Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Side 52
MUNUM EFTIR MÖMMU Á mörgum heimilum lendir meirihluti jólaundirbúningsins á mömmunni. Ef þú hefur grun um að þannig sé hlutunum háttað á þínu heimili er tilvalið að þakka henni fyrir. Láttu vita að þú takir henni og hennar verkum ekki sem sjálfsögðum hlut. Ímyndaðu þér hvernig jólin væru ef hennar nyti ekki við og sýndu þakklæti þitt fyrir þennan sérstaka hátíðarblæ sem aðeins mömmum tekst að skapa. Hér kemur uppskrift að einstaklega einfaldri köku sem þarf ekki einu sinni að setja í ofninn. Það má gjarnan nota afganginn af jólasmákökunum í botninn (ef þið eruð ekki búin að klára þær allar). Kakan er líka frábær sem eftirréttur. Það má gera hana með 2-3 daga fyrirvara og geyma í kæli. n 10-12 sneiðar Botn: n 50 g möndlur eða hnetur, ristaðar n 120 g smjörkex eða afgangur af smákökum, ekki mjög krydduðum n 60 g smjör, brætt Fylling: n 300 g súkkulaði n 1¼ dl rjómi n 2-3 msk. líkjör (má sleppa) n 1-2 msk. kakó eða kakómalt Klæðið botninn á 22 cm smelluformi með bökunarpappír. Malið möndlur eða hnetur fínt en þó ekki í salla og setjið til hliðar. Malið kex eða smákökur fínt í matvinnsluvél eða í plastpoka með kökukefli. Blandið möndlum, smjöri og kexi vel saman. Þrýstið kexblöndunni í botninn á forminu og kælið. Bræðið súkkulaði, rjóma og líkjör saman yfir vatnsbaði við lágan hita. Hellið súkkulaðiblöndunni yfir kexið og kælið í 2 klukkustundir eða yfir nótt. Sigtið kakó eða kakómalt yfir og berið kökuna fram með granateplakjörnum eða berjum. Úr nýjasta tölublaði Gestgjafans: SÚKKULAÐIKAKA JÓLANNA UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is NJÓTTU JÓLANNA LAUS VIÐ STRESSIÐ Lifandi jólatré eru falleg en ef þú ert þegar farin að kvíða fyrir að þrífa heimilið eftir jólin skaltu velja gervijólatré. Þannig slepp- urðu við að þurfa að ryksuga barrið fram á vor. Ef þú ert með allt niður um þig og hefur engan tíma fyrir jóla- hreingerningu skaltu láta opinn Ajax-brúsa vera á eldhúsbekkn- um dágóða stund. Húsið fyllist af hátíðlegum hreingerningar- ilm og málið er leyst. Ef þú setur gjafirnar í jólalega gjafapoka í stað þess að pakka þeim inn í jólapappír losnarðu við mikið af afgangs pappír og upprúlluðu límbandi. Vertu með nokkra ruslapoka við höndina á aðfangadagskvöld og sjáðu til þess að allir hendi pappírnum á réttan stað svo þú þurfir ekki að tína allt upp þegar hinir eru komnir inn í rúm með bók og konfekt. Þegar þú tekur jólaljósin af jólatrénu niður skaltu byrja þar sem þú endaðir þegar þú settir seríuna á tréð. Vefðu hverri seríu upp og settu í sérpoka svo að þær flækist ekki saman. Ef lifandi jólatré varð fyrir valinu er sniðugt að vefja því inn í plast áður en því er hent út eftir jólin. Þannig dreifist barrið ekki um allt hús. Mundu bara að taka plastið af áður en þú fargar því. JÓLAGLÖGG 1 flaska rauðvín 6 cl vodka eða gin 5 negulnaglar 2 muldar kardimommur 2 kanilstangir 1-1½ dl sykur appelsínubörkur möndlur rúsínur Börkurinn af ½ appelsínu skorinn í fína strimla, passa að skilja hvíta hlutann eftir. Afhýða möndlur og rúsínur. Hita upp vínið ásamt krydd- inu og það látið taka sig í nokkrar mínútur við góðan hita án þess þó að láta sjóða. Bæta sykri og appels- ínuberki út í og hrærið, haldið heitu í nokkrar mínútur í viðbót. Berið fram sjóðandi heitt með rúsínum og möndlum. Uppskrift af www.vin- budin.is Katrín Brynja Hermannsdóttir sjónvarpsþula er ófrísk að þriðja barni þeirra hjóna. Eldri sonur þeirra vonar að nú komi stelpa en Katrín Brynja segir að hún verði alsæl með þriðja soninn. Fjölskyldan er í miklum jólagír en það er húsbóndinn á heimilinu sem sér um að elda jólamatinn á meðan Katrín sinnir drengjunum. Hún tekur þægind- in fram yfir sparifötin og leyfir sonunum jafnvel að vera á tásunum á aðfangadag svo þeir geti hlaupið hraðar enda spenningurinn mikill. 