Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Qupperneq 4
SANDKORN
n Meint ölvunarástand Ögmund-
ar Jónassonar alþingismanns
þegar Kastljósið vildi eiga við
hann orðastað hefur fengið mikla
athygli. Þingmenn hafa hver um
annan þveran lýst stuðningi við
Ögmund og
vottað að
hann hafi
ekki verið
drukkinn
við atkvæða-
greiðslu.
Þeirra á
meðal er
Birgitta
Jónsdóttir sem segist hafa rætt
við Ögmund án þess að merkja á
honum vín. Það var Helgi Seljan
sem reyndi að fá viðtalið við Ög-
mund þegar hann sagðist vera
drukkinn. Helgi mun ekki vera í
neinum vafa um að þannig var
ástand þingmannsins, burtséð frá
þeirri skjaldborg sem slegin var
um hann.
n Sú hugmynd Egils Helgasonar,
sjónvarpsmanns og bloggara, að
loka fyrir athugasemdir á bloggi
sínu hefur kallað fram mót-
mæli. Meðal
þeirra sem
andæfa er
Jenný Anna
Baldursdótt-
ir, stjörnu-
bloggari á
Eyjunni, sem
biður hann
lengstra
orða að loka ekki. Aðrir munu
sáttari við lokun, þeirra á meðal
er Heimir nokkur Fjeldsted sem
hraunaði yfir Egil í athugasemd
við færsluna og var umsvifalaust
kastað út.
n Einn dyggasti stuðningsmaður
DV á athugasemdakerfi blaðs-
ins er prófessor Hannes Hólm-
steinn Gissurarson sem marga
glímuna hefur háð á þeim vett-
vangi. Hannes ritaði á dögun-
um athugasemd þar sem hann
vildi banna að Björn Bjarnason,
fyrrverandi ráðherra í hrunstjórn
Geirs Haarde, væri kallaður eft-
irlaunaþegi. „Annars er ógeðfellt
hvernig hinir ungu blaðamenn á
DV tala í lítilsvirðingartón um t.d.
Björn Bjarnason „eftirlaunaþega“.
Eru menn dæmdir til þagnar að
dómi DV, þegar þeir verða 65
ára?“ spyr Hannes. Svarið er að
hvergi hefur það verið nefnt að
Björn megi ekki tjá sig þótt hann
beri hið virðulega heiti eftir-
launaþegi.
n Fullkominn glímuskjálfti er
meðal sjálfstæðimanna í Reykja-
vík eftir
að í ljós er
komið að
örtröð hefur
myndast um
annað sætið.
Síðast bætt-
ist Kjartan
Magnússon,
borgarfull-
trúi og bróðir Andrésar Magnús-
sonar blaðamanns, í hóp silfur-
refanna. En sumir lætla að spila
sína baráttu af klókindum. Þeirra
á meðal er Marta Guðjónsdóttir,
varaborgarfulltrúi og formaður
Varðar, sem biður af hógværð um
þriðja sætið. Marta nýtur stuðn-
ings hins fráfarandi Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar og á örugglega
fína möguleika á öruggu sæti eftir
að hinir hafa klórað augun hver
úr öðrum.
4 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 FRÉTTIR
„Konan mín fór að heiman klukkan
níu um morguninn, ég kom heim
korteri seinna og þá sá ég bíl sem
hafði verið lagt undarlega í götunni
okkar. Það sátu fjórir menn í hon-
um og hann var myrkvaður,“ segir
Ellert Markússon, íbúi í Grafarvogi,
sem kom í veg fyrir að meint þjófa-
gengi næði að brjótast inn á heimili
fjölskyldunnar og láta greipar sópa.
„ Ég var að lesa Moggann í róleg-
heitum yfir morgunkaffinu, þá var
hringt á dyrabjöllunni. Það er mjög
sjaldgæft að einhver sé að hringja
á þessum tíma. Það fyrsta sem ég
hugsaði var að þetta væru einhverj-
ir gæjar. Svo þegar ég kom fram og
opnaði millihurðina, þá tók mað-
urinn til fótanna. Ég fór beint á eft-
ir honum með hundinn með mér.
Maðurinn hljóp aftur inn í sama
bíl og ég hafði séð fyrr um morgun-
inn.“
Ellert segist hafa náð að hlaupa
í veg fyrir bílinn, svo hann komst
ekki neitt um stund. Hann náði nið-
ur númerinu á hinni steingráu Opel
Corsa, sem mennirnir sátu í. Hann
segir mennina hafa verið um tví-
tugt og af erlendu bergi brotna, en
er ekki viss hverrar þjóðar þeir voru.
„Viku áður keyptum við okk-
ur flatskjá og hann sést vel inn um
gluggann. Það hafa greinilega ein-
hverjir verið að fylgjast með okkur,“
segir Ellert. „Ég hefði helst viljað að
þeir færu inn um gluggann, svo ég
gæti tekið á móti þeim. Ég hef nefni-
lega áður tekið svona gaura,“ segir
hann vígreifur.
Eftir að mennirnir höfðu ekið á
brott, hringdi Ellert í lögregluna, til-
kynnti atvikið og lét hana hafa bíl-
númerið. Hann er hins vegar hissa
á áhugaleysi lögreglunnar í málinu.
