Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Side 60
60 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 HELGARBLAÐ Friðjón fæddist á Breiðabólstað á Fellsströnd og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1941, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1947, dvaldi við nám og kynningu við aðalstöðvar SÞ í New York 1949 og við Ríkislögregluskólann í New Haven, Connecticut, 1950. Hann öðlaðist hdl-réttindi 1948 og hrl- réttindi 1991. Friðjón starfaði hjá Ragnari Jónssyni hrl. að námi loknu, var fulltrúi borgardómarans í Reykja- vík 1947-48, fulltrúi lögreglustjór- ans í Reykjavík 1948-49, 1950-51 og 1952-55 og oft settur lögreglu- stjóri 1948-55, settur bæjarfógeti á Siglufirði 1951-52, sýslumaður Dalasýslu 1955-65, Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 1965-75 og sýslumaður Dalasýslu frá 1991-93 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Friðjón var landskjörinn alþm. 1956-59, þingmaður Vesturlands- kjördæmis 1967-91 og dóms- og kirkjumálaráðherra og samstarfs- ráðherra um norræn málefni 1980- 83. Friðjón söng með kvartettinum Leikbræðrum 1945-52 sem gaf út hljómplötu 1977 og söngbók með kvartettútsetningum nokkru síðar. Friðjón sat í stjórn ungmenna- sambands Dalamanna 1941-43, var formaður Orators 1945-46, for- maður Stúdentafélags Reykjavíkur 1950-51, formaður Breiðfirðingafé- lagsins í Reykjavík 1953-54, í stjórn SUS 1955-57, stjórnarformað- ur Sparisjóðs Dalasýslu og spari- sjóðsstjóri 1956-65, formaður Vatnsveitufélags Búðardals 1956- 64, formaður sauðfjársjúkdóma- nefndar1960-65, í bankaráði Bún- aðarbanka Íslands 1960-94 og formaður þess 1969-72, fyrsti for- maður Lionsklúbbs Búðardals 1963, stjórnarformaður Héraðs- bókasafns Dalasýslu í mörg ár og amtsbókasafnsins í Stykkishólmi 1965-75, sat í stjórn Sementsverk- smiðju ríkisins 1977-93, í stjórn Brunabótafélags Íslands og var formaður þar 1987, í hreppsnefnd Stykkishólmshrepps 1966-70, sat á allsherjarþingi SÞ 1966, 1985 og 1987, var fulltrúi Íslands í þing- mannasamtökum NATO 1967-74, fulltrúi á fundum þingmannasam- taka EFTA-ríkjanna 1975 og 1977, á þingi Evrópuráðsins 1974, sat í Vestnorræna þingmannaráðinu og í Norðurlandaráði 1983-87. Þá var hann formaður Breiðafjarðar- nefndar frá stofnun hennar og var formaður nefndar um Eiríksstaði í Dalasýslu frá 1998. Friðjón var heiðursborgari Dalabyggðar frá ár- inu 2000. Fjölskylda Friðjón kvæntist 28.10. 1950 Krist- ínu Sigurðardóttur, f. 30.12. 1928, d. 19.5. 1989, skrifstofumanni og húsmóður. Hún var dóttir Sigurð- ar Lýðssonar, f. 15.12. 1893, d. 26.6. 1956, bónda í Selssundi og á Eystri- Geldingalæk á Rangárvöllum, og k.h., Guðrúnar Bárðardóttur, f. 7.1. 1894, d. 30.9. 1962, húsfreyju. Börn Friðjóns og Kristínar eru Sigurður Rúnar, f. 5.6. 1950, mjólk- ursamlagsstjóri við Mjólkursam- lagið á Akureyri, kvæntur Guð- borgu Tryggvadóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Þórður, f. 2.1. 1952, forstjóri Kauphallarinn- ar, búsettur á Seltjarnarnesi, var kvæntur Þrúði Guðrúnu Haralds- dóttur húsmóður en þau skildu og eiga þau þrjú börn en sambýl- iskona Þórðar er Ragnheiður Agn- arsdóttir framkvæmdastjóri og eiga þau eina dóttur auk þess sem hann á dóttur frá því áður; Helgi Þor- gils, f. 7.3. 