Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 LÍFSSTÍLL TWILIGHT STJARNA FYRIR CALVIN KLEIN Twilight-æðið heldur áfram. Fyrir skömmu var tilkynnt að Kellan Lutz, sjarmörinn í Twilight, sé nýtt „andlit“ nærfataauglýsinga fyrir Calvin Klein. Mun hann því prýða auglýsingaspjöld úti um allan heim og vera á síðum glanstímaritanna. Þessi fyrirsætusamningur þykir vera einn sá besti að landa í bransan- um en Calvin Klein vill endurvekja auglýsingaherferð frá árinu 1992 þar sem Mark Wahlberg sat fyrir á brókinni og sló heldur betur í gegn. UMSJÓN: HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR RITSTJÓRI VOGUE DÓMARI HJÁ TYRU BANKS Tyra Banks tekur nú upp nýjustu seríu America´s Next Top Model á Nýja-Sjálandi. Þar fylgjast heima- menn vel með stjörnunum en aðstoðarritstjóri bandaríska Vogue, André Leon Talley, er nýr dómari þáttanna, í fullu starfi. Áður hafði verið haldið fram að fyrirsætan fyrrverandi og hönnuðurinn Kimora Lee Simmons tæki það að sér, en hún er aðeins í gestadómarahlut- verki í nýju þáttaröðinni. FYRIRSÆTUR Í STÆRRI STÆRÐUM FÁ ATHYGLI Tímaritið V magazine vill sanna það fyrir tískuheiminum að fólk sem er í stærri stærð en núll geti verið fallegt. Fyrsta tölublað þeirra á nýju ári er sagt tileinkað fyrirsætum í stærðum í efri kantinum en fyrir stuttu vakti tímaritið athygli og umtal fyrir að mála andlit fyrirsætnanna svört. Meðal þekktra ljósmyndara sem munu mynda fyrir blaðið eru Terry Richardson, Bruce Weber og Karl Lagerfeld en sá síðastnefndi lét hafa það eftir sér í viðtali í október að enginn vildi sjá konur með ávalar línur, það væru bara mæður með snakkpokann fyrir framan sjónvarpið sem segðu að tággrannar fyrirsætur væru ljótar. Þar höfum við það! Flestar konur geta verið sammála því að góðar förðunarvörur eru gulls ígildi. Þegar við finnum rétta meikið höldum við okkur oft og tíðum við það. Þegar glitrandi nýir varalitir koma á markað klæjar okkur í fingurna og allar leitum við að hinu fullkomna ilmvatni við sérstök tilefni. Helga Kristjánsdóttir skoðaði jólalega snyrtivöruflóruna. FALLEG JÓL Guerlain-snyrtivörurisinn virðist vita leyndarmálið  á  bak við  það  að  láta konuna líta sem allra best út. Nýlega kom á  markað  lína sem fullkomn- ar húðina og frískar upp á hana eftir langa og erfiða vetrarmánuði. Þegar húðin missir raka og teygj- anleika dreymir okkur oft um fá- eina sólargeisla til þess að hressa hana við. Allar þekkjum við hversu vel við lítum út eftir langt sumarfrí eða jafnvel bara gott helgarfrí. Þá er eins og húð okkar hafi verið snert ör- lítið af sólinni og við náð að hvílast vel. Gullinn blær hefur náð að jafna út húðtóninn og skuggar og baugar heyra sögunni til. Þegar enn virðist óralangt í sumarfrí og ekki séns að skreppa í helgarferð í sólina er gott að vita að hægt er að gera ýmislegt með gulllituðu góssi. Að  því  komst ég  þegar ég próf- aði farða og púðurlínuna frá  Gu- erlain. Hún heitir Parure Gold og eftir nokkrar burstastrokur með sól- arpúðrinu þeirra ljómaði  ég  öll og gott ef ég gæti ekki næstum sagst hafa skroppið til sólarlanda. Núna, þegar hátíðin nálgast lang- ar okkur stelpurnar oft að vera extra sætar og jólalegar. Þar gerir gott gloss