Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR á árinu var þegar DV opnaði lánabók Kaupþings frá árinu 2006 í sumar og birti lista yfir alla starfsmenn Kaup- þings sem fengu slík lán. Þar kom meðal annars fyrst í ljós hversu hátt kúlulán Kristján Arason hafði feng- ið hjá bankanum, nærri 900 millj- ónir króna. Stjórn Kaupþings felldi svo niður persónulegar ábyrgðir starfsmannanna fyrir lánveitingun- um skömmu fyrir bankahrunið þar- síðasta haust og enn er ekki útséð um hvort starfsmennirnir þurfi að greiða skatta af þeim. Alveg ljóst er hins vegar að al- menningur í landinu mun eiga í erf- iðleikum með að sætta sig við að slík kúlulán verði tekin upp aftur sem hluti af hvatakerfum fjármálafyr- irtækja í framtíðinni, slíkt er óþol- ið fyrir þeim orðið eftir umræðu síðastliðins árs. Sennilega fangaði einn þeirra starfsmanna Kaupþings sem fékk slíkt kúlulán, Svali Björg- vinsson, stemninguna í samfélag- inu nokkuð vel þegar hann sagði að- spurður við DV hvað honum fyndist um kúlulánin: „Aldrei aftur.“ Sennilega verða orð Svala ekki grafskrift kúlulána hér á landi um ókomin ár en þó má segja að þau fangi viðhorfið í garð þeirra um þessar mundir. Afskriftir hjá auðmönnum Önnur umræða sem verið hef- ur áberandi og tengist kúlulánun- um snýst um afskriftir skulda auð- manna í íslenska bankakerfinu. Segja má að Fréttablaðið hafi haf- ið þessa umræðu með sprengju í júlí í sumar þegar blaðið greindi frá því á forsíðu að Björgólfsfeðgar vildu láta afskrifa helming 6 milljarða króna skuldar sinnar við Nýja Kaupþing. Skuldin var tilkomin vegna þess að eignarhaldsfélag þeirra, Samson, hafði fengið lán frá Búnaðarbank- anum árið 2003 til að greiða íslenska ríkinu fyrir kjölfestuhlutinn í Lands- bankanum sem keyptur var í árslok 2003. Þessi frétt fór afar illa í almenn- ing vegna þess að stofnað hafði verið til skuldarinnar til að kaupa Lands- bankann og sagði Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra að lánið væri það síðasta undir sólinni sem ætti að afskrifa. Mánuðina þar á eftir greindu fjöl- miðlar frá mörgum slíkum málum þar sem afskrifa átti skuldir auð- manna. Til að mynda sagði DV frá fyrirhuguðum afskriftum á um 50 milljarða króna skuldum útgerðar- mannsins Magnúsar Kristinssonar við gamla Landsbankann. Magn- ús átti ekki eignir til að greiða alla skuldina auk þess sem ábyrgðir fyrir lánunum voru af skornum skammti. Sú frétt vakti mikla athygli, sérstak- lega þar sem Magnús hafði verið stór hluthafi í Landsbankanum. Magnús sendi síðar frá sér yfir- lýsingu þar sem hann greindi frá því hvernig hann hefði stofnað til skuld- anna við bankann. Í máli hans kom fram að lánin hefðu verið tekin „fyr- ir áeggjan stjórnenda Landsbank- ans“. Sagan af skuldastöðu Magnús- ar þótti sýna fram á hversu glæfraleg og hugsunarlaus lánastefna íslensku bankanna hafði verið fyrir hrun þar sem aðgangur hluthafa og viðskipta- félaga og eigenda bankanna að láns- fé var nær ótakmarkaður. Önnur slík frétt var þegar DV greindi frá því í september að Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefði samið um afskrift á 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfé- lags í hans eigu við bankann. Í sam- tali við DV lét Bjarni þau orð falla að það hefði verið óábyrg meðferð á fjármunum að greiða skuldina þar sem hann þyrfti þess ekki. Fjölmargar fleiri slíkar frétt- ir komu fram í fjölmiðlum og má segja að umræðan hjá almenningi hafi verið sú að fólki sveið að sumir gæðingar þyrftu ekki að greiða him- inháar skuldir sínar til fulls þar sem þær hefðu verið inni í eignarhalds- félögum eða persónulegar ábyrgð- ir þeirra verið litlar. Á meðan þurfti meginþorri almennings að standa í skilum sem orðið var erfiðara eftir