Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 8
SANDKORN
n Uppljóstranir um aðkeypta
sérfræðiþjónustu sem fram
koma í svari Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra við fyr-
irspurn Birkis Jóns Jónssonar,
þingmanns
Framsókn-
ar, virðist
ætla að geta
komið Sam-
fylkingunni
í vanda. Þar
kemur til
dæmis fram
að sérfræði-
þjónusta
var keypt af Lúðvík Bergvins-
syni eftir að hann lét af þing-
mennsku fyrir Samfylkinguna
og fleiri sem tengjast flokknum
fengu greitt fyrir sérfræðiráð-
gjöf.
n Einna mesta athygli hlýtur
þó að vekja að Björgvin G. Sig-
urðsson, fyrrverandi iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, fékk
flokksbróð-
ur sinn, Karl
Th. Birgis-
son, til að
hjálpa sér
við und-
irbúning
að greina-
skrifum
og ræðu-
höldum.
Karl hefur haldið úti vefnum
Herðubreið, sem eitt sinn var
tímarit, og hefur verið málsvari
Samfylkingarinnar. Ráðherr-
ar hafa sem kunnugt er rétt
til að ráða sér aðstoðarmenn
sem geta sinnt slíkum verkum
og hafði Björgvin einn slíkan í
formi Jóns Þórs Sturlusonar.
Samt leitaði hann út fyrir ráðu-
neytið og sendi reikninginn á
ríkissjóð.
n Fyrirtækið Sigurður G. Guð-
jónsson ehf. fékk 221 þúsund
krónur greiddar frá samgöngu-
ráðuneyt-
inu vegna
lögfræði-
þjónustu
sem teng-
ist starfs-
manna-
málum.
Fyrirtæk-
ið er, eins
og nafnið
gefur til kynna, skráð á Sigurð
G. Guðjónsson, hæstaréttarlög-
mann og fyrrverandi stjórn-
anda Íslenska útvarpsfélags-
ins. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í svari forsætis-
ráðherra við fyrirspurn Birkis
Jóns Jónssonar um aðkeypta
sérfræðiþjónustu ríkisvalds-
ins. Sigurður var afar vinsæll
meðal starfsmanna Stöðvar 2
og tengdra fyrirtækja á sínum
tíma og spurning hvort það hafi
skinið í gegn í ráðgjöfinni. Sig-
urður sinnti reyndar fleiri verk-
efnum og fékk fyrir tæpar 300
þúsund krónur.
8 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR
Kópavogsbær hefur látið rífa ný-
legt parhús í Heiðaþingi 2 til 4 í
Elliðavatnshverfi. Kostnaður bæj-
arins vegna niðurrifsins er um 40
milljónir króna. Húsið stóð í götu
þar sem gert er ráð fyrir eins hæð-
ar húsum, en bærinn veittti á sín-
um tíma leyfi til að byggja parhús-
ið á tveimur hæðum. Nágranar í
götunni, sem eru foreldrar Ómars
Stefánssonar, formanns bæjar-
ráðs Kópavogs, hafa ítrekað kvart-
að undan húsbyggingunni og sagt
hana ólöglega og vegna deilnanna
neyddist Kópavogsbær að leysa
hálfklárað húsið til sín og borga
gömlu eigendunum skaðabætur í
ofanálag.
Málið leystist svo loksins á
þriðjudag í kerfinu, þegar bæjar-
ráð samþykkti samhljóma niðurrif
parhússins. Ómar Stefánsson vék
af fundi þegar málið var tekið fyrir,
en aðeins tveir dagar liðu frá sam-
þykkt bæjarráðs, þar til stórvikar
vinnuvélar höfðu jafnað húsbygg-
inguna við jörðu. Byggingaverk-
taki sem hefur átt í samskiptum við
stjórnsýsluna í Kópavogsbæ, segist
ekki vita til þess að bærinn hafi ver-
ið jafn snar í snúningum fyrr.
Gleymdist að birta
í Stjórnartíðindum
„Það var gert ráð fyrir eins til tveggja
hæða húsum í götunni. Það er par-
húsið í 2 til 4 og svo húsin í 6 til 8,
þar sem foreldrar Ómars og bróðir
búa,“ segir Gunnar I. Birgisson, fyrr-
verandi bæjarstjóri. „Ungu pörin
sem áttu húsin fengu heimld til þess
að hækka húsið og það samþykktu
það allir íbúar í kring, meðal annars
þau. Síðan snerist þeim hugur og
var málið fellt niður á þeim tækni-
ágalla að þetta var ekki birt í Stjórn-
artíðindum,“ segir hann.
