfestir og starfsmaður Íslandsbanka, er í kröggum eftir að hafa tekið þátt í ýmsum fjárfestingum á liðnum árum. Kaupþing í Lúxemborg sendi Birki ítrekað tilkynningar um veðköll eftir hrun þar sem óskað var eftir frekari tryggingum frá honum. Skuldir hans við bankann námu um 450 milljónum króna í byrjun árs 2009. LANDSLIÐSMARKVÖRÐUR TAPAÐI MILLJÖRÐUM 2008 INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Veðin fyrir lánum Birk- is hjá Kaupþingi voru í eignum sem voru í eigu eignarhaldsfélags- ins Daccara Corp sem var í eigu Birkis skráð í skattaskjólinu Tortóla. Einn af fjölmörgum hjá Kaupþingi í Lúx Birkir Krist- insson var einn af fjölmörgum efnuðum Íslendingum sem voru í einkabankaþjónustu hjá Kaupþingi í Lúxemborg, annar var til að mynda Eiður Smári Guðjohnsen. Hann skuldaði bankanum nærri hálfan milljarð króna í byrjun árs enda hefur hann tapað milljörðum á liðnum árum. Krafist aukinna trygginga Kaupþing í Lúxemborg, nú Havilland-banki, krafði Birki um auknar tryggingar vegna erfiðrar skuldastöðu hans við bankann eftir hrunið þarsíðasta haust. Hann mun hafa ætlað að selja hlutabréf til að greiða niður hluta skuldanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.