Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Qupperneq 8
Viðskiptum með skuldabréf útgef- in af Bandagro-bankanum í Ven- esúela er lýst sem einni helstu ráð- gátu alþjóðafjármála á síðari árum. Þótt stjórnvöld í Venesúela hafi aft- urkallað starfsleyfi bankans fyrir 23 árum hafa linnulausar kærur, rann- sóknir og dómsmál risið vegna við- skipta með Bandagro-bréfin fram til dagsins í dag eins og fram kom í um- fjöllun bandaríska tímaritsins Forbes fyrir meira en tveimur árum. Fyrir fjórum árum hlaut maður dóm í Louisinana-ríki í Bandaríkjun- um fyrir að reyna að selja opinber- um aðilum umrædd skuldabréf fyrir 18 milljarða króna. Það reyndist vera liður í að þvætta illa fenginn fíkni- efnagróða. Skortur á trausti Venesúela er ekki sérlega hátt skrif- að í fjármálaheiminum frekar en Ís- land um þessar mundir. Þeir sem eiga nú um 6 milljarða dollara kröfu vegna bréfanna – jafnvirði 730 millj- arða króna – eru allt annað en sáttir við yfirlýsingar stjórnvalda í landinu um að bréfin séu svikin og þar af leið- andi ógild. Fyrir vikið hafa alþjóða- fjármálamarkaðir sterkar á tilfinn- ingunni en áður að snúið sé að eiga viðskipti við Venesúela. DV hefur greint frá tilboði Jóns Geralds Sullenbergers til Lands- bankans í ágúst 2006 um að taka í fjárstýringu eða aðra umsýslu ríkis- skuldabréf frá Venesúela. Jón Gerald sagðist í samtali við DV hafa leitað til bankans fyrir þriðja aðila í Miami í Bandaríkjunum þar sem Jón Ger- ald bjó. Heimildarmenn DV segja að verðmæti skuldabréfanna hafi átt að vera um 30 milljarðar króna. Málið var stöðvað í Landsbankan- um á þessum tíma. Ekki hefur verið skorið ótvírætt úr um það enn hvort málið var tilkynnt af hálfu bankans til ríkislögreglustjóra sem mögulegt peningaþvættismál. Embætti ríkis- lögreglustjóra neitar því að lögboð- in tilkynning hafi borist og Jón Ger- ald kveðst aldrei hafa verið kallaður til skýrslutöku vegna málsins. Ríkis- lögreglustjóri fór fram á að embætti ríkissaksóknara rannsakaði málið. Valtýr Sigurðsson ríkissaksókn- ari brást við erindinu með því að senda Landsbanka Íslands hf. (gamla Landsbankanum) bréf þar sem spurt er nokk- urra spurninga um meðferð málsins og hvort bankinn hafi sinnt lagaskyldum um að tilkynna grun um peninga- þvætti. DV er ekki kunnugt um hvaða bréf það voru sem Jón Gerald bauð. Um var að ræða ríkis- skuldabréf tengd olíuiðnaði í land- inu. Það útilokar ekki að um hafi verið að ræða skuldabréf útgefin af Bandagro-bankanum sáluga. Hann var upprunalega búnaðarbanki og að hluta í ríkiseigu. Sneru við blaðinu Bandagro-málið má rekja aftur til ársins 1981. Löngu eftir að bankinn var gerður upp keypti hópur fjár- festa í Panama skuldabréf Bandagro að nafnvirði um 120 milljarða króna. Kröfuhafar, sem innleysa vilja bréf- in nú, krefjast hins vegar allt að 700 milljarða króna. Ríkislögmaður Ven- esúela fullvissaði fjárfestana um að bréfin væru gild og innleysanleg í október árið 2003. Hópur fjárfesta í Ohio í Bandaríkj- unum keypti hluta bréfanna í apríl árið 2004 af fjárfestunum í Panama. Þeir höfðu einnig efasemdir en töldu sig hafa nægilegar tryggingar með 40 blaðsíðna áliti frá ríkislög- manni Venesúela. Fjárfestarn- ir í Ohio sitja nú uppi með sárt enn- ið og telja að stjórn- völd í Ven- esúela hafi gengið bak orða sinna. Þeir skutu málinu því til dómstóla í Ohio í ágústmánuði árið 2006 og gefa ríkisstjórn Venesúela að sök að hundsa fyrri ákvarðanir sínar um að ábyrgjast greiðslur. Dularfull bréf og peningaþvætti Í apríl 2007 vörpuðu stjórnvöld í Venesúela sprengju. Þau lýstu því yfir að ríkislögmaður hefði þegj- andi og hljóðalaust skipt um skoð- un í desember 2003, aðeins tveimur mánuðum efir að hafa gefið út fyrstu yfirlýsingu sína vegna fjárfestanna í Panama. Yfirlýsingin fól í sér að skuldabréfin væru í raun svikin og því ógild. Málatilbúnaður fjárfestanna gengur því út á að sýna fram á að stjórnvöld í landinu séu í raun bundin af fyrstu yfirlýs- ingum sínum um gildi bréf- anna. „Er yfirleitt hægt að treysta stjórnvöldum í Ven- esúela og eiga viðskipti við landið?