Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 23
Hver er maðurinn? „Jóhann Ævar
Grímsson, einn af handritshöfundum
Vaktanna og Bjarnfreðarsonar. Þessi
sem sést aldrei í mynd.“
Hvaðan ertu?„Bara úr Mosó, en á
ættir að rekja til norðurs og vesturs.“
Hver er fyrsta minning þín úr
æsku? „Þegar ég drukknaði næstum
sem barn í heitum potti. Langaði
nefnilega svo mikið til að klappa
brunnklukku sem labbaði í mestu
makindum á vatnsyfirborðinu.“
Hver er eftirminnilegasta bók
sem þú hefur lesið? „Ég, Kládíus
eftir Robert Graves. Les hana aftur
reglulega.“
Hver er eftirminnilegasta
kvikmynd sem þú hefur séð?
„Þær eru svo sjúklega margar, en sú
eftirminnilegasta sem ég hef séð
nýverið er vitaskuld Bjarnfreðarson.“
Myndirðu gera upp á milli
Vaktaseríanna ef þú yrðir neydd-
ur til þess? Og hverja myndirðu
þá velja sem þína uppáhalds?
„Ég myndi hiklaust gera upp á milli
þeirra, en gallinn er sá að þær hafa
allar eitthvað mismunandi uppá-
halds við sig.“
Hvor er fyndnari Jón Gnarr eða
Pétur Jóhann? „Mér finnst þeir
ekkert sérlega fyndnir. Fjörundur er
maðurinn! (Þú leggur bara inn á mig
þegar þér hentar, Jöri minn.)“
Hvaða erlendi handritshöfundur
er í mestum metum hjá þér? „Rod
Serling, sem bjó til og skrifaði
þorrann af gömlu Twilight Zone-
þáttunum.“
Heldurðu að líf þitt verði svolítið
tómlegt að lokinni frumsýningu
Bjarnfreðarsonar? „Já, maður
kveður þessar persónur og þennan
heim með miklum söknuði. En hætta
ber leik þá hæst hann stendur og allt
það. Hver veit síðan hvort við
strákarnir finnum upp á einhverju
nýju og fallegu í fjarlægri framtíð.“
Hvað ertu að skrifa þessa
dagana? „Ég er að pússa til handrit
að sjónvarpsseríu sem heitir
Betlihem. Sjáum hvað verða vill.“
HVAÐ ER Í JÓLAMATINN HJÁ ÞÉR?
„Það er lambalæri og hefur alltaf verið.
Mér finnst það alveg ómissandi og vil
ekkert annað. Það fylgir aðfangadegin-
um.“
HÓLMFRÍÐUR RUT GUÐMUNDSDÓTTIR
19 ÁRA NEMI
„Það er hamborgarhryggur eins og
venjulega. Við höfum prófað
lambahrygg og kalkún en hamborgar-
hryggurinn er bestur.“
EINAR VALSSON
48 ÁRA BÍLSTJÓRI
„Hjá mér verður hamborgarhryggur,
líkt og hefur alltaf verið. Það breytist
aldrei enda engin ástæða til.“
SNORRI GUÐMUNDSSON
49 ÁRA FRAMKVÆMDASTJÓRI
„Ég elda ekki heima heldur er mér boðið
í mat. Ég fer til dóttur minnar en veit
ekki hvað verður í matinn. Það verður
spennandi og ég hlakka mikið til.“
SIGURÐUR KRISTINN HERMUNDARSON
65 ÁRA RITSTJÓRI
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
Kvikmyndin Bjarnfreðarson verður
frumsýnd annan dag jóla. Leikstjóri
og aðalleikarar eru handritshöfundar
myndarinnar og Vaktaseríanna ásamt
manni að nafni JÓHANN ÆVAR
GRÍMSSON sem lítið hefur fengið
að baða sig í sviðsljósinu. Baðferð í
heitum potti varð Jóhanni hins vegar
næstum að aldurtila í æsku.
DRUKKNAÐI NÆSTUM
Í HEITA POTTINUM
„Við erum boðin í jólamatinn og viljum
helst fá lambahrygg. Ég er viss um að
við fáum eitthvað mjög gott í matinn
hjá syninum og tengdadóttur.“
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
66 ÁRA EFTIRLAUNAÞEGI
MAÐUR DAGSINS
Afdrifaríkustu pólitísku mistökin
sem gerð voru á því ári sem nú er
senn liðið voru gerð á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins.
Mistökin fólust í þeim afleik
Bjarna Benediktssonar, nýkjörins
formanns, að bjóða ekki heima-
stjórnararminum birginn. Nýi for-
maðurinn skynjaði ekki sinn vitjun-
artíma þótt svo grasrótin í flokknum
hefði undir handleiðslu Vilhjálms
Egilssonar lagt fram merka skýrslu
um endurreisn og uppgjör. Hann
skynjaði ekki þá sögulegu nauðsyn
flokksins að gera með róttækum og
heiðarlegum hætti upp við fortíð-
ina. Samt blasti forskriftin að upp-
gjörinu við honum í endurreisnar-
skýrslunni: „Sjálfstæðisflokkurinn
hefði átt að koma á sterkari um-
ræðuhefð í grasrótinni. Flokkurinn
verður að hlusta á baklandið og má
ekki veigra sér við að ræða eldfim
mál áður en í óefni er komið.“
Davíð Oddsson, brottrekinn
seðlabankastjóri, sté í ræðustól á
landsfundinum, úthúðaði Vilhjálmi
Egilssyni, hraunaði yfir tugi skýrslu-
höfunda, sagði skýrsluna einskis
virði og kvaðst sjá eftir trjánum sem
farið hefðu í að gefa hana út.
