Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 27
okkur í þessu árferði að vera þakklát fyrir það sem við eigum og að passa okkur á græðginni. Og umfram allt að vera góð við hvort annað.“ Eggert fer á kostum Þjóðleikhúsið setti söngleikinn upp fyrir tuttugu árum við frábærar við- tökur. Þórhallur „Laddi“ Sigurðsson fór þar með hlutverk Fagins, gyð- ingsins aldna sem kennir munaðar- lausum drengjum að draga fram lífið með þjófnaði, og fékk feikilegt lof fyr- ir. Eggert Þorleifsson túlkar Fagin að þessu sinni og er á Selmu að heyra að hann gefi Ladda lítið sem ekkert eftir. „Eggert er auðvitað frábær leikari og ég hef alltaf verið mikill aðdáandi hans.Hann fer náttúrlega á kost- um eins og hans er von og vísa. Fag- in er heldur ekki einfaldur karakter því hann er bæði stórhættulegur og slyngur, en á það svo til að vera húm- orískur og að slá á létta strengi við strákagengið sitt. En hann er græð- gin uppmáluð.“ Bæði hlutverk Olivers og Hrapps eru leikin af tveimur drengjum þar sem álagið er mikið. „Það mæð- ir mikið á þessum drengjum, Oliver er til að mynda inni á sviðinu nánast allan tímann. Þess vegna er nauð- synlegt að hafa tvöfalt „kast“ á þeim, til dæmis ef annar strákanna myndi veikjast,“ segir Selma en drengirnir sem svo mikið mæðir á heita Ari Ól- afsson og Sigurbergur Hákonarson. Hvíld fram undan Sýnt er ört yfir hátíðarnar vegna mik- illar eftirspurnar en Selma segir að- spurð það þó ekki valda því að jól- in fari framhjá sér. „Nei nei, maður bara undirbýr sig vel fyrirfram. Mað- ur þarf auðvitað að taka út nokkra stressdaga, kaupa í matinn, þrífa og pakka inn og slíkt, en ég var bara búin að þessu flestu fyrir mestu törn- ina. Ég er nefnilega mikið jólabarn og vil síður missa af jólunum.“ Næstu skref hjá Selmu í leikhús- verkefnum eru óráðin. Hún sjálf sé eiginlega næst á dagskrá. „Ég er ekki búin að ákveða neitt með næstu skref. Ég ætla fyrst og fremst að hvíla mig á næstunni, byrja í ræktinni og huga að sjálfri mér.“ kristjanh@dv.is M Æ LI R M EÐ ... SAGA AKUREYRAR - V. BINDI EFTIR JÓN HJALTA- SON Sannkallað stórvirki. VIGDÍS - KONA VERÐUR FORSETI EFTIR PÁL VALS- SON Lipur bók sem eykur skilning á persónu Vigdísar og þjóð hennar. AVATAR Stórmynd sem fólk verður að sjá í bíó. PENINGARNIR SIGRA HEIMINN EFTIR NIALL FERGUSON Aðgengilegur inngangur að virkni og sögu peninga. FLÓTTINN MIKLI MEÐ MORÐ- INGJUNUM Frábær plata hljómsveitar í framþróun. FÓKUS 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 27 Vel vandað heimildasafn LAUGARDAGUR n Party Zone Party Zone ´95 kvöld verður haldið á annan í jólum. Eitthvað afar sérstakt gerðist þegar Party Zone ´95 kvöldið var haldið á Jónsmessunótt fyrr á þessu ári, það gjörsamlega varð allt vitlaust þegar plötusnúðar Tunglsins og Rósenberg á árunum 1990-1995 spiluðu vínylplötur þess tíma, og því verður leikurinn nú endurtekinn. Margeir, Árni E., Maggi Lego og Frímann eru á meðal þeirra sem stað- fest hafa þátttöku sína. Staðsetning er ekki komin á hreint þegar þetta er skrifað en verður auglýst vandlega. Miðaverð 2.500 krónur, miðasala á midi.is. n Í svörtum fötum á Spot Þú veist hvernig Jónsi í Í svörtum fötum er þegar hann er í góðu skapi. Það er hins vegar ekkert miðað við hvernig hann er þegar hann er í jólaskapi. Ekki missa því af tónleikum Jónsa og félaga á Spot í Kópavogi annan í jólum. Öllu verður tjaldað til og mega gestir eiga von á ýmsum óvæntum uppákomum. Miðaverð 1.800 krónur, miðasala á staðnum frá klukkan 22. n Jólahátíð Kölska Hljómplötuútgáfan Kölski heldur Jólahátíð Kölska á Sódóma Reykjavík, 26. desember. Fram koma hljómsveit- irnar Dikta og Ourlives, sem báðar gáfu út plötur hjá Kölska á árinu, en einnig hinar stórskemmtilegu sveitir, Agent Fresco og Vicky. Miðaverð 1.500 krónur, miðasala á midi.is. SUNNUDAGUR n Söngvaseiður og svakamál Það er sunnudagur á milli jóla og nýárs og því má kannski ætla að lítið sé um að vera. Þó má finna sitthvað. Til dæmis er nóg um að vera í Borgarleikhúsinu í dag og kvöld þar sem Söngvaseiður verður sýndur klukkan 14 og 19. Þessi vinsælasti söngleikur ársins hefur verið