Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 23
FRÉTTIR 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 23 innan flokksins hefðu náð undirtök- unum þegar leið að fundi. Segja má að Bjarni Benedikts- son, sem kjörinn var nýr formaður flokksins á landsfundi í lok mars, hafi á endanum tekið upp stefnu íhaldssamari arms flokksins með harðari andstöðu við aðildarum- sókn. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- ar Samfylkingarinn- ar og VG síðastlið- ið vor var fastar kveðið að orði: „Ákvörð- un um að- ild Íslands að Evr- ópusam- band- inu verði í hönd- um ís- lensku þjóðar- inn- ar sem mun greiða atkvæði um samning í  þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utan- ríkisráðherra mun leggja fram á Al- þingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vor- þingi.“ Margir fylgismenn VG töldu þetta ákvæði svik við stefnu VG sem var nánast spegil- myndin af stefnu Sjálfstæðisflokks- ins; að kjósendur ættu að kjósa fyrst um hvort sækja skyldi um aðild. Aðildarumsókn var samþykkt 16. júlí síðast- liðinn með 33 at- kvæðum gegn 28. Í hópi þeirra sem sögðu nei voru meðal annars fimm þingmenn VG. 23. júlí afhenti Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar og for- manni ráðherraráðs ESB, beiðni um aðild að ESB. 27. júlí ákvað ráðherra- ráðið að vísa umsókninni til fram- kvæmdastjórnar ESB. Í lok ársins lýsti Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, því yfir að andstaða hans við aðild að ESB stæði óhögguð og hann hefði ef eitthvað styrkst í þeirri trú að þjóðinni yrði best borgið utan sambandsins og með því að halda krónunni. Það liggur því fyrir að harkaleg pólitísk átök verða í fyllingu tímans þegar samningsdrög liggja fyrir. Uppgjörið við hrunið Samhliða allri þessari dramatík í pólitísku lífi þjóðarinnar hefur upp- gjörið við íslenska efnahagshrunið verið áberandi í umræðunni. Sér- stakur saksóknari, Ólafur Hauks- son, ráðgjafi hans, Eva Joly, og Páll Hreinsson og rannsóknarnefnd Al- þingis hafa verið tíðir gestir í fjöl- miðlunum þar sem greint er frá nýjustu hræringum í rannsóknum þeirra á því hvað orsakaði hrunið og hver muni þurfa að sæta ábyrgð fyr- ir það. Saksóknari er með tugi mála á sínu borði sem eru mislangt á veg komin en þar ber hæst rannsókn- ina á Al-Thani-málinu, Milestone og Sjóvá, Imon og Exeter Holding. Ýmsir þjóðkunnir auðmenn eru með réttarstöðu grunaðra í rannsóknum saksóknara og má þar nefna Sigurð Einarsson, Ólaf Ólafsson, Hreiðar Má Sigurðsson, Sigurjón Árnason, Magnús Ármann, Karl Wernersson, Þór Sigfússon og Jón Þorstein Jóns- son. Engar ákærur hafa verið gefnar út enn þá en saksóknari hefur gefið það út að búast megi við þeim fyrstu fljótlega á nýja árinu. Á sama tíma og saksóknari hef- ur rannsakað þá mögulegu glæpi sem áttu sér stað í aðdraganda og kjölfar hrunsins hefur rannsóknar- nefnd Alþingis unn- ið fræðilega skýrslu um or- sakir hrunsins. Rannsóknarnefnd- in hefur rætt við fjölda manna sem flokka má sem þátttakendur í hrun- inu, fjárfesta, bankamenn, embætt- ismenn og stjórnmálamenn. Skýrslan átti að koma út í byrj- un nóvember en var frestað þar til í byrjun febrúar vegna umfangs efn- is hennar. Margir bíða skýrslunnar með mikilli óþreyju og má greina það í samfélagsumræðunni að al- menningur telur að með henni verði vatnaskil í skilningi þjóðarinnar á hruninu. Rannsóknarnefndin hefur byrj- að að senda út brot úr skýrslunni til þeirra sem þar er fjallað um og hafa þeir rétt til að gera athugasemdir við þá umræðu sem þar er um þá. Reikna má með að ýmsir valdamikl- ir menn í samfélaginu séu logandi hræddir við skýrsluna. Þó má reikna með að þess verði ekki langt að bíða að molar úr skýrslunni fari að leka út. Kúlúlánin alræmdu Samhliða umræðunni um upp- gjör opinberra aðila, saksóknara og rannsóknarnefndarinnar, við hrun- ið hafa fjölmiðlar og almenningur í landinu keppst við að reyna að skilja það betur hvað olli því og hvaða viðskiptahættir það voru sem ein- kenndu Ísland á árunum fyrir það. Eitt af þeim hugtökum sem orðið hefur alræmt í þessari umræðu á ár- inu er „kúlulán“. Kúlulánin voru auðvitað þekkt fyrir hrun en það var fyrst eftir hrun- ið sem umræðan um þau magnað- ist upp og fólk áttaði sig betur á því hvað í þeim felst. Eftir hrunið hef- ur almenningur einnig gert sér bet- ur grein fyrir því, í ljósi hrunsins, að það getur ekki talist eðlilegt að stjórnendur, starfsmenn og hlut- hafar fjármálafyrirtækja hér á landi hafi fengið lánafyrirgreiðslu frá fyr- irtækjunum sem oft var án allrar persónulegrar áhættu fyrir þá sjálfa. Þeir gátu aðeins grætt og ef tap var af fjárfestingu þeirra gátu þeir gengið frá henni án þess að bíða af því fjár- hagslegan skaða. Meðal þeirra sem fengu slík starfsmannakúlulán hjá fjármála- fyrirtækjum eru: Kristján Arason, handboltakappi hjá Kaupþingi, Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Icebank, Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi forstjóri Aska Capital, Birna Einarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Glitni og núverandi bankastjóri Ís- landsbanka, og stór hópur af þekkt- um og minna þekktum stjórnendum og starfsmönnum íslenskra fjár- málafyrirtækja. Eitt þekktasta dæmið úr umræð- unni um kúlu- lán- in Í sigti almennings Andúð almennings á útrásarvíkingunum sem stýrðu íslensku bönkunum og eignarhaldsfélögunum náðu nýjum hæðum á árinu eftir því sem meira var rætt um viðskiptahætti þeirra í fjölmiðlum. Sumir þeirra þurftu að búa við það að málningu væri skvett á hús þeirra og bíla. „Þetta hefur gerst: þjóð sem var ríkust allra, sem keypti allt sem hreyfðist og snarkaði í, hefur lent í hremm- ingum. Þó ekki meiri en svo að lífsgæðin hér eru meiri en í flestum lönd- um heimsins.“ „Iceslave“ Umræðan um Icesave var fyrirferðarmikil í ár og voru skoðanir manna mjög skiptar á málinu. Sumir voru alfarið á móti því að samþykkja Icesave-samkomu- lagið og notuðu þeir allra ósáttustu orðið Iceslave til að lýsa því hvernig Icesave-samkomulagið myndi binda þjóðina á skuldaklafa um ókomin ár. Myndin er frá Icesave-mótmælum við þinghúsið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.