Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR var hins vegar farin af stað umræða um hvað Davíð myndi gera næst. Degi eftir að tilkynnt var að ríkis- stjórn Geirs væri sprungin sagði DV frá því á forsíðu að Davíð hefði átt að taka við sem næsti ritstjóri Morg- unblaðsins í lok febrúar þegar ný lög um Seðlabankann og Fjármála- eftirlitið yrðu samþykkt. Sjálfstæð- ismenn hefðu aldrei rekið Davíð úr Seðlabankanum og áttu nýju lögin um Seðlabankann að sefa Samfylk- inguna og koma Davíð frá með góðu: Allir hefðu verið ánægðir. Stjórn- in sprakk hins vegar og þá var ekki lengur ástæða fyrir Samfylkinguna að sýna Davíð vægð og því fór sem fór. Davíð varð svo ekki ritstjóri Morgunblaðsins strax þarna á eft- ir heldur var beðið þar til í haust og vakti ráðning hans nokkuð hörð við- brögð í samfélaginu og gengu mis- vísandi frásagnir um hversu marg- ir áskrifendur hefðu sagt áskrift sinni að blaðinu upp í kjölfarið - þar heyrðust tölur sem náðu frá 5 og upp í 13 þúsund, eða um þriðjungur af áskrifendum Morgunblaðsins. Ár Icesave/-slave? En nýju bráðabirgðastjórnarinnar beið ekkert hóglífi eftir að hafa tek- ið við völdum í febrúar. Hún þurfti fljótlega að taka á einu fyrirferð- armesta og erfiðasta málinu eftir hrunið: Icesave. Viðræður um upp- gjör vegna Icesave-skuldbinding- anna við Hollendinga og Breta  hóf- ust um miðjan mars síðastliðinn undir stjórn Svavars Gestssonar, sendiherra í Danmörku. Efni viðræðnanna var ábyrgð ís- lenska ríkisins á því að Tryggingar- sjóður innstæðueigenda gæti stað- ið við skuldbindingar um að greiða öllum innstæðueigendum Icesa- ve-reikninga Landsbankans þá lág- marksupphæð sem kveðið er á um í tilskipun ESB um innstæðutrygg- ingar á Evrópska efnahagssvæð- inu. Skuldin gat numið að minnsta kosti 700 til 800 milljörðum króna. Ekki stóð til að íslenska ríkið ábyrgð- ist neitt umfram tæplega 21 þús- und evra lágmarksupphæðina fyrir hvern reikning. Miklar deilur risu um samning- inn, sem meðal annars kvað á um tiltekna vexti og að endurgreiðsl- ur hæfust að sjö árum liðnum. Þótti mörgum ákvæði um möguleika til að taka samninginn upp heldur veikar. Reiði almennings út af Icesa- ve varð til þess að haldin voru mót- mæli til að gagnrýna Icesave-sam- komulagið fyrir utan þinghúsið. Þeir allra hörðustu gripu til þess að kalla Icesave-samkomulagið Iceslave, svo illa myndi það koma við þjóðina að greiða Icesave-skuldirnar. Svo fór líka að þeir sem komu að því að búa til og markaðssetja Icesa- ve-reikningana fyrir Landsbankann fyrir hrun voru brennimerktir. Fátt hefur þótt verra en að vera bendl- aður við Icesave á byltingarárinu 2009 þar sem umræður um Nýja Ís- land hafa farið hátt. Sá sem verst hef- ur lent í Icesave-grýlunni er án vafa Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, sem öðrum fremur var maðurinn á bak við Icesave og lét hafa það eftir sér á sínum tíma að reikningarnir væru „tær snilld“. Í lok ágúst samþykkti Alþingi með 34 atkvæðum stjórnarliða fyr- irvara við samninginn gegn atkvæð- um stjórnarandstöðunnar sem að öðru leyti hafði komið mismikið að gerð fyrirvaranna. Bretar og Hol- lendingar samþykktu ekki fyrirvar- ana óbreytta. Því varð að bera fyr- irvarana breytta undir Alþingi á ný. Kjarni Icesave-deilunnar snýst um það hvort íslenska ríkinu beri að ábyrgjast skuldbindingar einka- banka þegar um kerfishrun er að ræða. Andstæðingar samningsins vilja styrkja ákvæði um að Íslendingar