Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR
Launauppbót til formanna stjórnar-
andstöðuflokka sem nemur helmingi
af þingfararkaupi, mánaðarlaunum
þingmanna, er það eina sem stendur
eftir af eftirlaunalögunum umdeildu
sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir
jól árið 2003. Alls hafa átta formenn
stjórnarandstöðuflokkanna fengið
slíka launauppbót á gildistíma lag-
anna en aðeins einn hefur hafnað
þeim svo vitað sé.
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrver-
andi þingmaður, reið fram á ritvöll-
inn í vikunni og lýsti þar þeim vilja
sínum að afnema launauppbótina,
sem í dag nemur 260 þúsund krón-
um á mánuði. „Þegar eftirlaunalög-
um var breytt fyrir sex árum, svo sem
frægt er, var kaup flokksformanna
hækkað og er 150% af þingfarar-
kaupi. Þessi kauphækkun stend-
ur enn, þótt öllu öðru í breytingun-
um umdeildu hafi verið kollvarpað
og meira til,“ skrifaði Kristinn í að-
sendri grein í Morgunblaðinu og hélt
áfram: „Ekkert hefur sést til breyt-
ingartillagna um þessi tvö atriði í
starfskjörum formanna stjórnmála-
flokkanna sem sitja á Alþingi og eru
ekki ráðherrar. Líklega eru flokksfor-
mennirnir sammála um það á fund-
um sínum að hrófla ekki við þessum
kjörum sínum. Eiga formennirnir að
vera áfram stikkfrí? Hvað segja Bjarni
Benediktsson og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson? Vilja þeir vera á sér-
kjörum á Alþingi?“
Umdeildar greiðslur
Launauppbót formanna hefur alla
tíð verið umdeild. Rökin sem flutn-
ingsmenn tillögunnar beittu voru
þau að með þessu væri verið að jafna
aðstöðumun þeirra formanna sem
væru í ríkisstjórn annars vegar og
þeirra formanna sem væru í stjórn-
arandstöðu hins vegar. Með öðrum
orðum fól breytingin í sér að minni
munur var á launum formanna inn-
an og utan ríkisstjórnar.
Fyrrverandi ráðherra sem DV
ræddi við fyrir nokkru sagði að for-
mennska í stjórnmálaflokki væri
mikið starf og tiltók Steingrím J. Sig-
fússon, formann Vinstri-grænna
sem dæmi. Þannig hefði stjórnar-
andstæðingurinn Steingrímur J.
unnið mjög mikið og engu minna en
ráðherrar. Samt hefði hann verið á
lægri launum en formenn sem væru
jafnframt ráðherrar og hefði lengst af
ekki haft neinn aðstoðarmann, líkt
og ráðherrar hafa.
Einn flokksformaður sem situr á
þingi en er ekki ráðherra hefur hafn-
að formannsálaginu. Það er Margrét
Tryggvadóttir, formaður Hreyfingar-
innar.
„Það er heilmikil vinna fólgin í því
að vera formaður stjórnmálaflokks
en sú vinna er ekki unnin fyrir Al-
þingi heldur stjórnmálasamtökin og
því er ekki eðlilegt að þingið og þar
með þjóðin greiði fyrir þau störf,“
segir Margrét.
Stendur eitt eftir
Nú þegar sex ár eru liðin frá sam-
þykkt eftirlaunalaganna á Alþingi,
og tengdra mála, er launauppbót
flokksformanna það eina sem enn
lifir. Bættur eftirlaunaréttur ráð-
herra og þingmanna hefur verið af-
numinn og lögum um lífeyri þeirra
breytt til samræmis við lífeyri rík-
isstarfsmanna. Sömu sögu er að
segja af ákvæði sem gerði ráðherr-
um kleift að hefja töku eftirlauna fyrr
en áður. Ákvæði um að hækka álag á
laun þingmanna vegna nefndafor-
mennsku og starfa sem varaforseti
Alþingis náði aldrei lengra en í frum-
varpið þar sem þingið hafnaði því
fyrir samþykkt laganna.
