Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 47
HELGARBLAÐ 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR 47
Framsóknarflokkurinn, er það grín?“ spyr Jón Gnarr þegar hann er spurður hvort honum sé full alvara með ný-stofnuðum stjórnmálaflokki sínum,
Besta flokknum. Jón ætlar alla leið í borg-
arstjórnarkosningar og er ekkert að grínast
með það. Hann langar helst að verða borg-
arstjóri og segist handviss um að hann yrði
besti borgarstjórinn til þessa.
Jón hefur verið áberandi í íslensku þjóðlífi
í tæpa tvo áratugi enda einn helsti brautryðj-
andi í íslensku gríni fyrr og síðar. Hann hefur
upplifað ýmislegt og meðal annars barsmíð-
ar og sjóveikistöfluát þegar hann var pönkari
í Réttarholtsskóla. Jón dvaldi í rúm tvö ár í
Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði þegar
hann var unglingur þar sem margt misjafnt
gekk á.
Hann leikur aðalhlutverkið og tvö auka-
hlutverk í myndinni Bjarnfreðarson sem
frumsýnd verður annan í jólum en þar kveð-
ur hann eina vinsælustu og sterkustu sjón-
varpspersónu Íslands í seinni tíð, Georg
Bjarnfreðarson.
Það er tvennt sem Jón segir kristalla órétt-
lætið á Íslandi, Ríkisútvarpið og manna-
nafnanefnd.
STJÓRNMÁL EKKI LAUSNIN
„Það er eins með Besta flokkinn og Fram-
sóknarflokkinn,“ heldur Jón áfram. „Það er
voðalega erfitt að svara því hvort það sé grín.“
En hvers vegna stjórnmálaflokkur og er þetta
virkilega meira en bara grín? Því bara nafn-
ið, Besti flokkurinn, og stefnumál hans, sem
er það besta úr stefnum annarra flokka, fær
mann til að hlæja og efast um að einhver al-
vara sé þarna að baki.
„Ég er anarkisti og trúi í rauninni ekki á
stjórnmál. Ekki sem lausn á neinu og ég trúi
ekki að hinn almenni stjórnmálamaður skili
neinu af viti. Ef við gætum reiknað það, tekið
saman kostnaðinn af öllum þingmönnunum
63 á móti hagnaðinum af þeim, þá er ég viss
um að tapið sé meira. Það eru eru frávik þeg-
ar stjórnmálamaður stígur fram og gerir eitt-
hvað af viti.“
Jón segir að núna sé tækifæri til þess að
sýna fólki fram á hversu mikill skrípaleikur
þetta sé. „Núna er gráupplagt tækifæri fyr-
ir fólk að átta sig á þessu. Að fólk eigi ekki
að hafa svona mikla ofurtrú á því að stjórn-
málamennirnir muni leysa öll okkar vanda-
mál. Fólk situr bara og bíður eftir því að nýja
stjórnin breyti öllu. Staðreyndin er að það
breytist aldrei neitt. Þetta system, Alþingi,
það breytist aldrei neitt sama hver er í stjórn.
Það hefur ekkert breyst frá því að síðasta
stjórn tók við.“
FREÐÝSAN JÓHANNA
Jón segist ekki skilja hvernig fólk fái hrein-
lega stöðu dýrlings án þess að hafa gert neitt
til að verðaskulda það. „Hvað hefur Jóhanna
Sigurðardóttir gert svona frábært? Sama með
Björgólf Guðmundsson, gamla manninn
með slaufuna. Það er ekki langt síðan öllum
fannst hann vera algjör hetja. Hvað með fólk-
ið sem er alvöru hetjur? Fólkið í súpueldhúsi
Samhjálpar. Þú sérð ekki mynd af því neins
staðar. Þú veist ekkert hvernig það lítur út.“
Jón segist ekki skilja Jóhönnu og nefnir
sem dæmi viðtal sem nýlega birtist við hana.
„Það var á alþjóðlega barnadeginum að mig
minnir. Þá voru tvær unglingsstúlkur sem
tóku viðtal við hana og það var tekið fram að
Jóhanna hefði viljað sjá allar spurningarnar
fyrir fram. Hún hefur eflaust haldið að börn-
in hafi ætlað að sitja fyrir henni í viðtalinu því
hún er í svo góðum tengslum við þjóðina.“
Jón spyr sig hvernig hann á að hafa trú á
að einhver bjargi Íslandi sem getur ekki einu
sinni sýnt krökkum smá lit. „Þessar stelp-
ur voru þarna tvær og ótrúlega hugrakkar
bara og flottar en Jóhanna gaf ekkert til baka.
