Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Qupperneq 2
Strætó bs. hefur fengið himinháan símreikning
vegna neyðarsíma vagnstjóra á svokölluðum endastöðvum.
Reynir Jónsson framkvæmdastjóri segir málið í skoðun og úti-
lokar ekki að leita til lögreglu vegna misnotkunarinnar.
HITT MÁLIÐ
ÞETTA HELST
- ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Á ÁRINU
LÁNABÓK KAUPÞINGS
DV komst yfir lána-
bók Kaupþings í
lok júní og byrjaði
að ljóstra upp um
leyndarmálin. Í
fréttaröð sem unn-
in var upp úr lánabókinni
kom meðal annars fram að
Hreiðar Már Sigurðsson og
Sigurður Einarsson höfðu í
júní 2006 fengið vel yfir fimm
milljarða króna hjá bankan-
um í lán. Kristján Arason fékk tæpan milljarð króna og Helgi
Sigurðsson, lögmaðurinn sem úrskurðaði síðar að fella mætti niður
ábyrgðir starfsmanna bankans á lánum sínum, var með 450 milljóna
króna kúlulán. Helgi sagði starfi sínu í bankanum lausu daginn sem
DV birti fyrstu fréttirnar úr lánabókinni. Samkvæmt henni höfðu 22
starfsmenn bankans fengið samtals 23,5 milljarða í kúlulán.
ALÞÝÐAN RÍS UPP
Gríðarleg
óánægja al-
mennings
með þá stöðu
sem kom-
in var upp eftir
bankahrunið braust
út í fjölmennum mót-
mælum þar sem skarst
oft í odda með lögreglu
og mótmælendum.
Nokkru áður en helstu
átökin hófust greindi
DV frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar væri við
það að springa og að vilji væri fyrir því meðal margs samfylkingarfólks
að mynda nýja ríkisstjórn með vinstri-grænum og jafnvel Framsókn.
Átök í miðbæ Reykjavíkur juku enn á spennuna og á endanum fór svo
að skipt var um ríkisstjórn, seðlabankastjórum og forystu Fjármálaeft-
irlitsins úthýst og blásið til nýrra þingkosninga þar sem vinstriflokkar
náðu í fyrsta sinn meirihluta á þingi.
KÓNGURINN FÉLL Í KÓPAVOGI
DV greindi um miðjan
janúar frá því að fyrirtæki
Brynhildar Gunnars-
dóttur, dóttur Gunnars I.
Birgissonar bæjarstjóra
í Kópavogi, hefði fengið
rúmar 40 milljónir króna frá bæn-
um á sex árum og það án útboðs.
Málið vatt upp á sig og síðar greindi
DV frá því að fyrirtæki Brynhild-
ar hefði líka fengið 11 milljónir frá
LÍN þar sem Gunnar var lengi vel
stjórnarformaður. Seinna kom í
ljós að sum verk dóttur bæjarstjór-
ans höfðu aldrei komist í birt-
ingu þó greitt hefði verið fyrir þau.
Minnihlutinn í bæjarstjórn krafðist
svara, kallað var eftir úttekt endur-
skoðunarfyrirtækis og á endanum
neyddist Gunnar til að segja af sér, ekki síst vegna mikillar óánægju
framsóknarmanna, sem verið höfðu í meirihluta með Sjálfstæðis-
flokknum og Gunnari í á annan áratug.
2
3
1
miðvikudagur 15. apríl 20096 Fréttir
Dóttir Gunnars Birgissonar, Bryn-
hildur Gunnarsdóttir, hefur fengið
greiddar rúmar 40 milljónir króna
frá Kópavogsbæ á síðustu sex árum,
samkvæmt heimildum DV. Gunn-
ar er bæjarstjóri Kópavogs. Bryn-
hildur rekur útgáfufélagið Frjálsa
miðlun ásamt eiginmanni sínum
Guðjóni Gísla Guðmundssyni sem
jafnframt er framkvæmdastjóri
þess.