Mennirnir hafa ekki verið hand-
teknir, eftir því sem næst verður
komist.
valgeir@dv.is
„Ég er ekki með einkabílstjóra
heldur hef ég afnot af bíl með bíl-
stjóra. Við þetta tækifæri ákvað ég
að nýta mér þann kost,“ segir Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti
borgarstjórnar.
Vilhjálmi var um síðustu helgi
boðið á glæsilega aðventutónleika
Karlakórs Reykjavíkur sem haldn-
ir voru í Hallgrímskirkju. Tónleika-
gestir veittu því athygli að forseti
borgarstjórar mætti á tónleikana
með eiginkonu sinni með einkabíl-
stjóra frá borginni. Um er að ræða
annan tveggja glæsilegra Audi-bíla
sem borgin leigir, annar þeirra er al-
farið undir Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur borgarstjóra og hinn stend-
ur forseta borgarstjórnar, Vilhjálmi,
til boða. Hann nýtti sér þjónustuna
þegar hann fór á aðventutónleika
karlakórsins.
Þægileg afnot
„Ég var að koma úr vinnunni og
þetta var í leiðinni. Samkvæmt
samþykktum hef ég þennan aðgang
og það er ekki nýtt af nálinni held-
ur hefur það verið svona í áratugi.
Þetta er ekki neitt sem ég bjó til fyr-
ir mig. Það hafa allir á skrifstofunni
afnot af bílnum þannig að þetta er
ekki einkabíllinn minn. Það getur
verið þægilegt að hafa svona afnot
af einkabíl en það fer eftir atvikum.
Þegar maður þarf að snatta mikið
á milli staða er það gott,“ segir Vil-
hjálmur.
Vilhjálmur hefur ákveðið að
gefa ekki áfram kost á sér í borg-
arstjórn og er aðspurður ánægð-
ur með ákvörðunina. Hann er
stoltur af löngum ferli sínum og
útilokar ekki að taka að sér ein-
hver önnur störf. „Ég hef átt lang-
an feril eða 28 ár. Geri aðrir betur.
Ég ætla núna að lifa lífinu. Mað-
ur þarf að eiga tíma fyrir golf-
ið og hingað til hefur ekki mikill
tími gefist. Þar að auki er ýmis-
legt hægt að gera og það kemur
örugglega eitthvað meira til sög-
unnar hjá mér síðar meir. Það er
ekkert fastákveðið með það,“ seg-
ir Vilhjálmur.
Stoltur styrktaraðili
Karlakór Reykjavíkur var form-
lega stofnaður 3. janúar árið 1926.
Hann hefur í gegnum tíðina haldið
tvenna tónleika árlega, aðra að vori
og hina á aðventunni. Vilhjálmur
er stoltur styrktaraðili kórsins og
það hefur hann verið síðustu þrjá
áratugi. Hann ítrekar að þótt hann
hafi mætt á tónleikana með einka-
bílstjóra hafi hann engan einkabíl.
„Þessi afnot forseta borgarstjórnar
hafa verið til staðar í áratugi. En ég
nota alls ekki bílinn alltaf því stund-
um nota ég minn eigin bíl. Sjálfur á
ég tvo bíla og er oft á mínum eigin
bíl í vinnunni,“ segir Vilhjálmur.
„Karlakórinn býður mér gjarn-
an á þessa aðventutónleika enda
hef ég verið styrktaraðili í þrjátíu ár.
Mér þykir mjög vænt um þennan
kór og tónleikarnir voru frábærir.
Líklega einir bestu tónleikar sem ég
hef sótt,“ segir Vilhjálmur
. trausti@dv.is
Mætti með bílstjóraVilhjálmur lét einkabílstjóra skutla sér á aðventutónleika Karlakórs Reykjavíkur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, mætti með eiginkonu sinni á að-
ventutónleika Karlakórs Reykjavíkur á einkabíl borgarinnar. Bílstjóri ók þeim til og
frá Hallgrímskirkju þar sem Vilhjálmi var boðið á tónleikana.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Karlakórinn býður
mér gjarnan á þessa
aðventutónleika enda
hef ég verið styrktar-
aðili í þrjátíu ár. Mér
þykir mjög vænt um
þennan kór og tónleik-
arnir voru frábærir.“
MEÐ EINKABÍLSTJÓRA
Á JÓLATÓNLEIKANA
Bönkuðu upp á snemma morguns
Íbúi í Grafarvogi var fyrir tilviljun heima
þegar hópur manna gerði sig líklegan
til að brjótast inn til hans. Myndin er
sviðsett.
Grafarvogsbúinn Ellert Markússon stoppaði þjófagengi á heimili sínu:
Nýbúinn að kaupa sér flatskjá
Útgáfa DV
Næsta tölublað DV kemur út
miðvikudaginn 30. desember. Þar
er um að ræða veglegt áramóta-
blað þar sem verður að finna
völvuspá, fréttaúttektir, viðtöl og
margt annað áhugavert efni.
DV óskar lesendum sínum og
landsmönnum öllum gleðilegra
jóla.