eða varalitur gæfumuninn. Eins er gaman að leika sér með glitrandi augnskugga og prófa sig áfram með litina. Þegar farið er á stúfana í leit að gæðalit á varirnar er fátt sem jafnast á við glossin og varalitina frá Chanel. Ef þið fílið dökkt í kringum augun og viljið ljósbleikt og glansandi gloss á varirnar mæli ég með Chanel Brilli- ant Extréme nr. 131, en það stækk- ar varirnar örlítið og gerir þær extra djúsí og er með örlitlum glimmer- ögnum. Einnig féll ég fyrir einstak- lega fallegum umbúðum varalitar frá Guerlain og fann hinn fullkomna lit sem heitir KissKiss Baby og er nr. 241. Hann er raun varalitur og salvi í senn og inniheldur góðan raka, sem ekki skemmir fyrir. Að lokum rakst ég á ódýrt gloss sem ekki var síður há- tíðlegt og extra glitrandi. Það heitir Gloss Éclat&Brillance og er frá Gosh. Til að poppa upp augun og leyfa þeim að glitra líka mæli ég með gull- lituðum augnblýanti frá Guerlain. Hann er alger snilld ef maður notar hann á augnhvarmana, en þá virka augun stærri og við minna þreytu- legar eftir jólastress og stúss. Svo fylgir dálítið sætur yddari á öðrum endanum sem er bara smart viðbót. Þær sem vilja taka gyllta trendið alla leið eiga líka möguleika á að splæsa í maskara í þessari línu, annar burst- inn er svartur og hinn gylltur sem flott er að nota á neðri augnhárin. Nú,  þegar stutt er í  aðfangadag, eru án efa margir kærastarnir og eiginmennirnir hugmyndasnauðir þegar kemur að því að velja jólagjöf handa elskunni. Konan verður ör- ugglega ekki fyrir vonbrigðum með fallegar snyrtivörur. Lítið mál er að leita aðstoðar og ráða hjá klárum af- greiðslukonum verslananna. Ekki má  vanmeta gott ilmvatn en það er alltaf vinsæl gjöf. Hið full- komna ilmvatn er mjög persónu- legt fyrir hverja og eina konu og erf- itt getur verið að velja úr öllum þeim tegundum ilmvatna sem í boði eru. Þegar blaðamaður kíkti á úrvalið voru nokkur ilmvötn sem stóðu upp úr. Ilmvatn Victoriu Beckham sem ber nafnið Signature kom skemmti- lega á óvart og ekki er verra að tísku- drottningin sjálf er andlit ilmvatns- ins. Eins féll ég fyrir eplalaga glasi frá Ninu Ricci, einstaklega sjarmer- andi og sæt lykt. Þær sem fíla klass- ískan, sívinsælan og kryddaðan ilm munu falla fyrir Shalimar frá Guerl- ain sem er afar kynþokkafullur. Viljir þú létta blómaangan muntu líklega fíla Happy in Bloom frá Clinique en hún er mjög fersk. Þá kom stjörnu- ilmvatnið Darling frá Kylie Minogue verulega á óvart, dásamleg nammi- lykt þar á ferð. Ekkert sló þó út ilm- inn sem ég fann þegar gullfalleg kona labbaði fram hjá á leið heim úr miklum ilmpælingum. Ég krafð- ist þess að fá að vita hvaða dásemd- arilm hún bæri. Hár hennar flaksað- ist til eins og í Hollywood-bíómynd um leið og hún svaraði „Insolence“. Það ku vera frá Guerlain og er núna á óskalistanum mínum. Natalia Vodianova Ofurfyrirsætan er andlit Guerlain. Seiðandi augnförðun Hún er málið í dag. Fullkominn húðtónn Hann er vandfundinn. Natalia er sjóðheit Hún passar vel við þokkafullan ilminn. Þykkar augabrúnir Þær undirstrika fallega förðun. Kylie Minogue Kynnir nýja ilmvatnið sitt. Beckham-hjónin Bjóða ilmvötn fyrir bæði kynin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.