52 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 LÍFSSTÍLL „Ég hef ótrúlega gaman af þessu og það er endalaust hægt að fjalla um málefni ófrískra kvenna og efni tengt börnum. Ólettar konur hugsa flest- ar mikið um ástand sitt og vilja fróð- leik í bland við eitthvað skemmtilegt og áhugavert,“ segir Katrín Brynja Hermannsdóttir sjónvarpsþula sem sér um barnaspjallið á Pressunni og hefur fengið góðar viðtökur. Katr- ín Brynja er komin átta mánuði á leið með þriðja barn þeirra hjóna. Þau eiga tvo drengi fyrir, þá Mána Frey sem er sjö ára og Nóa Baldur tveggja ára. „Sá eldri vonast til að nú komi stelpa en við vitum það ekki. Við fengum svarið í umslagi sem mamma geymir. Ég vildi eiga mögu- leika á að kíkja en ég er alveg sali- róleg,“ segir Katrín Brynja og bætir við að það væri gaman ef það kæmi stelpa en að hún væri einnig alsæl með þriðja strákinn. Aðspurð seg- ir hún meðgönguna ganga vel . „Ég hef það ofsalega fínt og það fyndna er að þetta er auðveldasta meðgang- an hingað til. Það er gaman að vera ófrísk og ég æfi hjá þeim í Fullfrísk í Sporthúsinu, sem er frábært. Ég þarf fjör og helst læti, er ekki þessi jóga- týpa.“ Berfættir á jólunum Katrín Brynja segist mikil jóla- stelpa en fjölskyldan ætlar að eyða aðfangadegi heima við. „Mamma verður hjá okkur en við borðum allt- af hamborgarhrygg og það er mað- urinn minn sem sér um matinn á meðan ég sinni strákunum,“ segir hún alsæl með þau hlutverkaskipti. „Ég legg ekki upp úr því að dreng- irnir séu í lakkskóm, flauelsbuxum og skyrtum. Ég vil auðvitað hafa þá snyrtilega en vil frekar að þeir séu í þægilegum fötum og helst berfætt- ir svo þeir geti hlaupið hraðar til að ná úr sér spennunni,“ segir hún hlæjandi. Katrín Brynja hefur oft strengt áramótaheit sem hafa stað- ið mislengi. „Síðast lofaði ég mér að drekka meira af vatni og helst að hætta í Diet Kókinu. Það tókst vel framan af en svo sá ég að þetta er bara eins og með alkana, þegar ég byrjaði aftur að sulla í kókinu var ég fljót að fara í sama farið aftur. Ætli við vinkonurnar endum ekki á gam- als aldri á sérstakri deild fyrir fólk sem drakk mikið af þessum drykkj- um á sínum yngri árum,“ segir hún og bætir við að áramótaheit hennar að þessu sinni verði vonandi auð- veldrara. „Ég ætla mér að ganga frá öllum myndum sem ég hef trassað að gera í allt of mörg ár og einnig að halda fast í góða skapið, sem veitir ekki af í þessu ástandi,“ segir hún og viðurkennir að það sé hið besta mál að vera á leiðinni í fæðingarorlof. Með skoðanir á hlutunum „Það verður yndislegt að hætta að hugsa um allt sem hefur gerst og ein- beita sér í staðinn að nýfæddu barni. Hins vegar er ég bjartsýn á framtíð- ina og held að það eigi eftir að koma fullt af tækifærum úr þessari kreppu. Það frábæra er að margir eru farn- ir að láta raunverulega drauma sína rætast, sem ekki var pláss fyrir áður í kapphlaupinu um ferðalög, fín föt og dýrt dót. Íslensk hönnun er í mikl- um blóma og gaman að sjá alla þessa einstaklinga spretta fram. Ég veit samt ekki með þessa ríkisstjórn og finnst Steingrímur J svolítið eins og tröllið sem stal jólunum,“ segir hún og bætir við að þótt hún sé ekki mjög pólitísk hafi hún skoðanir á hlutun- um. „Ég hef áhyggjur af því að stolt- ið og sú lífseiga hugsun að við séum sjálfstæð þjóð geri okkur erfitt fyr- ir að gangast inn í ESB og inn í það fléttast minnimáttarkenndin. Við getum alveg farið þar inn án þess að tapa sjálfstæðinu og erum hvort sem er komin hálfa leið með EES. Við Ís- lendingar þurfum að horfa á það sem er okkur næst en skoða hlutina í mun víðara samhengi líka. Við kom- umst út úr þessu ef við leggjumst öll á eitt og hjálpumst að. Okkar tími mun koma og þá sjáum við að við höfum „stækkað“ svolítið innra með okkur sem þjóð og þroskast við þessa krefjandi reynslu.“ indiana@dv.is Spjallar um börn og óléttur Katrín Brynja er komin átta mánuði á leið að sínu þriðja barni. Hér er hún ásamt sonunum tveimur en Katrín sér um barnaspjallið á Pressunni og líkar vel. H&N-MYND DV MYND /KRISTINN MAGNÚSSON AUÐVELDASTA MEÐGANGAN HINGAÐ TIL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.