Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 HELGARBLAÐ Friðjón fæddist á Breiðabólstað á Fellsströnd og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1941, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1947, dvaldi við nám og kynningu við aðalstöðvar SÞ í New York 1949 og við Ríkislögregluskólann í New Haven, Connecticut, 1950. Hann öðlaðist hdl-réttindi 1948 og hrl- réttindi 1991. Friðjón starfaði hjá Ragnari Jónssyni hrl. að námi loknu, var fulltrúi borgardómarans í Reykja- vík 1947-48, fulltrúi lögreglustjór- ans í Reykjavík 1948-49, 1950-51 og 1952-55 og oft settur lögreglu- stjóri 1948-55, settur bæjarfógeti á Siglufirði 1951-52, sýslumaður Dalasýslu 1955-65, Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 1965-75 og sýslumaður Dalasýslu frá 1991-93 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Friðjón var landskjörinn alþm. 1956-59, þingmaður Vesturlands- kjördæmis 1967-91 og dóms- og kirkjumálaráðherra og samstarfs- ráðherra um norræn málefni 1980- 83. Friðjón söng með kvartettinum Leikbræðrum 1945-52 sem gaf út hljómplötu 1977 og söngbók með kvartettútsetningum nokkru síðar. Friðjón sat í stjórn ungmenna- sambands Dalamanna 1941-43, var formaður Orators 1945-46, for- maður Stúdentafélags Reykjavíkur 1950-51, formaður Breiðfirðingafé- lagsins í Reykjavík 1953-54, í stjórn SUS 1955-57, stjórnarformað- ur Sparisjóðs Dalasýslu og spari- sjóðsstjóri 1956-65, formaður Vatnsveitufélags Búðardals 1956- 64, formaður sauðfjársjúkdóma- nefndar1960-65, í bankaráði Bún- aðarbanka Íslands 1960-94 og formaður þess 1969-72, fyrsti for- maður Lionsklúbbs Búðardals 1963, stjórnarformaður Héraðs- bókasafns Dalasýslu í mörg ár og amtsbókasafnsins í Stykkishólmi 1965-75, sat í stjórn Sementsverk- smiðju ríkisins 1977-93, í stjórn Brunabótafélags Íslands og var formaður þar 1987, í hreppsnefnd Stykkishólmshrepps 1966-70, sat á allsherjarþingi SÞ 1966, 1985 og 1987, var fulltrúi Íslands í þing- mannasamtökum NATO 1967-74, fulltrúi á fundum þingmannasam- taka EFTA-ríkjanna 1975 og 1977, á þingi Evrópuráðsins 1974, sat í Vestnorræna þingmannaráðinu og í Norðurlandaráði 1983-87. Þá var hann formaður Breiðafjarðar- nefndar frá stofnun hennar og var formaður nefndar um Eiríksstaði í Dalasýslu frá 1998. Friðjón var heiðursborgari Dalabyggðar frá ár- inu 2000. Fjölskylda Friðjón kvæntist 28.10. 1950 Krist- ínu Sigurðardóttur, f. 30.12. 1928, d. 19.5. 1989, skrifstofumanni og húsmóður. Hún var dóttir Sigurð- ar Lýðssonar, f. 15.12. 1893, d. 26.6. 1956, bónda í Selssundi og á Eystri- Geldingalæk á Rangárvöllum, og k.h., Guðrúnar Bárðardóttur, f. 7.1. 1894, d. 30.9. 1962, húsfreyju. Börn Friðjóns og Kristínar eru Sigurður Rúnar, f. 5.6. 1950, mjólk- ursamlagsstjóri við Mjólkursam- lagið á Akureyri, kvæntur Guð- borgu Tryggvadóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Þórður, f. 2.1. 1952, forstjóri Kauphallarinn- ar, búsettur á Seltjarnarnesi, var kvæntur Þrúði Guðrúnu Haralds- dóttur húsmóður en þau skildu og eiga þau þrjú börn en sambýl- iskona Þórðar er Ragnheiður Agn- arsdóttir framkvæmdastjóri og eiga þau eina dóttur auk þess sem hann á dóttur frá því áður; Helgi Þor- gils, f. 7.3. 