Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 4
GRAÐFOLARÆKT
ÓLAFS BER ÁVÖXT
SANDKORN
n Eiður Guðnason sendiherra
situr ekki hjá í samfélagsum-
ræðunni. Hann skrifaði grein í
Fréttablaðið um rangláta skipt-
ingu Lóttópeninga sem renna
aðeins til
íþróttahreyf-
ingarinnar.
Þá mætti
hann í Bítið
á Bylgjunni
og tókst þar
á við Ólaf
Rafnsson,
forseta ÍSÍ.
Gagnrýni Eiðs snýr að því að
hreyfingin kaupi leikmenn að
utan. Þá talaði hann um vínveit-
ingar hreyfingarinnar við lítinn
fögnuð Ólafs sem krafði hann
um röksemdir.
n Ásmundur Stefánsson,
bankastjóri Landsbankans, er
brattur eftir að endurfjármögn-
un er lokið. Banki hans er sá ill-
ræmdasti á landinu eftir ruglið
með Icesave sem kostar þjóðar-
búið formúu. Svo er að sjá sem
sjálfstraust bankastjórans, sem
smaug úr bankaráðinu í starfið,
hafi snaraukist. Sjálfum sér til
upphafningar splæsti hann í
heilsíðuauglýsingar í blöðum
með sínu eigin ávarpi. Athyglis-
þörfin er augljós. Vonir standa
til að skipt verði um bankastjóra
í haust.
n Katrín Júlíusdóttir iðnað-
arráðherra er í hálfgerðum
bobba vegna Verne Holding
sem hyggst reisa gagnaver á
Reykjanesi.
Útrásarvík-
ingurinn
Björgólfur
Thor Björ-
gólfsson fer
með stóran
eignarhluta
í félaginu
í gegnum
félag sitt,
Nova tor. Skærasta stjarna Kast-
ljóssins, Helgi Seljan, gekk á
ráðherrann í þætti sínum með
þá spurningu hvort eðlilegt væri
að semja við einn af höfundum
Icesave. Katrín varð vandræða-
leg en sagðist síðan hafa orð
annarra hluthafa fyrir því að
hlutur Björg ólfs myndi minnka.
4 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR
Þrír graðfolar í eigu auðmannsins Ól-
afs Ólafssonar, sem oftast er kenndur
við Samskip, komust á verðlaunapall
á nýlegri ungfolasýningu. Hestarnir
eru allir ungir að árum en útlit er fyr-
ir að þeir eigi framtíðina fyrir sér.
Ungfolasýningin var haldin
snemma í desember í Söðulsholti,
Eyja- og Miklaholtshreppi, þar sem
á þriðja tug graðfola öttu kappi hver
við annan. Veitt voru verðlaun fyrir
hest í efsta sæti í hverjum aldurflokki
og svo stigahæstu hrossin í heildina.
Af hrossunum sem komust í sæti á
verðlaunapalli, eiga Ólafur og eigin-
kona hans, Ingibjörg Kristjánsdótt-
ir, þrjá unga og efnilega graðfola.
Folarnir heita Egill, Hylur og Skalla-
grímur og koma allir frá sveitasetri
fjölskyldunnar að Miðhrauni.
Myndarlegt stóð
Einar Ólafsson, eigandi Hestamið-
stöðvarinnar Söðulsholts, í Eyja- og
Miklaholtshreppi, staðfestir að folar
Ólafs hafi komið vel út úr ungfola-
sýningunni á dögunum. Hann seg-
ir folana koma úr rækt auðmanns-
ins. „Já, það passar að Ólafur á orðið
marga glæsilega graðfola. Í gegnum
árin hefur hann verið að rækta fola
og nú er það að skila árangri. Þetta
eru því ekki keyptir folar en safnið
er ágætt. Það er séð um hestana fyrir
þau,“ segir Einar.
Hestastóð fjölskyldu Ólafs telur á
þriðja tug dýra þar sem meðal ann-
ars er að finna efnilegu graðfolana
þrjá. Þar að auki á fjölskyldan nokkra
reiðhesta og nærri tug folaldsmera.
Undan merunum eiga hjónin nokk-
ur ótamin folöld, þar af nokkra grað-
fola, samkvæmt upplýsingum frá
Ingibjörgu og samanlagt eru dýrin á
þriðja tug. Hún segir öll hrossin á úti-
gangi og að nágranni sjái um þau.
Skiptast á
Eyjólfur Gísli Garðarsson sér um dag-
lega umhirðu hestastóðs hjónanna
og treystir sér ekki til að slá heildar-
tölu á fjölda hesta í stóðinu. Hann
fór með efnilegu folana þrjá á sýn-
inguna og hefði viljað betri árangur.
„Ætli þetta séu ekki einir fimm fol-
ar þarna núna sem eru efnilegir. Svo
sjáum við það betur eftir tamningu
því þetta eru bara litlir folar í dag. Þar
fyrir utan eru þau með reiðhesta sem
ég sé um en það eru fleiri líka sem
sjá um hrossin. Við skiptumst á með
þetta,“ segir Eyjólfur Gísli.
„Að svo stöddu eru ekki endilega
mikil verðmæti í folunum því þeir
eru ungir en í folum geta legið mik-
il verðmæti. Ég fór með folana á sýn-
inguna en var auðvitað ekki nógu
ánægður því ég vildi vinna allt. Þrír
þeirra frá Miðhrauni lentu í efstu
sætum og það er ágætlega af sér vik-
ið.“
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Auðmaðurinn Ólafur Ólafsson, oftast kenndur við Samskip, á myndarlegt hrossa-
stóð á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi. Meðal þeirra eru ungir og efnilegir
folar sem komust nokkrir á verðlaunapall á hrossasýningu á dögunum.
