Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 FRÉTTIR Jóhannes Atlason, íþróttakennari í Breiðholtsskóla, fyrrverandi leikmað- ur og síðar þjálfari íslenska landsliðs- ins í knattspyrnu, stýrði sínum síð- asta Tarsan-leik í skólanum fyrir jólin. Áratuga löng hefð er fyrir því í Breið- holtsskóla að í síðasta leikfimitíman- um fyrir jól, fari strákarnir í sérstakan Tarsan-leik. Nú fyrir jólin stýrði Jó- hannes leiknum fertugasta árið í röð, en hann hættir að kenna eftir þetta skólaár. Fjörutíu árgangar stráka sem eru aldir upp í Neðra-Breiðholti hafa farið í Tarsan-leikinn í síðasta tíman- um fyrir jól hjá Jóhannesi. Fastur liður „Ég hef haft þá sérstöðu að ég tók við strákunum þegar þeir voru 6 ára og skilaði þeim 16 ára. Það var enginn annar íþróttakennari en ég. Það voru bara Jóareglur og allir vissu að hverju þeir gengu,“ segir Jóhannes. Hefur leikurinn eitthvað breyst í gegnum árin? „Nei ekki neitt. Hon- um var stillt upp svona fyrir 40 árum, hann er eins í dag og við notum sömu áhöld og þegar við byrjuðum. Þetta er sami leikur og maður var sjálfur í sem barn í skóla. Vegna þess hversu vin- sæll leikurinn er höfum við haft hann einu sinni á ári. Þetta er bara jólaleik- urinn og það er alltaf mikil spenna. Ég held að strákarnir telji frekar nið- ur til Tarsan-leiksins en jólanna. Um daginn fékk ég hringingu frá einni mömmu, sem þurfti að fara með son sinn til læknis. Strákurinn var búinn að segja mömmu sinni að hann færi ekki til læknis ef Tarsan-leikurinn væri í dag.“ Ólátabelgir Arnor Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, var í Breiðholtsskóla frá árinu1970. Hann man vel eftir Tarsan-leikjunum „Ég man að menn voru misjafnlega á sig komnir, sumir í meiri holdum en aðrir, þannig að þetta var erfiður tími. Jóhannes var góður en strangur kennari. Þegar menn voru með læti í búningsklefa fyrir leikfimi tók hann þann sem var með mestu lætin föst- um tökum. Við höfum oft rifjað þetta upp félagarnir, það var alltaf gaman í leikfimi hjá honum. Síðan lágu leiðir okkar saman seinna þegar ég var með hann sem landsliðsþjálfara,“ segir Arnór. Tarsan-leikurinn í steggjun Nokkrum árum seinna var annar landsþekktur náungi mættur til Jó- hannesar. „Þetta var alltaf í síðasta tímanum fyrir jól. Þá fór maður í Tars- an-leikinn, þetta var bara hluti af jól- unum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, jafnan kallaður Sveppi. „Jóhannes var svona gæinn sem ól okkur strákana upp. Ef við sát- um ekki stilltir inni í búningsklefa og búnir að setja handklæði yfir fötin og komin dauðaþögn í klefann fengum við ekki að fara inn í salinn. Þetta var eini staðurinn sem maður var með allt á hreinu. Þegar Tarsan-leikurinn fór fram vorum við alltaf mættir tím- anlega. Þá vildi maður ekki missa af mínútu. Ég ólst upp við að þessi leik- ur væri í öllum grunnskólum, en svo fór ég á að ræða við jafnaldra mína úr öðrum skólum og þá reyndist það ekki vera. Leikurinn gekk út á að stilla upp öllu í íþróttahúsinu, hestum, dýnum og köðlum. Svo var maður með band á sér, Tarsan var með rautt band og allir hinir með grænt band. Sá sem náði að safna flestum bönd- um var Tarsan, en sá sem safnaði fæstum böndum var gúmmí-Tarsan.“ Minninginn um þennan sérstaka leik lifir sterkt hjá Sveppa og æskufé- lögum og hefur Jóhannes nokkrum sinnum verið kallaður út af gömlum nemendum til að stýra Tarsan-leik. „Fyrir nokkrum árum síðan gifti vin- ur minn sig og þegar við vorum að steggja hann fengum við Jóa til að stýra Tarsan-leiknum eins og í gamla daga,“ segir Sveppi. Jóhannes Atlason hefur kennt íþróttir í Breiðholtsskóla í 40 ár. Í síðasta íþróttatímanum fyrir jólafrí fara krakkarnir alltaf í sérstakan Tarsan-leik í íþróttahúsinu sem hefur haldist nákvæmlega eins öll þessi ár. Þetta er síðasta árið sem Jóhannes stjórnar Tarsan-leiknum. TARSAN-LEIKUR Í 40 ÁR FYRIR JÓLIN VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Jóhannes Atlason Búinn að standa vaktina í Breiðholtsskóla í 40 ár og stýra Tarsan-leiknum. MYND SIGTRYGGUR ARI Tarsan Strákarnir leysa ýmiskonar þrautir og gengur leikurinn út á að safna bönd- um. Sá sem nær flestum böndum fær titilinn Tarsan, en sá sem nær fæstum böndum endar sem gúmmí-Tarsan. MYND SIGTRYGGUR ARI holabok.is FRÁBÆRAR BÆKUR! Óborganlegar sögur af Eyjaskeggjum - hvað annað? Skrautlegt og skemmtilegt jólaföndur. Hvaða synd drýgði væntanlegur ökukennari? Bráðskemmtileg ævisaga. Hér fara margir á kostum, t.d. Púlli, Jens Guð og Gurrí Haralds. Mögnuð bók; greinir frá þróun kafbáta, hernaðarlegri snilld, mistökum og mannfórnum. Sagnameistarinn Jón Böðvarsson er í miklum ham og segir hér margar óborganlegar sögur. Íslenskar draugasögur, alls ekki ætlaðar viðkvæmum sálum. Gamansögur af Árnesingum og hér slapp enginn sem hafði eitthvað til málanna að leggja. Eitt af snilldarverkum Antony Beevor og tvímælalaust besta bókin um Spænska borgarastríðið. Sögur af sviðinu og baksviðs og jafnframt að stórum hluta saga djass- og dægurlagatónlistar á Íslandi. Einstakar lífsreynslusögur „Stórfróðleg viðtöl og ánægjuleg aflestrar.” Jón Þ. Þór, DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.