1953, myndlistarmaður og myndlistarkennari í Reykjavík, kvæntur Margréti Lísu Steingríms- dóttur forstöðukonu og eiga þau þrjú börn; Lýður Árni, f. 24.3. 1956, framkvæmdastjóri í Lettlandi, var kvæntur Ástu Pétursdóttur ritara en þau skildu og eiga þau fjög- ur börn en sambýliskona hans er Renata og eiga þau einn son; Stein- unn Kristín, f. 27.4. 1960, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Árna Mathiesen, dýralækni og fyrrv. alþm. og ráð- herra og eiga þau þrjár dætur. Friðjón kvæntist 29.6. 1992 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Guðlaugu Guðmundsdóttur, f. 14.8. 1936, húsmóður. Hún er dóttir Guð- mundar Halldórs Þorlákssonar, f. 4.10. 1887, d. 31.8. 1958, arkitekts og trésmíðameistara í Reykjavík, og k.h., Ingunnar Sigríðar Tómas- dóttur, f. 13.12. 1899, d. 15.10. 1983, húsmóður. Systkini Friðjóns: Ingibjörg Halldóra, f. 29.5. 1919, d. 31.8. 1936; Guðbjörg Helga, f. 11.10. 1920, nú látin, var húsmóðir í Reykjavík; Sigurbjörg Jóhanna, f. 5.2. 1924, kennari, búsett í Kópavogi; Sturla, f. 31.7. 1925, fyrrv. bifreiðarstjóri í Búðardal; Halldór Þorgils, f. 5.1. 1938, bóndi á Breiðabólstað og fyrrv. skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu, (sá sjötti í röðinni sem setið hefur Breiðabólstað í beinan karllegg frá 1767). Foreldrar Friðjóns voru Þórður Kristjánsson, f. 26.3. 1890, d. 19.5. 1967, hreppstjóri á Breiðabólstað, og k.h., Steinunn Þorgilsdóttir, f. 12.6. 1892, d. 4.10. 1984, kennari og húsfreyja. Ætt Systir Þórðar var Salóme, amma Svavars Gestssonar sendiherra og fyrrv.alþm. og fyrrv. ráðherra.. Þórður var sonur Kristjáns, b. á Breiðabólstað Þórðarsonar, b. þar Jónssonar, b. þar Jónssonar, b. þar Ásgeirssonar, sem bjó þar 1767. Móðir Kristjáns var Jófríður Ein- arsdóttir frá Hallsstöðum. Móðir Þórðar hreppstjóra var Sigurbjörg, systir Guðmundar, afa Péturs Guð- mundssonar körfuboltamanns. Sigurbjörg var dóttir Jóns, hús- manns í Skógum Jónssonar. Meðal systkina Steinunnar eru Helga skólastjóri, Þórhallur mag- ister, faðir Ólafs Gauks tónlistar- manns, og Fríða, móðir Auðar Ey- dal. Steinunn var dóttir Þorgils, kennara og oddvita í Knarrarhöfn í Hvammssveit Friðrikssonar, b. á Ormsstöðum Þorgilssonar. Móð- ir Steinunnar var Halldóra Sig- mundsdóttir, b. á Skarfsstöðum í Hvammssveit Grímssonar. Móð- ir Sigmundar var Ingibjörg Orms- dóttir, b. í Fremri-Langey og ætt- föður Ormsættar Sigurðssonar. Móðir Halldóru var Steinunn, syst- ir Þórðar Jónssonar á Breiðaból- stað. Jörundur Pálsson ARKITEKT OG LISTMÁLARI - f. 20. 12. 1913, d. 6.9. 1993 Jörundur var sonur Páls Bergs- sonar, kennara, útgerðarmanns og hreppstjóra í Ólafsfirði og í Hrísey, og Svanhildar, dóttur Há- karla-Jörundar í Hrísey Jónsson- ar. Jörundur átti fjölda systkina, s.s. Hrein, forstjóra BP og óp- erusöngvara; Gest, leikara; Guðrúnu söngkennara og Gunnar skrif- stofustjóra. Jörundur lauk stúdentsprófi frá MA, lærði auglýsinga- teiknun í Det Tekniske Selskabs Skole í Kaupmannahöfn, stund- aði nám í málaralist við Listahá- skólann í Kaupmannahöfn og nám í arkitektúr við Kunstaka- demiets Arkitektskole í Kaup- mannahöfn 1956-60. Hann starfaði við auglýsinga- teiknun í fimmtán ár og starf- rækti síðan eigin teiknistofu í Reykjavik 1939-56. Eftir að Jör- undur lauk námi í arkitekt- úr starfaði hann á Teiknistofu Húsameistara ríkisins þar sem hann fékkst einkum við kirkju- teikningar. Alfreð Flóki MYNDLISTARMAÐUR - f. 19.12. 