Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 68
SVÖRTU EKKJURNAR Helen Golay og Olga Rutterschmidt voru ekki venjulegir glæpamenn. Þær voru komnar á efri ár þegar þær frömdu glæpi sína og fengu viðurnefnið „Svörtu ekkjurnar“. Fórnarlömb þeirra voru útigangar í Los Angeles sem voru myrtir svo hægt væri að inn- heimta tryggingafé. Morðin sem þær frömdu voru kaldrifjuð og fórnarlömbin með öllu varnarlaus. Þær frömdu aðeins tvö morð. Fyrra morðið frömdu þær árið 1999 og hið seinna árið 2005. Vegna þess hve langur tími leið frá fyrra morði til hins síðara má segja að hrein tilviljun hafi ráðið því að upp um þær komst. Lesið um Svörtu ekkjurnar í næsta helgarblaði DV. Morðingi með mörg nöfn Þó nokkrir raðmorðingjar hafa notið þess vafasama heiðurs að vera líkt við hinn alræmda Jack the Ripper, Kobba kviðristu, og enn öðrum var á sínum tíma ekki aðeins líkt við Kobba kviðristu heldur að auki grun- aðir um að vera hann. Pólski raðmorðinginn Seweryn Antonowicz Klosowski, betur þekktur sem George Chapman, var einn þeirra sem yfirvöld grunuðu um að vera kviðristan alræmda. Hvað olli þeim grun er erfitt að henda reiður á því það eina sem þeir áttu sameiginlegt var að þeir stunduðu myrkraverk sín á sama tímabili og á svipuðum slóðum. Jack the Ripper skildi við sín fórn- arlömb sundurrist, en Chapman notaði eitur. Aðstoðarmaður skurðlæknis Seweryn Antonowicz Klosowski fæddist 14. desember 1865 í pólska þorpinu Nagórna. Samkvæmt skír- teini sem fannst í persónulegum eigum hans eftir að hann var hand- tekinn gerðist Seweryn lærlingur héraðsskurðlæknis í Zwolen þeg- ar hann var fimmtán ára. Á meðal þess sem Seweryn aðstoðaði við var að setja iglur á sjúklinga við blóðtöku. Síðar fór hann á námskeið í almennum skurðlækningum á Praga-sjúkrahúsinu í Varsjá, en námskeiðið var stutt, frá októ- ber 1885 til janúar 1886, og að því loknu gerðist hann aðstoðarmað- ur skurðlæknis í Varsjá til desem- ber 1886. Seweryn Antonowicz Klos- owski yfirgaf Pólland, en ekki er al- veg ljóst hvenær hann kom til Eng- lands en samkvæmt vitnaleiðslum síðar má ætla að það hafi verið ein- hvern tímann á árunum 1887 eða 1888. Hársnyrtir og rakari Eftir að Seweryn kom til Lund- úna tók hann upp nafnið Ludwig Schloski og fékk vinnu á rakara- stofum en þess var skammt að bíða að hann opnaði sína eigin stofu. Þrátt fyrir að hafa skilið eftir eigin- konu í Póllandi kvæntist Schloski Lucy Baderski, og átti ekki von á að sögur um ótryggð hans bærust eiginkonu hans í Póllandi til eyrna. Raunin varð önnur og lögleg eiginkona hans kom til Lundúna og reyndi árangurslaust að velta Lucy úr sessi. Hún lýsti sig sigraða þegar Lucy og Schloski eignuðust son í september 1890. Sonur Lucy og Schloski dó úr lungnabólgu í mars 1891 og skömmu síðar fluttu þau búferlum til New York í Bandaríkjunum. Þar fékk Ludwig Schloski starf á rak- arastofu í New Jersey, en þess var skammt að bíða að ofbeldishneigð og ótryggð hans settu svip sinn á hjónabandið. Mörgum árum síðar vitnaði Lucy um ofbeldið sem hann beitti hana og að hann hefði viðurkennt fyrir henni að hann hefði ætlað að afhöfða hana. Snýr aftur heim til Englands Lucy var eðlilega brugðið og fór austur um haf, heim til Englands, þunguð af öðru barni hennar og Schloskis. Schloski snéri heim fjór- um mánuðum síðar og tóku þau upp skamvinna sambúð en síðan skildi leiðir. Á haustmánuðum 1893 hitti Schloski Annie Chapman á hár- snyrtistofu í Suður-Tottenham þar sem hann var aðstoðarmaður. Þau bjuggu saman í um ár en þá fór Schloski að gefa öðrum konum hýrt auga að nýju og kornið sem fyllti mælinn var þegar hann kom með konu á heimili þeirra og skyldi hún búa með þeim. Nokkrum vik- um síðar yfirgaf Annie heimilið, þunguð, en Schloski tók upp eftir- nafn hennar og kallaði sig George Chapman. Tilgangur hans var ef- laust að fjarlægjast hinn flókna vef ástarævintýra sem var í kjölfari hans, en innst inni var hann sami gamli Seweryn Antonowicz Klos- owski. Velgengni og barsmíðar George Chapman átti þó nokkurn fjölda ástkvenna sem gjarna þótt- ust vera eiginkonur hans. Chap- man eitraði fyrir að minnsta kosti þremur þeirra með þeim afleiðing- um að þær dóu. Einhvern tímann eftir 1895 hóf Chapman störf á rakarastofu á Church Lane nr. 7 og skömmu síðar kynntist hann Mary Spink, áfengissjúklingi sem hafði verið yf- irgefin