Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Side 48
„ILLÞEFJANDI ROBBIE“ Innan örfárra daga frá fæðingu Roberts
Black ákvað móðir hans, Jessie, að losa sig við hann til fósturforeldra. Fyrir valinu
urðu Jack og Margaret Tulip, hjón á sextugsaldri. Í grunnskóla gat Robert, eða
„Illþefjandi Robbie Tulip“ eins og hann var kallaður, sér orð fyrir árásarhneigð
og hlédrægni. Ungur að aldri flæktist Robert í smáglæpi, en glæpirnir áttu eftir
að verða alvarlegri þegar árunum fjölgaði. Vitað er um þrjú fórnarlömb, en hann
er einnig grunaður um fjölda óleystra barnsmorða víðs vegur um Evrópu. Lesið um
„Illþefjandi Robbie“ í næsta helgarblaði DV
SVIK SVÖRTU EKKNANNA
„Svörtu ekkjurnar“ héldu fórnarlömbum sínum uppi í tvö ár áður en þær myrtu þau. Um var að ræða heim-
ilislausa eldri karlmenn í Los Angeles sem var lofað húsnæði og fjármálaráðgjöf. Mennirnir voru líftryggð-
ir og konurnar skráðar sem bótaþegar. Þegar rétti tíminn kom óku konurnar yfir mennina með þeim afleið-
ingum að þeir létust og innheimtu síðan bæturnar.
Fáir voru á ferli 22. júní, 2005, þeg-
ar bíl var ekið í gegnum sund við
Westwood Boulevard í vestur-
hluta Los Angeles, rétt eftir mið-
nætti. Bílstjórinn hægði ferðina
og stöðvaði síðan bílinn. Einhver
steig út úr bílnum og dró Kenneth
McDavid, fimmtugan karlmann,
út úr bílnum og lagði hann niður
í sundið. Þar sem Kenneth hafði
neytt áfengis og að auki verið gefin
verkjalyf og svefnpillur var ljóst að
hann gæti ekki staðið í fæturnar.
Bílstjórinn bakkaði bílnum og
ók síðan hægt og örugglega yfir
Kenneth með það í huga að valda
sem mestum skaða. Þar sem eng-
inn varð vitni að atvikinu var úr-
skurðað, til bráðabirgða, að hann
væri fórnarlamb ökuníðings sem
flúið hefði af slysstað.
Ótrúleg tilviljun
Ekkert nýtt kom í ljós næstu sjö
mánuði þegar starfsmaður um-
ferðalögreglunnar hafði á orði hve
undarlegt það væri að tvær konur
hefðu forvitnast um skýrslu sem
varðaði akstur af slysstað og hvor-
ug væri skyld fórnarlambinu.
Fyrir tilviljun varð rannsókn-
arlögreglumaður vitni að þessum
orðaskiptum og sagði: „Ég hafði
slíkt mál á minni könnu fyrir sex
árum.“
Rannsóknarlögreglumaðurinn
rifjaði upp mál frá 1999 sem varð-
aði eldri mann sem gaf upp önd-
ina í húsasundi skammt frá Vest-
ur-Hollywood. Einhver hafði ekið
yfir hann og flúið af slysstað. Eng-
in skilríki var að finna á mannin-
um og hann var því skráður sem
NN. Um síðir voru kennsl borin
á manninn, Paul Vados, 73 ára.
Lögreglumennirnir voru stein-
hissa á að sömu tvær konur,
og gerðu tilkall til líksins af
Vados, skyldu gera slíkt hið
sama varðandi Kenneth sex
árum síðar.
Hér var eitthvað ekki
eins og það átti að vera.
Gamlar vinkonur
Athugun leiddi í ljós að
um var að ræða gaml-
ar vinkonur, Olgu Rutt-
erschmidt, 73, frá Holly-
wood og Helen Golay, 75,
frá Santa Monica. Athug-
un leiddi ennfremur í ljós að þær
höfðu marglíftryggt mennina og
gert kröfu til tryggingabótanna.
Tryggingabæturnar hljóðuðu upp
á 4 milljónir dala og hafði þeim
tekist að innheimta 2,2 milljón-
ir, en tortryggni gætti hjá sumum
tryggingarfélögunum.
Báðar voru konurnar ógiftar og
virtust njóta lífsins. Golay var þó
sýnu betur stödd fjárhagslega, var
fasteignasali og átti nokkrar eignir.
Rutterschmidt var ekki eins loðin
um lófana og virtist sem hún hefði
eingöngu tekjur af því að finna
fasteignir fyrir Golay.
Því virtist undarlegt að þær
legðust í glæpi af þessu tagi; að
vinna traust heimilisleysingja,
koma þeim fyrir í lágleigu íbúð-
um, nánast halda þeim uppi og
veita þeim fjárhagsráð-
gjöf. En sú var raunin og í staðinn
skráðu mennirnir þær sem bóta-
þega.
