Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 80
80 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009
Besti knattspyrnumaður þjóðar-
innar, Eiður Smári Guðjohnsen,
hefur átt erfitt uppdráttar und-
anfarið, bæði knattspyrnulega
og fjárhagslega. Stuðningsmenn
Mónakó í Frakklandi héldu að
þá væri að dreyma þegar Eiður
var keyptur til liðsins í sumar og
bundu þeir miklar væntingar við
hann. Það sama gerði þjálfari liðs-
ins, Guy Lacombe, en Eiður hefur
svo sannarlega ekki staðið undir
þeim væntingum. Líklega í fyrsta
skiptið á ferlinum var Eiði kippt út
úr leikmannahópi liðsins fyrir ekk-
ert nema skelfilega frammistöðu
að undanförnu. Eitt hefur þó ætíð
einkennt Eið Smára. Hann getur
risið upp úr hvaða öldudal sem er.
Nýjustu slúðurfregnir herma þó að
Eiður sé tilbúinn að fara aftur til
Englands þar sem hann lék sinn
langbesta bolta á sínum tíma.
Ömurlegar einkunnir
Eiður Smári hefur langt frá því
hrifið fréttamenn tveggja stærstu
íþróttablaðanna í Frakklandi,
France Football og L´Equipe. Þrátt
fyrir mikinn uppgang Mónakóliðs-
ins í september og október fékk Eið-
ur Smári aldrei hærri einkunn en
fjóra af tíu fyrir sína frammistöðu.
Hann fékk svo sína alverstu ein-
kunn um síðustu helgi þegar bæði
blöðin gáfu honum tvo af tíu fyrir
leikinn gegn Lille sem tapaðist, 4-0.
Þessar einkunnir endurspegla
alveg frammistöðu hans að mörgu
leyti. Eiður hefur spilað sjö leiki og
komið inn á í þeim áttunda í upp-
bótartíma. Hann hefur leikið alla
leikina sem framherji en ekki enn
skorað mark. Hann hefur heldur
ekki gefið eina stoðsendingu sem
hefur nú oft verið hans aðalsmerki.
Það sem meira er hefur Eiður ekki
náð skoti að marki í sex af þessum
átta leikjum. Nokkuð borðleggj-
andi hversu hrikaleg tölfræði það
er fyrir framherja.
Mónakóliðið er á hraðri niður-
leið í frönsku úrvalsdeildinni. Það
hefur tapað þremur leikjum í röð
og aðeins innbyrt eitt stig í síðustu
fimm leikjum. Fyrir aðeins tveim-
ur mánuðum var liðið í öðru sæti
deildarinnar en er nú komið niður
í það tólfta. Síðasta sigurhrina liðs-
ins var í október, án Eiðs sem var
meiddur, en Mónakó vann þá þrjá
leiki í röð en hefur síðan ekki unnið
leik þegar Eiður hefur verið í byrj-
unarliðinu. Fimmtán af tuttugu og
tveimur stigum liðsins á tímabilinu
hafa innbyrst án Eiðs Smára.
Ein af kaupum sumarsins
Mikið var fylgst með félagaskipta-
sögu Eiðs Smára í sumar, eða sög-
unni sem aldrei varð. Beðið var og
beðið eftir að hann yfirgaf Barce-
lona en það var ekki fyrr en á loka-
pretti félagaskiptagluggans að
hann samdi óvænt við Mónakó.
Stórt knattspyrnutímarit gerði upp
félagskiptagluggann í sumar og fór
þar fögrum orðum um Eið. Var sagt
að Eiður gæti auðveldlega orðið
ein af kaupum sumarsins þar sem
hann kostaði ekki meira en tvær
milljónir evra. Sérstaklega þegar
lið í ensku úrvalsdeildinni væru að
kaupa meðalmenn á fúlgur fjár.
„Það eru óvænt kaup Mónako á
Eiði Smára Guðjohnsen fyrir skitn-
ar 2 milljónir evra sem gætu reynst
besta fjárfestingin. Já, 2 milljónir
evra, það er ekki mikill peningur
fyrir leikmann af hans gæðaflokki
þegar litið er til þess að Wolves
keypti Kevin Doyle fyrir 6,5 millj-
ónir punda. Ekki er annað hægt að
ætla en að allir hafi hreinlega lát-
ið þennan framherja fara fram hjá
sér. Eiður er gríðarlega reynslu-
mikill eftir að hafa leikið með Bolt-
on og Chelsea á Englandi,“ var
skrifað um Eið Smára.
