Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 81

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 81
18. desember 2009 FÖSTUDAGUR 81 LE VIKING STENDUR EKKI UNDIR VÆNTINGUM asta tímabili. Það var þó gegnum- gangandi í gegnum feril hans hjá Barca að hann þurfti að sanna sig gegn mörgum af skærustu stjörn- um heims. Það gerði hann oft með glans og var oftar en ekki í byrjun- arliðinu þegar að kom stórleikjun- um. Í skuldasúpu Eiður á ekki bara í vandræðum inni á vellinum þessa dagana. DV hef- ur greint frá því að Eiður skuldar rúmar 1.200 milljónir króna á móti eignum sínum sem nema ríflega 800 milljónum. Hann tapaði illa á fjárfestingaverkefnum á Íslandi og í Hong Kong og eru flestar eignir hans í söluferli. Stærsti lánveitandi Eiðs er Banque Haviland í Lúxem- borg, áður Kaupþing, en knatt- spyrnumaðurinn skuldar bankan- um um 4,5 milljónir evra, tæplega 830 milljónir króna. Þar á eftir kem- ur Íslandsbanki með ríflega tveggja milljóna evra skuld. Í frétt DV frá 2. desember stóð: „Stærsti lánveitandi Eiðs er Banque Havilland í Lúxemborg, áður Kaup- þing í Lúxemborg, en knattspyrnu- maðurinn skuldar þeim banka um 4,5 milljónir evra, tæpar 830 millj- ónir króna, samkvæmt heimildum DV. Eiður hefur síðastliðin ár verið viðskiptavinur í einkabankaþjón- ustu þess banka. Þar á eftir kemur Íslandsbanki með ríflega tveggja milljóna evra lán til Eiðs, eða sem nemur meira en 385 milljónum króna á núverandi gengi. Aðrar skuldir Eiðs eru ekki verulegar. Eiður hefur hins vegar ekki getað greitt mikið til lánardrottna sinna á síðustu mánuðum þar sem hann hefur „einungis“ verið með tæpar 3 milljónir króna í laun á mánuði frá því hann samdi við Mónakó. Í byrj- un næsta árs mun hann hins vegar byrja að fá hærri laun en heimildir DV herma að hann eigi að fá um 30 milljónir króna á mánuði næstu tvö árin auk hárra eingreiðslna upp á meira en 100 milljónir króna í upp- hafi hvers árs.“ Þá greindi breska götublaðið The Sun einnig frá því á sama tíma og frétt DV birtist að spilavítisdag- ar Eiðs væru ekki að baki. Hann hafði áður sagst vera hættur öllum fjárhættuspilum en Sun greindi frá því að hann hefði eytt hluta af síð- ustu tveimur sumarleyfa sinna í Las Vegas þar sem hann stundaði fjár- hættuspil. Aftur til Englands? Ensku slúðurmiðlarnir eru farn- ir á fullt fyrir félagskiptaglugg- ann sem hefst 1. janúar. The Sun einmitt greindi frá því á fimmtudaginn að Eið Smára langaði aftur til Englanda að spila knattspyrnu þar sem hann væri kominn upp á kant við Guy Lacombe, stjóra Món- akó. Er þó afar auðvelt fyrir blaðamenn þess ágæta rits að spinna frétt út úr gengi hans og almennum áhuga allra enskra liða á Eiði. Ekkert er því staðfest í þeim efnum. West Ham gerði sig mjög líklegt til þess að kaupa Eið Smára í sumar en þar er við stjórn- völinn góðvinur Eiðs, Gianfran- co Zola. Eitt er ljóst að ensku liðin vita nákvæmlega hvað Eiður getur og spilaði hann sinn langbesta fót- bolta á Bretlandseyjum. Hann hef- ur ekki fundið taktinn í Frakklandi og er það spurning hvort þetta „frí“ sem þjálfarinn setti hann í núna í vikunni verði til góðs eða ills. Hing- að til hefur Eiður alltaf svarað gagn- rýnisröddum inni á vellinum. Stórkaup Stuðningsmenn Mónakó trúðu ekki að liðið hefði keypt jafngóðan leikmann og Eið Smára. „Nokkrir stuðningsmannanna sem skrifa trúa því varla að Eið- ur hafi skrifað undir við Mónakó enda liðið verið í mikilli meðal- mennsku undanfarin ár.“ Fyrsti leikurinn Eiður hóf leik gegn stórliði Paris St. Germain. Sending Margir stuðningsmenn Mónakó segja liðið spila betur með Eið innanborðs þrátt fyrir skelfilegar einkunnir og tölfræði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.