Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 HELGARBLAÐ Þegar hinn ungi og hæfileikaríki Robert Downey Jr. kom fyrst fram á sjónar-sviðið í Hollywood töldu flestir að fátt gæti hindrað að frægðarsól hans risi hátt. Leikarinn þótti velja hlutverk sín af kost- gæfni og hafði greinilega auga fyrir bitastæð- um og fjölbreyttum hlutverkum. Þeir voru því margir sem veðjuðu á að honum myndi ganga vel en það fækkaði í aðdáendahópnum þegar leikarinn missti stjórn á lífi sínu vegna áfeng- issýki og fíkniefnaneyslu. Þrátt fyrir erfiðleika, langan tíma á bak við lás og slá og dvöl á hinum og þessum meðferðarheimilum tókst Robert að halda sér í fremstu víglínu. Hann hefur nú tekið á sig rögg og þykir einn eftirsóknarverð- asti leikarinn í Hollywood. FÍKNIN TEKUR YFIR Robert Downey Jr. fæddist í New York 4. apr- íl 1965 inn í fjölskyldu af blönduðum uppruna. Í föðurlegg er hann frá Írlandi og af rússnesk- um gyðingum en móðir hans á ættir að rekja til þýskra gyðinga og til Skotlands. Faðir hans, Ro- bert Downey Sr., var og er óháður kvikmynda- gerðarmaður og ferðaðist fjölskyldan mikið vegna starfs hans. Þegar Robert var fimm ára kom hann fyrst fram í kvikmynd föður síns, Pound, þar sem hann lék hvolp en fór eftir það að taka að sér lítil hlutverk í myndum pabba gamla. Þegar hann var tíu ára bjó fjölskyldan í London og Robert lagði stund á klassískan ballett. Ári síðar, þegar Róbert var 11 ára, skildu foreldrar hans og hann fluttist aftur til Banda- ríkjanna. Robert vissi snemma hvernig hann vildi verja ævinni og hætti í skóla 17 ára og fluttist til New York í von um að slá í gegn sem leik- ari. Meðfram harkinu starfaði hann á veitinga- stöðum, í skóbúð og sem „lifandi listaverk“ á hinum fræga klúbbi Area í Soho. Fyrsta stóra hlutverkið fékk hann árið 1983 þegar hann lék í kvikmyndinni Baby It’s You en myndin fékk litla sem enga athygli. Þegar hann var tvítug- ur datt hann heldur betur í lukkupottinn þegar honum bauðst að vera einn af fimm fastráðn- um leikurum í hinum sívinsælu þáttum Satur- day Night Live. Eftir það fór hann að fá bitastæðari hlutverk og árið 1987 nældi hann í hlutverk í myndinni The Pick-Up Artist og lék kókaínfíkilinn Julian Wells í myndinni Less Than Zero. Það hlutverk endurspeglaði ískyggilega þá leið sem leikar- inn fetaði í sínu persónulega lífi en Robert hef- ur haldið því fram í viðtali að fíknin sé föður hans að kenna þar sem hann gaf honum fyrstu jónuna þegar hann var aðeins átta ára gamall. INN OG ÚT ÚR FANGELSI Robert vakti heimsathygli með frammistöðu sinni í myndunum Chances Are árið 1989, Soapdish 1992, Short Cuts og Richard III og fór í kjölfarið að geta valið úr bitastæðari hlut- verkum. Þrátt fyrir það valdi hann ekki alltaf aðalhlutverk en einhverra hluta vegna urðu þessir minni karakterar á endanum þeir minn- isstæðustu eins og leikur hans í mynd Olivers Stone, Natural Born Killers, og endurgerðinni á Chaplin sannar. Fyrir þá síðarnefndu fékk leik- arinn tilnefningu til Óskarsverðlauna og Gold- en Globe-verðlauna og vann til BAFTA-verð- launa. Með verðlaunin á bakinu var Robert stað- ráðinn í að segja skilið við sinn gamla lífsstíl og einbeita sér af fullum krafti að leiklistinni og gróf fötin sem hann hafði klæðst sem dópist- inn Wells á táknrænan hátt í garðinum sínum og fór upp frá því að ganga í gömlu „vintage“- fötunum sem hann fékk að eiga úr Chaplin í von um að þau myndu hjálpa honum að feta réttu brautina. Ferillinn virtist á hraðri uppleið en Bakkus vildi ekki sleppa takinu. Árið 1996 hafði Robert farið í þrjár áfengismeðferðir og setið inni fyrir fíkniefnamisferli, akstur undir áhrifum áfeng- is og lyfja sem og ólöglega byssueign. Sá dagur rann upp að hann virtist hafa náð botninum en þá fannst leikarinn meðvitundarlaus í barna- rúmi á heimili nágranna síns. Sjálfur sagðist hann hafa tekið inn of stóran skammt af ró- andi lyfjum og einfaldlega farið húsavillt. Í