Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 JÓLABLAÐ Ég var sjálf orðin afar þreytt á því að sjá myndir af mér í blöðum og tímaritum. Ég minnist þess frá emb- ættistíð minni að þegar ég mætti á skrifstofuna á morgnana og fór að líta í dagblöðin, þá sagði ég oft við sjálfa mig: Æ – það vona ég að það sé ekki mynd af mér í þessum blöðum. En vel á minnst, fjölmiðlar. Þegar ég hugleiddi framboð mitt árið 1980 var stóra spurningin í huga mínum hvernig og hvort ég gæti verndað dóttur mína fyrir öllu því umstangi og þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem fram- boðið og jafnvel embættið hefðu í för með sér. Og þetta er kannski dæmi- gerðara fyrir afstöðu karla og kvenna þegar opinber trúnaðarstörf og fjöl- miðlar eiga í hlut. Ég hafði lengst af mestar áhyggj- ur af því hvernig Ástríði reiddi af við þessar aðstæður og hvort fjölmiðlar virtu einkalíf okkar. Og það verð ég að segja, íslenskum fjölmiðlum til mik- ils hróss, að undantekningalaust voru þær áhyggjur ástæðulausar.“ Telur þú að embætti forseta Íslands eigi að njóta einhverrar tiltekinnar friðhelgi af hálfu fjölmiðla, umfram önnur opinber embætti? „Nei! Engan veginn. Forseta Ís- lands má aldrei hefja yfir gagnrýni því hann er fyrst og síðast embættismað- ur þjóðarinnar og störf hans þjónusta við hana. Öll erum við mannleg. Það getur alla hent að gera mistök. En við getum valið milli þess að sópa þeim undir teppið eða viðurkenna þau og læra af þeim. Í þessum síðari kosti er máttur mannsins og opinna samfélaga ekki síst fólginn: að umbera gagnrýni, við- urkenna mistök og læra af þeim. En það fer svo hins vegar alltaf best á því að gagnrýni sé háttvís, mál- efnaleg og vel rökstudd. Sá sem gagn- rýnir getur nefnilega einnig gert mis- tök. Hann þarf að gera það upp við sig hvort hann hefur í huga að benda á það sem betur má fara og rökstyðja sitt mál – eða hvort það búi að baki að níða skóinn af öðrum og upphefja sjálfan sig. Þetta er því ekki spurning um hvort, heldur hvernig staðið er að verki.“ Finnst þér við hæfi að forseta- embættið sé notað í grínþætti eins og Spaugstofuna og Áramótaskaupið? „Enn og aftur snýst málið um það hvernig hlutirnir eru gerðir. Embætti forseta Íslands er í mínum huga mik- ilvægt sameiningartákn þjóðarinnar. Við verðum að hafa það í huga. En þar með er ekki sagt að við eigum að setja þann einstakling sem gegnir embætt- inu upp á stall.“ Sameiningartákn þjóðarinnar Í seinni tíð hefur oft verið bent á þá staðreynd að fyrri forsetar, Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson, hafi í rauninni verið mun pólitískari en almennt og lengi var gert ráð fyrir. Þið Kristján Eldjárn lögðuð hins veg- ar bæði áherslu á mikilvægi þess að embættið væri hafið yfir dægurþras og flokkadrætti. Hefur afstaða þín eitt- hvað breyst í þessum efnum? „Nei! – Og mér þykir vænt um að geta þess að Kristján var mér mikilvæg fyrirmynd. Oft spurði ég sjálfa mig, er ég stóð frammi fyrir erfiðu álitamáli: Hvernig hefði Kristján Eldjárn tekið á þessum vanda? Ég tel það óendanlega mikilvægt að forsetinn sé hafinn yfir það sem þú kallar „dægurþras“ og „flokkadrætti“. Forsetinn er forseti íslenska lýðveld- isins og embættið á því að vera mik- ilvægt sameiningartákn þjóðarinnar. Forsetinn verður að vera forseti allra Íslendinga, óháð skoðunum þeirra, kyni, aðstöðu, sögu og öðrum sér- kennum. Þetta hefur það í för með sér að milli forseta og þorra þjóðarinnar verður að ríkja traust. Traust af þess- um toga er til dæmis mikilvægur þátt- ur í þeim álitamálum sem við höfum verið að ræða, um forsetaembættið og fjölmiðla. Traust af þessum toga er auk þess óendanlega mikilvægt þegar þjóð- in lendir í alvarlegum áföllum. Þetta fann ég best á þeim erfiðu tímum þeg- ar snjóflóðin féllu með skömmu milli- bili á Súðavík og á Flateyri. Þá skipti það mig öllu máli að vera forseti allra Íslendinga og geta komið fram sem slíkur. Við Íslendingar erum dugmikil þjóð og hörð af okkur. Við erum jafn- framt hjálpsöm og rík af samúð þegar á reynir. Okkur er í raun og veru eigin- legt að líta til þess sem sameinar okk- ur, ekki síst þegar á móti blæs. Þess vegna er ég sannfærð um að Íslend- ingar vilji að forsetinn sé forseti þeirra allra og standi fyrir það sem sameinar þá, þrátt fyrir allt þrasið og skoðana- ágreininginn.