Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 40
UM HELGINA UPPLESTUR Á JÓLAGLÖGG UNIFEM Hið árlega jólaglögg UNIFEM á Íslandi verður haldið á afmælisdegi Kvenna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna í dag, föstudaginn, frá klukkan 17 til 19. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir les úr bók sinni Á mannamáli og Páll Valsson les úr ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur sem hann hefur ritað. Auk þess mun hljómsveitin Pascal Pinon leika fyrir gesti. Boðið verður upp á jólaglögg og piparkökur. Allir velkomnir. JÓLAPAKKARALL Á laugardaginn stendur Reykjavíkur- borg fyrir svokölluðu Jólapakkaralli. Fjörið byrjar klukkan 15.00 á laug- ardag þegar tveir mjólkurpallbílar leggja af stað frá Hlemmtorgi ann- ars vegar og Skólavörðuholti hins vegar. Á bílana verður safnað jóla- pökkum handa þeim sem minnst eiga í vændum. Fjöldi jólasveina og skemmtikrafta taka þátt í Jólapakka- rallinu sem gengur þannig fyrir sig að fólk safnast saman á gangstétt- um beggja vegna Laugavegar og Skólavörðustígs með innpakkaðar gjafir að eigin vali og kastar þeim svo upp til jólasveinanna um borð, sem síðan afhenda Mæðratyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni pakkana í Jóla- þorpinu síðar um daginn. SÍÐASTA KVÖLD KOKTEILPINNA Helgi Björnsson og hljómsveit- in hans Kokteilpinnarnir munu koma fram í síðasta skipti fyr- ir jól í Þjóðleikhúskjallaran- um á laugardagskvöld. Helgi og kokteilpinnarnir hafa í desem- ber skemmt gestum í Kjall- aranum öll laugardagskvöld við frábærar undirtektir en þeir spila sving og djæf af bestu gerð. Þeir hverfa aftur til miðrar síð- ustu aldar og endurvekja gamla stemningu. „Þetta er alvöru dansiball af gamla skólanum og bara gaman. Fólk klæðir sig að- eins upp á og hefur gaman af,“ segir Helgi sjálfur um kokteilboð- ið en eflaust má búast við því að smellurinn hans Ég finn á mér fái einnig að hljóma þótt hann sé nýr af nálinni. ROKK Á BATTERÍINU Á laugardaginn verður alvöru rokk- stemning á Batteríinu þegar Cliff Clavin, Foreign Monkeys og Jeff Who? halda tónleika. Flestir ættu að þekkja Jeff Who? vel enda sent frá sér fjölmarga smelli svo sem Barf- ly. Cliff Clavin er þrælöflug rokk- sveit sem er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu og Foreign Monkeys er sveit frá Vestmannaeyj- um sem sigraði í Músíktilraunum á sínum tíma. Húsið er opnað klukkan 23.00 og leikar hefjast klukkan 00.00. Herlegheitin kosta 1.000 krónur. Tvær eðalhljómsveitir halda tónleika í Iðnó í kvöld: Heimkomutónleikar múm og Seabear 40 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FÓKUS „Bókin fjallar um samband mitt og konunnar minnar. Þetta eru sjálfs- ævisögulegir textar í níu hlutum og fjalla lauslega um hvernig kynni tók- ust með okkur og um tengsl okkar í fortíðinni. Við ólumst nefnilega upp við sömu götu í Vesturbænum, á mis- munandi tímum þó,“ segir Sigurð- ur Gylfi Magnússon sagnfræðingur sem sent hefur frá sér bókina Spán- ar kóngurinn, með undirtitlinum „ástarsaga“. Hún geymir eins konar örsögur og eins og Sigurður lýsir er hann sjálfur og sambýliskona hans, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræð- ingur, í forgrunni sagnanna sem ná yfir um þriggja ára tímabil sem hefst í ágúst 2006. „Ég hitti hana fyrst þegar hún var nemandi í sagnfræði við Háskóla Ís- lands. Þá áttaði ég mig á hvaðan hún kom en ég kynntist henni ekkert þá enda lágu leiðir okkar bara saman í tvö skipti. Svo hitti ég hana tíu árum síðar, á Gay Pride árið 2006, þegar hún var nýkomin úr doktorsnámi í hagfræði í Bandaríkjunum. Sam- band okkar byrjaði fljótlega upp úr því.