Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 VERÖLD LÉTUST EFTIR ÁRÁSIR VÉLMENNA Verksmiðjustarfsmað- ur hjá bílaverkstæðum Ford í Bandaríkjunum, Robert Williams að nafni, var fyrsti maður sögunnar sem drepinn var af vélmenni. Vélmennið sem hannað var til að ná í parta úr geymslu vann mun hægar en upphaflega var haldið. Williams lést sam- stundis þegar vélmennið rak „handlegg“ sinn í höfuð hans í janúar árið 1979. Tveim- ur árum síðar lést Kenji Urada af sömu völdum en hann var viðgerðarmaður í orku- verinu í Kawasaki í Japan. Hinn 37 ára gamli Urada gerði við vélmenni en gleymdi að slökkva á því á meðan. Vélmennið hreyfði skyndilega vökvastýrðan vélhand- legginn og ýtti viðgerðarmaðurinn ofan í járnkvörn þar sem hann kramdist og lést. UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is Í friði fyrir skuldum, útrásarvíkingum og vondum útlendingum: Margir óttast að land-flótta Íslendingum muni fjölga mikið á næstu misserum. Íbúum á Íslandi fækkar í fyrsta skipti í yfir hundrað ár. Íslending- um fækkaði síðast árið 1889, en þá voru fólksflutningar til Vestur- heims í algleymingi. Margir flytja til Norðurlandanna og annarra Evrópuríkja en sumir jafnvel til Kanada og Bandaríkjanna eins og forðum. En vilji landflótta lands- menn ekki búa í samfélagi annarra þjóða, þar sem annað tungumál er talað og menningin er frábrugð- in, er annar möguleiki í stöðunni. Íslendingar gætu stofnað Íslend- inganýlendur á eyðieyjum. Við lok nítjándu aldarinn- ar ákváðu þúsundir landsmanna að yfirgefa Fróna, flestir fyrir fullt og allt, og fluttu til nýrra lendna í Norður-Ameríku. Þeir flýðu fátækt og óblíða náttúru. Fólkið stofnaði Íslendinganý- lendur vestra, orti ljóð og gaf út tímarit á íslensku og hélt í lengstu lög áfram að tala saman á tungu- málinu okkar. Nú, rúmri öld síð- ar, er Íslendingasamfélagið horfið inn í öldu þjóðahafsins í Banda- ríkjunum og Kanada, eins og eðlilegt er. Úr fjölbreyttri blöndu þjóðanna urðu til ný samfélög í Ameríku. Tvær flugur í einu höggi Algengast er að landflótta Íslend- ingar nútímans flytji til hinna Norðurlandanna. Flestir fara til Noregs en margir til Danmerkur og Svíþjóðar. Íslendingar eru fljótir að aðlagast lífsháttum frænda okk- ar og sækja því þangað. Ef einhverjum landflótta Ís- lendingum hugnast hins vegar ekki að afkomendur þeirra hverfi inn í aðrar þjóðir þegar fram í sæk- ir og verði Norðmenn, Danir eða Svíar, má fara leið Íslendinganý- lendunnar. Þar gætu þeir Íslend- ingar búið sem vilja lifa í friði fyrir erlendum áhrifum og flýja skulda- halann um leið. Sem sagt, tvær flugur í einu höggi. Eyðieyjur bestar Heppilegustu staðirnir fyrir Ís- lendinganýlendu eru einangrað- ar, óbyggðar eyjar í ballarhöfum. Hægt væri að koma upp nokkr- um nýlendum á sama tíma víða um höfin, sem myndu vaxa og dafna. Landnemarnir tækju með sér kindur og nokkrar trillur til að veiða í soðið. Íslendingarnir á þessum stöðum myndu orna sér í kotinu við lestur Passíusálmanna og Arnaldar Indriðasonar og setja Sálina, Björgvin Halldórsson og Mannakorn á fóninn. En hvaða eyjar væru heppilegastar? ÍSLENDINGANÝLENDURfr tíðarinnar EKKI ÓLÍKT ÍSLANDI Kergueleneyjar eru fýsilegar fyrir Íslendinganýlendu. ÍSLENDINGANÝLENDA NEÐANJARÐAR Óblíðar veðuraðstæður og nálægðin við Rússland neyða Íslendingana ofan í jörðina á Severnaya Zemlya-eyjum. KERGUELENEYJAR HENTUGAR Svalt loftslag, rigning, eldfjöll. Hljómar kunnuglega? Paradís villikattanna n Kergueleneyjar á Suður-Indlandshafi eru einn afskekktasti eyjaklasi heims og liggja um 5.000 kílómetra suðaustur af Afríku 2.000 kílómetra norður af Suðurskautinu. Veðráttan á eyjunum er nokkuð óblíð en árið um kring er annaðhvort rigning eða snjókoma flesta daga. Sterkir vindar blása úr vestri. Á móti kemur að straumar úr Indlandshafi bera hlýja strauma og nóg er af fugli og fiski. Þær eru rúmlega tíu