Steinrunnin. Þær brostu til hennar en hún
brosti ekki til baka eins og eðlilegt fólk gerir.
Þær voru að spyrja hana hvort henni fyndist
ungt fólk hafa næg völd og þá var bara eins og
það hefði verið kveikt á segulbandstæki: „Það
er hlutverk þessarar ríkistjórnar, bla, bla, bla,
norræn velferðarbrú, bla“.“
Jóni fannst undarlegt að ekki hefði ver-
ið fjallað meira um það að forsætisráðherra
hefði viljað sjá spurningarnar. „Ég hefði bara
viljað sjá hana á forsíðu DV. Hver er þessi
freðýsa? Þessi gamla kona og hver heldur að
hún sé að fara nokkurn skapaðan hlut hérna?
Það getur vel verið að Jóhanna sé mjög góð
kona, ég þekki hana ekki persónulega, en
fyrir mér er hún bara gömul freðýsa sem gat
ekki einu sinni gefið litlum stelpum eitthvað
smá.“
GERIR MEIRA GOTT EN SLÆMT
Það eru ekki landsmálin sem verða fyrsti
vettvangur Besta flokksins heldur ætlar hann
að bjóða fram í næstu borgarstjórnarkosn-
ingum sem fara fram í vor. „Já, við ætlum að
bjóða fram í Reykjavík í næstu sveitarstjórn-
arkosningum.“ En hvernig flokkur er í raun
Besti flokkurinn? „Þetta er anarkó-súrreal-
ískur flokkur og sá fyrsti þeirrar tegundar í
heiminum. Sem er gjörsamlega brilljant hug-
tak fyrir stjórnmálaflokk.“
Jón segir auðvelt að fara af stað með svona
nokkuð, stofna heimasíðu og láta þetta svo
bara deyja út. „En mér finnst bara eitthvað
þurfa að gerast. Ég er að þessu til að gefa mér
og öðrum rödd. Ef ég næ kosningu, sem eru
bara mjög miklar líkur á,“ segir Jón og hlær,
„þá gerist ég borgarfulltrúi.“ Jón viðurkenn-
ir að hann viti nákvæmlega ekkert um hvað
starfið snúist. „Ég þekki þennan heim ekki
neitt og ég þekki þetta fólk ekki heldur. En
alls staðar þar sem ég hef verið hef ég gert
meira gott en slæmt. Það er bara í eðli mínu.
Ég er gefandi manneskja. Ég geri yfirleitt
meira gott en slæmt og ég trúi því að ég fái
það til baka einhvern tímann seinna. Ef ekki,
þá skiptir það mig engu máli heldur. Það eina
sem ég veit er að þetta þarf ekki að vera svona
leiðinlegt. Það er hægt að láta gott af sér leiða
án þess að vera hrútleiðinlegur.“
Jón viðurkennir að hann sé í algjörri óvissu
um hvernig hann muni snúa sér í starfinu nái
hann kjöri. „Ef þetta er eitthvert hundleið-
inlegt starf þar sem fólk gerir ekki rassgat og
rukkar samt himinhá laun, þá getur vel verið
að ég geri það líka. Nema að ég stæri mig af
því og segi öllum frá því hvað þetta er létt en
vel borguð vinna. Haldi því úti á vefsíðu hvað
ég geti setið í mörgum nefndum og stjórnum
og fengið greitt án þess að mæta á fundi.“
GNARR SEM ÆTTARNAFN
Jón segist átta sig á því að ekki sé allt fólk í
stjórnmálum vont eða latt heldur sé það um-
gjörðin og kerfið sem hafi þessi áhrif. Að það
sé í raun gallað og orsök vandamálsins. „Ég
hef engar áhyggjur af því að þetta muni hafa
áhrif á mig. Svona kerfi hafa aldrei náð tökum
á mér. Ég fór til dæmis í gegnum skólakerfið
algjörlega á mínum forsendum. Ég var ekkert
að berjast gegn kerfinu eða láta illa. Ég bara
tók ekki þátt í því og gerði meira að segja fullt
mjög skemmtilegt.“
Jón er ekkert að skafa utan af því og vill
helst verða strax borgarstjóri. „Það er miklu
meira spennandi en að vera borgarfulltrúi og
ég yrði pottþétt besti borgarstjóri sem verið
hefur. Þó að ég viti ekkert hvað felst í því. Ég
myndi ekkert vera að gera eitthvað sem fólk
væri mjög ósátt við. Ég myndi gera eitthvað
sem fólk væri mjög glatt með.“
Jón segist einnig tilbúinn í það að öðrum
stjórnmálamönnum muni líka illa við hann.