Eftir tvö ár var hlutverki mann-
anna lokið og búið að tryggja að
bætur fengjust greiddar af trygg-
ingafélögum vandræðalaust og
því óþarfi að halda mönnunum á
lífi.
Vissa en engar sannanir
Lögreglan ákvað að fylgjast með
Olgu og Helen því fátt var um
sannanir þrátt fyrir sterkan grun
um sekt þeirra. Dag einn fylgdist
lögreglan með þegar Olga ræddi
við eldri mann og ljósT var að þau
höfðu hist áður því maðurinn fór
inn í bíl hennar.
Síðan lá leið þeirra í banka og
sá lögreglan að Olga og maðurinn
áttu orðastað við gjaldkera. Á leið-
inn út úr bankanum henti Olga
einhverjum pappírum í rusla-
fötu og við athugun kom í ljós að
um var að ræða endursendingar-
umslög til líftryggingarfélags og
banka. Síðar um daginn reyndi
Olga að opna kreditkortareikning
á netinu undir öðru nafni.
Lögreglan taldi ljóst að í und-
irbúningi væri enn eitt líftrygg-
ingasvindlið sem myndi byggj-
ast á óumflýjanlegum dauðdaga
mannsins sem Olga hitti. Engu að
síður var rannsókn á dauða Vados
og McDavids ekki lokið, en næg-
ar sannanir lágu fyrir með tilliti til
tryggingasvindls af hálfu kvenn-
anna.
Beðið með morðákæru
Í maí 2006 voru Olga og
Golay ákærðar fyrit átta
aðskilin tryggingarsvik og
fljótlega fengu þær viður-
nefnið „svörtu ekkjurn-
ar“. Hægt og bítandi aflaði
lögreglan frekari sönnun-
argagna sem bendluðu
þær við morðin á Vad-
os og McDavid. Á með-
al sönnunargagnanna
var blóð úr McDavid
sem fannst á bifreið
sem skráð var á konu
frá Encino. Síðar komst
lögreglan að því að viðkomandi
kona var fórnarlamb persónu-
fölsunar. Nokkrum klukkustund-
um áður en lík McDavids fannst
hafði kona að nafni Helen Golay
beðið um dráttarbíl vegna um-
rædds bíls og hafði hann ver-
ið dreginn að heimili Olgu Rutt-
erschmidt.
31. júlí, 2006, voru Olga og
Helen ákærðar fyrir tvö morð og
að hafa myrt með fjárhagslegan
ávinning í huga og áttu því yfir
höfði sér dauðadóm ef þær yrðu
sakfelldar. Ríkissaksóknari ákvað
að falla frá ákærum vegna trygg-
ingasvika og ákvað að eiga það til
góða ef svo vildi til að þær yrðu
sýknaðar.
Sluppu við dauðadóm
Á meðal sönnunargagna ákæru-
valdsins var hljóðupptaka á sam-
tali sem skaðræðiskvendin áttu
þegar þær voru í varðhaldi. Rutt-
erschmidt sagði við Golay: „Þú
gerðir allar þessar auka trygging-
arkröfur. Það vakti grunsemdir.
Þú gerir ekki svoleiðis. Heimska.
Þú ferð í grjótið, vina. Þeir læsa
þig inni.“
Í apríl 2008 voru Olga Ritt-
erschmidt og Helen Golay
dæmdar til samfelldra lífstíðar-
dóma án möguleika á reynslu-
lausn, enda hafði saksókn-
ari ákveðið að fara ekki fram á
dauðadóm yfir þeim sökum ald-
urs þeirra.
Óhætt er að segja að þriðji
maðurinn, Jimmy Covington sem
lögreglan hafði séð í félagsskap
Olgu, hafi sloppið með skrekk-
inn. Við réttarhöldin sagði hann
að Olga hafi farið með hann á
Burger King og einnig lofað hon-
um húsaskjóli. Hann sagðist hafa
flutt úr þeirri íbúð vegna vaxandi
grunsemda því Helen og Gol-
ay báðu hann að undirrita ýmis
skjöl og gefa þeim persónulegar
upplýsingar. Þá þegar höfðu þær
útfyllt líftryggingarumsókn fyrir
hann.
UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is
48 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 SAKAMÁL
EFTIR TVÖ ÁR VAR HLUTVERKI
MANNANNA LOKIÐ OG BÚIÐ AÐ
TRYGGJA AÐ BÆTUR FENGJUST
GREIDDAR AF TRYGGINGAFÉLÖGUM
VANDRÆÐALAUST OG ÞVÍ ÓÞARFI AÐ
HALDA MÖNNUNUM Á LÍFI.