efnahagshrunið og gengisfall krón- unnar. Óréttlætið sem tíðkaðist á Ís- landi fyrir hrunið þótti hafa komið þarna í ljós holdi klætt í einstökum auðmönnum. Stóru eignarhaldsfélögin hrynja Ein afleiðinga efnahagshrunsins hefur líka verið sú að mörg þekkt- ustu og stærstu eignarhaldsfélög landsins hafa orðið gjaldþrota á árinu. Þessi félög voru mörg hver helstu flaggskip íslensku útrásar- innar og góðærisins sem tók enda með hruninu. Ber þar fyrst að nefna gjaldþrot Baugs, eignarhaldsfélags Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og fjölskyldu, sem meðal annars átti Bónus og Hagkaup. Baugur var úrskurðað- ur gjaldþrota í mars og er gjaldþrot félagsins það stærsta í sögunni hjá einkafyrirtæki hér á landi: Kröfurn- ar í bú þess nema meira en 300 millj- örðum króna. Baugur hafði selt verðmætustu eign sína, verslanakeðjuna Haga, út úr félaginu í fyrrasumar og fékk ann- að félag, 1998 sem var í eigu sömu aðila og áttu Baug, lán upp á 30 millj- arða króna frá Kaupþingi til að kaupa félagið út úr Baugi. Mikið hefur verið rætt um þessi viðskipti á árinu sem er að líða og hefur ýmsum þótt Nýja Kaupþing, nú Arion banki, sýna eig- endum 1998 mikla þolinmæði þrátt fyrir mikla skuldsetningu. Í þessu máli hafa einnig komið við sögu af- skriftir skulda því líkt og DV greindi frá í nóvember var meira en helm- ingur skuldar 1998 afskrifaður þegar lán félagsins fluttist frá gamla Kaup- þingi yfir í nýja bankann. Í þessu máli, líkt og nokkrum öðrum, eru skoðanir manna mjög skiptar: Eiga stofnendur Bónuss, þeir Jóhannes Jónsson og sonur hans Jón Ásgeir, að fá að halda Hög- um eða á bankinn að leysa félagið til sín að öllu leyti? Málið mun væntan- lega skýrast um miðjan janúar en þá rennur út frestur þeirra feðga til að koma með nýtt hlutafé inn í félag- ið. Takist það fá þeir væntanlega að halda Högum. Annað félag sem mikið hefur ver- ið til umræðu er eignarhaldsfélag- ið Milestone sem sömuleiðis varð gjaldþrota á árinu og er í skiptameð- ferð líkt og Baugur. Kröfur í þrotabú Milestone nema um 100 milljörð- um króna. Eigendur félagsins, Karl og Steingrímur Wernerssynir, hafa sömuleiðis verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna við- skipta tryggingafélagsins Sjóvár sem þeir áttu að fullu. Exista, eigandi Símans, VÍS og Bakkavarar, hefur sömuleiðis bar- ist í bökkum en félagið var stærsti hluthafi Kaupþings fyrir hrun. Enn sem komið er hefur félagið náð að halda sér á floti þótt það sé gríðar- lega skuldsett og kröfuhafar hafi sótt að því. Mikil dramatík hefur verið í kringum Exista í ár og er skemmst að minnast ræðu annars helsta eig- anda félagsins, Lýðs Guðmundsson- ar, á aðalfundi félagsins í lok sum- ars þar sem hann talaði um atlögu kröfuhafa og bloggsamfélagsins að félaginu. Ljóst er því að árið 2009 hefur alls ekki verið ár eignarhaldsfélaganna, öfugt við árin þar á undan þar sem þau sópuðu til sín eignum og eig- endur þeirra voru hafnir upp til skýj- anna fyrir snilli sína. Leiðtogar í kröppum dansi Af öðrum málum ber að nefna að tveir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa komist í krappan dans á árinu. Fyrst ber að nefna Gunnar I. Birgis- son, fyrrverandi bæjarstjóra í Kópa- vogi, en eftir að DV greindi frá því í apríl að Kópavogsbær hefði í stjórn- artíð hans átt í stórfelldum viðskipt- um við útgáfufyrirtæki dóttur hans, Frjálsa miðlun, veiktist staða hans nokkuð. Um var að ræða 40 milljóna króna greiðslur til hennar á síðustu sex árum. Samfylkingarfólk í Kópavogi fór í kjölfarið fram á rannsókn á við- skiptunum við dóttur Gunnars og staðfesti niðurstaðan að það sem fram hafði komið í frétt DV var satt. Samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokks- ins í bænum, Framsóknarflokkur- inn, var