Myndarlegt Miðhraun
Ólafur og Ingibjörg eiga
fallegt sveitasetur þar sem
hugsað er um hesta þeirra.
Efnilegur foli Skallagrímur frá Miðhrauni lenti í
öðru sæti af tveggja vetra folum. Hann er undan
Sæ frá Bakkakoti og Fjöður frá Bjarnanesi.
Verðlaunafolar
á sýningunni
Veturgamlir folar
1. Ábóti frá Söðulsholti, rauðhöttóttur blesóttur M:
Sunna frá Akri F: Álfur frá Selfossi Eig. Söðulsholt ehf.
2. Hylur frá Miðhrauni, rauðskjóttur M: Fjöður frá
Bjarnarnesi F: Álfur frá Selfossi. Eig. Ólafur Ólafsson.
3. Glasi frá Söðulsholti Móálóttur glaseygður
M: Blæja frá Svignaskarði F: Hrymur frá Hofi Eig.
Söðulsholt ehf.
Tveggja vetra folar
1. Dynkur frá Borgarlandi Fífilbleikur M: Freydís
frá Borgarlandi F: Dynur frá Hvammi Eig. Ásta
Sigurðardóttir og Kolbrún Grétarsdóttir.
2. Skallagrímur frá Miðhrauni rauður M: Fjöður frá
Bjarnanesi F: Sær frá Bakkakoti Eig. Ólafur Ólafsson.
3. Egill frá Miðhrauni, rauður M: Spá frá Hafsteins-
stöðum F: Þóroddur frá Þóroddsstöðum Eig. Ólafur
Ólafsson.
HEIMILD: WWW.SODULSHOLT.IS
Kleppsvegi 48 | 104 Reykjavík
Sími: 698 6738 | lp-verk.is
LP-verk ehf sérhæfir sig
í viðhaldi á fasteignum
úti sem inni.
Flísalagnir - Múrviðgerðir
lekaviðgerðir - steypuviðgerðir
trésmíðavinna - málningavinna
blikksmíði - pípulagnir
eða raflagnir
Dómsmálaráðuneytið samþykkti 10.
desember framsalsbeiðni brasilískra
yfirvalda í máli Hosmanys Ramos.
Úrskurðurinn hefur verið kærður til
Héraðsdóms Reykjavíkur. Enginn
framsalssamningur er á milli Íslands
og Brasilíu. Hosmany Ramos er eft-
irlýstur af brasilískum yfirvöldum
fyrir mannrán. Komið hefur fram að
þótt enginn samningur sé á milli ríkj-
anna fari jafnvel svo að Ramos verði
sendur til Frakklands, en talið er að
það hafi verið fyrsta Schengenland-
ið sem brasilíski læknirinn kom til á
ferð sinni til Íslands.
Í samtali við DV segir Ramos að
honum finnist mál sitt þróast á skrýt-
inn hátt. „Íslensk stjórnvöld hegða
sér eins og varðhundur fyrir brasilísk
stjórnvöld. Ég hef engan glæp fram-
ið hér og engan dóm fengið. Samt er
mér haldið föngnum hér. Mannrétt-
indi mín hafa ekki verið virt á marg-
an hátt. Þið eruð skandínavísk þjóð
og hér mætti ætla að mannréttindi
væru virt. Ég veit ekki hvort um bak-
tjaldamakk sé að ræða. Kannski ætla
þeir að skipta á mér og Íslendingun-
um þremur sem eru í haldi í Brasilíu.“
„Ég kom hingað frá Noregi. Ekki
Frakklandi. Margir sem hafa verið í
sömu stöðu og ég, komu hingað frá
Noregi og voru sendir þangað aftur.
Ég á son í Noregi og barnabarn,“ seg-
ir Ramos og skilur ekki hvers vegna
hann ætti að vera sendur til Frakk-
lands.
Hosmany Ramos segir að ef mál-
ið haldi áfram að þróast honum í
óhag muni hann mótmæla. „Í næstu
viku fer ég fyrir dómarann aftur og
ég ætla að vera hreinskilinn við
hann: Ef réttindi mín verða ekki virt
í samræmi við mannréttindasátt-
mála, ætla ég í hungurverkfall. Það
er eina leiðin til þess að mótmæla
ákvörðuninni. Lögmaðurinn minn
hér, sem er ungur og greindur mað-
ur, segist ekki skilja hvernig á máli
mínu er tekið. Rök hans hafi ekki
verið tekin gild.“
helgihrafn@dv.is
Ósáttur við úrskurðinn Ramos ætlar að beita óyndisúrræðum til að mótmæla
úrskurðinum.
Framsal brasilíska fangans í Hegningarhúsinu samþykkt:
Ramos í hungurverkfall
ÁRÉTTING
Vegna bragðkönnunar DV á
hamborgarhryggjum, sem birtist
í síðasta blaði, skal áréttað að
hryggurinn sem keyptur var í
Fjarðarkaupum var innpakkað-
ur FK-hamborgarhryggur. Í kjöt-
borðinu fæst hins vegar Fjarð-
arkaupshamborgarhryggurinn,
sem framleiddur er af Kjöthús-
inu. Hann var því miður ekki
með í könnuninni að þessu sinni.