Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Side 70
XS-SR3 FRÁ JVC Hljómtækjaframleiðandinn JVC hefur sett á markað þessa nýstárlegu vöggu fyrir iPhone-síma og iPod- spilara. Hægt er að tengja símann eða spilarann lárétt eða lóð- rétt við vögguna en hljómtækjaframleiðandinn vill meina að lárétta staðan gefi eigendum iPhone og iPod Touch tækifæri til að njóta þess betur að horfa á kvikmyndir í tækinu. Hægt er að ná 5 watta krafti úr hátölurunum og einnig fylgir með fjarstýring og stafræn og hliðræn tengi. YOUTUBE MEÐ ÁSKRIFT Stutt gæti verið í að YouTube-vefsíð- an bjóði upp á kvikmyndir og sjónvarpsþætti gegn áskrift. Þetta er haft eftir einum af yfirmönnum Google en YouTube komst í eigu fyrirtækisins árið 2005. YouTube hefur þegar gert tilraunir með að sýna kvikmyndir og þætti á síðunni og hefur ágóða af auglýsingum þá verið skipt jafnt á milli rétthafa myndefnisins og YouTube. Meirihluta stóru aðilanna í sjónvarps- og kvikmyndageiranum hefur þó ekkert litist allt of vel á slíka samninga, einkum varðandi nýlegar kvikmyndir. Því er gert ráð fyrir að sérstakri áskriftarþjónustu verði komið í loftið þar sem almenningur greiði fyrir áhorf á kvikmyndum og þáttum. WOLVERINE-MÁLIÐ AÐ UPPLÝSAST Eftir níu mánaða rannsókn hefur bandarísku alríkislögreglunni tekist að hafa uppi á þeim sem setti ófullgerða útgáfu af kvikmyndinni X-Men Origins: Wolverine, á netið en útgáfufyrirtæki myndarinnar, Fox, telur að henni hafi verið halað niður í um 15 milljón skipti frá því í lok marsmánaðar síðastliðins. Sökudólg- urinn, 47 ára karlmaður frá Bronx í New York, má eiga von á þriggja ára fangelsi og 250 þúsund dollara sekt. Rannsókninni er þó ekki lokið því enn á eftir að finna þann sem tók ófrjálsri hendi hið ófullgerða eintak úr kvikmyndaveri Fox-fyrirtækisins og má því búast við fleiri handtök- um í kjölfarið. TARTAGLIA ÚTHÝST AF FACEBOOK Facebook-samskiptavefurinn hefur lokað einni stærstu aðdáendasíðu Massimo Tartaglia, mannsins sem réðst á forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, á dögunum. Síðan sem um ræðir var komin með næstum hundrað þúsund áhangendur á innan við tveimur sólarhringum. „Hvers kyns upphafning ofbeldis eða hótanir gagnvart einstaklingum munu ekki líðast á Facebook. Við munum bregðast fljótt við öllum ábendingum um slíkt og fjarlægja það efni sem um ræðir,“ segir í tilkynningu frá samskiptavefnum. UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is Í október síðastliðnum stefndi stærsti farsíma- framleiðandi heims, Nokia, bandaríska tölvufram- leiðandanum Apple fyrir að brjóta á tíu einka- leyfum fyrirtækisins með tilkomu hins vinsæla iPhone snjallsíma en talið er að Apple hafi selt um 34 milljónir slíkra síma frá árinu 2007. Nokia-fyrir- tækið hóf göngu sína með framleiðslu pappírs fyr- ir einni og hálfri öld í suðvesturhluta Finnlands en selur nú fjóra af hverjum tíu farsímum sem keypt- ir eru í heiminum. Lögsóknin á hendur Apple-fyr- irtækinu verður ekki tekin fyrir af bandarískum dómstólum fyrr en á seinni hluta árs 2011. Apple svarar Allt þar til að Nokia stefndi Apple höfðu fyrirtæk- in reynt að ná samkomulagi um upphæð greiðslna frá Apple vegna tækni sem Nokia hefur einkarétt á og er notuð í iPhone og í raun öllum farsímum. Apple heldur því hinsvegar fram að Nokia hafi reynt að ná fram óréttlátri samkeppnisstöðu með því að krefjast svimandi hárra upphæða vegna tækninnar sem séu í engu samræmi við virði hennar. Apple sakar Nokia einnig um að skrásetja einkaleyfi sitt á umræddri tækni með þeim hætti að fyrirtækið geti valdið öðrum farsímaframleið- endum töluverðum skaða og veikt þannig sam- keppnisstöðu þeirra. Þannig heldur Apple því fram að Nokia krefjist nú þre- falt hærri fjárhæðar fyrir notkun á einka- leyfi sínu en í fyrra. Hluti þess samkomu- lags sem Nokia reyndi að ná fram við Apple var að Nokia fengi aðgang að ýmiss konar tækni sem notuð er í iPhone-sím- unum. Síðastliðinn föstudag svaraði Apple síð- an fyrir sig með því að stefna Nokia fyrir að brjóta á þrettán einkaleyfum þess og benti í því sambandi sérstaklega á E71-snjall- símann frá Nokia. Missti af lestinni Málflutningur Apple gengur í raun út á það að Nokia hafi mistekist herfilega að setja á markað eigin snjallsíma sem sameinar net- vafra, tónlistarspilara og farsíma. Fyrirtækið hafi því þurft að líkja í öllum helstu atriðum eft- ir iPhone-síma Apple-fyrirtækisins. Sókn Nok- ia inn á snjallsímamarkaðinn hefur ekki gengið vel hingað til og minnkaði hlutdeild fyrirtækis- ins um 6 prósent milli annars og þriðja ársfjórð- ungs þessa árs. palli@dv.is 70 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 HELGARBLAÐ Stærsti farsímaframleiðandi heims, Nokia, er kominn í stríð við Apple-fyrirtækið. Fyrirtækin hafa stefnt hvoru öðru fyrir brot á einkaleyfum en Apple heldur því fram að Nokia hafi misst af lest- inni á snjallsímamarkaðnum og sé að klóra í bakk- ann með því að reyna að rukka ótrúlegar fjárhæðir frá öðrum farsímaframleiðendum. FARSÍMARISAR Í HÁR SAMAN Nokia e71Farsíminn sem Apple setur sérstaklega út á í lögsókn sinni gegn Nokia. iPhone frá Apple Markaðshlutdeild Nokia minnkar stöðugt á snjallsíma- markaðinum eftir tilkomu iPhone.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.