af eiginmanni sínum sem að auki hafði tekið barn þeirra. Mary Spink og Chapman léku eiginmann og eiginkonu og hún skráði hann erfingja að 500 ster- lingspundum sem hún átti í hand- raðanum. Chapman tók á leigu rakarastofu en reksturinn gekk ekki sem skyldi. Hann færði sig því um set og opnaði stofu á arðvæn- legri stað og „tónlistar-rakstur“ hans varð nánast goðsagnakennd- ur; hann rakaði viðskiptavini á meðan Mary skemmti þeim með píanóleik. Um skeið nutu „hjónin“ um- talsverðra tekna, en farsæll rekstur stofunnar birtist í andstæðu sinni innan veggja heimilisins þar sem Mary varð fórnarlamb hrottalegra barsmíða af hálfu Chapmans. Chapman kaupir eitur Í apríl 1897 keypti Chapman eina únsu af uppsöluvínsteini, hvítu, lyktarlausu og nánast bragðlausu efni sen leysist auðveldlega upp í vatni. Um áhrif þess var lítið vit- að á seinni hluta nítjándu aldar, en sé það gefið í stórum skömmt- um veldur það uppsölum, en í litl- um skömmtum og rétt tímasettum veldur það hægum og sársauka- fullum dauðdaga. „Tónlistar-rakstur“ Chapmans missti brátt aðdráttarafl og hann fékk vinnu sem framkvæmdastjóri vertshússins Prince of Wales við City Road við Bartholomew-torg. Á sama tíma fór Mary að þjást af heiftarlegum kviðverkjum og ógleði sem drógu hana til dauða á jóladag 1897, og var dánarorsök úrskurðuð tæring. Samkvæmt vitnisburði síðar stóð hann yfir líki Mary og sagði: „Polly, Polly, segðu eitthvað.“ Síð- an fór hann inn í annað herbergi og grét og fór síðan niður og opn- aði krána. Elizabeth Waymark, ein þeirra sem hjúkraði Mary, sagði að lík hennar hefði verið eins „beina- grind“. Bessie Taylor George Chapman var ekki sorgbit- inn lengi og réð hann Bessie Taylor, sem hafði reynslu af kráarrekstri, til starfa. Áður en langt um leið blómstraði samband með þeim og stofnað var til nýs gervihjónabands og Bessie tók við hlutverki Lucy og þeirri barsmíð sem Lucy hafði tek- ið við. Að sögn vinkonu Bessie, Eliza- beth Painter, hótaði Chapman Bessie eitt sinn með skammbyssu auk þess sem hann barði hana og henti í hana hlutum. Fljótlega fór Bessie að finna fyrir svipuðum ein- kennum og Lucy og til að forðast athygli hætti Chapman á Prince of Wales og fór að vinna á Grapes- kránni í Bishop‘s Stortford í Hert- fordskíri. Bessie gekkst undir aðgerð en heilsu hennar hrakaði jafnt og þétt og þau fluttu aftur til Lundúna. Bessie Taylor lést á Valentín- usardag, 14. febrúar 1901, og var banamein hennar úrskurðað „ör- mögnun vegna uppkasta og niður- gangs“. Dauði frúar Chapman III Brátt fann Chapman sér þriðju „eiginkonuna“, Maud Marsh sem var ráðin á krána Monument Ta- vern þar sem Chapman vann. En eftir einungis eitt ár var Chap- man orðinn leiður á Maud og snéri athygli sinni að Florence Rayner. Florence Rayner neitaði að flytja með honum til Banda- ríkjanna og benti honum á að hann „ætti konu á neðri hæð- inni“. Chapman smellti fingrum og sagði: „Huh, ég geri svona, og hún hættir að vera frú Chap- man.“ Chapman hafði sama háttinn á gagnvart Maud og hinum „eig- inkonum“ sínum og barði hana látlaust. Þegar Maud, merkilegt nokk, fór að þjást af sama krankleika og Bessie og Lucy gætti Chapman þess að sjá um lyfjagjöf sjálfur og vakti það grunsemdir móð- ur Maud. Hún kallaði til ann- an lækni til að rannsaka Maud og skaut Chapman svo miklum skelk í bringu að hann gaf Maud gríðarstóran skammt af eitri sem dró hana til dauða næsta dag, 22. október 1902. Klosowski, Schloski, Chapman handtekinn Læknirinn neitaði að gefa út dánarvottorð án þess að líkið yrði rannsakað. Við líkskoðun- ina fundust leifar uppsöluvín- steins í maga, lifur, nýrum og heila Maud, og Chapman var handtekinn og þá kom í ljós að Seweryn Antonowicz Klos owski, Ludwig Schloski og George Chapman voru einn og sami maðurinn. Lík hinna „eiginkvenna“ Chapmans voru grafin upp og líkt og í líki Maud fundust leifar eiturs í líffærum þeirra. Seweryn Antonowicz Klos- owski, George Chapman, var hengdur í Wandsworth-fangelsi 7. apríl 1903. UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is 68 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 SAKAMÁL Seweryn Antonowicz Klosowski Var grunaður um að vera Kobbi kviðrista. Síðasta „eiginkona“ Chapmans „Huh, ég geri svona, og hún hættir að vera frú Chapman,“ sagði Chapman um hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.