“ Málskotsrétturinn Mig langar að víkja að málskotsréttin- um og þingræðinu. Ég man að þú lýst- ir því yfir í kosningabaráttunni 1980 að þú værir þingræðissinni. Samt sem áður kom til álita að þú nýttir þér 26. grein stjórnarskrárinnar og synjaðir frumvarpi lagagildi með því að neita að skrifa undir – ekki satt? „Jú, eitt mál kom þar öðrum frem- ur til álita: EES-samningurinn. Deil- an um EES-samninginn 1992 og 1993 var einhver víðtækasta og erfiðasta stjórnmáladeila síns tíma. Ég kynnti mér samninginn í þaula og allt það sem að honum laut, ráðfærði mig við sérfræðinga og fjölda annarra aðila, lagðist undir feld og skoðaði málið frá flestum þeim hliðum sem mér komu í hug. Þetta var eins og að greina flókna stöðu í skák. Ég fann það á samtöl- um mínum við mikinn fjölda fólks að þjóðin var í rauninni klofin í þessu til- finningaþrungna deilumáli. Á endanum skrifaði ég þó und- ir og þar réðu ekki síst hagsmunir og möguleikar íslensks æskufólks til náms í Evrópu. Þetta var óneitanlega sú ákvörðun mín í forsetaembætti sem ég þurfti mest að velta fyrir mér – en ég hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Annað mál sem stundum er nefnt í þessu samhengi var hins vegar byggt á fljótfærni og misskilningi – reyndar svolítið spaugilegt. Þann 24. október 1985 voru liðin tíu ár frá kvennafrídeg- inum mikla sem fékk heimsathygli á sínum tíma. Konur höfðu því ákveð- ið að halda upp á daginn með öðrum fjöldafundum úti um allt land. Ég hafði fyrir löngu ákveðið að sýna íslenskum konum samstöðu þennan dag með því að taka mér frí frá störfum. Aðfaranótt kvennafrídagsins 1985 hafði það svo gerst að Alþingi sam- þykkti bráðabirgðalög sem bönnuðu nýhafið verkfall flugfreyja hjá Flug- leiðum. Ég hafði fengið veður af því að bráðabirgðalög hefði borið á góma en enginn hafði séð ástæðu til að greina mér frá því að þau væru í bígerð. Um klukkan tíu um morguninn kom ráðuneytisstjóri samgönguráðu- neytisins til mín með bráðabirgða- lögin og vildi að ég skrifaði undir þau meðan hann biði. Mér var að sjálf- sögðu óljúft að skrifa undir lög sem beint var gegn hreinni kvennastétt á tíu ára afmæli kvennafrídagsins. Ég greindi því ráðuneytisstjóranum frá því að mér hefði ekki verið tilkynnt um þetta og ég gæti ekki skrifað undir fyrr en ég hefði náð tali af forsætisráð- herra, eins og ég alltaf gerði varðandi öll mikilvæg mál. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra var fjarverandi en stað- gengill hans, Halldór Ásgrímsson, náði ekki að koma til mín á Bessastaði fyrr en rétt fyrir hádegi. Ég sagði hon- um sem var að mér væri óljúft að skrifa undir þessi lög á þessum degi – afmæl- isdegi kvenna í landinu – og spurði hvort það mætti ekki bíða til miðnætt- is. Hann sagði að það væri ekki hægt og hvarf síðan á braut. Ég skrifaði und- ir lögin hálftíma síðar, rétt fyrir klukk- an 13, svo þessi frétt spillti ekki gleði og hátíðarstemmingu kvenna. Þá höfðu blessaðir karlarnir í ríkisstjórninni náð að særa upp slíkan storm í vatns- glasi svo „lá við stórslysi“ eins og leið- ari Morgunblaðsins orðaði það daginn eftir. Þetta er annað dæmi um fjölmiðla- fár sem nánast enginn fótur var fyrir.