Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 8
SANDKORN n Uppljóstranir um aðkeypta sérfræðiþjónustu sem fram koma í svari Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra við fyr- irspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsókn- ar, virðist ætla að geta komið Sam- fylkingunni í vanda. Þar kemur til dæmis fram að sérfræði- þjónusta var keypt af Lúðvík Bergvins- syni eftir að hann lét af þing- mennsku fyrir Samfylkinguna og fleiri sem tengjast flokknum fengu greitt fyrir sérfræðiráð- gjöf. n Einna mesta athygli hlýtur þó að vekja að Björgvin G. Sig- urðsson, fyrrverandi iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, fékk flokksbróð- ur sinn, Karl Th. Birgis- son, til að hjálpa sér við und- irbúning að greina- skrifum og ræðu- höldum. Karl hefur haldið úti vefnum Herðubreið, sem eitt sinn var tímarit, og hefur verið málsvari Samfylkingarinnar. Ráðherr- ar hafa sem kunnugt er rétt til að ráða sér aðstoðarmenn sem geta sinnt slíkum verkum og hafði Björgvin einn slíkan í formi Jóns Þórs Sturlusonar. Samt leitaði hann út fyrir ráðu- neytið og sendi reikninginn á ríkissjóð. n Fyrirtækið Sigurður G. Guð- jónsson ehf. fékk 221 þúsund krónur greiddar frá samgöngu- ráðuneyt- inu vegna lögfræði- þjónustu sem teng- ist starfs- manna- málum. Fyrirtæk- ið er, eins og nafnið gefur til kynna, skráð á Sigurð G. Guðjónsson, hæstaréttarlög- mann og fyrrverandi stjórn- anda Íslenska útvarpsfélags- ins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forsætis- ráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar um aðkeypta sérfræðiþjónustu ríkisvalds- ins. Sigurður var afar vinsæll meðal starfsmanna Stöðvar 2 og tengdra fyrirtækja á sínum tíma og spurning hvort það hafi skinið í gegn í ráðgjöfinni. Sig- urður sinnti reyndar fleiri verk- efnum og fékk fyrir tæpar 300 þúsund krónur. 8 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR Kópavogsbær hefur látið rífa ný- legt parhús í Heiðaþingi 2 til 4 í Elliðavatnshverfi. Kostnaður bæj- arins vegna niðurrifsins er um 40 milljónir króna. Húsið stóð í götu þar sem gert er ráð fyrir eins hæð- ar húsum, en bærinn veittti á sín- um tíma leyfi til að byggja parhús- ið á tveimur hæðum. Nágranar í götunni, sem eru foreldrar Ómars Stefánssonar, formanns bæjar- ráðs Kópavogs, hafa ítrekað kvart- að undan húsbyggingunni og sagt hana ólöglega og vegna deilnanna neyddist Kópavogsbær að leysa hálfklárað húsið til sín og borga gömlu eigendunum skaðabætur í ofanálag. Málið leystist svo loksins á þriðjudag í kerfinu, þegar bæjar- ráð samþykkti samhljóma niðurrif parhússins. Ómar Stefánsson vék af fundi þegar málið var tekið fyrir, en aðeins tveir dagar liðu frá sam- þykkt bæjarráðs, þar til stórvikar vinnuvélar höfðu jafnað húsbygg- inguna við jörðu. Byggingaverk- taki sem hefur átt í samskiptum við stjórnsýsluna í Kópavogsbæ, segist ekki vita til þess að bærinn hafi ver- ið jafn snar í snúningum fyrr. Gleymdist að birta í Stjórnartíðindum „Það var gert ráð fyrir eins til tveggja hæða húsum í götunni. Það er par- húsið í 2 til 4 og svo húsin í 6 til 8, þar sem foreldrar Ómars og bróðir búa,“ segir Gunnar I. Birgisson, fyrr- verandi bæjarstjóri. „Ungu pörin sem áttu húsin fengu heimld til þess að hækka húsið og það samþykktu það allir íbúar í