Trúðu ekki að
Eiður væri kominn
Á opinberri spjallsíðu Mónakó
má finna afar athyglisverðan póst.
Hann er settur inn þegar liðið gekk
frá kaupunum á Eiði Smára en þar
er fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn
kynntur til leiks. Er þar talið upp
hvað hann hefur gert, hvar hann
hefur leikið og svo framvegis. Þar
kemur einnig fram að viðurnefni
hans eru annað hvort Iceman (Ís-
maðurinn) eða Le Viking (Víking-
urinn).
Þeir fyrstu sem svara póstinum
voru hæstánægðir með kaupin á
Eiði enda ekki á hverjum degi sem
Mónakó kaupir leikmann frá Evr-
ópumeisturum Barcelona. Nokkr-
ir stuðningsmannanna sem skrifa
trúa því varla að Eiður hafi skrifað
undir við Mónakó enda liðið verið
í mikilli meðalmennsku undanfar-
in ár og keypt meira og minna það
sem fellur af trjánum hjá öðrum
liðum.
Þráðurinn er nú orðnar ríf-
lega fjörutíu og fimm blaðsíður og
fylgir svolítið sögu Eiðs hjá Món-
akó. Fyrst um sinn eru menn afar
ánægðir með frammistöðu hans
þó fótboltablöðin væru á öðru
máli. Þegar flett er lengra og lengra
má lesa fleiri og fleiri óánægju-
pósta og eru nú margir farnir að
skrifa að Eiður Smári sé einfald-
lega flopp. „Le Viking stendur ekki
undir væntingum,“ skrifar einn.
Þó er athyglisvert að ekki eru
allir jafnóánægðir með Eið. Þvert
á móti. Þrátt fyrir dapra frammi-
stöðu hans eru þó nokkrir sem
halda því fram að Mónakó spili
betur með hann í liðinu þar sem
sendingageta hans sé betri en hjá
nokkrum öðrum í liðinu. Telja
margir sterkasta lið Mónakó inni-
halda Eið ásamt Kóreumanninum
Park í framlínunni. Ná þar saman
hinn tekníski Eiður á móti eljusemi
Parks.
Áður stigið upp
Þótt Eiður Smári sé í miklum öldu-
dal þessa dagana er eitt alveg vit-
að, skrifað og skjalfest. Hann get-
ur risið upp úr lægstu lægðum og
komið sér aftur upp í hæstu hæð-
ir. Það skipti engu máli hvaða stór-
stjörnur voru keyptar til Chelsea,
alltaf hristi ljóshærði Íslendingur-
inn þær af sér og sannaði gildi sitt
í liðinu og hélt lengi vel byrjunar-
liðsstöðu. Það var engum smá pen-
ingum eytt í Englandsmeistara-
titil Chelsea tímabilið 2004/2005,
keyptir menn frá öllum heims-
hornum á gífurlegar upphæðir.
Kaupverðið á Eiði Smára bliknaði í
samanburði við margar stórstjörn-
urnar en Eiður átti gífurlegan þátt í
titlinum, skoraði mikið af mörkum
og gaf annað eins af stoðsending-
um.
Sama var uppi á teningnum
hjá Barcelona. Vissulega fór það
illa undir lokin og spilaði hann
vart leik síðustu mánuðina á síð-
Eiður Smári Guðjohnsen á ekki sjö dag-
ana sæla hjá Mónakó í Frakklandi. Þessi
hæfileikaríki knattspyrnumaður sem
er markahæsti leikmaður landsliðsins
frá upphafi hefur enn ekki skorað mark
fyrir sitt nýja lið og fær ætíð skelfilegar
einkunnir fyrir frammistöðu sína. Hann
var nú síðast tekinn út úr leikmanna-
hópi liðsins í miðri viku. Stuðningsmenn
Mónakó trúðu vart sínum eigin augum
þegar Eiður var keyptur en ekki eru allir
jafnánægðir nú.
LE VIKING STENDUR EKKI
UNDIR VÆNTINGUM
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Átt erfitt Eiður Smári
hefur átt afar erfitt
uppdráttar undanfarið,
bæði hvað varðar
knattspyrnuna og pen-
ingamálin. MYND HILLI