Útgáfufélagið hefur fengið þessi
verkefni án útboðs samkvæmt
heimildum og hefur Brynhildur
fengið greiðslurnar fyrir ýmiss kon-
ar útgáfustarfsemi á vegum bæjar-
ins. Meðal annars hefur útgáfufélag-
ið séð um gerð ársskýrslu bæjarins
sem dreift hefur verið á hvert heim-
ili í bænum undanfarin ár.
Samkvæmt heimildum DV fékk
félagið 7 milljónir króna frá Kópa-
vogsbæ árið 2008 fyrir hin ýmsu
verk og hefur fengið 700 þúsund
krónur það sem af er þessu ári.
Jafnframt mun fyrirtæki Bryn-
hildar hafa fengið rúmar tvær millj-
ónir króna frá bænum árið 2005 til
þess að vinna afmælisrit fyrir hönd
bæjarins í tilefni af 50 ára afmæli
Kópavogsbæjar. Þetta afmælisrit
kom þó aldrei út en Frjáls miðlun
hélt greiðslunni samt sem áður eft-
ir samkvæmt heimildum.
Krefjast svara
um greiðslurnar
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar,
þau Guðríður Arnardóttir og Haf-
steinn Karlsson, lögðu fram fyrir-
spurn fyrir bæjarráð Kópavogsbæj-
ar á miðvikudaginn í síðustu viku
þar sem þau krefja bæjarstjórann
svara um viðskipti og greiðslur til
félagsins tíu ár aftur í tímann.
Guðríður segir að þau hafi
ákveðið að leggja fyrirspurnina
fram á bæjarráðsfundi vegna þess
að þeim hafi síendurtekið bor-
ist það til eyrna að Frjáls miðlun
hafi fengið verkefni hjá Kópavogs-
bæ án þess að útboð færi fram á
þessum verkum. „Við höfum feng-
ið ábendingar um að þetta fyrir-
tæki hafi fengið fjölmörg verk án
útboðs og að viðskipti bæjarins
við þetta fyrirtæki hafi verið mik-
il á liðnum árum,“ segir Guðríður
Arnardóttir.
Hún segir að það sé sjálfsagt og
eðlilegt að þau sem kjörnir fulltrú-
ar í bæjarstjórn spyrjist fyrir um
þetta. „Okkur langar að vita hversu
stór og mikil viðskipti þetta hafa
verið við fyrirtækið og hvort það
hefði ekki verið eðlilegt að bjóða
þau út,“ segir Guðríður.
Verkin boðin út, segir Gunnar
Gunnar Birgisson segir að verkin
sem félag dóttur hans hafi fengið í
gegnum tíðina hafi verið boðin út
en að félag hennar hafi boðið lægst
og því hafi það fengið verkin. Hann
segir aðspurður að Kópavogsbær
bjóði út öll stærri verk sem unn-
in séu fyrir bæinn. „Við bjóðum út
ársskýrslur og öll stærri verk og allt
það,“ segir Gunnar og bætir því við
að Samfylkingin stundi „skítapólit-
ík“ með fyrirspurninni um félagið.
„Það eru engir óeðlilegir viðskipta-
hættir þarna og þó að hún sé dóttir
mín á ekki að refsa henni fyrir það,“
segir Gunnar.
Aðspurður segir Gunnar að
hann viti ekki hvort þær upphæð-
ir sem DV hefur heimildir fyrir að
Frjáls miðlun hafi fengið séu réttar
eða ekki.
Bæjarstjórinn segir að fyrir-
spurn bæjarfulltrúanna verði
svarað eftir bestu getu. „Menn
hafa ekkert að fela í þessu, þetta
er allt uppi á borðum hjá okkur
og mun allt koma í ljós væntan-
lega,“ segir Gunnar og bætir því
við að fyrirspurninni verði svar-
að fljótlega.
InGI F. VIlhjálmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Dóttir Gunnars Birgissonar, Brynhildur Gunnarsdóttir,
hefur fengið hin ýmsu verkefni frá Kópavogsbæ án út-
boðs samkvæmt heimildum. Á síðustu sex árum nema
greiðslur til hennar frá Kópavogsbæ um 40 milljónum
króna. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram
fyrirspurn um greiðslur til dóttur bæjarstjórans í síð-
ustu viku. Gunnar Birgisson segir ásakanir bæjarfull-
trúanna vera rangar og að þeir stundi „skítapólitík“.
