Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 81
18. desember 2009 FÖSTUDAGUR 81
LE VIKING STENDUR EKKI
UNDIR VÆNTINGUM
asta tímabili. Það var þó gegnum-
gangandi í gegnum feril hans hjá
Barca að hann þurfti að sanna sig
gegn mörgum af skærustu stjörn-
um heims. Það gerði hann oft með
glans og var oftar en ekki í byrjun-
arliðinu þegar að kom stórleikjun-
um.
Í skuldasúpu
Eiður á ekki bara í vandræðum inni
á vellinum þessa dagana. DV hef-
ur greint frá því að Eiður skuldar
rúmar 1.200 milljónir króna á móti
eignum sínum sem nema ríflega
800 milljónum. Hann tapaði illa á
fjárfestingaverkefnum á Íslandi og
í Hong Kong og eru flestar eignir
hans í söluferli. Stærsti lánveitandi
Eiðs er Banque Haviland í Lúxem-
borg, áður Kaupþing, en knatt-
spyrnumaðurinn skuldar bankan-
um um 4,5 milljónir evra, tæplega
830 milljónir króna. Þar á eftir kem-
ur Íslandsbanki með ríflega tveggja
milljóna evra skuld.
Í frétt DV frá 2. desember stóð:
„Stærsti lánveitandi Eiðs er Banque
Havilland í Lúxemborg, áður Kaup-
þing í Lúxemborg, en knattspyrnu-
maðurinn skuldar þeim banka um
4,5 milljónir evra, tæpar 830 millj-
ónir króna, samkvæmt heimildum
DV. Eiður hefur síðastliðin ár verið
viðskiptavinur í einkabankaþjón-
ustu þess banka. Þar á eftir kemur
Íslandsbanki með ríflega tveggja
milljóna evra lán til Eiðs, eða sem
nemur meira en 385 milljónum
króna á núverandi gengi. Aðrar
skuldir Eiðs eru ekki verulegar.
Eiður hefur hins vegar ekki getað
greitt mikið til lánardrottna sinna á
síðustu mánuðum þar sem hann
hefur „einungis“ verið með tæpar 3
milljónir króna í laun á mánuði frá
því hann samdi við Mónakó. Í byrj-
un næsta árs mun hann hins vegar
byrja að fá hærri laun en heimildir
DV herma að hann eigi að fá um 30
milljónir króna á mánuði næstu tvö
árin auk hárra eingreiðslna upp á
meira en 100 milljónir króna í upp-
hafi hvers árs.“
Þá greindi breska götublaðið
The Sun einnig frá því á sama tíma
og frétt DV birtist að spilavítisdag-
ar Eiðs væru ekki að baki. Hann
hafði áður sagst vera hættur öllum
fjárhættuspilum en Sun greindi frá
því að hann hefði eytt hluta af síð-
ustu tveimur sumarleyfa sinna í Las
Vegas þar sem hann stundaði fjár-
hættuspil.
Aftur til Englands?
Ensku slúðurmiðlarnir eru farn-
ir á fullt fyrir félagskiptaglugg-
ann sem hefst 1. janúar.
The Sun einmitt greindi
frá því á fimmtudaginn
að Eið Smára langaði
aftur til Englanda að
spila knattspyrnu
þar sem hann
væri kominn
upp á kant við
Guy Lacombe,
stjóra Món-
akó. Er þó afar
auðvelt fyrir
blaðamenn
þess ágæta
rits að spinna frétt út úr gengi hans
og almennum áhuga allra enskra
liða á Eiði. Ekkert er því staðfest í
þeim efnum. West Ham gerði sig
mjög líklegt til þess að kaupa Eið
Smára í sumar en þar er við stjórn-
völinn góðvinur Eiðs, Gianfran-
co Zola. Eitt er ljóst að ensku liðin
vita nákvæmlega hvað Eiður getur
og spilaði hann sinn langbesta fót-
bolta á Bretlandseyjum. Hann hef-
ur ekki fundið taktinn í Frakklandi
og er það spurning hvort þetta „frí“
sem þjálfarinn setti hann í núna í
vikunni verði til góðs eða ills. Hing-
að til hefur Eiður alltaf svarað gagn-
rýnisröddum inni á vellinum.
Stórkaup Stuðningsmenn Mónakó
trúðu ekki að liðið hefði keypt
jafngóðan leikmann og Eið Smára.
„Nokkrir stuðningsmannanna
sem skrifa trúa því varla að Eið-
ur hafi skrifað undir við Mónakó
enda liðið verið í mikilli meðal-
mennsku undanfarin ár.“
Fyrsti leikurinn Eiður
hóf leik gegn stórliði
Paris St. Germain.
Sending Margir stuðningsmenn
Mónakó segja liðið spila betur
með Eið innanborðs þrátt fyrir
skelfilegar einkunnir og tölfræði.