Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 HELGARBLAÐ Beach Boys var ein af merkari hljómsveitum sjöunda áratugarins og þróaðist með tímanum úr dæmi- gerðri unglingahljómsveit í brautryðjanda popptónlistarinnar. Forsprakki sveitarinnar, Brian Wilson, féll fyrir Rubber Soul Bítlanna, sem síðar féllu fyrir Pet Sounds Beach Boys. GÓÐIR STRAUMAR Lengi hefur tíðkast að bera hin- ar ýmsu hljómsveitir saman við fjórmenningana frá Liverpool, The Beatles, og oftar en ekki hef- ur hljómsveitin The Rolling Stones verið nefnd til sögunnar í því sam- hengi. Reyndar var þessum tveimur hljómsveitum gjarna stillt upp sem svörnum andstæðingum og keppi- nautum en því fór fjarri og voru meðlimir sveitanna í raun hinir bestu vinir. En nóg um það. Á áttunda áratugnum skaust skosk hljómsveit upp í himinhvolf frægðarinnar, í það minnsta í Evr- ópu. Þegar þar var komið sögu heyrðu Bítlarnir sögunni til sem hljómsveit, en voru þó enn ákveð- in mælistika í heimi popptónlistar og hefur þar ekki orðið mikil breyt- ing á. Skoska hljómsveitin sem um ræðir hét The Bay City Rollers, fimm ungir menn íklæddir köfl- óttum fatnaði og með þykkbotna skó á fótum líkt og þá þótti flott. Þýsk unglingablöð Í þá daga biðu unglingar spenntir eftir nýjustu popp/unglingablöð- unum sem voru, merkilegt nokk, mörg hver þýsk og má nefna Bravo og Pop sem dæmi. Mér er til efs að íslenskir unglingar hafi verið flug- læsir á þýskt mál, ég var það ekki, en engu að síður voru þessi blöð „lesin“ sundur og saman. Í blöðunum var sumt skiljan- legra en annað þrátt fyrir óskiljan- lega þýsku og í þeim var oft að finna vinsældakosningu á milli hljóm- sveita, val um besta hljóðfæraleik- arann hvern á sínu sviði og þar fram eftir götunum. Að sjálfsögðu var efnt til keppni á milli Bítlanna og Bay City Rollers, en síðarnefnda sveitin hafði átt tvö eða þrjú vinsæl lög, Maana og Bye Bye Baby voru tvö þeirra ef ég man rétt. Nú muna aðeins nokkr- ar risaeðlur eftir Bay City Rollers og flest það sem sveitin sendi frá sér er fallið í gleymskunnar dá. Baðstrandarstrákarnir Sem fyrr segir hefur The Rolling Stones notið þess heiðurs að vera oftast borin saman við Bítlana, en þó er vert að kíkja nánar á aðra hljómsveit sem var samtíða Bítlun- um; The Beach Boys. Í fljótu bragði minnist ég þess ekki að Baðstrand- arstrákarnir hafi þótt þess um- komnir að vera valdir í vinsælda- og hæfileikakosningum í þýsku ung- lingablöðunum, en minnið kann að svíkja mig hvað það varðar. Allt að einu. Baðstrandarstrákarnir gáfu út sína fyrstu plötu Surfin’ Safari í októ- berbyrjun 1962, tæpum sex mánuð- um áður en Bítlarnir gáfu út Please Please Me. Báðar plötur fylgdu því lögmáli sem gilti í poppinu og voru breiðskífur sem byggðust á tveim- ur eða þremur smellum sem höfðu sannað gildi sitt fyrir á tveggja laga plötum. Annað efni var meira til uppfyllingar, tökulög og gamlir standardar. Þess má þó til gamans geta að önnur plata Bítlanna, With the Beatles, var gefin út án þess að nokkurt lag plötunnar hefði verið gefið út á tveggja laga plötu. Vinaleg samkeppni Með hverri nýrri hljómplötu þrosk- uðust og þróuðust hljómsveitirn- ar og 1964 gáfu Bítlarnir út A Hard Day’s Night og voru öll lög plöt- unnar eftir John Lennon og Paul McCartney. Árið eftir gaf The Beach Boys út sína áttundu breiðskífu, The Beach Boys Today, og óhætt að segja að á þeirri plötu hafi ver- ið tvær hliðar í þeirra orða fyllstu merkingu. Fyrri hlið plötunnar innihélt fjörug, létt popplög sem náðu mikl- um vinsældum, en önnur hliðin markaði upphaf þess sem koma skyldi í tónlistarsköpun Brians Wil- son, óformlegs leiðtoga sveitarinn- ar. Á annarri hliðinni kveður við nýjan tón, dekkri, þrunginn meiri merkingu en fyrri verk sveitarinnar. Þótt mikilvægi plötunnar hafi