geti skotið málinu til dómstóla en einnig setja eins konar þak á endur- greiðslur í samræmi við greiðsluþol. Þar koma meðal annars vextir við sögu. Stjórnarliðar hafa talið það pól- itíska nauðsyn að semja enda væri það lykillinn að því að geta hafið endurreisn efnahagslífsins af krafti í eðlilegum viðskiptum og vinfengi við nágrannaþjóðir. Þeir hafa talið að herkostnaðurinn af því að semja ekki verði meiri en við það að semja í þá veru sem gera á nú fyrir áramótin. Hvað sem líður réttmæti þeirra sjónarmiða sem takast þarna á hefur umræðan um Icesave öðru fremur tvístrað þjóðinni á árinu á sambæri- legan hátt og möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu sem einn- ig hefur verið mikið til umræðu frá bankahruninu. Evrópusambandið eða ekki? Í kjölfar bankahrunsins og falls ís- lensku krónunnar haustið 2008 lagði Samfylkingin hart að Geir H. Haar- de, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, að skýra stefnu flokksins til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Í stefnuyfirlýsingu þessara rík- isstjórnarflokka frá vorinu 2007 var ekkert um aðildarumsókn eða þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið. Að- eins var þar fært í orð að skýrsla Evr- ópunefndar yrði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmun- um Íslendinga yrði best borgið gagn- vart ESB. Jafnframt að Alþingi kæmi á fót samráðsvettvangi til að fylgj- ast með þróun mála og leggja mat á breytingar með tilliti til íslenskra hagsmuna. Bankahrunið og þrýstingur frá samstarfsflokknum varð til þess að forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað að halda landsfund 29. janúar síð- astliðinn þar sem tekin yrði afdrátt- arlausari afstaða. Kostirnir virtust tveir; að sækja um aðild milliliða- laust eða að bera fyrst undir atkvæði þjóðarinnar hvort sækja skyldi um aðild. Stjórn Geirs H. Haarde féll rétt fyrir fyrirhugaðan landsfund og sjálfur lýsti hann því yfir að hann gæfi ekki kost á sér til áfram- haldandi formennsku. Ekk- ert varð af landsfundinum og málið hékk í lausu lofti. Reyndar benti margt til þess að sterk andstöðuöfl HVAÐ BÝR Í ÍSLENSKRI ÞJÓÐ? n „Það eru erfiðir tímar, mikið starf fram undan hjá okkur, hagkerfið mjög laskað, atvinnuleysi, ónýtur gjaldmiðill, þetta eru svo erfiðir tímar að einhverju sinni líkti forseti ASÍ þeim við sjálf móðuharðindin, að við lifum nú sviplíkt harðræði og reið yfir landið undir lok átjándu aldar, þegar um 75 prósent búfjár féllu og fimmti hver landsmaður lést, eða um tíu þúsund manns. Og í fréttum skömmu fyrir jól kom fram að raunlaun á landinu séu nú svipuð og árið 2002. Útlendingar senda póst og spyrja hvort okkur vanhagi ekki um eitthvað, þeir hafi heyrt að verslanir standi meira eða minna auðar, allt sé á hausnum, við allslaus þjóð. Það eru vissulega erfiðir tímar, hvarflar ekki að mér að draga úr því, við höfum orðið fyrir áföllum, erum skuldug, en flestir hafa það bara ágætt, það var örtröð í verslunum fyrir jól og kaupmáttur svipaður og fyrir 7 árum; ekki 70, ekki 200 árum, heldur sjö. Þetta hefur gerst: þjóð sem var ríkust allra, sem keypti allt sem hreyfðist og snarkaði í, hefur lent í hremmingum. Þó ekki meiri en svo að lífsgæðin hér eru meiri en í flestum löndum heimsins. Samt erum við orðin hás af sjálfsvorkunn, forseti ASÍ, formaður Framsóknar og aðrir skemmtikraftar kynda undir, ríkisstjórnin uppfyllir drauma frjálshyggju- þingmanna og sker verulega niður fjárframlög til þróunarmála; þjóð sem ekur um á nýjum bílum, heldur veislur, býr í hlýjum húsum, fyllir versl- anir fyrir jól og á sjálfsagt eftir að kaupa flugelda fyrir hundruð milljóna króna, hefur ekki efni á að hjálpa fólki sem býr við meiri fátækt en við get- um ímyndað okkur. Persónuleiki mannsins kemur í ljós í mótvindi, segir á einum stað, og sama má segja um þjóðir. Og hvað býr í íslenskri þjóð?