sýndur á Stóra sviðinu fyrir fullu húsi frá því síðastliðið vor en hann kveður í lok janúar. Í Borgarleikhúsinu í kvöld er einnig sýning á gamanleiknum Harrý og Heimi þar sem þrír Spaugstofu- bræðra leysa svakamál með sínum einstaka hætti. n Munaðarleysingjar og silfur- fiskur Eins og lesa má í viðtalinu hér á opnunni verður söngleikurinn Oliver! frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleik- hússins annan í jólum. Það þýðir ekki að aðstandendur sýningarinnar geti tekið því rólega daginn eftir frumsýningardag því tvær sýningar verða á söngleiknum sunnudaginn 27. desember. Auk þess verður ein sýning á Sindra silfurfiski sem sýndur er í Kúlu Þjóðleikhússins. n Opin söfn Flest söfn borgarinnar eru líka opin í dag á venjubundnum opnunartíma. Sjá til dæmis um opnunartíma Lista- safna Reykjavíkur og Íslands annars staðar á opnunni og á heimasíðum safna eins og Þjóðminjasafns Íslands (natmus.is), Hafnarborgar (hafnar- borg.is), Listasafns ASÍ (listasafnasi.is) og Listasafnsins á Akureyri (listasafn. akureyri.is). Hvað er að GERAST? BANKSTER EFTIR GUÐMUND ÓSKARSSON Haganlega saman- sett skáldsaga um barlóm atvinnu- lauss bankamanns. Knattspyrnusamband Íslands fékk blaðamanninn Skapta Hall- grímsson til þess að rita sögu bik- arkeppni KSÍ í fimmtíu ár en þessi merka keppni átti fimmtíu ára af- mæli í haust. Hefur verið í gangi mikil heimildarvinna og er nú komin út bókin Bikardraumar. Í henni er saga bikarkeppninnar rak- in í þaula og hver úrslitaleikur karla og kvenna frá upphafi gerður upp með texta, myndum og tölfræði. Bókin er mjög vegleg, einar 367 blaðsíður, og með henni fylg- ir DVD-diskur þar sem rennt er yfir bikarkeppnina með leiðsögu íþróttafréttamanns RÚV. Hún er algjört heimildarmeistaraverk og ómetanleg sem slíkt. Auðvitað eru ljósmyndir til frá öllum leikjunum, allt frá 1959, en að hafa umsagnir um alla leikina, myndir af þeim frá gamla Melavellinum, liðsuppstill- ingar, markaskor, dómara og áhorf- endafjölda allt á sama stað er, eins og áður segir, ómetanlegt. Bókin sem slík er ekkert konfekt í lestri. Skapti er þaulreyndur blaða- maður og fær penni en eðli málsins samkvæmt er mikið af upptalningu í bókinni. Reyndar óheyrilegt magn þar sem saga sérhvers bikarmeist- ara hvers árs er sögð. Fyllt er svo upp í með textabrotum úr dagblöð- um og stuttum viðtölum við menn sem léku leikina eða voru á staðn- um. Verður því textinn oft meira eins og úttekt á bikarkeppninni heldur en heilsteypt bók. Gífurlega vel er þó vandað til verks í öllu varðandi bókina. Ljós- myndirnar fá að njóta sín og til að brjóta hana aðeins upp eru dregnar inn í sérstök box skemmtilegar sög- ur frá hverjum úrslitaleik. Það lífgar mikið upp á bókina. Bikardraum- ar er vel vandað heimildasafn sem auðvelt er að mæla með fyrir alla knattspyrnuunnendur. Ef liðið þitt hefur orðið bikarmeistari er þessi bók eiginlega skyldueign. Tómas Þór Þórðarson Heimildalegt þrek- virki sem inniheldur bæði ómetanlegar og skemmtilegar upplýs- ingar. BIKARDRAUMAR - SAGA BIKARKEPPNINNAR Í KNATTSPYRNU Í HÁLFA ÖLD Höfundur: Skapti Hallgrímsson Útgefandi: KSÍ BÆKUR OLIVER! - aðstandendur sýningarinnar Höfundur: Lionel Bart Þýðing: Þórarinn Eldjárn og Jóhann G. Jóhannsson Leikstjóri: Selma Björnsdóttir Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Danshöfundur: Aletta Collins Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: María Ólafsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson Aðalleikarar: Ari Ólafsson, Arnar Jónsson, Álfrún Helga Örnólfs- dóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Bergþór Pálsson, Edda Arnljóts- dóttir, Eggert Þorleifsson, Esther Talía Casey, Friðrik Friðriksson, Ívar Helgason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurbergur Hákonarson, Tryggvi Björnsson, Valgeir Hrafn Skagfjörð, Valur Freyr Einarsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórir Sæmundsson og Þórunn Lárusdóttir. Kennir okkur að varast græðgina Selma Björnsdóttir Las Oliver Twist á unga aldri og segir söguna hafa grætt sig. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.