Krefjast svara um Frjálsa miðlun
guðríður arnardóttir, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í kópavogi, segir að
Samfylkingin vilji fá að vita hvort Frjáls
miðlun hafi fengið verk án útboðs frá
kópavogsbæ.
MILLJÓNAGREIÐSLUR
TIL DÓTTUR GUNNARS
„skítapólitík“ samfylkingarinnar gunn-
ar Birgisson, bæjarstjóri í kópavogi, segir að
fyrirspurn Samfylkingarinnar sé dæmi um
„skítapólitík“. Hann neitar ásökununum og
segir kópavogsbæ bjóða út öll „stærri“ verk.
sverrir Pétur Pétursson málarameistari ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot:
Ákærður fyrir 60 milljóna skattsvik
Sverrir Pétur Pétursson málara-
meistari hefur verið ákærður fyrir
meiriháttar skattalagabrot. Ríkis-
lögreglustjóri ákærði Sverri Pétur
fyrir að svíkja rúmar 60 milljón-
ir undan skatti á árunum 2006 og
2007. Að því er kemur fram í ákæru
framdi Sverrir Pétur brotin ýmist
með því að standa skil á röngum
virðisaukaskattsskýrslum, skila
ekki slíkum skýrslum eða með því
að standa ríkissjóði ekki skil á inn-
heimtum virðisaukaskatti.
Málið verður þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í dag.
Samkvæmt ákæru byrjaði
Sverrir Pétur smátt, en frá janúar
til febrúar 2006 sleppti hann að
greiða virðisaukaskatt að upphæð
fjórtán þúsund krónur. Á næstu
tveimur mánuðum fór upphæð-
in skjótt upp í rúmar fimm millj-
ónir.
Í hegningarlögum er gert ráð
fyrir að þeir sem brjóta af sér á
þennan hátt geti átt von á allt að
sex ára fangelsi auk fjársekta. Sam-
kvæmt lögum um virðisaukaskatt
þarf Sverrir Pétur, verði hann sak-
felldur, að endurgreiða minnst
tvöfalda þá upphæð sem svikin var
undan skatti, rúmar 120 milljónir.
Hins vegar er heimild til að inn-
heimta fjársektir sem nema allt að
tífaldri upphæðinni, eða 600 millj-
ónir króna.
Sverrir Pétur er 45 ára og fékk
löggildingu sem málarameistari
fyrir tæpum átta árum.
Hann vildi ekki tjá sig um málið
þegar DV náði tali af honum í gær.
erla@dv.is
Tíföld sekt Sverrir pétur pétursson þarf
að greiða minnst 120 milljónir í sekt verði
hann sakfelldur en getur þó verið sektaður
um allt að 600 milljónir. mynd PhoTos.com
Stjórnvöldum
hefur mistekist
Bjarni Benediktsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, segir að
stjórnvöldum hafi algerlega mis-
tekist að halda uppi gengi krón-
unnar. Gengi hennar hafi fallið
um heil 16 prósent frá 1. febrúar.
„Það stefnir í nýja verðbólgu-
bylgju sem kemur í veg fyrir að
Seðlabankinn geti lækkað vexti,“
sagði Bjarni í upphafi þingfundar
á Alþingi í gær.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra spurði Bjarna hvort
hann væri að mælast til þess að
gjaldeyrisforðinn yrði notaður til
að halda uppi gengi krónunnar.
Steingrímur viðurkenndi að
glíman við að halda uppi gengi
krónunnar hefði reynst erfiðari
en menn hefðu vonað.
Sverrir í
sprengjuárás
„Ég sat inni á tuskulegum veit-
ingastað og var að panta mér
kokkteil, bankokkteil, þegar
molotovkokkteill kom allt í einu
fljúgandi inn um gluggann. Ekki
alveg það sem ég var að biðja
um,“ skrifar tónlistarmaðurinn
Sverrir Stormsker á bloggsíðu
sína. Hann var svo óheppinn að
vera staddur í Bangkok þegar
óeirðir brutust út í höfuðborg
Taílands.