Í kjölfarið voru framkvæmdirn-
ar stöðvaðar og leysti bærinn par-
húsið til sín og bauð fólkinu nýjar
byggingalóðir auk þess að standa
undir öllum kostnaði. Gunnar seg-
ir að þá hafi komið upp hugmyndir
að selja húsið í því ástandi sem það
var. Nágrannarnir féllust hins vegar
ekki á það.
Aðspurður hvort hann telji að
foreldrar Ómars hafi fengið sér-
staka meðferð, segir Gunnar: „Ég
tjái mig ekki um það, en þetta er
mjög skilvirk stjórnsýsla.“
Óheiðarleg stjórnsýsla
Úrskurðarnefnd byggingamála
komst að þeirri niðurstöðu að húsið
væri í raun ólöglegt og því var sam-
þykkt í bæjarráði að rífa það niður.
Málið hefur að minnsta kosti tvisv-
ar sinnum verið rætt í bæjarstjórn
Kópavogs á þessu ári. Guðríður
Arnardóttir, oddviti Samfylkingar-
innar í Kópavogi, segir ýmislegt í
málinu sem geti ekki talist heiðarleg
stjórnsýsla. „Konan á ekki að gjalda
fyrir að vera mamma Ómars Stef-
ánssonar, en aðalmálið í þessu er að
ákvörðunartökur hafa verið ógagn-
sæjar. Bærinn keypti húsið af því
að málið var komið í pattstöðu og
kostnaðurinn er um fjörutíu millj-
ónir. Það er fyllilega gagnrýnivert og
menn verða að að vanda sig í fram-
tíðinni. Það voru allir sammála
þessari ákvörðun í bæjarráði og ég
tók ákvörðun sem ég taldi sann-
gjarna miðað við stöðuna í dag, en
ferill þessa máls er með ólíkindum,“
segir Guðríður.
Aðspurð hvort það sé eðlilegt
að tveir dagar líði frá ákvörðun
bæjarráðs og þar til húsið er rifið,
svarar hún: „Mér finnst það mjög
snöggt.“
Ekki náðist í Ómar við vinnslu
þessarar fréttar, þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir.
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
FLÝTIMEÐFERÐ
FYRIR MÖMMU
Aðeins tveimur sólarhringum eftir að bæjarráð Kópavogs samþykkti að rífa niður
nýlegt parhús í bænum vegna þess að það var 50 sentímetrum of hátt, voru vinnu-
vélar búnar að jafna það við jörðu. Foreldrar Ómars Stefánssonar, formanns bæj-
arráðs, kröfðust þess að húsið yrði rifið. Kostnaður bæjarins er um 40 milljónir.
„Konan á ekki að
gjalda fyrir að vera
mamma Ómars Stef-
ánssonar, en aðal-
málið í þessu er að
ákvörðunartökur hafa
verið ógagnsæjar.“
Málið tvívegis rætt í bæjarstjórn „Ungu pörin sem áttu húsin fengu heimld
til þess að hækka húsið og það samþykktu það allir íbúar í kring, meðal annars
þau. Síðan snerist þeim hugur og var málið fellt niður á þeim tækniágalla að
þetta var ekki birt í Stjórnartíðindum.“
Parhúsið rifið Bæjarráð samþykkti
kröfu foreldra Ómars Stefánssonar 15.
desember að rífa húsið. Byrjað var að rífa
það 17. desember.
Árétting
Yfirstjórn Keflavíkurflugvall-
ar ohf. leysti mál sem snerist
um meinta kynferðislega
áreitni á vinnustaðnum með
þeim hætti að senda tilkynn-
andann í leyfi. Um er að
ræða framkvæmdastjóra ör-
yggissviðs Keflavíkurflugvall-
ar sem var sakaður um kyn-
ferðislega áreitni á vinnustað
í mars síðastliðnum. Eftir
nokkurra mánaða bið og
baráttu hins meinta þolanda
óskaði viðkomandi eftir því
að fara í veikindaleyfi þar
sem ekki hefði verið tekið á
málinu. Konan var í kjölfarið
sett í launað leyfi. Hún er
afar ósátt við úrvinnsluna og
undirbýr að leita réttar síns
fyrir dómstólum.