sinnum minni að flatarmáli en Ís- land. Af þessu má sjá að eyjarnar eru fullkomnar fyrir Íslendinganýlendu. Einn hængur er þó á: Eyjarnar tilheyra Frakklandi og eru 50-100 franskir vísindamenn á eyjunum yfir sumartímann. Íslending- arnir þyrftu einfaldlega að fela sig fyrir þeim eða gera samkomulag við þá. Frakkland er í um 13.000 kílómetra fjarlægð svo auðvelt væri að halda nýlendunni leyndri. Helstu íbúar eyjanna eru villikettir. Á 19. öld voru hval- veiðiskip tíðir gestir á Kerguelen og kettirnir eru afkom- endur skipskatta sem ákváðu að fara frá borði og nema land. Kettirnir, sem telja mörg þúsund, eru allir svartir og hvítir. Hér gætu nokkur þúsund Íslendingar dvalið. Ískaldar rússneskar eyjar n Severnaya Zemlya-eyjar á Karahafi norður af Rússlandi eru sá eyjaklasi heimsins er menn urðu síðast varir við. Það var ekki fyrr en árið 1913 að eyjarnar voru uppgötvaðar. Þær eru býsna stórar, samtals um einn fimmti af flatarmáli Ís- lands. Hér gætu margir hafst við, ef þeir stæðu saman. Ekki er víst að Rússum myndi lítast vel á veru Íslendinganna á eyjunum, en það væri hægt að fela sig fyrir þeim. Eyjarnar eru þaktar jöklum og umkringdar ís- hafi, svo best væri að Íslendinganýlendan yrði byggð neðanjarðar. Heimsins afskekktasta eyja n Bouveteyja er örsmá eldfjallaeyja í Suður-Atl- antshafi og er heimsins afskekktasta eyja. Hún er í eigu Norðmanna en norskir heimskautafarar eignuðu Noregi eyjuna árið 1927. Helsti gallinn er að eyjan er agnarlítil og að mestu hulin jökli. Ekki er því mikið af landsins gæðum sem íslenskir landnemar gætu nýtt sér. En það gerist sárasjaldan að menn ferðist til eyjar- innar svo Íslendingarn- ir væru að minnsta kosti látnir í friði í ný- lendunni sinni. LENGSTA TÓNVERKIÐ n Tónverkið As Slow as Possible eftir bandaríska tónskáldið John Cage er lengsta tónverk sögunnar. Orgelverkið hefur verið í flutningi í St. Burchardikirkju í Halberstadt í Þýskalandi síðan árið 2001. Það mun taka 639 ár að flytja tónverkið og verður flutningnum lokið árið 2640. Verkið er ekki sérstaklega fjörugt en árið 2003 heyrðist fyrsti hljómurinn leikinn. Árið 2004 var svo nýr tónn sleginn. Nótunum er haldið niðri á löngum tímabilum með lóðum á hinu sérsmíðaða orgeli sem notað er við flutninginn. HELVÍTI Í HOLUNNI n Dýpsta borhola heims er á Kólaskaga í Rússlandi. Sovétmenn hófu árið 1970 að bora í holuna með Uralmash-15000 ofurbornum. Náðu vísindamenn niður á 12 kílómetra dýpi árið 1989. Borað var í gegnum þriðjung jarðskorpunnar, en hún er talin vera um 35 kílómetra djúp. Grjótið sem borinn flutti af botninum upp á yfirborðið er talið vera um 2,7 milljarða ára gamalt. Hola þessi komst í fréttirnar í Bandaríkjunum árið 1989 þegar óhugnarleg hljóðupptaka var leikin á útvarpsstöð. Á upptökunni heyrðust síendurtekin óp, öskur og væl og sögðu þáttastjórnendur að þetta væri hljóð úr helvíti. Áttu rússneskir vísindamenn að hafa komið hljóðupptökutæki fyrir í botni borholunnar þar sem hljóðin hefðu verið tekin upp. Á endanum viðurkenndu útvarpsmennirnir að þetta væri lygasaga og að Rússar hefðu ekki fundið helvíti í holunni. 168 VITLEYSUR Í ARMAGEDDON n Kvikmyndin Armageddon frá 1998 er notuð sem kennslugagn hjá NASA. Það kemur þó ekki til að góðu því í myndinni koma fyrir klaufalegar vísindalegar rangfærslur. Upprennandi geimförum er gert að finna eins margar villur og þeir geta. Hingað til hafa 168 rangfærslur fundist. Bruce Willis lenti með geimskutlu á loftsteini. Það er ekki hægt, segja kúristarnir hjá NASA. Og þó að það væri hægt, væri ekki hægt að láta skutluna yfirgefa lofsteininn. Í Armageddon heyr- ist hljóð í geimnum. Það er ekki hægt. Það ríkir þögn í geimnum, segja menn hjá NASA. Aðdáendum myndarinnar er flestum alveg sama um þetta. Hver þarf á vísindum að halda þegar Bruce Willis er annars vegar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.