Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 HELGARBLAÐ ið mitt niður í 20 prósent og vann svo bara allt í yfirvinnu.“ Jón vill meina að þetta uppá- tæki hans hafi orðið til þess að tekið var fyrir slíkt hjá opinberum starfsmönnum eftir það. „En þetta var alveg frábært meðan á því stóð. Maður var bara á sjóaralaunum.“ Aðspurður hvort hið opinbera hafi ekki kveikt strax á þessu snjallræði Jóns segir hann að svo hafi ekki verið. „Nei, þeir voru ekkert að kveikja á þessu nærri því strax en ég er búinn að hjálpa þeim að kveikja á mjög mörgu í gegnum tíðina.“ Í kringum tvítugt eignaðist Jón svo sitt fyrsta barn og fór að „drita niður börnum“. „Ég var búinn að eignast þrjú börn þegar ég var orðinn 24 ára gamall. Þá ákvað ég að flytjast til Svíþjóðar í leit að betra lífi. Ég fékk vinnu í Volvo-verksmiðjunum í Gautaborg. Það var einstaklega ánægjulegt en þreytandi til lengdar.“ Jón hætti því hjá Volvo og var á flakki um Svíþjóð í stuttan tíma áður en hann snéri aftur heim. NÝJAR DYR OPNUÐUST Það var áður en Jón flutti til Svíþjóðar, á fram- haldsskólaaldrinum, sem hann kynntist Sig- urjóni Kjartanssyni í gegnum sameiginlegan vin. „Það var í gegnum strák sem ég var með á Núpi.“ Eins og þjóðin veit og sérstaklega ís- lenskir grínunnendur áttu þeir tveir eftir að móta íslenskan húmor svo um munaði og eru enn að. Kannski helst í gegnum Tvíhöfða með innskotum í sjónvarpi og svo áralöng- um útvarpsþætti. Og svo einnig í gegnum gamanþættina Fóstbræður sem eru að flestra mati einhverjir allra bestu grínþættir sem gerðir hafa verið hérlendis. En það sem færri vita er að allt þetta húllumhæ hófst í partíi hjá Sykurmolunum. „Þessi strákur bjó í Hafnarfirði og var allt- af einn heima. Ég fór að venja komur mín- ar til hans og var hálfpartinn fluttur inn til hans. Í gegnum hann kynntist ég svo Óttari Proppé og við náðum mjög vel saman. Eitt leiddi af öðru og ég kynntist fljótlega Sigur- jóni,“ en það var um þetta leyti sem hljóm- sveitin Ham var að verða til. Í gegnum þessa sömu kreðsu kynntist Jón einnig fólkinu í kringum Smekkleysu. „Eða Sykurmolunum og fólkinu í kringum þá. Eins Sjón, Jóhamar og fleiri. Þetta var ótrúleg innspírasjón fyrir mig. Þarna sá ég að ég gat gert eitthvað annað en að skafa mótatimbur. Ég gæti skrifað eitt- hvað sniðugt og gert eitthvað sem ég hefði í rauninni áhuga á.“ PARTÍ HJÁ SKYKURMOLUNUM Þessi mikla uppgötvun breytti miklu fyrir Jón. „Þetta hentaði mér strax ótrúlega vel því ég er hugmyndaríkasti maður sem ég veit um. Ég er alltaf að fá einhverjar hugmyndir. Ég gæti gert nýjan sjónvarpsþátt einu sinni í viku.“ Jón umgekkst því Sykurmolana mikið og einnig Ham enda voru margir vinir hans í sveitinni. „Ég varð svona svolítið grúppía Sykurmolanna og Ham líka. Ég hékk mikið með þessu fólki. Maður var alltaf í partíum og þetta var alveg nýr heimur. Þarna var ungt fólk eins og ég sem var bara frægt um allan heim, átti fullt af peningum, var að gera ótrú- lega hluti og alltaf eitthvað að gerast.“ Það var í þessum partíum sem Jón og Sig- urjón fóru að sprella saman sem síðar leiddi til Tvíhöfða sem enn lifir góðu lífi. „Ég og Sig- urjón byrjuðum að fíflast í þessum partíum. Gera alls konar lög og vera með alls kyns fá- ránlegt uppistand. Við hituðum svo upp fyr- ir Sykurmolana á Tunglinu sem hljómsveitin Kleópatra.“ Á þessum tímum kynntist Jón hinum ýmsu listamönnum, svo sem Megasi og fleir- um. „Mig langaði til þess að vera listamaður sem var mjög loðið hugtak hjá mér fram að þessu. Og mín list var að vera fyndinn.“ Í kjöl- farið fóru hlutirnir að vinda upp á sig og áður en Jón vissi af var hann farinn að skemmta hér og þar. „Ég gat farið og skemmt hjá ein- hverjum, bara mætt á svæðið og bullað eitt- hvað, og fengið hálf mánaðarlaun fyrir.“ Jón segir það því hafa verið af efnahags- legum ástæðum að miklu leyti að hann fór að grínast meira og meira. „Eða fara út í þetta uppistandsdæmi sem seinna leiddi svo til Ég var einu sinni nörd. Þar var svona samansafn af því sem ég hafði verið að gera.“ HVER ER GEORG? Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Jón komið víða við. Í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. En það sem hvað mesta athygli hefur vakið nýlega er án efa sjónvarpsþætt- irnir Dag-, Nætur- og Fangavaktin sem hafa verið ótrúlega vinsælir hjá landsmönnum. Þar leikur Jón Georg nokkurn Bjarnfreðarson sem er einhver fyndnasta en um leið erfið- asta sjónvarpspersóna sem sést hefur. Það er meira í Georg spunnið en margan grunar og í myndinni Bjarnfreðarson verður loksins gert upp hvers vegna hann er svona yfirþyrmandi og tæpur einstaklingur. „Þegar ég er að leika Georg, þá er ég í rauninni að leika mann sem er að leika mann. Georg er í raun aldrei hann sjálfur. Til dæmis í þátt- unum þegar Georg er virkilega brugðið eða er gjörsamlega búinn að gera upp á bak þá hættir hann að tala svona,“ segir og Jón breyt- ist skyndilega í Georg og fer að sveifla vísi- fingri eins og hann gerir svo oft, „og fer að tala eins og ég. Þá héldu margir að ég hefði dottið úr karakter í þáttunum og voru að benda mér á það. En þetta er allt úthugsað. Georg er eins og fótósjoppuð mynd, layer ofan á layer ofan á layer. Í myndinni tínum við svo þessi lög af honum eitt af öðru.“ Jón, Pétur Jóhann Sigfússon og Jörundur Ragnarsson skrifuðu allir sínar persónur að miklu leyti sjálfir og byggðu þær á reynslu sinni. „Pétur til dæmis bjó til Ólaf Ragnar út frá reynslu sinni úr BYKO og eftir að hafa starfað sem útvarpsmaður á FM 957 þar sem allt er fullt af Ólöfum. Georg er líka saman- settur úr mjög mörgu fólki.“ Jón segir Georg að miklu leyti vera sett- an saman úr leiðinlegum yfirmönnum sem hann hefur haft í gegnum tíðina. „En ekki bara leiðinlegu fólki. Það eru setningar hjá Georg sem eru teknar frá fólki sem er að öllu jöfnu ekki leiðinlegt en á sér leiðinlegar hliðar. Hrokafullt og svona. Georg er svold- ið mikið byggður á pabba mínum. Pabbi var til dæmis mjög mikill kommúnisti og þetta forna hástemmda málfar Georgs er mikið frá honum komið.“ Þegar Jón var að skapa Georg lét Ragnar Bragason hann hafa blað til að fylla út um persónuna. „Blað þar sem er að finna ýms- ar upplýsingar um Georg. Aðallega bara fyr- ir mig til þess að dýpka persónuna. Til dæm- is hver sé uppáhaldsmyndin hans og svona smáatriði sem koma aldrei fram. Uppáhalds- myndin hans Georgs er Spartacus. Af hverju? Jú, því hann er svolítill hommi. En hann er um leið með snertifælni þannig að þetta er mjög erfitt fyrir hann og hann getur í raun aldrei átt í neinu alvöru líkamlegu sambandi við neinn.“ EKKERT NEMA STÖÐ 2 Jón er að mörgu leyti feginn að skilja við Vaktirnar og Georg en viðurkennir að fram undan sé nokkur óvissa hjá honum. „Fyrir utan Besta flokkinn veit ég ekki alveg hvað tekur við. Það er voðalega lítill farvegur fyr- ir mann eins mig hérna. RÚV hefur engan áhuga á mér og hefur aldrei haft, Skjár einn hefur hreinlega ekki bolmagn til þess að gera neitt og þá er það bara Stöð 2. Bíða og sjá hvort samningar náist við þau.“ Jón segist átta sig á því að ef ekki væri fyr- ir Stöð 2 hefði ferill hans aldrei þróast líkt og hann hefur gert. „Ef það væri ekki fyrir Stöð 2 væri ég enn þá að skafa mótatimbur. Það er bara mín bölvun einhvern veginn að fá enda- laust hugmyndir sem ég get ekki framkvæmt. Hefði ég til dæmis fæðst í Bretlandi. Ég skil ekki af hverju ég fæddist hér. Þá gæti ég ver- ið að gera tvo sjónvarpsþætti í einu og skrifa kvikmynd í leiðinni. Leika í einum þætti og í hugmyndavinnu fyrir annan. Lifað af þessu.“ Talið berst svo aftur að RÚV og þátttöku þess í innlendri dagskrárgerð undanfarna áratugi. „Þegar ég og Sigurjón vorum að byrja með þessi innskot okkar í Dagsljósi hélt ég að næsta skref yrði bara að við myndum vera með skemmtiþætti á laugardagskvöldum. Því þá, árið 1995-96, var verið að tala um að Spaugstofan væri að hætta. En okkur var svo tilkynnt að það yrði nú aldrei.“ ÚRELTA RÚV Jón grípur til myndlíkingar Hallgríms Helga- sonar þegar hann útskýrir hvernig sé að koma með nýtt efni inn til RÚV. „Það er eins og gefa sig á tal við ókunnugan mann á bar og segjast vera með nýja hugmynd. Hann er alveg: „Ha. Bíddu, hver ert þú?