Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 HELGARBLAÐ Stjörnur landsins hafa gefið misgóðar gjafir. Sumir eru mikið í platgjöfum, aðrir í hrekkjunum á meðan enn aðrir hafa aldrei stigið feilspor í gjafavali. Ásgeir Kolbeinsson - fjölmiðlamaður Mikið fyrir platpakka „Ég er mjög mikið fyrir það að búa til platpakka. Ég lærði það af pabba sem gerði gjarnan þannig við okkur þegar við vorum börn. Ég hef notað þetta óspart síðan. Ég hef þetta samt þannig að þetta gæti vel verið gjöfin. Set til dæmis illa lyktandi skó í pakkann ef ég er að gefa skó. Fel þá hina raunverulegu gjafaskó einhvers staðar annars staðar. Ég gaf einu sinni pabba mínum gjafa- bréf í flug og faldi það inni í DVD-hulstri sem er ekki við hæfi barna. Það var nokkuð flott að sjá svipinn á honum þegar hann opnaði pakkann.“ Egill Gillz Einarsson - rithöfundur Gunnlaugur í stað Gunnleifur „Ég gaf mági mínum, Gunnleifi Gunnleifssyni, lyklakippu. Hann er náttúrlega eini maðurinn á landinu fyrir utan son sinn, Gunnleif, sem heitir Gunnleifur og það var ekki til lyklakippa sem stóð á Gunnleifur. En ég fann Gunnlaugur. Þannig að ég gaf honum hana. Fannst það vera næst nafninu hans. Það fanst engum þetta fyndið þegar hann opnaði pakkann - nema mér. Ég lá einn í krampa en landsliðsmarkverðinum stökk ekki bros.“ Steindi Jr. - grínisti Leðurbuxur handa pabba „Ég gef almennt ógeðslega lélegar gjafir. Einu sinni á Þorláksmessu var ég búinn að fá mér aðeins og fór að finna til gjafir. Það var búið að vera rosalega mikið að gera og ég hafði dregið jólagjafakaupin svakalega. Ég fann því einhverjar gamlar leðurbuxur og bíómynd með Shaquille O´Neil og gaf pabba mínum. Það fengu svo allir eitthvað svipað þetta árið. Pabba leið alveg ömurlega með þetta. Þetta var bara gert í einhverju stressi og ég var búinn að fá mér og svona. Ég fékk nú ekki mikið á móti, nema aðallega skammir.“ LEÐURBUXUR, JÓLASOKKAR UTANLANDSFERÐ Í DÓNAHULSTRI Geir Ólafsson - söngvari Hálsfestin klikkaði „Minnisstæðust er gjöf sem ég gaf einu sinni. Það var hálsfesti - sú fyrsta sem ég keypti handa þáverandi kærustunni. Ég man eftir því svona vel því þegar hún opnaði pakkann og sá öskjuna varð hún svona himinlifandi. En svo þegar hún opnaði öskjuna þá var hálsfestin ekkert í. Þá sagði pabbi hennar: „Ég vissi að það væri ekkert að marka þennan dreng.“ Ég átti samt ábyrgðarskírteinið þannig að þetta komst alveg til skila – svona á endanum.“ Kolbrún Björnsdóttir - útvarpskona Gefur ekki skrítnar gjafir „Ég bara gef ekki skrítnar gjafir. Kannski hefur einhver fengið algjört sjokk yfir gjöf frá mér en það var ekki meiningin. Ég reyni oftast að halda smástandard í gjöfunum. Ekki að ég hafi nokkuð á móti fyndnum gjöfum, þvert á móti, enda er ég mikill húmoristi og ekki þessi leiðinlega týpa. Eitt sinn fékk ég samt sjálf harðfisk í jólagjöf en ég er mikill aðdáandi hans. Svo varð ég einu sinni mjög vandræðaleg þegar ég fékk bókina Stelpnafræðarann í jólagöf. Svona bók sem fjallaði um allt fyrir stelpur, kynlíf og svona. Þótt það hafi verið afskaplega vinsæl jólagjöf það árið fannst mér þetta mjög vandræðalegt og ég faldi hana fyrir mömmu og pabba. Ég bara man alls ekki hver gaf mér hana.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.