“  Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur BÖKUM EKKI SNÚIÐ SAMAN n „Árið 2009 einkenndist af ákveðinni kyrrstöðu, stóru úrlausnarefnin í efnahagsmálum sem blöstu við í upphafi árs, gjaldeyrishöftin, vaxtalækkanir og uppbygging bankakerfisins gengu afar hægt. Mikil ákvarðanatökufælni var í embættismannakerfinu, sem eftir hrunið hafði fengið mikla ábyrgð og völd. Vilji embættismanna til að vanda sig og gera rétt snerist á margan hátt upp í þá andhverfu sína að menn gerðu ekki neitt. Eftir hrunið haustið 2008 hefði mátt ætla að stjórnmálamenn og þjóðin myndu snúa bökum saman við endurreisn efnahagslífsins líkt og margar þjóðir hafa gert í kjölfar náttúruhamfara eða styrjalda. Það varð því miður ekki raunin og voru mikil vonbrigði að horfa upp á störf Alþingis á árinu sem er að líða. Ástandið í rekstri fyrirtækja varð á margan hátt ekki eins slæmt og óttast hafði verið. Atvinnuleysi varð til að mynda mun minna en spáð hafði verið. Langflestum fyrirtækjum í útflutningi og fjölmörgum fyrir- tækjum í samkeppni við innflutning gekk vel á árinu. Samkeppnisstaða útflutningsfyrirtækja hefur líklega aldrei verið betri, gengi íslensku krónunnar mjög hagstætt og aðgengi að hæfu starfsfólki gott. Miklir möguleikar eru því til að stórauka útflutning og tryggja hér lífskjör eins og þau gerast best í nágrannalöndum okkar.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar RISIÐ GEGN ÓRÉTTLÆTI n „Þetta ár er eitt eftirminnilegasta ár í manna minnum. Almenningur reis upp gegn óréttlæti og spillingu. Álögum varð af þjóðinni létt og um stund fann hún sinn sanna takt. Hugrekki og samstaða varð einkennandi í samfélaginu. Um stund virtist almenningur hafa áhuga á að hafa djúpstæð áhrif á samfélag sitt og dagar samstöðu um að koma frá vanhæfri ríkisstjórn varð tilefni til að eygja von um framtíð sem tæki mið af þeirri rödd sem drundi í gegnum múra þingsins. Inn á þing streymdu 27 nýir þingmenn. Norræn velferðarstjórn lof- aði skjaldborg um heimilin, að færa völdin til fólksins, stjórnlagaþingi og persónukjöri var lofað, sem og að endurreisnin myndi verða reist á heiðarleika og gegnsæi. Uppgjörs væri að vænta þar sem þeir sem komu þjóðinni á vonarvöl skyldu axla ábyrgð. Fagnað var um borg og bý, þjóðin hélt sig heimta úr helju samspill- ingar og einkavinavæðingu. Kolkrabba- og útrásarmafían skyldi upp- rætt. En fólkið sem þjóðin treysti til að hreinsa til og standa vörð um velferðina varð eftir stutta stund á valdastólum að umskiptingum og hér hafa ekki orðið neinar breytingar. Ekki neitt. Nema að margir hafa misst vonina og flýja land. En það er enn von ef almenningur heldur áfram að beita stjórnvöld alvöru þrýstingi, ef fólk hættir ekki að hafa trú á eig- in getu til að hafa áhrif á samfélagið sitt. Hver einasta afhöfn í þá veru skiptir máli, þó ekki væri nema til að finna aftur til þeirrar samstöðu og þann takt sem tamdi um stund ráðvillta ráðamenn á köldum janúar- dögum fyrir tæpu ári.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.