Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Side 8
Viðskiptum með skuldabréf útgef-
in af Bandagro-bankanum í Ven-
esúela er lýst sem einni helstu ráð-
gátu alþjóðafjármála á síðari árum.
Þótt stjórnvöld í Venesúela hafi aft-
urkallað starfsleyfi bankans fyrir 23
árum hafa linnulausar kærur, rann-
sóknir og dómsmál risið vegna við-
skipta með Bandagro-bréfin fram til
dagsins í dag eins og fram kom í um-
fjöllun bandaríska tímaritsins Forbes
fyrir meira en tveimur árum.
Fyrir fjórum árum hlaut maður
dóm í Louisinana-ríki í Bandaríkjun-
um fyrir að reyna að selja opinber-
um aðilum umrædd skuldabréf fyrir
18 milljarða króna. Það reyndist vera
liður í að þvætta illa fenginn fíkni-
efnagróða.
Skortur á trausti
Venesúela er ekki sérlega hátt skrif-
að í fjármálaheiminum frekar en Ís-
land um þessar mundir. Þeir sem
eiga nú um 6 milljarða dollara kröfu
vegna bréfanna – jafnvirði 730 millj-
arða króna – eru allt annað en sáttir
við yfirlýsingar stjórnvalda í landinu
um að bréfin séu svikin og þar af leið-
andi ógild. Fyrir vikið hafa alþjóða-
fjármálamarkaðir sterkar á tilfinn-
ingunni en áður að snúið sé að eiga
viðskipti við Venesúela.
DV hefur greint frá tilboði Jóns
Geralds Sullenbergers til Lands-
bankans í ágúst 2006 um að taka í
fjárstýringu eða aðra umsýslu ríkis-
skuldabréf frá Venesúela. Jón Gerald
sagðist í samtali við DV hafa leitað
til bankans fyrir þriðja aðila í Miami
í Bandaríkjunum þar sem Jón Ger-
ald bjó. Heimildarmenn DV segja að
verðmæti skuldabréfanna hafi átt að
vera um 30 milljarðar króna.
Málið var stöðvað í Landsbankan-
um á þessum tíma. Ekki hefur verið
skorið ótvírætt úr um það enn hvort
málið var tilkynnt af hálfu bankans
til ríkislögreglustjóra sem mögulegt
peningaþvættismál. Embætti ríkis-
lögreglustjóra neitar því að lögboð-
in tilkynning hafi borist og Jón Ger-
ald kveðst aldrei hafa verið kallaður
til skýrslutöku vegna málsins. Ríkis-
lögreglustjóri fór fram á að embætti
ríkissaksóknara rannsakaði málið.
Valtýr Sigurðsson ríkissaksókn-
ari brást við erindinu með því
að senda Landsbanka Íslands
hf. (gamla Landsbankanum)
bréf þar sem spurt er nokk-
urra spurninga um meðferð
málsins og hvort bankinn
hafi sinnt lagaskyldum um að
tilkynna grun um peninga-
þvætti.
DV er ekki kunnugt um
hvaða bréf það voru sem Jón
Gerald bauð. Um var að
ræða ríkis-
skuldabréf tengd olíuiðnaði í land-
inu. Það útilokar ekki að um hafi
verið að ræða skuldabréf útgefin af
Bandagro-bankanum sáluga. Hann
var upprunalega búnaðarbanki og
að hluta í ríkiseigu.
Sneru við blaðinu
Bandagro-málið má rekja aftur til
ársins 1981. Löngu eftir að bankinn
var gerður upp keypti hópur fjár-
festa í Panama skuldabréf Bandagro
að nafnvirði um 120 milljarða króna.
Kröfuhafar, sem innleysa vilja bréf-
in nú, krefjast hins vegar allt að 700
milljarða króna. Ríkislögmaður Ven-
esúela fullvissaði fjárfestana um að
bréfin væru gild og innleysanleg í
október árið 2003.
Hópur fjárfesta í Ohio í Bandaríkj-
unum keypti hluta bréfanna í apríl
árið 2004 af fjárfestunum í Panama.
Þeir höfðu einnig efasemdir en töldu
sig hafa nægilegar tryggingar með 40
blaðsíðna áliti frá ríkislög-
manni Venesúela.
Fjárfestarn-
ir í Ohio sitja
nú uppi með
sárt enn-
ið og telja
að stjórn-
völd í Ven-
esúela hafi
gengið bak
orða sinna.
Þeir skutu
málinu því til
dómstóla í
Ohio í ágústmánuði árið 2006 og
gefa ríkisstjórn Venesúela að sök að
hundsa fyrri ákvarðanir sínar um að
ábyrgjast greiðslur.
Dularfull bréf og
peningaþvætti
Í apríl 2007 vörpuðu stjórnvöld í
Venesúela sprengju. Þau lýstu því
yfir að ríkislögmaður hefði þegj-
andi og hljóðalaust skipt um skoð-
un í desember 2003, aðeins tveimur
mánuðum efir að hafa gefið út fyrstu
yfirlýsingu sína vegna fjárfestanna
í Panama. Yfirlýsingin fól í sér að
skuldabréfin væru í raun svikin og því
ógild. Málatilbúnaður fjárfestanna
gengur því út á að sýna fram á
að stjórnvöld í landinu séu í
raun bundin af fyrstu yfirlýs-
ingum sínum um gildi bréf-
anna. „Er yfirleitt hægt að
treysta stjórnvöldum í Ven-
esúela og eiga viðskipti við
landið?“ spyrja menn.