Mótmælendur hafa krafist
þess að Abbhisit Veijajivi, for-
sætisráðherra landsins, segi af
sér.
Sverrir segir að á svipstundu
hafi annars lítt vinsæll veitinga-
staður breyst í einn þann heit-
asta í bænum, í orðsins fyllstu
merkingu.
Enn springur
meirihluti
Meirihlutinn í bæjarstjórn
Grindavíkur er sprunginn
eftir að deila kom upp milli
Samfylkingarinnar og Fram-
sóknar sem fóru með meiri-
hluta í bæjarstjórninni.
Deilan sem varð meiri-
hlutanum að falli er rak-
in til þess að bæjarfulltrú-
ar Samfylkingarinnar lögðu
fram bókun þess efnis að þeir
vildu ráða Garðar Pál Vignis-
son í stöðu skólastjóra Hóps-
kóla. Garðar Páll hefur verið
bæjarfulltrúi fyrir Samfylk-
inguna frá árinu 2001 og er
forseti bæjarstjórnar.
Þetta er í annað skiptið á
kjörtímabilinu sem meiri-
hluti springur í Grindavík. Sá
fyrri sprakk á síðasta ári.
Leiðinlegt á
Selfossi
Lögregla og sjúkralið var kallað
að verslun Krónunnar á Selfossi
aðfaranótt laugardags vegna
manns sem kviknað hafði í. Þeg-
ar lögregla kom á staðinn var
enginn eldur en í ljós kom að
piltur á nítjánda ári hafði hellt
bensíni í fatnað sinn og borið eld
að. Félagi hans var til staðar með
slökkvitæki og slökkti eldinn.
Pilturinn útskýrði tiltækið
með þeim hætti að hann hefði
gert þetta sér til gamans þar sem
svo leiðinlegt væri á Selfossi. Pilt-
urinn hlaut ekki skaða af en hann
hafði borið vaselín á fætur sína til
að fyrirbyggja bruna.
2 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Airfree lofthreinsitækið
Byggir á nýrri tækni sem eyðir
• Svifryki, myglusveppi og ólykt
• Gæludýraflösu og bakteríum
• Vírusum og öðrum örverum
• Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt
• Tilvalið á heimilið og skrifstofuna
Hæð aðeins 27 cm
Betra loft
betri líðan
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
þriðjUdagUr 30. júní 2009 dagblaðið vísir 94. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
fólk
n grétar rafn og ManUela ósk giftU sig UM helgina
Með lífVerði í
BrúðkaUPinU
nennir ekki
að Vera
í fÁfni
n sVeddi tattú snýr sér að traktorUM
DV ER MEÐ LÁNABÓK KAUPÞINGS:
Kúlulán
Kristjáns
var 893
milljónir
leyni-
gögn
n „fÖlsUn Á eigin fé Bankans“
n þorgerðUr katrín segist
ekki Vita hVersU hÁtt lÁnið Var
lÖGFrÆÐinGurinn sEm úrsKurÐaÐi um niÐurFEllinGu áBYrGÐa var sjálFur mEÐ 450 milljóna Kúlulán
MEÐ ÆÐI
FYRIR
FISKI n GRILLBLAÐFYLGIR
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
IcESAvE-
SKjöLIn
FRéttIR
dv.is
MIÐvIKudAGuR oG FIMMtudAGuR 1. – 2. júlí 2009 dagblaðið vísir 95. tbl.99. árg. – verð kr. 347
STJÓRARNIR
TÓKU FIMM
MILLJARÐA
ÁN ÁBYRGÐAR
ÚR LÁNABÓK KAUPÞINGS:
n HREIÐAR MÁR oG SIGuRÐuR FELLdu
nIÐuR ÁBYRGÐIR AF EIGIn KÚLuLÁnuM
n KAuPÞInG tÓK „StÆRStu“ ÁHÆttunA
MEÐ LÁnuM tIL ÞEIRRA
n MEÐ LÁnunuM vÆRI HÆGt AÐ GREIÐA
ÁRLEGAn LíFEYRI ALLRA öRYRKjA