Öll með aðstoðarmann
Allir formennirnir hafa ráðið sér að-
stoðarmann. Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, réð
Sigurð Kára Kristjánsson í starfið.
Sigurður Kári var þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í tæp sex ár en féll
af þingi í kosningunum síðasta vor.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, réð
Benedikt Sigurðsson sem aðstoð-
armann sinn. Benedikt var áður
fréttamaður Sjónvarps og talsmað-
ur Kaupþings. Margrét Tryggvadótt-
ir, formaður Hreyfingarinnar, réð
Þórð Björn Sigurðsson sem aðstoð-
armann sinn en í starfsauglýsingu
var tekið fram að aðstoðarmaður-
inn skyldi vinna fyrir allan þingflokk
Hreyfingarinnar. Þórður Björn var
áður formaður Hagsmunasamtaka
heimilanna.
Kristinn furðar sig á því, í grein
sinni, að formenn stjórnmálaflokk-
anna hafi aðstoðarmenn. „Fyrr á ár-
inu var afnumin heimild sem lands-
byggðarþingmenn höfðu nýlega
fengið til þess að ráða aðstoðarmann
í þriðjungsstöðu. En enn stendur
heimild sem formenn stjórnmála-
flokka, sem ekki eru ráðherrar, fengu
á sama tíma til þess að ráða aðstoð-
armann í fullt starf. Eru aðstoðar-
menn flokksformanna mikilvæg-
ir en aðstoðarmenn alþingismanna
óþarfir?“
Steingrímur J. Sigfússon
formaður Vinstri-grænna
Uppbót frá 1. janúar 2004 til 1. febrúar
2009.#
Guðjón Arnar Kristjánsson
Formaður Frjálslynda flokksins
Uppbót frá 1. janúar 2004 til 1. maí
2009*
Össur Skarphéðinsson
Formaður Samfylkingarinnar
Uppbót frá 1. janúar 2004 til 23. maí
2005+
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Formaður Samfylkingarinnar
Uppbót frá 1. ágúst 2005 til 24. maí
2007#
Guðni Ágústsson
Formaður Framsóknarflokksins
Uppbót frá 23. maí 2007 til 17. nóvem-
ber 2008*
Valgerður Sverrisdóttir
Formaður Framsóknarflokksins
Uppbót frá 17. nóvember til 18. janúar
2009*
Bjarni Benediktsson
Formaður Sjálfstæðisflokksins
Uppbót frá 29. mars 2009
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Formaður Framsóknarflokksins
Uppbót frá 25. apríl 2009
BÓNUS FORMANNA
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, vill hafa þriðjung mánaðarlaunanna af Sigmundi Davíð
Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni. Hann er andvígur launagreiðslum frá Alþingi vegna formennsku
í stjórnmálaflokkum. Einn formaður hefur hafnað launauppbótinni.
VILL SÉRKJÖRIN BURT
„Sú vinna er ekki unn-
in fyrir Alþingi heldur
stjórnmálasamtökin
og því er ekki eðlilegt
að þingið og þar með
þjóðin greiði fyrir þau
störf.“
Þegar eftirlaunalögin umdeildu
voru samþykkt 2003 fengu formenn
stjórnmálaflokka sem sátu á þingi en
ekki í ríkisstjórn 50 prósenta launa-
hækkun í formi álags á þingfarar-
kaup. Breytingin hefur einkum í för
með sér að draga úr launamun ráð-
herra og formanna stjórnarand-
stöðuflokka. Þessi hafa notið góðs af
breytingunni.
* Dagsetning miðast við starfslok á þingi,
en við bætist réttur til biðlauna í hálft ár.
+ Össur tapaði formannskjöri í
Samfylkingunni fyrir Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur.
# Varð ráðherra og fór því á ráðherralaun
í stað formannsuppbótar.