Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 70
XS-SR3 FRÁ JVC Hljómtækjaframleiðandinn JVC hefur sett á markað þessa nýstárlegu vöggu fyrir iPhone-síma og iPod- spilara. Hægt er að tengja símann eða spilarann lárétt eða lóð- rétt við vögguna en hljómtækjaframleiðandinn vill meina að lárétta staðan gefi eigendum iPhone og iPod Touch tækifæri til að njóta þess betur að horfa á kvikmyndir í tækinu. Hægt er að ná 5 watta krafti úr hátölurunum og einnig fylgir með fjarstýring og stafræn og hliðræn tengi. YOUTUBE MEÐ ÁSKRIFT Stutt gæti verið í að YouTube-vefsíð- an bjóði upp á kvikmyndir og sjónvarpsþætti gegn áskrift. Þetta er haft eftir einum af yfirmönnum Google en YouTube komst í eigu fyrirtækisins árið 2005. YouTube hefur þegar gert tilraunir með að sýna kvikmyndir og þætti á síðunni og hefur ágóða af auglýsingum þá verið skipt jafnt á milli rétthafa myndefnisins og YouTube. Meirihluta stóru aðilanna í sjónvarps- og kvikmyndageiranum hefur þó ekkert litist allt of vel á slíka samninga, einkum varðandi nýlegar kvikmyndir. Því er gert ráð fyrir að sérstakri áskriftarþjónustu verði komið í loftið þar sem almenningur greiði fyrir áhorf á kvikmyndum og þáttum. WOLVERINE-MÁLIÐ AÐ UPPLÝSAST Eftir níu mánaða rannsókn hefur bandarísku alríkislögreglunni tekist að hafa uppi á þeim sem setti ófullgerða útgáfu af kvikmyndinni X-Men Origins: Wolverine, á netið en útgáfufyrirtæki myndarinnar, Fox, telur að henni hafi verið halað niður í um 15 milljón skipti frá því í lok marsmánaðar síðastliðins. Sökudólg- urinn, 47 ára karlmaður frá Bronx í New York, má eiga von á þriggja ára fangelsi og 250 þúsund dollara sekt. Rannsókninni er þó ekki lokið því enn á eftir að finna þann sem tók ófrjálsri hendi hið ófullgerða eintak úr kvikmyndaveri Fox-fyrirtækisins og má því búast við fleiri handtök- um í kjölfarið. TARTAGLIA ÚTHÝST AF FACEBOOK Facebook-samskiptavefurinn hefur lokað einni stærstu aðdáendasíðu Massimo Tartaglia, mannsins sem réðst á forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, á dögunum. Síðan sem um ræðir var komin með næstum hundrað þúsund áhangendur á innan við tveimur sólarhringum. „Hvers kyns upphafning ofbeldis eða hótanir gagnvart einstaklingum munu ekki líðast á Facebook. Við munum bregðast fljótt við öllum ábendingum um slíkt og fjarlægja það efni sem um ræðir,“ segir í tilkynningu frá samskiptavefnum. UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is Í október síðastliðnum stefndi stærsti farsíma- framleiðandi heims, Nokia, bandaríska tölvufram- leiðandanum Apple fyrir að brjóta á tíu einka- leyfum fyrirtækisins með tilkomu hins vinsæla iPhone snjallsíma en talið er að Apple hafi selt um 34 milljónir slíkra síma frá árinu 2007. Nokia-fyrir- tækið hóf göngu sína með framleiðslu pappírs fyr- ir einni og hálfri öld í suðvesturhluta Finnlands en selur nú fjóra af hverjum tíu farsímum sem keypt- ir eru í heiminum. Lögsóknin á hendur Apple-fyr- irtækinu verður ekki tekin fyrir af bandarískum dómstólum fyrr en á seinni hluta árs 2011. Apple svarar Allt þar til að Nokia stefndi Apple höfðu fyrirtæk- in reynt að ná samkomulagi um upphæð greiðslna frá Apple vegna tækni sem Nokia hefur einkarétt á og er notuð í iPhone og í raun öllum farsímum. Apple heldur því hinsvegar fram að Nokia hafi reynt að ná fram óréttlátri samkeppnisstöðu með því að krefjast svimandi hárra upphæða vegna tækninnar sem séu í engu samræmi við virði hennar. Apple sakar Nokia einnig um að skrásetja einkaleyfi sitt á umræddri tækni með þeim hætti að fyrirtækið geti valdið öðrum farsímaframleið- endum töluverðum skaða og veikt þannig sam- keppnisstöðu þeirra. Þannig heldur Apple því fram að Nokia krefjist nú þre- falt hærri fjárhæðar fyrir notkun á einka- leyfi sínu en í fyrra. Hluti þess samkomu- lags sem Nokia reyndi að ná fram við Apple var að Nokia fengi aðgang að ýmiss konar tækni sem notuð er í iPhone-sím- unum. Síðastliðinn föstudag svaraði Apple síð- an fyrir sig með því að stefna Nokia fyrir að brjóta á þrettán einkaleyfum þess og benti í því sambandi sérstaklega á E71-snjall- símann frá Nokia. Missti af lestinni Málflutningur Apple gengur í raun út á það að Nokia hafi mistekist herfilega að setja á markað eigin snjallsíma sem sameinar net- vafra, tónlistarspilara og farsíma. Fyrirtækið hafi því þurft að líkja í öllum helstu atriðum eft- ir iPhone-síma Apple-fyrirtækisins. Sókn Nok- ia inn á snjallsímamarkaðinn hefur ekki gengið vel hingað til og minnkaði hlutdeild fyrirtækis- ins um 6 prósent milli annars og þriðja ársfjórð- ungs þessa árs. palli@dv.is 70 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 HELGARBLAÐ Stærsti farsímaframleiðandi heims, Nokia, er kominn í stríð við Apple-fyrirtækið. Fyrirtækin hafa stefnt hvoru öðru fyrir brot á einkaleyfum en Apple heldur því fram að Nokia hafi misst af lest- inni á snjallsímamarkaðnum og sé að klóra í bakk- ann með því að reyna að rukka ótrúlegar fjárhæðir frá öðrum farsímaframleiðendum. FARSÍMARISAR Í HÁR SAMAN Nokia e71Farsíminn sem Apple setur sérstaklega út á í lögsókn sinni gegn Nokia. iPhone frá Apple Markaðshlutdeild Nokia minnkar stöðugt á snjallsíma- markaðinum eftir tilkomu iPhone.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.