1939, d. 18.6. 1987 Alfreð fæddist í Reykjavik, sonur Guðrúnar Guðmundsdóttur og Alfreðs Nielsen. Guðrún var af hinni frægu listamannaætt sem kennd er við Jötu í Ytrihreppi en meðal afkomenda þaðan má nefna Einar Jónsson mynd- höggvara, Hörð Bjarnason húsa- meistara, Nínu Tryggvadóttur, Gest Þorgríms- son, Jón Óskar Hafsteinsson, Eirík Smith og Sóleyju, dóttur hans. Alfreð stund- aði nám við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík, við Kúnstakademíuna í Kaup- mannahöfn og lærði m.a. hjá Hjorth Nielsen prófessor. Að námi loknu hélt Alfreð heim til Íslands en var jafnframt mikið í Danmörku næstu árin. Þá dvaldi hann tæpt ár í Banda- ríkjunum. Hann hélt fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Al- freð var mikilhæfur listamað- ur og er almennt talinn meðal fremstu teiknara þjóðarinnar. Mörg verka hans eru tilvísun í evrópskar hryllingsbókmennt- ir, súrrealískar blekteikningar, hlaðnar táknhyggju, rómantík og myrkum órum undirvitund- ar. Í handbragði og stíl sótti hann mjög til lista fyrri alda. Hann var hlédrægur og elskulegur í við- móti en kunni vel að leika lista- mannshlutverkið fyrir fjölmiðla. Um hann hafa komið út hefti eft- ir Jóhann Hjálmarsson, bók eft- ir Aðalstein Ingólfsson og end- urminningabók eftir Nínu Björk Árnadóttur. MINNING Friðjón Þórðarson FYRRV. ALÞINGISMAÐUR OG RÁÐHERRA MERKIR ÍSLENDINGAR f. 5.2. 1923, d. 14.12. 2009 Eftirmæli Pálmi Jónsson, Akri Við Friðjón áttum mjög langt sam- starf. Heil 24 ár á Alþingi en hann var nú fjögur ár þar á undan mér og ég sat einu kjörtímabili lengur en hann. Friðjón var prúður maður, ekki framhleypinn og vandaði mál sitt mjög vel. Í ræðustól á Alþingi var hann fastur fyrir ef á reyndi og kom mörgu því áleiðis sem hann taldi til heilla verða. Á löngum tíma áttum við gott og fjölbreytt samstarf en öll samskipti okkar voru mjög góð. Stundum voru átakatímar eins og þegar að við tókum báðir sæti í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen í febrúar 1980 en samstarf okkar var alltaf unnið af miklum heilindum. Friðjón var búinn listrænum hæfileikum. Hann var söngmaður góður, lék á hljóðfæri og var snjall hagyrðingur. Þessa nutu félag- ar hans oft, ekki síst á gleðimótum eða þegar farið var í ferðir á veg- um þingnefnda eða stofnana sem hann starfaði í. Hann var bara ljúf- ur og glaður maður. Friðjón var einnig mjög fróður um sögu, ekki síst á Vesturlandi. Þar voru honum Dalirnir kærastir því þar var hann fæddur og uppalinn. Í Dölunum gegndi hann margvíslegum störf- um, var meðal annars sýslumaður og dvaldi þar oft á sínum síðustu árum. Friðjón kunni einnig Sturlungu betur en aðrir, eins og aðrar breið- firskar sögur á borð við Laxdælu og Eirbyggju. Þar var hann svo sann- arlega aldrei rekinn á stampinn. Ég er þakklátur fyrir okkar kynni og blessa minningu hans. Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift Hafðu samband í síma 515-5555 eða send tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift H a fð u s a m b a n d í sí m a 5 1 5 -5 5 5 5 e ð a s e n d u t ö lv u p ó st á a sk ri ft @ d v .i s - i nn í hl ýj un a Fá ðu D V h ei m í á sk ri ft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.