Það hefur ekki bætt
stöðuna, að Bandagro-
skuldabréfin skutu upp
kollinum í tengslum við
peningaþvættismál í
Louisiana árið 2005.
Þar hlaut einn maður dóm fyrir að
reyna að selja opinberum aðilum
skuldbréfin frá Venezúela fyrir um 18
milljarða króna í tilraun sinni til að
þvætta hagnað af fíkniefnasölu.
SANDKORN
n Forsíðufrétt Morgunblaðs-
ins á mánudag vakti athygli,
kannski ekki einvörðungu fyrir
um hvað hún var heldur einn-
ig og ekki síður fyrir hvar hún
birtist. Þá fjallaði blaðamaður
á Morg-
unblað-
inu, sem er
undir stjórn
Davíðs
Oddssonar,
um svoköll-
uð ástar-
bréfalán
viðskipta-
bankanna í boði Seðlabankans,
sem þá var undir stjórn Davíðs
Oddssonar. Niðurstaðan var
sú, og stuðst við svör, Más Guð-
mundssonar seðlabankastjóra,
að Seðlabankinn hefði ekkert
gert af sér. En væntanlega hef-
ur Davíð staðið við loforð til
almennings þegar hann var
ráðinn og ekkert komið nálægt
þessari frétt.
n Annars er það merkilegt við
þessa frétt að fjölmiðillinn sem
vakti fyrst athygli á ástarbréf-
unum og
hvernig
stóru við-
skiptabank-
arnir sóttu
lán fyrir-
hafnarlít-
ið í Seðla-
bankann
var einmitt
fyrrnefnt Morgunblað. Þá var
Ólafur Stephensen ritstjóri
Morgunblaðsins en blaðamað-
urinn sem skrifaði fréttina var
Björgvin G. Sigurðsson, þá-
verandi yfirmaður viðskipta-
blaðamanna á Morgunblaðinu
og núverandi aðstoðarritstjóri
Viðskiptablaðsins. Seðlabank-
inn andmælti þá fréttinni en
seinna kom í ljós að Mogginn
hafði rétt fyrir sér um ástar-
bréfin.
n Jólahlaðborðið sem séra
Gunnlaugur Stefánsson hélt
félögum sínum í flugráði, mök-
um þeirra og þeim sem aðstoð-
uðu ráðið hefur vakið athygli.
Enda gjafmildi klerksins mikil
þó að hann sendi reikning-
inn fyrir kvöldverðinn að vísu
á ríkissjóð. Annað er athyglis-
vert í þessu en það er skipun
séra Gunnlaugs í formennsku
í flugráði. Ráðinu ber að fjalla
um flugmál, samgönguáætlan-
ir og rekstur Flugmálastjórnar
auk þess að yfirfara gjaldskrár.
Einhverjir eiga erfitt með að sjá
sérfræðiþekkingu prestsins á
þessum sviðum, fyrir utan auð-
vitað að vera einn af fulltrúum
himnaföðurins á jörðu niðri, en
því má ekki gleyma að hann var
eitt sinn þingmaður og því ör-
ugglega fær í flestan sjó þegar
kemur að nefndarsetum.
8 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 FRÉTTIR
Ó
dý
ra
ri
sm
ur
st
öð
o
g
ve
rk
st
æ
ði
H
el
lu
hr
au
n
4
| 2
20
H
af
na
rfi
rð
i |
S
ím
i:
56
5
44
40
Skuldabréf frá Bandagro, ríkisbankanum í Venesúela, eru ein helsta uppspretta
rannsókna og málarekstrar fyrir dómstólum í alþjóðlegum heimi fjármálanna á síð-
ari árum. Bankinn var gerður upp fyrir löngu. DV hefur ekki upplýsingar um hvort
Bandagro-bréfin voru boðin Landsbankanum árið 2006.
RÁÐGÁTAN UM SKULDA-
BRÉFIN FRÁ VENESÚELA
Fjárfestarnir sitja nú uppi
með sárt ennið og telja að
stjórnvöld í Venesúela hafi
gengið bak orða sinna.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Skortur á trausti Hugo Chavez, forseti
Venesúela, glímir við trúverðugleikavanda á
alþjóðlegum fjármálamarkaði, meðal annars
vegna grunsamlegra skuldabréfa Bandagro-
bankans sem fyrir löngu var gerður upp.
Ríkissaksóknari Valtýr Sig-
urðsson hefur sent Landsbanka
Íslands hf. (gamla bankanum)
bréf þar sem hann spyrst fyrir
um 30 milljarða skuldabréf sem
bankanum voru boðin til umsýslu
árið 2006. Bréfin þóttu grunsam-
leg og tilkynna hefði átt þann
grun til ríkislögreglustjóra.
Miami Jón Gerald Sullenberger bauð skuldabréf frá
Venesúela í Landsbankanum fyrir þriðja aðila sem búsettur er
í Miami. Borgin hefur lengi verið miðstöð viðskipta Banda-
ríkjamanna við Suður Ameríku, einnig ólöglegra viðskipta.
Jón Gerald Sullenbeger Kynnti
viðskiptamöguleika með bréfin í Lands-
banka Íslands árið 2006 en segist ekkert
hafa komið nálægt málinu að öðru leyti.