það skiptið fór lögreglan með hann beinustu leið á meðferðarheimili. Allt kom fyrir ekki og stuttu síðar var Robert handtekinn á ný og aftur lá leið hans í meðferð. Stoppið þar var ekki langt því hann lét sig fljótlega hverfa og braut þar með skilorð. Næstu mánuði var leikarinn inn og út úr fangelsi og meðferðum. LAUS ÚR FANGELSI TIL AÐ LEIKA Leikstjóri kvikmyndarinnar Two Girls and a Guy vildi ólmur fá Robert til að leika aðalhlut- verk myndarinnar og notaði sambönd sín svo leikaranum yrði sleppt úr fangelsi til að taka þátt í myndinni gegn því að mæta daglega í lyfjapróf. Frelsunin olli miklu fjaðrafoki, reiði og fjölmiðlafári og ekki skánaði umfjöllunin þegar Robert reyndist ekki traustsins verður. Innan skamms var hann aftur kominn á bak við lás og slá og lenti í það skiptið í slagsmálum við annan fanga og varð að leita sér læknisað- stoðar vegna skurðar sem hann hlaut í andliti. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum að halda frægðarsól sinni á lofti í gegnum öll vandræðin þótt nafn hans vekti ekki lengur jafn mikla athygli og áður. Næstu myndir voru One Night Stand og Gingerbread Man en hlut- ur Roberts þótti bjarga þeirri mynd frá glötun. Þar að auki lék hann í kvikmynd föður síns sem nefnist Hugo Pool. Árið 1999 var stórt fyrir Ro- bert Downey Jr. en það ár komu út þrjár mynd- ir með honum, Friends and Lovers, Bowfinger og In Dreams. Í þeirri síðastnefndu vakti hann verðskuldaða athygli sem síðhærði og geðveiki barnamorðinginn Vivian Thomson. Gagnrýn- endur héldu ekki vatni yfir frammistöðu hans og þótti Robert hafa toppað sig með þeirri mynd. VALDI SJÓNVARPIÐ Robert var á góðu róli í nokkra mánuði en árið 1999 féll hann aftur og var handtekinn og var nú dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar. Við uppkvaðninguna sagði dómarinn að leikarinn hefði fengið næg tækifæri svo nú væri komið að skuldadögum. Seinna sagði Robert að dvölin í fangelsinu hefði bjargað lífi hans en fangelsis- dvölin varð til þess að hann missti meðal ann- ars af hlutverki í grínmyndinni Sweethearts þar sem hann átti að leika á móti Juliu Roberts og Billy Cristal. Dómurinn varð einnig til þess að Robert gat ekki tekið að sér hlutverk í Hamlet sem vinur hans, Mel Gibson, setti á svið. Árið 2000 kom þó út myndin Wonder Boys og skart- aði hún Robert Downey Jr. í einu aðalhlutverka en eftir þá mynd ákvað leikarinn að snúa sér að sjónvarpinu. Sú ákvörðun reyndist sú rétta og átti Robert flott „kommbakk“ með þátttöku sinni í hinum vinsælu Ally McBeal-þáttum. Þar lék hann lög- fræðing og kærasta karakters Calistu Flockhart og fékk fyrir vikið Golden Globe-verðlaun. En Robert átti erfitt með að segja skilið við fyrri lífsstíl svo framleiðandi Ally McBeal, David E. Kelley, rak hann eftir að leikarinn hafði verið handtekinn enn einu sinni með dóp og vopn á sér. SLÆR Í GEGN SEM IRON MAN Árið 2002 náði Robert loksins tökum á fíkn Leikarinn Robert Downey Jr. var lengi vel þekktasti óþekktarormurinn í Hollywood. Leikarinn barðist við alvarlega áfengis- og eiturlyfjafíkn og rankaði einu sinni við sér uppi í barnarúmi í ókunnugu húsi. Robert Downey Jr. hefur eytt stórum hluta lífs síns á bak við lás og slá en sambönd hans í Hollywood hafa hjálpað honum að sleppa við dóma við lítinn fögnuð almennings. Þrátt fyrir erfiðleika hefur leikaranum tekist að halda leikferli sínum gangandi en í dag er hann laus undan fíkniefnadjöflinum. Eftir kvikmynd- ina Iron Man hefur frægðarsól hans aldrei skinið skærar. Hæfileikaríkur ÓÞEKKTARORMUR Saman í sjö ár Robert Downey Jr. var í sambandi með leikkonunni Söruh Jess- icu Parker í sjö ár á níunda áratugnum. Alkóhólisti Myndin er tekin af leikaranum þar sem hann yfirgefur AA-fund. Ástin í lífi hans Leikarinn bað Susan á þrítugsafmælisdegi hennar en Susan framleiddi kvikmyndina Gothika þar sem Robert lék á móti Halle Berry.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.