kring, meðal annars þau. Síðan snerist þeim hugur og var málið fellt niður á þeim tækni- ágalla að þetta var ekki birt í Stjórn- artíðindum,“ segir hann. Í kjölfarið voru framkvæmdirn- ar stöðvaðar og leysti bærinn par- húsið til sín og bauð fólkinu nýjar byggingalóðir auk þess að standa undir öllum kostnaði. Gunnar seg- ir að þá hafi komið upp hugmyndir að selja húsið í því ástandi sem það var. Nágrannarnir féllust hins vegar ekki á það. Aðspurður hvort hann telji að foreldrar Ómars hafi fengið sér- staka meðferð, segir Gunnar: „Ég tjái mig ekki um það, en þetta er mjög skilvirk stjórnsýsla.“ Óheiðarleg stjórnsýsla Úrskurðarnefnd byggingamála komst að þeirri niðurstöðu að húsið væri í raun ólöglegt og því var sam- þykkt í bæjarráði að rífa það niður. Málið hefur að minnsta kosti tvisv- ar sinnum verið rætt í bæjarstjórn Kópavogs á þessu ári. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar- innar í Kópavogi, segir ýmislegt í málinu sem geti ekki talist heiðarleg stjórnsýsla. „Konan á ekki að gjalda fyrir að vera mamma Ómars Stef- ánssonar, en aðalmálið í þessu er að ákvörðunartökur hafa verið ógagn- sæjar. Bærinn keypti húsið af því að málið var komið í pattstöðu og kostnaðurinn er um fjörutíu millj- ónir. Það er fyllilega gagnrýnivert og menn verða að að vanda sig í fram- tíðinni. Það voru allir sammála þessari ákvörðun í bæjarráði og ég tók ákvörðun sem ég taldi sann- gjarna miðað við stöðuna í dag, en ferill þessa máls er með ólíkindum,“ segir Guðríður. Aðspurð hvort það sé eðlilegt að tveir dagar líði frá ákvörðun bæjarráðs og þar til húsið er rifið, svarar hún: „Mér finnst það mjög snöggt.“ Ekki náðist í Ómar við vinnslu þessarar fréttar, þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is FLÝTIMEÐFERÐ FYRIR MÖMMU Aðeins tveimur sólarhringum eftir að bæjarráð Kópavogs samþykkti að rífa niður nýlegt parhús í bænum vegna þess að það var 50 sentímetrum of hátt, voru vinnu- vélar búnar að jafna það við jörðu. Foreldrar Ómars Stefánssonar, formanns bæj- arráðs, kröfðust þess að húsið yrði rifið. Kostnaður bæjarins er um 40 milljónir. „Konan á ekki að gjalda fyrir að vera mamma Ómars Stef- ánssonar, en aðal- málið í þessu er að ákvörðunartökur hafa verið ógagnsæjar.“ Málið tvívegis rætt í bæjarstjórn „Ungu pörin sem áttu húsin fengu heimld til þess að hækka húsið og það samþykktu það allir íbúar í kring, meðal annars þau. Síðan snerist þeim hugur og var málið fellt niður á þeim tækniágalla að þetta var ekki birt í Stjórnartíðindum.“ Parhúsið rifið Bæjarráð samþykkti kröfu foreldra Ómars Stefánssonar 15. desember að rífa húsið. Byrjað var að rífa það 17. desember. Árétting Yfirstjórn Keflavíkurflugvall- ar ohf. leysti mál sem snerist um meinta kynferðislega áreitni á vinnustaðnum með þeim hætti að senda tilkynn- andann í leyfi. Um er að ræða framkvæmdastjóra ör- yggissviðs Keflavíkurflugvall- ar sem var sakaður um kyn- ferðislega áreitni á vinnustað í mars síðastliðnum. Eftir nokkurra mánaða bið og baráttu hins meinta þolanda óskaði viðkomandi eftir því að fara í veikindaleyfi þar sem ekki hefði verið tekið á málinu. Konan var í kjölfarið sett í launað leyfi. Hún er afar ósátt við úrvinnsluna og undirbýr að leita réttar síns fyrir dómstólum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.