“ spyrja menn. Það hefur ekki bætt stöðuna, að Bandagro- skuldabréfin skutu upp kollinum í tengslum við peningaþvættismál í Louisiana árið 2005. Þar hlaut einn maður dóm fyrir að reyna að selja opinberum aðilum skuldbréfin frá Venezúela fyrir um 18 milljarða króna í tilraun sinni til að þvætta hagnað af fíkniefnasölu. SANDKORN n Forsíðufrétt Morgunblaðs- ins á mánudag vakti athygli, kannski ekki einvörðungu fyrir um hvað hún var heldur einn- ig og ekki síður fyrir hvar hún birtist. Þá fjallaði blaðamaður á Morg- unblað- inu, sem er undir stjórn Davíðs Oddssonar, um svoköll- uð ástar- bréfalán viðskipta- bankanna í boði Seðlabankans, sem þá var undir stjórn Davíðs Oddssonar. Niðurstaðan var sú, og stuðst við svör, Más Guð- mundssonar seðlabankastjóra, að Seðlabankinn hefði ekkert gert af sér. En væntanlega hef- ur Davíð staðið við loforð til almennings þegar hann var ráðinn og ekkert komið nálægt þessari frétt. n Annars er það merkilegt við þessa frétt að fjölmiðillinn sem vakti fyrst athygli á ástarbréf- unum og hvernig stóru við- skiptabank- arnir sóttu lán fyrir- hafnarlít- ið í Seðla- bankann var einmitt fyrrnefnt Morgunblað. Þá var Ólafur Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins en blaðamað- urinn sem skrifaði fréttina var Björgvin G. Sigurðsson, þá- verandi yfirmaður viðskipta- blaðamanna á Morgunblaðinu og núverandi aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins. Seðlabank- inn andmælti þá fréttinni en seinna kom í ljós að Mogginn hafði rétt fyrir sér um ástar- bréfin. n Jólahlaðborðið sem séra Gunnlaugur Stefánsson hélt félögum sínum í flugráði, mök- um þeirra og þeim sem aðstoð- uðu ráðið hefur vakið athygli. Enda gjafmildi klerksins mikil þó að hann sendi reikning- inn fyrir kvöldverðinn að vísu á ríkissjóð. Annað er athyglis- vert í þessu en það er skipun séra Gunnlaugs í formennsku í flugráði. Ráðinu ber að fjalla um flugmál, samgönguáætlan- ir og rekstur Flugmálastjórnar auk þess að yfirfara gjaldskrár. Einhverjir eiga erfitt með að sjá sérfræðiþekkingu prestsins á þessum sviðum, fyrir utan auð- vitað að vera einn af fulltrúum himnaföðurins á jörðu niðri, en því má ekki gleyma að hann var eitt sinn þingmaður og því ör- ugglega fær í flestan sjó þegar kemur að nefndarsetum. 8 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 FRÉTTIR Ó dý ra ri sm ur st öð o g ve rk st æ ði H el lu hr au n 4 | 2 20 H af na rfi rð i | S ím i: 56 5 44 40 Skuldabréf frá Bandagro, ríkisbankanum í Venesúela, eru ein helsta uppspretta rannsókna og málarekstrar fyrir dómstólum í alþjóðlegum heimi fjármálanna á síð- ari árum. Bankinn var gerður upp fyrir löngu. DV hefur ekki upplýsingar um hvort Bandagro-bréfin voru boðin Landsbankanum árið 2006. RÁÐGÁTAN UM SKULDA- BRÉFIN FRÁ VENESÚELA Fjárfestarnir sitja nú uppi með sárt ennið og telja að stjórnvöld í Venesúela hafi gengið bak orða sinna. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Skortur á trausti Hugo Chavez, forseti Venesúela, glímir við trúverðugleikavanda á alþjóðlegum fjármálamarkaði, meðal annars vegna grunsamlegra skuldabréfa Bandagro- bankans sem fyrir löngu var gerður upp. Ríkissaksóknari Valtýr Sig- urðsson hefur sent Landsbanka Íslands hf. (gamla bankanum) bréf þar sem hann spyrst fyrir um 30 milljarða skuldabréf sem bankanum voru boðin til umsýslu árið 2006. Bréfin þóttu grunsam- leg og tilkynna hefði átt þann grun til ríkislögreglustjóra. Miami Jón Gerald Sullenberger bauð skuldabréf frá Venesúela í Landsbankanum fyrir þriðja aðila sem búsettur er í Miami. Borgin hefur lengi verið miðstöð viðskipta Banda- ríkjamanna við Suður Ameríku, einnig ólöglegra viðskipta. Jón Gerald Sullenbeger Kynnti viðskiptamöguleika með bréfin í Lands- banka Íslands árið 2006 en segist ekkert hafa komið nálægt málinu að öðru leyti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.