Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR ARKÍTEKTAR BANKAHRUNSINS Heiðar Már Guðjónsson Hagfræðingurinn Heiðar Már Guðjónsson starfaði sem framkvæmda- stjóri Novator og var oft nefndur hægri hönd Björgólfs Thors. Hann hefur ásamt Ársæli Valfells verið einn helsti talsmaður þess að Ísland taki einhliða upp evru og er tengda- sonur Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í dag starfar hann hjá vogunar- sjóðnum Clarium í Sviss og er að mestu skilinn við Novator. Heiðar er menntaður hagfræð- ingur frá Háskóla Íslands. Heiðar Már starfaði á sínum tíma sem sjóðsstjóri hjá Kaupþingi. Var hann meðal annars yfir vogunarsjóðnum GIR Capital Investment sem skráður var á Caymaneyjum. Ari Matthíasson sagðist í Silfri Egils hafa verið viðstaddur kynningu á þessum sjóði fyrir tíu árum síðan á Hótel Holti. Var viðstöddum tjáð að þeir gætu fengið arðgreiðslur sínar greiddar inn á reikninga hvar sem er í heiminum þar sem ríkti bankaleynd. Orri Hauksson Orri Hauksson hefur unnið mik- ið fyrir Novator á undanförnum árum. Hefur meðal annars verið stjórnarfor- maður Novator í Finnlandi og situr í stjórn finnska símafyrirtækisins Elisa. Orri er með kandídatspróf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá Harvard-háskóla. Orri starfaði sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar á árunum 1997 til 2000. Fyrir það starfaði hann hjá Eimskipi á árunum 1995 til 1997. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri þróunar- sviðs Símans og sem stjórnar- formaður Skjás eins áður en hann réð sig til Björgólfs Thors Björgólfssonar. Birgir Már Ragnarsson Lögmaðurinn Birgir Már Ragnarsson starfaði sem fram- kvæmdastjóri hjá Samson en félagið fór með 45 prósenta eignarhlut Björgólfsfeðga í Landsbank- anum. Birgir Már er með emb- ættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðlegum fjármagnsrétti frá Harvard-háskóla. Áður en hann réð sig til Björgólfs Thors starfaði hann meðal annars í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- inu og hjá Fjármálaeftirlitinu. Einnig var hann aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Andri Sveinsson Viðskiptafræðingurinn Andri Sveinsson hefur starfað sem fjármálastjóri Novator. Andri er einn nánasti samstarfsmað- ur Björgólfs Thors og hefur setið í stjórn Actavis, Landsbankans og Novator. Hann var skipaður í stjórn Landsbankans strax árið 2003. Andri starfaði á sínum tíma sem forstöðumaður fyrir- tækjaráðgjafar Búnaðarbank- ans og stofnaði fjárfestingafé- lagið Gildingu upp úr síðustu aldamótum ásamt feðgunum Þórði Magnússyni og syni hans Árna Oddi. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Þór Kristjánsson Viðskiptafræðingurinn Þór Kristjánsson hefur unnið með Björgólfi Thor allt frá því að Rússlandsæv- intýri þeirra feðga hófst. Hann var fjármálastjóri gosdrykkjaverk- smiðjunnar Baltic Bottling Plant. Honum var meinaður aðgangur að verksmiðjunni árið 1995 þegar Björgólfsfeðgar höfðu yfirtekið hana gegn vilja Bernads J. Larndner og Ingimars H. Ingimarssonar. Hann snerist síðar á sveif með Björgólfsfeðgum og dró til að mynda til baka stefnur sem hann hafði skrifað undir á hendur Björgólfsfeðgum. Þór starfaði sem ráðgjafi Sam- son og var um tíma aðstoðar- forstjóri Actavis. Hann sat hann í stjórn Landsbankans allt þar til bankinn fór í gjaldþrot. Einn- ig sat hann í stjórn Eimskips og knattspyrnufélagsins West Ham. Þór er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Tómas Ottó Hansson Hagfræðingurinn Tómas Ottó Hansson hefur starfað sem framkvæmdastjóri Novator og er einn nánasti samstarfsmaður Björgólfs Thors. Auk þess er hann stjórnarformaður Nova, situr í stjórn finnska símafyr- irtækisins Elisa og sat meðal annars í stjórn Eimskips. Tómas Ottó útskrifaðist sem hagfræðingur frá Háskóla Ís- lands árið 1990. Hann starfaði á sínum tíma sem forstöðumaður rannsókna hjá Íslandsbanka. Ólafur Ólafsson Viðskiptafræðingurinn Ólafur Ólafsson hefur verið talinn „slyngur“ rekstrarmaður og hefur ekki þurft jafn mikið á „sérfræðingum“ að halda og margir útrásarvíkinganna. Hann er með viðskiptafræðipróf frá Háskóla Íslands. Hann hefur þó haft nokkurn hóp af endur- skoðendum og lögmönnum í kringum sig sem flestir hafa átt einhver tengsl við Framsókn- arflokkinn. Ólafur er þekktur fyrir klæki í viðskiptum og hefur eignast margar óvildarmenn vegna þess. Hefur hann verið iðinn við að fela þá staðreynd að eiga jafnan stærsta