“ Þetta stríðir svo gegn allri minni réttlætiskennd þar sem þetta er jú ríkissjónvarpið. Þetta er svo rangt. Sá miðill sem á að halda vörð um menningu okkar sama í hvaða formi hún er og á að vera stökkpallur fyrir ungt og upprennandi fólk og skapandi hugsun. En ekki bara stofnun fyrir sama gamla þreytta liðið sem hangir á sínu og enginn annar fær að komast að. Þannig er öll stemmingin í kringum RÚV. Það er eins og allt sem er nýtt og skapandi sé bara eitur þarna inni. Hvað hefur RÚV lagt af mörkum í innlendri dagskrárgerð síðustu ár? Jú, það eru þarna þættirnir Út og suður. Skemmtileg heimild um áhugaverða Íslend- inga og Gísli er skemmtilegur náungi. Hvaða er þarna annað? Ekki rassgat. Ekkert vandað, leikið íslenskt efni. Þegar fólk hugsar til baka eftir 500 ár og ætlar að skoða hvernig sjón- varp var árið 2000 og hvernig tíðarandinn var þá eiga þættir eins og Fóstbræður, Sigtið, Silvía Nótt, Vaktirnar og fleiri þættir frá Stöð 2 og Skjá einum eftir að standa upp úr.“ Jón batt vonir við að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra myndi gera einhverjar breytingar á þessu staðnaða ástandi stofn- unarinnar. „En, nei, það er allt nákvæm- lega eins og það var. Þetta lið virðist allt eins, sama úr hvaða flokki það kemur. Ef ég væri menntamálaráðherra þá væri það fyrsta sem ég myndi gera að breyta öllu á RÚV. Taka RÚV og segja: Þetta er ekki fyrir ykkur til að vera leiðinleg heldur er þetta til þess að gera Sigtið með Frímanni Gunnarssyni og aðra snilld. Því landsmenn eiga skilið svo miklu, miklu meira. Svo myndi ég auðvitað líka leggja nið- ur mannanafnanefnd. Það þarf ekki nema einn að sinna þessu starfi sem samþykkir bara þau nöfn sem fólk vill skíra og stoppar svo nöfn eins og Satan Tussa og eitthvað sem er augljóslega út í hött.“ Ekkert á móti Spaugstofumönnum Jón og fleiri hafa oft sagt skoðun sína á því að þeim finnist að Spaugstofan hafi runnið sitt skeið og það sé löngu orðið tímabært að eitthvað nýtt taki við. „Oft þegar ég hef verið að setja út á Spaugstofuna þá hafa þeir tek- ið því mjög persónulega og verið sárir. En ég hef ekkert á móti þeim sjálfum. Þetta eru allt góðir karlar sem hafa gert fína hluti. Ég er bara á móti því að Spaugstofan sé enn þá í gangi því hún kemur í veg fyrir að aðrir fái tækifæri og kemur í veg fyrir fram- þróun í íslensku gríni. Hvernig heldur þú að þetta væri í Bretlandi ef Benny Hill væri enn þá á BBC? Benny var fínn kall enn þá hefð- um við aldrei fengið tímamótaþætti eins og The Office og fleira sem hefur breytt og bætt líf okkar.“ GUÐ TRÚIR Á JÓN Nýlega hætti Jón störfum í auglýsingabrans- anum en hann hafði þá um nokkurt skeið verið einn helsti hugmyndasmiður íslenskra auglýsinga. Hann færði okkur auglýsingarnar um Júdas og fleiri sem slógu rækilega í gegn. „Þetta var frábær tími og kannski smækkuð mynd af því umhverfi sem mig dreymir um að starfa í. Þar sem ég get bara unnið að hug- myndum mínum og fengið fullt af pening til þess að framkvæma þær.“ Jón segist hafa notið sín svakalega vel þeg- ar góðærið var en eftir það hafi áhugi hans far- ið minnkandi. „Þá var fullt af bönkum og fyr- irtækjum sem voru tilbúin að eyða ógeðslega miklum pening í mjög fyndnar og flottar aug- lýsingar. En eftir að kreppan skall á vildu flest- ir gera ódýrar og leiðinlegar auglýsingar sem hentaði mér ekki alveg. Þannig að það var orð- ið nokkuð tímabært að fara út úr þessu.“ Að lokum er Jón spurður út í trúna en hann hefur undanfarin ár snúið sér mikið að trúnni og talað nokkuð opinskátt um það. Hann seg- ist hins vegar ekki vera eins trúrækinn nú og fyrir nokkrum árum. „Trúarskoðun mín er alltaf að þróast og breytast eins og ég. Ég trúi á hið góða. Ég trúi ekki á Guð en ég veit að hann hefur bullandi trú á mér.“ asgeir@dv.is „... ÉG YRÐI POTTÞÉTT BESTI BORGARSTJÓRI SEM VERIÐ HEFUR.“ Vinsælir Jón og Pétur og árita í Kringlunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.