Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 FRÉTTIR HJÁLPA ÖÐRUM UM JÓLINFjöldi Íslendinga ver jólunum ár hvert fjarri heimili sínu til þess að aðstoða þá sem minna mega sín. Oftar en ekki starfar þetta fólk í sjálfboðavinnu bæði hér heima og erlendis. Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC barnahjálpar: Jólamaturinn með 2.000 börnum „Þetta var gífurleg upplifun,“ seg- ir Guðrún Margrét Pálsdóttir, for- maður og einn af stofnendum ABC barnahjálpar. Guðrún eyddi jólun- um árið 2006 úti á Indlandi á Heim- ili litlu ljósanna. „Það var alveg ótrúlega einstakt að borða jólamat- inn með 2.000 börnum undir ber- um himni.“ Eiginmaður Guðrúnar og tvö elstu börn þeirra voru einnig með í för. „Þau voru þá 18 og 16 ára en við eigum svo tvö yngri börn sem voru þá fjögurra og átta ára og voru heima hjá ömmu og afa á meðan.“ Þó svo að hindúar fagni sín- um jólum í janúar var haldið upp á kristin jól á Heimili litlu ljósanna þar sem fjölskyldan starfaði yfir jól- in. „Við vorum með hlaðborð og það kom endalaust af börnum í röðina í alls kyns lituðum fötum og svo sátum við eins og ég segi þarna undir berum himni. Það var ótrú- lega falleg og einstök upplifun.“ Guðrún, sem er oft ein á ferð, segist lítið finna fyrir söknuði þeg- ar hún er á ferðum sínum um heim- inn. „Þegar maður er á svona stað þá gleymir maður öllu öðru. Það er eins og maður sakni einskis. Það er svo margt að innbyrða og upplifa.“ Guðrún hefur einnig heimsótt Úg- anda, Keníu og Bangladesh svo eitt- hvað sé nefnt. Fyrir rúmum 20 árum var Guð- rún á ferð um heiminn en þá kvikn- aði hugmyndin að ABC barnahjálp. Hún ferðaðist þá víða í heimsreisu og eyddi til dæmis jólunum í Mexí- kó. „Það voru reyndar svolítið ein- manaleg jól. Maður fann lítið sem ekkert fyrir því að það væri jól.“ Síðan samtökin voru stofnuð 1988 hefur Guðrún nánast sam- fleytt gegnt stöðu formanns eða framkvæmdarstjóra. Hún seg- ir fjölda fólks, og þar á meðal sig sjálfa, starfa í sjálfboðavinnu á veg- um samtakanna og að starfið gangi vel þótt ástandið hafi sett strik í reikninginn. „Við fáum í krónum sömu upphæð og við höfum ver- ið að fá undanfarið ár. En gengið hefur veikst svo mikið að það hef- ur dregið verulega úr getu okkar er- lendis. Sem er mjög erfitt þegar við erum með 12.000 börn sem við sjá- um fyrir á daglegum grunni.“ Fólk sem vill leggja ABC lið getur feng- ið nánari upplýsinginar á abc.is en þar er einnig hægt að finna barn sem vantar stuðning. asgeir@dv.is Það er ekkert betra en þetta Vilhjálmur Svan, umsjónar- maður Kaffistofu Samhjálp- ar í Borgartúni, gerir ráð fyrir því að gefa yfir fimm hund- ruð máltíðir yfir jólahátíðina. Hann hefur opið alla daga hátíðarinnar þar sem boðið verður upp á hádegisverð. Á aðfangadag verður bayonne- skinka á boðstólum, ham- borgarhryggur á jóladag og hangikjöt á annan í jólum. Allur mat fæst gefins frá fjölda fyrirtækja og hið sama á við um drykkjarföng. Vilhjálm- ur segir enga tilfinningu betri en þá að gefa fátækum mat að borða. „Við verðum með mat í hádeginu alla dagana og auð- vitað skötu á Þorláksmessu. Ég hef fundið mjög mikið þakklæti út af jólamatnum yfir hátíðarnar og Kaffistofan hefur fengið mikinn meðbyr,“ segir Vilhjálmur. „Ég hef sjálfur verið að vinna yfir öll jólin og svo hef ég fengið góða sjálfboðaliða með mér. Þeim er ég mjög þakklátur. Það er ekkert betra en að geta gefið fátækum og svöngum að borða. Það er síðan enn þá betra að geta gefið matinn yfir jólinn. Það er einfaldlega frábært.“ trausti@dv.is Vilhjálmur Svan, umsjónarmaður Kaffistofu Samhjálpar, býður fátækum í mat um jólin: Guðrún Margrét Pálsdóttir Frumkvöðull í hjálparstarfi á Íslandi. Heimili litlu ljósanna Myndin er tekin skömmu fyrir jól á heimavist eldri stúlknanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.