n EÞíÓPíSKuR SjEIK FéKK 3,5 MILLjARÐA
LÖGMAÐURINN SEM KVITTAÐI UPPÁ NIÐURFELLINGUNA VINNURFYRIR HREIÐAR MÁ SIGURÐSSON
mynd sigtryggur ari jóhannsson
grillblað
Með æði
fyrir fiskFriðrika hjördís geirsdóttir
„Mér finnst grillaður fiskur æðislegur,“ segir matgæðingurinn og sjónvarpskonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem stjórnar matreiðslu-þáttunum Léttir réttir Rikku á Stöð 2. „Það er hægt að gera svo ótrúlega mikið með fisk og hann tekur vel við maríneringu.“Friðrika er sannfærð um að Íslendingar séu sífellt að verða duglegri við að skella fisk á grillið. „Við mættum þó gera meira af því að prófa nýjar og meira spennandi tegundir. Það er svo ótrúlega margt gómsætt til. Ekki bara lax og þorskur.“
Friðrika telur ástæðulaust fyrir reynslulitla kokka að óttast það að mistakast með fisk-inn á grillinu. „Mér finnst best að setja hann í álpappír og leyfa honum að krauma vel með maríneringunni. Svo er líka hægt að setja hann í álbakka eða í grind en það borgar sig að hafa roðið á ef það á að skella honum beint á grillið,“ segir Friðrika að lokum og bætir við: „Svo er um að gera að taka þetta á jákvæðn-inni og þá tekst þetta allt saman.“
asgeir@dv.is
ÞuRFtI HjÁLP
LíFvARÐA
n GLAnnI GLÆPuR ÞuRFtI vERnd
FYRIR AÐdÁEnduM í MExíKÓ FÓLK
m
yn
d
r
ó
b
er
t
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
ÞRIÐJUdagUR 20. JanúaR 2009 dagblaðið vísir 13. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
dRaUmURInn
sem RættIst
n baRack obama veRÐUR valdamestI maÐUR heIms í dag
Samfylking á Suðupunkti vegna StjórnarSamStarfS:
VILJA STJÓRN
MEÐ VG
hvítlIÐI áttI aÐ
veRJa mótmælanda
fRéttIR
atvInnUlaUs
aÐ hJálpa
böRnUm
n leIkskólakennaRI YfIRheYRÐUR fYRIR aÐ mótmæla. sótt fYRIRvaRalaUst í vInnUna.
n ÞReIfIngaR Um RaUÐgRænt samstaRf
n kRafa Um tafaRlaUst UppgJöR vegna bankahRUnsIns
n fRamsókn gætI vaRIÐ mInnIhlUtastJóRn vantRaUstI,
segIR sIgmUndUR davíÐ
n fJaRveRa IngIbJaRgaR tRUflaR flokksstaRfIÐ
n vIlJa aÐ foRmaÐURInn mInnkI vInnUálagIÐ
Litir:
Grænn: pantone 356c
vu
Rau•ur: pantone 485c
vu
fRéttIR eRlent
fólk
óskaR vIll
moggann
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
miðvikudagur 21. janúar 2009 dagblaðið vísir 14. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
BjÖrgÓLFur
thor gegn
krÓnunni
ríkissTJÓrNiN
FELLUr
Fréttir
Fréttir
janúarByLting á
austurveLLi
n eLLeFu ára
handtekinn
n „ég var Líka
að mÓtmæLa“
n kona Barin
með kyLFu
n ingiBjÖrg
veikari en
taLið var
n „geir er
Búinn að
vera“
m
yn
d
b
jö
rn
b
lö
n
d
a
l
MISNOTA
NEYÐARSÍMA
Strætisvagnabílstjórar eru undir
rannsókn yfirmanna fyrir misnotk-
un á neyðarsímum fyrirtækisins.
Misnotkunin er upp á nærri milljón
króna og útilokar Reynir Jónsson,
framkvæmdastjóri Strætó bs., ekki
lögreglurannsókn og brottvikningar
úr starfi.
