Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Qupperneq 27
FRÉTTIR 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 27 10. LÝÐUR MEÐ FLUGELDASÝNINGU „Ég ætla ekki að elta ólar við það samfélag hugleys- ingja sem stór hluti bloggheima virðist orðinn. Sóðakjaftur þeirra sem þar skýla sér undir dul- nefnum á samt sinn þátt í því andrúmslofti sem daglega er kynt undir og því miður leika nokkrir oddvitar umræðunnar í netheimum þar talsvert hlutverk líka.“ n Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, flutti ræðu á aðalfundi félagsins í ágúst þar sem almenningur fékk sjaldséð tækifæri til að kynnast sýn útrásarvíkings á efnahagshrunið og uppgjör síðastliðins árs. 11. GLEYMSKA INDRIÐA „Ég var í flugvélinni en ég man ekki svo nákvæm- lega hvað ég aðhafðist.“ n Svar Indriða Þorlákssonar, aðstoðarmanns Steingríms J. Sigfússonar, í samtali við DV.is í september. Farþegi í flugvél á leiðinni frá Danmörku sá Indriða skrifa trúnaðarbréf til Steingríms J. Sigfússonar í byrjun þess mánaðar. Bréfið snérist um niðurstöðu viðræðna íslensku sendinefndarinnar við Breta og Hollendinga þar sem rætt var um Icesave. 12. HREIFUR ÞINGMAÐUR „Sjálfstæðisflokkurinn er snúinn flokkur. Hann snérist á einu augabragði í afstöðunni til EES- samningsins. Á einu augabragði… Á einu auga- bragði.“ n Úr þingræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Hann var þvoglumæltur í ræðustól á Alþingi í ágúst þar sem hann ræddi um Icesave. Þingmaðurinn var augljóslega hreifur af víni þegar hann lét þessi orð falla en hann hafði drukkið léttvín á golfmóti í boði MP Banka, líkt og DV greindi frá. Hann baðst síðar afsökunar. 13. RUKKAÐUR FYRIR VÍN SEM HANN DREKKUR EKKI „Ég drekk ekki einu sinni kampavín.“ n Pálmi Jónsson, fjármálastjóri KSÍ, var í viðtali við DV í nóvember 2009. Pálmi glataði 3,2 milljónum króna, á þáverandi gengi, af kreditkorti sínu og KSÍ á súlustaðnum Rauðu myllunni, Moulin Rouge, í Zürich í Sviss árið 2005. Pálmi viðurkennir að hafa heimsótt staðinn en hann fullyrðir að milljónirnar hafi verið teknar af kortunum í leyfisleysi. 14. INNANTÓMT SVAR UM STYRKI „Þetta er mitt svar.“ n Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, svaraði með þessum hætti þegar hún var spurð að því í DV í apríl hvort hún hefði fengið styrki frá Baugi og FL Group í kosningabaráttu sinni fyrir borgarstjórnar- og þingkosningar á árunum fyrir hrunið. Steinunn Valdís neitaði að svara afdráttarlaust af eða á en sagði í svari sínu sem hún vísaði til að hún myndi opna bókhald sitt ef aðrir stjórnmálamenn gerðu það líka. 15. LITLA BOMBAN „Ég ræddi við sálfræðimenntaðan mann í dag sem er vel inni í málum hreyfingarinnar og hann grunar að Þráinn sé með alzheimer á byrjunar- stigi.“ n Margrét Tryggvadóttir, þáverandi þingkona Borgarahreyfingarinnar, skrifaði tölvupóst í ágúst þar sem hún ræddi um andlegt ástand Þráins Bertelssonar sem var með henni í þingflokki. Sættir tókust ekki á milli Þráins og annarra þingmanna Borgarahreyfingarinnar eftir þessa bombu. Þráinn hætti í Borgarahreyfingunni og er óháður þingmaður í dag en flokkssystkini hans stofnuðu Hreyfinguna. 16. DULARFULLA MAJONESDROTTNINGIN „Ég á fullt, fullt af vinum og er föðmuð alls staðar sem ég kem.“ n Kleopötru Kristbjörgu Stefánsdóttur, forstjóra Gunnars Majoness, skaut endanlega upp á stjörnuhimininn í viðtali við DV í nóvember. Umfjöllun DV um Kleopötru Kristbjörgu vakti mikla athygli þar sem forstjórinn nýtur mikillar hylli hjá ýmsum, meðal annars erfingjum Gunnars Majoness sem gerðu hana að forstjóra fyrirtækisins. Kleopatra á sér stóran áhangendahóp sem hún kallar „Fjölskylduna“. Sitt sýndist hins vegar hverjum um umfjöllun DV og voru margir sem skildu ekki alveg frásögnina um uppgang hinnar dularfullu Kleopötru. 17. SAMKYNHNEIGÐUR FÉKK EKKI AÐ SYNGJA „Ég veit að ég fæ ekki að syngja í Fíladelfíu af því að ég er samkynhneigður, ég veit það.“ n Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari var í viðtali við Séð og heyrt í nóvember þar sem hann greindi frá því að hann fengi ekki að syngja í kirkju Hvítasunnusafnaðarins, Fíladelfíu. Málið vakti athygli annarra miðla og endaði það með því að Friðrik og forsvarsmenn Hvítasunnusafn- aðarins náðu sáttum. 18. BAUÐ SKULDABRÉF FRÁ VENESÚELA „Það passar að ég hafi komið með þessi bréf og einnig að þetta hafi verið há upphæð. Þetta voru bréf sem aðili niðri á Miami var með og var að bjóða.“ n Jón Gerald Sullenberger fjárfestir svarar DV í desember þar sem hann er spurður hvort hann hafi boðið Landsbankanum skuldabréf frá Venesúela til umsýslu árið 2006. Málið er nú í höndum ríkissaksóknara sem kannar hvort bankinn og ríkislögreglustjóri hafi farið að lögum við meðferð málsins, en grunur leikur á að um tilraun til peningaþvættis hafi verið að ræða. 19. FREISTANDI BARNALÁN „Ef það er engin áhætta í þessu, hvort sem það eru börn eða aðrir, hlýtur að vera ákaflega freistandi að taka slík lán… Við fengum svo bara fjármálakerfið á hliðina en á þessum tíma voru menn öðruvísi stemmdir og töldu ekki mikla áhættu í þessu.“ n Einar Örn Jónsson fjárfestir var í viðtali við DV í nóvember spurður út í siðferðilegt réttmæti þess að veðsetja börn fyrir stofnfjárbréfum í sparisjóðnum Byr. Einar Örn og nokkur systkini hans létu börn sín kaupa stofnfjárbréf í Byr í stofnfjáraukningunni árið 2007 og tóku til þess lán í þeirra nafni sem börnin voru persónulega ábyrg fyrir. 20. STAÐALBÚNAÐUR HEIMILISINS „Þú finnur ekkert hér nema staðalbúnaðinn: Hafnaboltakylfu og kannski eina exi.“ n Athygli vakti þegar lögregla hafði mikinn viðbúnað fyrir utan heimili Jóns Hilmars Hallgrímssonar, sem er betur þekktur sem Jón stóri, í desember. Svona svaraði hann fréttakonu RÚV aðspurður hvort einhver vopn væri að finna á heimili hans eftir að sérsveitin bankaði upp á heima hjá honum í leit að byssumanni. Byssumaðurinn reyndist svo á endanum hafa verið meindýraeyðir með vasaljós en Jón fékk gríðarlega athygli vegna málsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.