„Ef fólk þarna er illgjarnt, vill mér eitthvað
illt og finnst ég vera að gera grín að því, sem
er ekkert fjarstæðukennt, þá er ég búinn að
gefa það út að ég sé til í að hætta við þetta
allt. Ef ég er settur umsvifalaust á heiðurs-
listamannalaun og fæ Gnarr viðurkennt sem
ættarnafn.“
Jón hefur nefnilega barist fyrir því í mörg
ár en án árangurs. „Mannanafnanefnd er
ranglátasta og heimskulegasta nefnd í heimi.
Það er búið að samþykkja Gnarr sem milli-
nafn en ekki sem ættarnafn. Það var í þriðju
tilraun.“ En Jón segir í leiðinni að það sé fá-
ránlegt að hann fái Gnarr samþykkt á með-
an fullt af öðru fólki fær ítrekað neitun.
„Það hefur enginn heitið Gnarr áður og það
er bara algjört bull en maður sem vill heita
Óttarr með tveimur r-um, hann fær synjun.
Þetta er bara út af því að ég er frægur en ekki
hann. Þetta er ranglátt samfélag og kjaftæði.“
LAMINN Í RÉTTÓ
En hvaðan koma þessar stjórnmálaskoðanir
Jóns og eru þær nýjar af nálinni? Svo er ekki.
Jón var pönkari sem unglingur og hefur alla
tíð aðhyllst anarkisma og verið á móti „kerf-
inu“. Það var í Réttarholtsskóla sem Jón gerð-
ist pönkari og einn af þeim fyrstu á landinu.
„Þegar ég byrjaði í pönkinu var engin
pönkbúð sem maður gat farið í og keypt sér
föt. Það var eiginlega bara að fara í sauma-
dótið hennar mömmu og veiðidótið hans
pabba.“ Jón var því nokkuð skrautlegur en
um leið frumlegur í útliti. „Ég stal spúnum
frá pabba og hengdi í jakkann minn og mér
fannst það mjög töff og það var mjög töff.
En ég þurfti fljótlega að fjarlægja þá því þeir
festust í öllu sem ég fór utan í.“ Jón stakk líka
nælum hér og þar í andlitið á sér til skrauts.
„Ég setti nælur í gegnum eyrun á mér og þau
bíða þess nú ekki enn bætur. Ég setti líka
sikkrisnælu í gegnum kinnina á mér. Það fór
samt fljótt að grafa í því þannig að ég þurfti að
hætta að ganga með hana.“
En klæðaburður Jóns og skoðanir voru
ekki jafn álitlegar í augum allra. „Ég var oft
laminn í klessu í Réttó. Fyrir að vera pönkari
og líka bara fyrir að vera skrítinn. Það var
mjög leiðinlegt. Að læðast með veggjum
og þegar komu frímínútur þurfti maður að
koma sér í burtu frá skólanum og svona því
þá notuðu búllíarnir tækifærið til þess að
níðast á manni.“
PÖNKARARNIR Á HLEMMI
Þegar Jón var 14 ára gamall og kominn á fulla
ferð í pönkið ákvað hann að hætta hreinlega
að mæta í skólann. „Það var út af barsmíð-
unum og svo átti ég líka við mikla námsörð-
ugleika að stríða og hef alla tíð átt við mikla
námsörðugleika að stríða.“ Í stað þess að
mæta í skólann fór Jón að venja komur sín-
Jón Gnarr Lofar að hætta við framboð ef hann
fær heiðurslistamannalaun og mannanafna-
nefnd samþykkir Gnarr sem ættarnafn.
Ekkert grín, segir Jón Hann ætlar í framboð.Gríðarlegur kjörþokki Það er ekki ólíklegt að
vinsældir Jóns komi honum alla leið í borginni.
„EF ÞETTA ER EITTHVERT HUNDLEIÐINLEGT STARF ÞAR
SEM FÓLK GERIR EKKI RASSGAT OG RUKKAR SAMT HIM-
INHÁ LAUN, ÞÁ GETUR VEL VERIÐ AÐ ÉG GERI ÞAÐ LÍKA.
NEMA AÐ ÉG STÆRI MIG AF ÞVÍ.“
Georg Bjarnfreðarson Er með
sífellt leikrit í gangi að sögn Jóns.