“ Sigurður Gylfi hefur reyndar áður skrifað bók um samlíf þeirra Tinnu, og það tvö stykki. Þær bækur voru hins vegar einungis prentaðar í tveimur eintökum og fyrir engan til að lesa nema þau tvö. Samræða um ástina „Fyrsta bókin kom út í desember fyr- ir þremur árum og svo kom önnur fyrir jólin 2007. Þetta eru í rauninni eins og bókverk því þetta var bara fyrir okkur tvö en framleitt eins og hefðbundnar bækur verða til,“ lýsir Sigurður. „Þessi þriðja bók er í ein- hvers konar samræðu við hinar tvær og fjallar mjög nákvæmlega um okk- ar samband og hvernig því fleygði fram með sínum hæðum og lægðum eins og gengur. Nýja bókin er því úr- vinnsla á fyrri bókunum tveimur en ólíkt þeim var hún frá upphafi hugs- uð fyrir almenning.“ Sigurður segir það fjarstæðu að herma upp á sig ástsýki fyrir það að skrifa og gefa svona opinskáa ástar- játningu út. „Þú þarft ekki annað en að líta í kringum þig og sjá hvernig fólk er að fjalla um ástina og tilfinningalíf sitt á bloggsíðum, heimasíðum og í fjöl- mörgum bókum. Þessi bók er ekkert óvenjuleg að því leyti. Hún fær eng- an til þess að roðna. Hún er kannski óvenjuleg vegna þess að ég stíg fram með okkar persónulega líf og skýri frá einstökum dráttum þess. Ég held að bókin sé líka áhugaverð í sambandi við hvernig líf fólks fléttast oft eftir sérkennilegum leiðum og hvað það eru margir ólíkir og jafnvel magnað- ir þættir sem hafa áhrif á hvernig fólk lifir lífi sínu. Þetta er einhvers kon- ar samræða um ástina, hvernig hún verður til og við hvaða aðstæður hún kviknar; hvaða merkingu hún í raun hafi fyrir einstaklinginn.“ Ekki óvenju opinskár Aðspurður segist Sigurður ekki óvenju opinskár um tilfinningar sín- ar með því að gefa Spánar kónginn út í stað þess að prenta bókina bara fyrir sig og sambýliskonu sína. Hann telur að það sé frekar samhengið sem þetta er sett í sem sé óvenjulegt. „Þú lest stöðugt sjálfsbókmennta- verk – sjálfsævisögur, endurminn- ingarit og samtalsbækur – þar sem fólk játar á sig allar syndir heims- ins. Ég hef skrifað um þetta og skipti sögu 20. aldarinnar í tvö skeið. Ann- ars vegar það sem ég kalla menningu vitnisburðarins sem einkenndi fyrri hluta aldarinnar þar sem sjálfstján- ingin miðaðist við það að fólk stigi fram og segði sögu sína sem væri hluti af hinni pólitísku sögu landsins, hluti hinnar þjóðernissinnuðu orð- ræðu. Oft einkenndi þessar bækur framkvæmdaáhugi fólks – stækkun túnsins, uppbygging býlisins, fjölgun bústofnsins og svo framvegis. Eftir 1980 kemur svo eitthvað sem við getum kallað menningu játning- anna þar sem fólk opnar sig og seg- ir oft farir sínar ekki sléttar. Þetta er tími AA-samtakanna, 12 spora-pró- grammanna og sálfræðimeðferð- anna; tími sálfræðinganna, félags- ráðgjafanna og sálgreinanna. Heill her manna hefur þannig atvinnu af því að draga fram sjálfstjáningu fólks með einum eða öðrum hætti. Mín bók verður til í þessu menningarlega rými sem einkennir menningu játn- inganna.“ „Auðvitað hikaði ég“ Er þá svo að skilja að þú hafir aldrei verið hikandi við að gefa bókina út fyrir almenna lesendur? „Auðvitað hikaði ég og það meira en lítið. Auðvitað veltir maður svona ákvörðun fyrir sér af því að ég áttaði mig á því að það væri enginn vandi að negla í mann einmitt með þess- um hætti, að höfundurinn væri bara rúmlega fimmtugur ástsjúkur maður sem hefði þörf fyrir að bera sig opin- berlega. En þegar allt kemur til alls þá skiptir slíkt mig bara engu máli. Og ég held að ef fólk nennir að lesa og skyggnast eftir efni bókarinnar þá sé eitthvað annað þarna að finna sem skiptir meira máli.