1953, myndlistarmaður og myndlistarkennari í Reykjavík, kvæntur Margréti Lísu Steingríms- dóttur forstöðukonu og eiga þau þrjú börn; Lýður Árni, f. 24.3. 1956, framkvæmdastjóri í Lettlandi, var kvæntur Ástu Pétursdóttur ritara en þau skildu og eiga þau fjög- ur börn en sambýliskona hans er Renata og eiga þau einn son; Stein- unn Kristín, f. 27.4. 1960, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Árna Mathiesen, dýralækni og fyrrv. alþm. og ráð- herra og eiga þau þrjár dætur. Friðjón kvæntist 29.6. 1992 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Guðlaugu Guðmundsdóttur, f. 14.8. 1936, húsmóður. Hún er dóttir Guð- mundar Halldórs Þorlákssonar, f. 4.10. 1887, d. 31.8. 1958, arkitekts og trésmíðameistara í Reykjavík, og k.h., Ingunnar Sigríðar Tómas- dóttur, f. 13.12. 1899, d. 15.10. 1983, húsmóður. Systkini Friðjóns: Ingibjörg Halldóra, f. 29.5. 1919, d. 31.8. 1936; Guðbjörg Helga, f. 11.10. 1920, nú látin, var húsmóðir í Reykjavík; Sigurbjörg Jóhanna, f. 5.2. 1924, kennari, búsett í Kópavogi; Sturla, f. 31.7. 1925, fyrrv. bifreiðarstjóri í Búðardal; Halldór Þorgils, f. 5.1. 1938, bóndi á Breiðabólstað og fyrrv. skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu, (sá sjötti í röðinni sem setið hefur Breiðabólstað í beinan karllegg frá 1767). Foreldrar Friðjóns voru Þórður Kristjánsson, f. 26.3. 1890, d. 19.5. 1967, hreppstjóri á Breiðabólstað, og k.h., Steinunn Þorgilsdóttir, f. 12.6. 1892, d. 4.10. 1984, kennari og húsfreyja. Ætt Systir Þórðar var Salóme, amma Svavars Gestssonar sendiherra og fyrrv.alþm. og fyrrv. ráðherra.. Þórður var sonur Kristjáns, b. á Breiðabólstað Þórðarsonar, b. þar Jónssonar, b. þar Jónssonar, b. þar Ásgeirssonar, sem bjó þar 1767. Móðir Kristjáns var Jófríður Ein- arsdóttir frá Hallsstöðum. Móðir Þórðar hreppstjóra var Sigurbjörg, systir Guðmundar, afa Péturs Guð- mundssonar körfuboltamanns. Sigurbjörg var dóttir Jóns, hús- manns í Skógum Jónssonar. Meðal systkina Steinunnar eru Helga skólastjóri, Þórhallur mag- ister, faðir Ólafs Gauks tónlistar- manns, og Fríða, móðir Auðar Ey- dal. Steinunn var dóttir Þorgils, kennara og oddvita í Knarrarhöfn í Hvammssveit Friðrikssonar, b. á Ormsstöðum Þorgilssonar. Móð- ir Steinunnar var Halldóra Sig- mundsdóttir, b. á Skarfsstöðum í Hvammssveit Grímssonar. Móð- ir Sigmundar var Ingibjörg Orms- dóttir, b. í Fremri-Langey og ætt- föður Ormsættar Sigurðssonar. Móðir Halldóru var Steinunn, syst- ir Þórðar Jónssonar á Breiðaból- stað. Jörundur Pálsson ARKITEKT OG LISTMÁLARI - f. 20. 12. 1913, d. 6.9. 1993 Jörundur var sonur Páls Bergs- sonar, kennara, útgerðarmanns og hreppstjóra í Ólafsfirði og í Hrísey, og Svanhildar, dóttur Há- karla-Jörundar í Hrísey Jónsson- ar. Jörundur átti fjölda systkina, s.s. Hrein, forstjóra BP og óp- erusöngvara; Gest, leikara; Guðrúnu söngkennara og Gunnar skrif- stofustjóra. Jörundur lauk stúdentsprófi frá MA, lærði auglýsinga- teiknun í Det Tekniske Selskabs Skole í Kaupmannahöfn, stund- aði nám í málaralist við Listahá- skólann í Kaupmannahöfn og nám í arkitektúr við Kunstaka- demiets Arkitektskole í Kaup- mannahöfn 1956-60. Hann starfaði við auglýsinga- teiknun í fimmtán ár og starf- rækti síðan eigin teiknistofu í Reykjavik 1939-56. Eftir að Jör- undur lauk námi í arkitekt- úr starfaði hann á Teiknistofu Húsameistara ríkisins þar sem hann fékkst einkum við kirkju- teikningar. Alfreð Flóki MYNDLISTARMAÐUR - f. 19.12. 