Nýja flokksforystan hefur ekki
staðið í lappirnar síðan. Hún er á
valdi fortíðararms Davíðs sem á
haustmánuðum varð ritstjóri Morg-
unblaðsins.
Átakahefðin nær völdum
Áratugum saman innræktaði Sjálf-
stæðisflokkurinn klíkustjórnmál,
tók stjórnkerfi þjóðarinnar herfangi
og lét það þjóna sér-
hagsmunum vildarvinanna með
flokksskírteinin. Í stað þess að gera
í auðmýkt upp við þessa fortíð og
hefja siðferðilega endurreisn lætur
flokkurinn ófriðlega.
Vonir um að skapa þverpólitíska
samstöðu um úrræði og endurreisn
eftir bankahrunið voru litlar frá
upphafi. Til þess var ábyrgð Sjálf-
stæðisflokksins á bankahruninu of
mikil og ýfingarnar milli hans og
Samfylkingarinnar of áberandi.
Þegar kjósendur refsuðu Sjálf-
stæðisflokknum með sögulegum
hætti í þingkosningum í maí síðast-
liðnum var útséð
um vilja Sam-
fylkingarinn-
ar og VG til
samvinnu við
Sjálfstæðis-
flokkinn.
Hið undar-
lega gerðist að
refsing kjósend-
anna birtist í af-
neitun og for-
herðingu
flokksforystu
Sjálfstæðis-
flokksins.
Und-
ir forystu
Bjarna Benediktssonar hefur flokk-
urinn fjarlægst allt sem heitið gæti
innra uppgjör og endurreisn. Þvert
á móti hefur flokkurinn beinlínis
einbeitt sér að því að forðast slíkt
uppgjör þótt svo að formaðurinn
heiti því að galopna flokkinn. Hann
einbeitir sér að gamalkunnum
átakastjórnmálum. Harður kjarni
LÍÚ styður fallinn foringjann í Há-
degismóum og hefur í hótunum við
sveitarstjórnir sem leyfa sér að setja
spurningamerki við kvótakerfið.
Bjarni og Sjálfstæðisflokkur-
inn stunda átakastjórnmál í Icesa-
ve-málinu. Samt vita allir hugs-
andi menn að snemma þann dag
sem Sjálfstæðisflokkurinn kæmist
til valda samþykkir hann Icesave-
skuldbindingarnar umsvifalaust.
Bjarni formaður, sem svo mildi-
lega talaði um að kanna þyrfti kosti
og galla þess að ganga í Evrópusam-
bandið, hefur nú snúist gegn slík-
um áformum og boðar nánast sömu
forherðingu sérhags- munanna
og einangrun-
arhyggjunn-
ar og tíðkaðist
í stjórnartíð
Davíðs Odds-
sonar frá ár-
inu 1995 þegar ekki mátti einu sinni
ræða Evrópumál.
Undir merkjum átakastjórnmála
er einnig lítil von til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn nái samkomulagi
við stjórnarflokkana um nauðsyn-
legar breytingar á skattkerfinu í erf-
iðu árferði.
Uppgjöri slegið á frest
Sjálfstæðisflokkurinn þarf foringja
sem hefur þrek til að flytja flokks-
mönnum vondar fréttir. Afneitun-
in og meðvirknin kemur flokknum í
koll. Niðurstöður rannsóknar á að-
draganda og orsökum bankahruns-
ins munu leiða þetta fram.
Þessi stjórnlyndi forsjárhyggju-
flokkur, sem leitt hefur þjóðina 80
prósent tímans frá stofnun lýðveld-
isins, þarf innra uppgjör og eigin
umskipti.
Vel má vera að sjálfstæðismönn-
um líki illa samlíking við sovéska
kommúnistaflokkinn. Það verð-
ur svo að vera. En rétt eins og Gor-
bastjov hafði á níunda áratugnum
kjark til að breyta kommúnista-
flokki Sovétríkjanna innan frá und-
ir merkjum Glasnost með opnara og
gagnsærra þjóðfélag og aukið tján-
ingarfresli að leiðarljósi, þarf Sjálf-
stæðisflokkurinn sitt Glasnost nú.
Sjálfstæðisflokkurin þarf sinn
Krustsjov sem árið 1956 gerði á
landsfundi kommúnistaflokksins
upp við fortíð flokksins og valda-
tíð Stalíns.
Formaður Sjálfstæðis-
flokksins verður að hafa þrek
til að vinna sambærileg verk.
Það væri góð byrjun á
nýjum íslenskum stjórn-
málum.
Afneitunin og refsing kjósenda
MYNDIN
Skoðað í glugga fyrir jólin Mikið hefur verið að gera hjá starfsfólki í búðum síðustu daga. Heldur var þó rólegt í Bankastræti um kvöldmatarleytið á þriðjudag, tveimur
dögum fyrir jól. MYND RÓBERT
KJALLARI
UMRÆÐA 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 23
JÓHANN
HAUKSSON
Harður kjarni LÍÚ styður
fallinn foringjann í
Hádegismóum og hefur
í hótunum við sveitar-
stjórnir sem leyfa sér að
setja spurningamerki við
kvótakerfið.
blaðamaður skrifar