Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR Samkvæmt heimildum DV var ein af ástæðunum fyrir stofnun eign- arhaldsfélagsins Vafnings í febrúar 2008, og kaupum þess á eignum dótt- urfélaga Sjóvár, sú að eignarhaldsfé- lagið Þáttur International fékk veðkall vegna láns frá fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Eignirnar sem keypt- ar voru eru lúxusturninn í Makaó og breski fjárfestingarsjóðurinn KCAJ. Þáttur tók lánið frá Morgan Stanley á fyrri hluta árs 2007 til að fjármagna kaupin á hlutabréfum í Glitni og var félagið í raun stofnað gagngert til þess, samkvæmt heimildum DV. Veðið fyrir láninu frá Morgan Stanley var í bréf- um félagsins í Glitni. Eigendur Þáttar, þeir Karl og Steingrímur Wernerssyn- ir og Einar og Benedikt Sveinssynir, stóðu þá frammi fyrir því að þurfa að endurgreiða lánið eða missa bréfin sín í Glitni. Til þess að geta fengið lánafyrir- greiðslu frá Glitni til að standa í skil- um við Morgan Stanley þurftu eig- endur Þáttar International að koma sér upp eignum sem hægt væri að veðsetja fyrir láninu. Í þessu augna- miði var eignarhaldsfélagið Vafning- ur búið til. Vafningur átti þá bæði fjár- festingarverkefnið í Makaó sem og breska fjárfestingarsjóðinn en geng- ið var frá þeim viðskiptum sama dag og Bjarni Benediktsson veðsetur hlutabréf félagsins hjá Glitni, þann 8. febrúar 2008. Þetta stemmir við frásögn Bjarna sjálfs sem sagði í viðtali við DV í síð- ustu viku: „Menn eru að endurfjár- magna lán og það er það sem er aðal- ástæðan fyrir þátttöku þessara félaga í Vafningi,“ sagði Bjarni. Áttu mörg félög saman Vafningur var einungis eitt af fjöl- mörgum félögum sem Wernerssyn- ir og Sveinssynir áttu saman. Annað félag var BNT, móðurfélag olíurisans N1, en Máttur er hluthafi í félaginu. Milestone átti að minnsta kosti einn stjórnarmann í BNT þegar Bjarni Benediktsson var stjórnarformaður þess en það var Óskar Garðarsson, starfsmaður Milestone, sem einn- ig sat í stjórn KCAJ og fleiri félögum tengdum Milestone. Sömuleiðis áttu þeir Werners- og Sveinssynir saman hið áðurnefnda félag Þátt International, en það var í gegnum sömu eignarhaldsfélög - SJ2, Skeggja og Mátt - og héldu utan um eign þeirra á fasteignaverkefninu í Makaó og KCAJ. Þáttur Internation- al hélt utan um hlutabréfaeign þeirra bræðra í Glitni en félagið átti um 7 prósenta hlut í bankanum. Í heild- ina eru þetta því allmörg félög sem þeir Werners- og Sveinssynir komu að saman, að minnsta kosti: BNT, N1, Vafningur, Máttur, Þáttur Internation- al og Skeggi. Vafningur flæktur í Svartháfsmálið Lánið til Vafnings sem notað var til að endurgreiða Morgan Stanley kom svo frá eignarhaldsfélaginu Svart- háfi, félagi í eigu föður Karls og Steingríms Wernerssona, sem stofnað var gagngert til að leppa lán frá Glitni og til fé- laga í eigu þeirra og Sveins- sona. Ástæðan fyrir stofnun Svartháfs er sú að félög í eigu Karls og Steingríms voru búin að fá svo mikið lánað frá Glitni að ekki mátti lána þeim meira vegna reglna FME um þak á lánveitingum frá fjármálafyrirtækj- um til einstakra aðila. Á eina stjórnarfundinum sem vit- að er til að haldinn hafi verið í Svart- háfi var ákveðið að sækja um tæplega 200 milljóna evra lán frá Glitni, eða sem nemur rúmum 35 milljörð- um króna á núverandi gengi. 50 milljónir evra af láninu frá Svartháfi runnu beint til Vafnings sem þá gat notað lánið til að endur- greiða hluta láns Þáttar International hjá Morgan Stanley. Það var þetta lán sem Bjarni Bene- diktsson var að tryggja þegar hann veðsetti hlutabréf BNT, Hróm- undar og Hafsilfurs hjá Glitni í febrúar í fyrra. Bjarni vildi hins veg- ar ekki að ræða um það í síðustu viku fyr- ir hverju hann hefði veðsett bréfin í Vafningi: „Ég ætla bara ekkert að tjá mig um það,“ sagði hann. Endurgreiðsla á lánum til Morgan Stanley Meginhlutinn af eftirstöðv- um láns- ins til Svart- háfs, 135 milljónir evra, runnu svo til eign- arhaldsfélagsins Racon Holding en þeir fjármunir voru notaðir til að end- urgreiða lán sem stofnað hafði verið til við Morgan Stanley vegna kaupa Mile stone á sænska fjármálafyrirtæk- inu Invik & Co sem síðar var endur- skírt Moderna. Veðkall hafði sömu- leiðis borist til Racon frá Morgan Stanley vegna þessa láns. Þannig má sjá að Svartháfur þjónaði því VEÐSETNING BJARNA TIL AÐ BJARGA GLITNISBRÉFUNUM INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Eignarhaldsfélag Benedikts og Einars Sveinssona og Wernerssona keypti í breska fjárfestingarsjóðnum KCAJ um sumarið 2007. Í febrúar 2008 keypti annað félag í þeirra eigu, Vafningur, afganginn af hlutafé KCAJ með láni frá Sjóvá. Sama dag veðsetti Bjarni hlutabréf félagsins. Tilgangurinn með stofnun Vafnings var að búa til veðhæfi til að fá lán frá Glitni til að greiða niður lán við fjárfestingarbank- ann Morgan Stanley sem notað hafði verið til að kaupa hlutabréf í Glitni. „Menn eru að endur- fjármagna lán og það er það sem er aðalástæðan fyrir þátttöku þessara félaga í Vafningi.“ Svartháfur viðriðinn Vafning Eignarhalds- félagið Svartháfur er tengdur Vafningsmálinu þar sem tilgangur Vafnings var meðal annars að standa í skilum við fjár- festingarbankann Morgan Stanley. Svartháfur veitti Vafningi lán til þess og var það Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sem veðsetti hlutabréfin í félaginu vegna þess láns. Skrifuðu upp á kaup á KCAJ Bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir skrifuðu upp á hlutafjáraukningu á fundi fjárfestingarfélagsins Máttar í fyrra þar sem ákveðið var að kaupa 12,1 prósent hlut í breska fjárfestingarsjóðnum KCAJ. Hálfu ári síðar bætti Vafningur við sig 82 prósenta hlut og Bjarni, sonur Benedikts, veðsetti bréfin í félaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.