1939, d. 18.6. 1987 Alfreð fæddist í Reykjavik, sonur Guðrúnar Guðmundsdóttur og Alfreðs Nielsen. Guðrún var af hinni frægu listamannaætt sem kennd er við Jötu í Ytrihreppi en meðal afkomenda þaðan má nefna Einar Jónsson mynd- höggvara, Hörð Bjarnason húsa- meistara, Nínu Tryggvadóttur, Gest Þorgríms- son, Jón Óskar Hafsteinsson, Eirík Smith og Sóleyju, dóttur hans. Alfreð stund- aði nám við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík, við Kúnstakademíuna í Kaup- mannahöfn og lærði m.a. hjá Hjorth Nielsen prófessor. Að námi loknu hélt Alfreð heim til Íslands en var jafnframt mikið í Danmörku næstu árin. Þá dvaldi hann tæpt ár í Banda- ríkjunum. Hann hélt fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Al- freð var mikilhæfur listamað- ur og er almennt talinn meðal fremstu teiknara þjóðarinnar. Mörg verka hans eru tilvísun í evrópskar hryllingsbókmennt- ir, súrrealískar blekteikningar, hlaðnar táknhyggju, rómantík og myrkum órum undirvitund- ar. Í handbragði og stíl sótti hann mjög til lista fyrri alda. Hann var hlédrægur og elskulegur í við- móti en kunni vel að leika lista- mannshlutverkið fyrir fjölmiðla. Um hann hafa komið út hefti eft- ir Jóhann Hjálmarsson, bók eft- ir Aðalstein Ingólfsson og end- urminningabók eftir Nínu Björk Árnadóttur. MINNING Friðjón Þórðarson FYRRV. ALÞINGISMAÐUR OG RÁÐHERRA MERKIR ÍSLENDINGAR f. 5.2. 1923, d. 14.12. 2009 Eftirmæli Pálmi Jónsson, Akri Við Friðjón áttum mjög langt sam- starf. Heil 24 ár á Alþingi en hann var nú fjögur ár þar á undan mér og ég sat einu kjörtímabili lengur en hann. Friðjón var prúður maður, ekki framhleypinn og vandaði mál sitt mjög vel. Í ræðustól á Alþingi var hann fastur fyrir ef á reyndi og kom mörgu því áleiðis sem hann taldi til heilla verða. Á löngum tíma áttum við gott og fjölbreytt samstarf en öll samskipti okkar voru mjög góð. Stundum voru átakatímar eins og þegar að við tókum báðir sæti í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen í febrúar 1980 en samstarf okkar var alltaf unnið af miklum heilindum. Friðjón var búinn listrænum hæfileikum. Hann var söngmaður góður, lék á hljóðfæri og var snjall hagyrðingur. Þessa nutu félag- ar hans oft, ekki síst á gleðimótum eða þegar farið var í ferðir á veg- um þingnefnda eða stofnana sem hann starfaði í. Hann var bara ljúf- ur og glaður maður. Friðjón var einnig mjög fróður um sögu, ekki síst á Vesturlandi. Þar voru honum Dalirnir kærastir því þar var hann fæddur og uppalinn. Í Dölunum gegndi hann margvíslegum störf- um, var meðal annars sýslumaður og dvaldi þar oft á sínum síðustu árum. Friðjón kunni einnig Sturlungu betur en aðrir, eins og aðrar breið- firskar sögur á borð við Laxdælu og Eirbyggju. Þar var hann svo sann- arlega aldrei rekinn á stampinn. Ég er þakklátur fyrir okkar kynni og blessa minningu hans. Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift Hafðu samband í síma 515-5555 eða send tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift H a fð u s a m b a n d í sí m a 5 1 5 -5 5 5 5 e ð a s e n d u t ö lv u p ó st á a sk ri ft @ d v .i s - i nn í hl ýj un a Fá ðu D V h ei m í á sk ri ft

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.