Á svokölluðum endastöðvum
strætisvagna er að finna símtæki sem
stjórnendur létu koma fyrir í örygg-
isskyni fyrir bílstjórana. Um er að
ræða nokkrar stöðvar, til að mynda
í Spönginni, í verslunarmiðstöðinni
Firði, í Mjódd og á Hlemmi. Stjórn-
endum fyrirtækisins brá heldur í
brún þegar símreikningur vegna sím-
tækja stöðvanna barst en hann var
upp á nærri eina milljón króna. Þeir
skoða nú hverjir eiga í hlut og íhuga
að fjarlægja öryggissímana af stöðv-
unum vegna misnotkunarinnar.
Bílstjórarnir hræddir
Reynir segir að í upphafi hafi kom-
ið fyrir að starfsmenn hafi misnot-
að símana og hringt til útlanda. Eftir
að lokað var fyrir það hefur notkun-
in snúið að persónulegum símtöl-
um í farsíma. „Þetta er nýkomið upp
á yfirborðið hjá okkur og rannsókn-
in á frumstigi. Við erum núna að
fara yfir reikninginn en hann er ansi
hár. Ég hef heyrt að þetta sé milljón
en við höfum ekki ákveðið endan-
lega hvernig við bregðumst við. Sím-
reikningurinn er óboðlegur og við
ætlum að fara ofan í þetta mál. Ef við
höfum tök á því að finna hverjir þetta
eru þá munum við gera það,“ segir
Reynir.
Ingunn Guðnadóttir, trúnaðar-
maður vagnstjóra Strætó bs., er hissa
á þeim starfsfélögum sínum sem
misnotað hafa neyðarsímana. „Yfir-
mennirnir sjá þá einu leið að taka
símana í burtu. Það er greinilegt að
sumir bílstjórarnir hafa verið að tala
alltof mikið í símana og það virðist
vera sem einhverjir útlendu starfs-
mannanna hafi notað símana til að
hringja heim en það geta Íslending-
arnir líka hafa gert. Misnotkunin er
mjög bagaleg og símreikningurinn
er skuggalegur. Það gengur hins veg-
ar ekki að missa símana því þetta er
mikið öryggistæki fyrir okkur. Ég hef
orðið vör við mikla óánægju með að
fjarlægja símana og bílstjórarnir eru
hræddir við það,“ segir Ingunn.
Bitnar á heildinni
Aðspurður segir Reynir símtæk-
in hafa verið sett upp í góðri trú til
þess að veita bílstjórum öryggi í hlé-
um. Hann telur eðlilegt að símarnir
verði teknir niður í ljósi þess að flest-
ir bílstjórar séu farsímavæddir. „Mér
finnst nú sjálfum að bílstjórarnir eigi
að nota eigin síma til persónulegra
nota. Það finnst mér nú satt best
að segja eðlileg krafa þar sem tæk-
in eru alls ekki ætluð til persónu-
legra afnota. Okkar markmið er fyrst
og fremst að leysa málið í friðsemd.
Hið fyrsta sem okkur dettur í hug er
að loka þessum símum en útilok-
um ekki að málinu fylgi afleiðingar
fyrir viðkomandi. Krafa um endur-
greiðslu eða uppsögn geta mögulega
verið inni í myndinni ef við náum að
sýna fram á stórfellda misnotkun,“
segir Reynir.
„Það eru hér margir heiðarleg-
ir og góðir starfsmenn sem líða fyrir
þetta. Það er eðlilegt að þeim mislíki
þessi misnotkun annarra. Því miður
eru alltaf einhverjir sem fara á svig
við hið viðtekna og það er leiðinlegt
að slíkt bitni á heildinni. Símtækin
voru sett upp í góðri trú. Það ræðst af
framvindu málsins hvort við leitum
til lögreglu en það er mögulegt.“
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Símreikningurinn er
óboðlegur og við ætl-
um að fara ofan í þetta
mál. Ef við höfum tök
á því að finna hverjir
þetta eru þá munum
við gera það.“
Til öryggis Símarnir voru settir upp í öryggisskyni en ljóst er að einhverjir bílstjórar hafa misnotað aðstöðu sína.