ekki sáttur við þessi tíðindi og hið sama má segja um einhverja sjálfstæðismenn. Um miðjan júní, mánuði eftir að greint var frá þess- ari niðurstöðu rannsóknarinnar, gaf Gunnar það út að hann hefði ákveð- ið að hætta sem bæjarstjóri í Kópa- vogi. Sömuleiðis hefur Bjarni Bene- diktsson, sem kjörinn var formað- ur Sjálfstæðisflokksins á lands- fundi flokksins í maí, átt á brattann að sækja upp á síðkastið eftir að DV greindi frá því að hann hefði kom- ið að viðskiptum sem faðir hans og frændi stóðu í með eigendum Mil- estone, Karli og Steingrími Werners- sonum. Bjarni var stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins BNT, eiganda olíufélagsins N1, og stundaði við- skipti samhliða pólitísku starfi sínu þar til í desember í fyrra og gaf hann það út að hann ætlaði að einbeita sér alfarið að stjórnmálunum. Lítið hefur hins vegar verið rætt um þátt- töku hans í viðskiptalífinu og tengsl hans við þá Wernerssyni þar til nú og kemur það nokkuð á óvart þegar lit- ið er til þess hversu mikil tengsl hans eru við þá. Góðærið og hrunið í baksýnis- speglinum Þegar litið er yfir árið sést því að upp- gjör við efnahagshrunið og góðæris- árin á undan hefur verið stór hluti af umræðunni í samfélaginu á árinu 2009. Þessu uppgjöri er vitanlega hvergi nærri lokið og mun taka nokkur ár hið minnsta að gera upp þennan tíma. Skýrsla rannsókn- arnefndarinnar er ekki enn kom- in út og nær öruggt er að halda þarf áfram með þá vinnu í kjölfarið þar sem meiri tíma þarf til rannsókn- ar- og greiningarvinnu. Að sama skapi hefur sérstakur saksóknari ekki enn gefið út ákæru vegna efna- hagshrunsins og hefur Eva Joly sagt að reikna megi með því að ákæru- valdið muni þurfa að minnsta kosti nokkur ár til að komast til botns í þeim málum sem Fjármálaeftirlitið sendir þangað. Íslenskt samfélag er laskað eftir efnahagshrunið og enn er til dæmis ekki fyllilega ljóst hverjir munu eign- ast Íslandsbanka og Arion banka og enn síður hvaða áherslur nýir eig- endur munu koma með þegar þeir taka við stjórn bankanna. Því er nokkur óvissa um hvað komandi ár mun bera í skauti sér þar sem mikill óstöðugleiki hefur einkennt íslenskt efnahagslíf frá hruninu. Og þó að árið hafi verið erfitt er það líklega rétt sem Valgerður Bjarnadóttir seg- ir í samtali við DV, að ástandið í sam- félaginu muni versna á næstunni: „Kreppan varð ekki eins djúp á árinu og búist var við, vondu fréttirnar eru að það versta er örugglega eftir, en við munum hafa það af.“ Samhliða þessari líklegu spá má fólk þó líka hafa það í huga sem rit- höfundurinn Jón Kalman Stefáns- son segir í samtali við DV. Sjónarmið eins og Jón reifar hér er í raun furðu- lega sjaldgæft á Íslandi um þess- ar mundir. Þetta sjónarmið geng- ur út frá því að horfa okkur fjær til að átta okkur á því að þrátt fyrir það nauðsynlega uppgjör sem nú á sér stað í samfélaginu, og þrátt fyrir að ástandið sé erfitt hjá mörgum, sé það þrátt fyrir allt enn góður kostur að búa hér á landi. „Það eru vissulega erfiðir tímar, það hvarflar ekki að mér að draga úr því, við höfum orð- ið fyrir áföllum, erum skuldug, en flestir hafa það bara ágætt, það var örtröð í verslunum fyrir jól og kaup- máttur svipaður og fyrir 7 árum; ekki 70, ekki 200 árum, heldur sjö. Þetta hefur gerst: þjóð sem var ríkust allra, sem keypti allt sem hreyfðist og snarkaði í, hefur lent í hremming- um. Þó ekki meiri en svo að lífsgæð- in hér eru meiri en í flestum löndum heimsins. Samt erum við orðin hás af sjálfsvorkunn.“ Fórnarlömb byltingar Ráðherrarnir Björgvin G. Sigurðsson og Geir H. Haarde voru tvö af fórnarlömbum byltingarinnar í janúar enda þótti ábyrgð þeirra á óförum hrunsins vera skýr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.