“ Hvaða þætti máls telur þú, öðr- um fremur, gera undirskrift forseta að álitamáli? „Ég efast um að hægt sé að gefa slíka uppskrift í eitt skipti fyrir öll. Það hvarfla þó að manni þættir er lúta að ítrustu hagsmunum og réttindum þjóðarinnar og sem lúta að helgustu réttindum einstaklinga. Síðan er vert að hafa í huga að lög geta falið í sér ákvarðanir sem eru misjafnlega aftur- kræfar. Í kosningabaráttunni 1980 var ég margbeðin um dæmi þessu lútandi og tiltók þá tvö dæmi sem einhverjum fréttamönnum þóttu þá ansi óraunsæ ef ekki fyndin. Ég gerði það hins vegar að yfirlögðu ráði að hafa dæmin öfga- kennd. Ég sagðist ekki myndu geta skrifað undir það að Alþingi léti land af hendi til erlendra aðila og ég sagð- ist aldrei myndu skrifa undir lög um dauðarefsingu. Ég hef oft hugsað um það síðar að þó einhverjum hafi þótt þessi dæmi óraunhæf á sínum tíma, þá eru þau langt í frá óhugsandi. Annað eins get- ur nú gerst á nokkrum árum – og ann- að eins hefur nú gerst. Hversu ólíklegt þótti ekki bankahrunið fyrir einungis tveimur árum?“ Bankahrun Talandi um bankahrunið. Allan þinn forsetaferil lagðir þú megináherslu á jákvæða ímynd Íslands á erlendum vettvangi. Hvarflaði aldrei að þér í fyrrahaust að bankahrunið hefði gert þessa veigamestu viðleitni þíns starfs- ferils að engu? „Ó, jú. Ekki er nú hægt að neita því. Fyrst eftir hrunið fékk ég það á tilfinninguna að allt það sem ég hafði verið að segja og gera í útlöndum hefði verið eitt allsherjar vindhögg. Bankahrunið er í rauninni harmleik- ur. Það felur í sér gífurlegt áfall fyrir þjóðina, ekki síst vegna þess að hún var svo grunlaus, svo óundirbúin þessum hamförum. En svo byrjar nú aftur að rofa til. Þannig er það nú einu sinni með lífið og tilveruna. Mínu starfi er því ekk- ert lokið í þessum efnum. Ég hef síð- astliðin ár skipað þann flokk karla og kvenna sem unnið hafa að því að byggja upp ímynd lands og þjóð- ar enda hljótum við öll að vera mál- svarar Íslands á erlendri grund. Mér finnst ég strax merkja breyt- ingar til hins betra í afstöðu útlend- inga til okkar. Og mér finnst gaman að geta þess að þetta þakka ég land- inu okkar. Þó að þjóðin hafi komist í ómaklega og vonandi mjög tíma- bundna ónáð, þá stendur landið okkar fyrir sínu – eyjan hvíta í norðri – þetta dularfulla, hreina og fallega land sem svo margir vilja kynnast nánar. Í þessari ímynd landsins fel- ast ómæld auðæfi sem við verðum að gæta vel og megum ekki spilla.“ Melgrasskúfurinn harði Já, Vigdís, „Landið er fagurt og frítt“, en þjóðin er enn „hnípin þjóð í vanda“. Eru einhver sóknarfæri í svona stöðu? „Já, já, svo sannarlega! Það býr nú fyrir það fyrsta mikill mannauð- ur í þjóðinni sjálfri. Hún er dugmikil, vel menntuð, víðsýn og tæknivædd. Og hún er svo lífseig – eins og „mel- grasskúfurinn harði“ í Áföngum Jóns Helgasonar. Bæði landið og hafsvæði þess búa yfir miklum auði sem er ekki nema að litlu leyti kannaður og sem við getum nýtt en verðum ekki síður að vernda fyrir komandi kynslóðir. En síðast en ekki síst felast oft mikil sóknarfæri í erfiðum aðstæð- um sem hvetja menn – mér liggur við að segja þvinga menn – til að rífa sig upp frá gömlum viðhorfum og hugsanavenjum og meta og skoða aðstæðurnar frá nýjum og oft óvænt- um sjónarhóli. Það er til dæmis ekk- ert náttúrulögmál að þessi þjóð geti ekki lifað á öðru en þorski og álfram- leiðslu um aldur og ævi.“ Rannsókn á hruninu Þú ert málkunnug Evu Joly sem var fengin hingað til að rannsaka fjár- reiður og peningaflutninga í kjölfar hrunsins, ekki satt? „Jú, og ég dáist að hugrekki henn- ar og færni. Ég er þess fullviss að hún hefur verið að vinna mikið og þarft verk fyrir okkur. Ég sagði hér áðan að við ættum að læra af mistökum okkar. Að því marki sem hér var um mistök að ræða þurfum við að fara ofan í kjölinn á öllu því sem gerðist og rannsaka sem best hvað fór úr- skeiðis. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Ein er sú að í skynsamlegum nið- urstöðum geta falist verðmætar upplýsingar um það hvernig við og aðrir forðumst sambærilegar koll- steypur síðar meir. Við þurfum einn- ig á rannsókn að halda til að byggja aftur upp traust með þjóðinni: Traust á íslensku samfélagi. Auk þess skiptir það máli í þessu samhengi að við erum söguþjóð. Við teljum okk- ur vita nokkuð nákvæmlega hvern- ig til dæmis þjóðfrelsisbaráttunni var háttað á nítjándu öld og fullveldi fengið og lýðveldi stofnað á þeirri tuttugustu. Við viljum því líka fá að vita – og skilja – hvað í veröldinni fór úrskeiðis haustið 2008.“ Umræðan um ESB Þú hefur stundum fundið að því, rétt eins og Halldór Laxness gerði, til dæmis með rakarafrumvarpinu í Brekkukotsannál, að Íslendingar séu þrasgjarnir, eigi erfitt með að koma sér að kjarna máls og þá skorti svo- lítið þann þátt siðmenningar sem felst í málefnalegri greiningu og hátt- vísum rökræðum. Látum nú vera að menn karpi um rakarafrumvörp, en Ice save-málið og ESB-aðild eru ekki beint rakarafrumvörp, Vigdís. „Ó, nei! Ákvarðanir í þessum málum, ekki síst hugsanleg ESB- aðild, verður líklega afdrifaríkasta og tilfinningaþrungnasta ákvörðun Íslandssögunnar. Af þeim sökum er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld, ríkisfjölmiðlar og menntastofnan- ir gangi fram fyrir skjöldu og leggi sitt af mörkum til að móta upplýsta og markvissa umfjöllun um allar helstu staðreyndir þessa veigamikla máls. Þegar þessu er hreyft heyrist gjarnan úr horni að þetta sé óger- legt því málið sé svo flókið. En það eru ýkjur og fyrirsláttur og í raun- inni aðför að lýðræðinu. Auðvitað má endalaust karpa um misjafnlega flókin aukaatriði en helstu megin- staðreyndir þessa mikilvæga álita- máls ættu að skýra málin til muna fyrir fjölda fólks sem nú reynir að sækja sér upplýsingar til skotgrafar- manna á báða bóga. Ef yfirvöld stæðu sig í staðreynda- söfnun og upplýsingamiðlun af þessu tagi myndi það draga úr sund- urþykkju með þjóðinni og auka lík- urnar á skynsamlegri afstöðu henn- ar til málsins. Það er því til mikils að vinna.“ Óttast þú fólks- og atgervisflótta í kjölfar hrunsins? „Já, því miður má búast við því að fólk flýi atvinnuleysi á næstu miss- erum. En við skulum ekki gleyma því að slíkt hefur gerst áður. Á síð- ari helmingi sjöunda áratugar síð- ustu aldar flutti umtalsverður fjöldi fólks til Svíþjóðar og jafnvel til Ástr- alíu. En margir komu sem betur fer aftur heim. Ég varð áþreifanlega vör við það á ferðum mínum sem forseti, hversu fast landið togar í Íslendinga erlendis. Það er í senn tungan og landið sem gera okkur að þjóð. Landið og tungan sem geyma minningarnar. Við svo búið fer ég að hugsa um uppáhaldsljóðið mitt eftir vin okkar beggja, Þorstein heitinn Gylfason. Mér finnst vel við hæfi að birta það í heild sinni í þessu samhengi. Það lýsir best þessum hugrenningum mínum.“ Þú siglir alltaf til sama lands um svalt og úfið haf. Þótt ef til vill sértu beggja blands og brotsjór á milli lífs og grands, þú kynnir að komast af. Ef landið eina er landið þitt. Er leiðin firna ströng. Það marar í kafi með hrímfjall sitt og hulduklett og útburðarpytt, og saga þess sár og ströng. Samt skeytirðu ekki um önnur lönd í álögum tryggðabands. Þótt bryddi á ísnum við ystu rönd þú siglir án afláts með seglin þönd til sama kalda lands. Þorsteinn Gylfason „Öll erum við mannleg. Það getur alla hent að gera mistök. En við getum valið milli þess að sópa þeim undir teppið eða viðurkenna þau og læra af þeim. Í þessum síðari kosti er máttur mannsins og opinna samfélaga ekki síst fólginn: að umbera gagnrýni, viðurkenna mistök og læra af þeim. Vigdís á Alexanderströð við Háskóla Íslands Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er rannsóknastofnun innan Hugvísindastofnunar HÍ. Vigdís hefur því átt mörg sporin út í háskóla eftir þessum stíg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.