farið fram hjá mörgum var hún eins kon- ar vendipunktur hjá hljómsveitinni og Brian Wilson persónulega, og vísbending um það sem í vændum var. Ekki er fráleitt að ætla að plat- an hafi einnig varðað upphaf vina- legrar samkeppni á milli Bítlanna og Baðstrandarstrákanna. Svara með Rubber Soul Í árslok 1965 gáfu Bítlarnir úr plöt- una Rubber Soul, sem er oft tal- in til bestu hljómplatna sögunn- ar, og átti sú plata, vel að merkja bandaríska útgáfan, eftir að hafa afdrifarík áhrif á Brian Wilson. Öll lög voru eftir meðlimi hljómsveit- arinnar og Harrison kynnti til sög- unnar sítar sem hann spilaði á í lagi Lennons, Norwegian Wood (This Bird Has Flown) og fössbassi Pauls í lagi Harri son Think for Yourself var einnig nýjung. Einnig voru blik- ur á lofti um að einfaldir textar um hvolpaást heyrðu sögunni til hjá fjórmenningunum frá Liverpool. Engum blöðum er um það að fletta að plata Beach Boys, Pet Sounds, er afleiðing bandarísku Rubber Soul, enda staðfesti Brian Wilson það berum orðum: „Það var eins og allt tilheyrði hvert öðru. Rubber Soul var safn laga ... sem einhvern veginn féllu saman eins og engin plata hafði gert áður, og ég varð mjög hrifinn. Ég sagði: „Þetta er málið. Ég verð að gera stórkost- lega plötu.““ Með Rubber Soul höfðu Bítlarnir óafvitandi undirbú- ið jarðveginn fyrir Pet Sounds, plötu sem, líkt og Rubber Soul, er talin til bestu hljómplatna sögunnar. Þegar þar var komið sögu var Brian Wilson hættur að ferðast með hljómsveitinni til að geta einbeitt sér að tónlistarsmíð. Á Pet Sounds óf hann saman fjölda raddlaga, splæsti við hljóðeffektum og óhefð- bundnum hljóðfærum. McCartney og Pet Sounds Á sínum tíma seldist Pet Sounds ekki vel en áhrif hennar hafa aldrei verið dregin í efa. Paul McCart- ney hefur ítrekað sagt plötuna vera eina af sínum uppáhaldsplötum og Bítlarnir sögðu hana hafa verið mikinn áhrifavald. George Martin, sem hefur oft verið kallaður fimmti Bítillinn, gekk svo langt að segja að SPLHCB hefði aldrei orðið til ef ekki hefði verið fyrir Pet Sounds, og ef hann þyrfti að velja lifandi snilling innan popp- sögunnar veldi hann Brian Wilson. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um SPLHCB hér, en það má segja að með útgáfu þeirrar plötu hafi lokast hringurinn sem hófst með áhrifum plötunnar Rubber Soul á Pet Sounds sem síð- an hafði áhrif á SPLHCB. Sem dæmi um þá alúð sem Bri- an Wilson lagði í Pet Sounds og þá fullkomnun sem hann vildi ná má nefna að samkvæmt Wikipedia komu um sextíu hljóðfæraleikarar við sögu við gerð hennar, auk sex meðlima Beach Boys. Heilsubrestur og sundurlyndi Þegar líða tók að lokum sjöunda áratugarins fór að bera á heilsu- bresti hjá Brian Wilson og svo fór að platan Smile, sem fylgja átti í fót- spor Pet Sounds, leit aldrei dagsins ljós. Lögin af henni voru sett á hin- ar ýmsu plötur sem Beach Boys gaf út næstu árin, en eitt þeirra, Good Vib rations, var gefið út á tveggja laga plötu og nýtur mikillar virðing- ar í tónlistarheiminum enn þann dag í dag. Með hverri plötu Beach Boys fór minna fyrir áhrifum Brians Wilson og plöturnar seldust verr. Á sama tíma einkenndist sam- starf Bítlanna af sundurlyndi, sem best kom í ljós á Hvíta albúminu svonefnda, einu plötu sveitarinn- ar sem bar nafn hljómsveitarinn- ar sem plötuheiti, og sennilega sú sem síst skyldi. Árið 1970 heyrði The Beatles formlega sögunni til og þar með þeim skapandi straumum sem ríktu á milli Bítlanna og Beach Boys og hafði getið af sér tvær merkustu hljómplötur poppsögunnar. kolbeinn@dv.is Bandaríska útgáfa Rubber Soul „Þetta er málið. Ég verð að gera stórkostlega plötu,“ sagði Wilson eftir að hafa heyrt plötuna. Pet Sounds Varð til vegna áhrifa Rubber Soul á Brian Wilson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.