hlutann í þeim erlendu félögum sem koma að viðskiptum tengdum honum. Má þar nefna Bruno Bischoff sem fjárfesti í Samskip- um, Hauck & Aufhäuser sem fjárfesti í Búnaðarbankanum og síðast en ekki síst fjárfestingu sjeiksins Al Thanis í Kaupþingi í gegnum félagið Q Iceland Finance sem nú sætir rannsókn sérstaks saksóknara. Árni Tómasson Árni Tómasson endurskoðandi og formaður skilanefndar Glitnis hefur verið náinn Ólafi á undanförnum árum. Hann hef- ur setið í stjórn Alfesca frá árinu 2006 þar sem Ólafur hefur verið meirihlutaeigandi. Árni var á sínum tíma bankastjóri Bún- aðarbankans en hann er sonur Tómasar Árnasonar, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og seðlabankastjóra. Hann er menntaður endurskoðandi og hefur kennt þau fræði bæði við Háskóla Íslands sem og við Háskólann í Reykjavík á undanförnum árum. Hjörleifur Jakobsson Verkfræðingurinn Hjörleifur Jakobsson hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar í mörg ár. Hjörleifur var ráðinn forstjóri Kjalar árið 2006 en þá sameinuðust félögin Ker og Kjalar. Við það varð Egla dótturfélag Kjalars en Egla var næststærsti hluthafinn í Kaupþingi. Hann var forstjóri Olíufélagsins frá 2002 til 2006. Hjörleifur var stjórnarformaður Búnaðarbankans þegar hann sameinaðist Kaupþingi og varð varastjórnarformaður hins sameinaða banka. Hjörleifur er véla- og rekstrarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf frá Oklahoma State University. Hann vann lengi sem framkvæmdastjóri hjá Eimskip og var forstjóri Hampiðjunnar 1999 til 2002. Kristinn Hallgrímsson Lögfræðingur hjá lögmanns- stofunni Fulltingi. Einn nánasti samverkamaður Finns Ingólfs- sonar og Ólafs Ólafssonar. Tengsl hans við Framsókn- arflokkinn eru náin og ná langt aftur í tímann þar sem pabbi hans var þungavigtarmaður innan flokksins. Var lögmaður S-hópsins sem keypti Búnaðar- bankann árið 2002 og kvittaði hann upp á meirihluta þeirra skjala sem send voru frá hópn- um til einkavæðingarnefndar. Hefur setið í stjórnum gríðarlega margra félaga á vegum þeirra Finns og Ólafs. Gerð hefur verið húsleit hjá Fulltingi út af aðkomu stofunnar að viðskiptum sjeiksins Al-Thanis með hlutabréf í Kaupþingi í fyrrahaust en starfsmaður á stofunni, Telma Halldórsdóttir, sat í stjórn eignarhaldsfélagsins Q Iceland Finance sem keypti bréfin í Kaupþingi. Nær öruggt má telja að Fulltingi hafi tekið þátt í viðskiptunum vegna tengsla Kristins og Ólafs Ólafssonar sem sá um að koma viðskiptunum í kring. Fulltingi er til húsa á Suðurlandsbraut 18 en það hús er í eigu Ólafs Ólafssonar. Á þriðja hundrað fyrirtæki eru skráð til heimilis í  húsinu. Guðmundur Hjaltason Endurskoðandinn Guðmundur Hjaltason var forstjóri Kers á árunum 2003 til 2006. Hafði hann þá unnið síðustu fjögur árin fyrir Ólaf Ólafsson sem framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Samskipa. Áður en Guðmundur hóf að vinna fyrir Ólaf var hann eigandi Löggiltra endurskoðenda hf. Eftir að Hjörleifur Jakobsson var gerður að forstjóra Kjalar árið 2006 hætti Guðmundur störfum fyrir Ólaf Ólafsson. Þá fór Guðmundur til starfa hjá Glitni og var yfir fyrirtækjasviði bankans þar til hann var rekinn frá bankanum í maí 2008. Þá réð hann sig til Milestone sem varð síðan gjaldþrota nokkrum mánuðum síðar. Þegar hann starfaði hjá Glitni veitti hann Milestone tuga milljarða króna lán. Milestone sætir nú rannsókn sérstaks saksóknara vegna meðferðar á bótasjóði Sjóvár. Guðmundur rekur í dag ráðgjafarfyrirtækið Möttul ásamt öðrum fyrrverandi starfsmönnum Milestone. Hafa þeir meðal annars unnið að endurskipulagningu spari- sjóðakerfisins á Íslandi. Guðmundur Oddsson Lögmaðurinn Guðmundur Oddsson starfar á lögmanns- stofunni Logos og hefur haft aðsetur í London undanfarin ár. Hann er náinn samverka- maður Björgólfs Thors Björgólfs- sonar. Var innanhús- lögmaður hjá Actavis og sat í stjórn West Ham á meðan Björgólfur Guðmunds- son átti félagið. Guðmundur tók einnig þátt í viðskiptum sjeiksins Al-Thanis með hlutabréf í Kaupþingi skömmu fyrir hrun haustið 2008 en hann sat í stjórn eignarhaldsfélags sjeiksins. Guðmundur er með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn sérstaks saksóknara á Al-Thani málinu þar sem grunur leikur á að um markaðsmis- notkun hafi verið að ræða þegar bréfin voru keypt. Afar pínlegt þótti þegar sérstakur saksóknari gerði húsleit á Logos út af rannsókninni í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.