“ Sigurður Gylfi er sjálfur sérfræð- ingur í sjálfstjáningu fólks, í því sem kallað hefur verið sjálfsbókmenntir. Og hann segir öll sjálfsbókmennta- verk þjóna tilgangi. „Fólk er að gefa þessa hluti út, eða skrifa og halda dagbækur, af því að það hefur ákveðna þörf fyrir það. Þetta er oft tilraun til að fóta sig í heiminum, koma auga á það sem einstaklingnum er mikilvægt og fjalla um það á sinn einstaka hátt. Í mínu tilfelli áttaði ég mig á því þegar ég var að skrifa fyrstu bókina að ég hafði komið mér í mjög óvenjulega stöðu. Ástæðan er sú að ég vinn mikið með handrit í starfi mínu sem sagnfræð- ingur, en það eru alltaf persónuleg handrit annarra. Og þú veist auð- vitað aldrei nákvæmlega hvað eig- inlega gerðist í lífi handritahöfunda af því að þú ert bara með brotabrot af sögu þeirra fyrir framan þig. En í þetta skiptið var ég bæði gerandinn og greinandinn. Ég var því í aðstöðu til að meta hvernig „maðurinn“ verð- ur til í texta – í þessu tilfelli ég – í tengslum við framvindu ástarsam- bands okkar Tinnu Laufeyjar,“ segir Sigurður og bætir við að bækurnar séu byggðar upp á dagbókarskrifum sínum og bréfaskriftum, tölvuskeyt- um og SMS-sendingum þeirra Tinnu Laufeyjar. Tattú eftir hverja bók Myndirðu segja að það sem drífi þig til þess að skrifa þessar bækur sé bæði hvað þú ert ástfanginn og áhuginn á þessari fræðilegu nálgun? „Bæði það og að í gegnum þessa fræðaáherslu mína og persónulegu Ein athyglisverðasta og líklega ein sérstakasta bókin sem kemur út fyrir þessi jól er Spánar kóngurinn eftir Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing. Höfundurinn sjálfur er þar í brennidepli en í bókinni er hann afar opinskár í lýsingum á tilfinningum sín- um og þróun ástarsambands hans við mun yngri konu. Sigurður segir vel hugsanlegt að bókin valdi velgju hjá einhverjum lesendum. En hann lætur það sig litlu varða. Er ekki ástsjúkur Ástartattú Sigurður segir tattúin einhvers konar yfirlýsingu um varanleika ástar sinnar til Tinnu Laufeyjar. Hljómsveitirnar múm og Seabear hafa verið uppteknar við tónleika- hald í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu það sem af er þessu ári. Í kvöld, föstudagskvöld, halda sveitirnar sameiginlega tónleika í Reykjavík þar sem múm fagnar útgáfu breiðskífu sinnar Sing Along to Songs that You Don’t Know. Það er ár og dagur síðan hljóm- sveitin múm hélt tónleika í Reykjavík. Ef frá eru talin þau örfáu skipti sem sveitin hefur komið fram á tónlistar- hátíðum, og hitað upp á endurkomu Sykurmolanna, eru þetta fyrstu eig- inlegu tónleikar hljómsveitarinnar á landinu í fimm ár. Í ágúst gaf múm út hljómplöt- una Sing Along to Songs You Don’t Know sem fengið hefur sérstaklega góða dóma og viðtökur víðs vegar um heiminn. Síðan platan kom út hefur hljómsveitin verið á hljómleikaferða- lagi og spilað yfir sjötíu tónleika í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu og kemur til með að slá botninn í heims- reisuna með tónleikunum í Iðnó. Af Seabear er það að frétta að ný plata kemur út snemma á næsta ári en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, eða allt frá því að frumburður sveitarinnar, The Ghost That Carried Us Away, kom út árið 2007. Ný smáskífa, Lion Face Boy / Cold Summer, var að koma út hjá Morr Music. Húsið er opnað klukkan 21. Miða- verð er 2700 krónur, miðasala á midi. is. múm Tónleikarnir verða fyrstu eiginlegu tónleikar múm hér á landi í fimm ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.