Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 29 VÖRÐUR Í FRÉTTUM LIÐINS ÁRS Flugslys, óeirðir, dauði poppara og skálmöld Flugslys voru nokkuð tíð og mann- skæð á liðnu ári. Í byrjun júní fórst flugvél flugfélagsins Air France, flug 447, á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar. Flugvélin hrap- aði í Atlantshafið og allir um borð fórust, 216 farþegar og tólf manna áhöfn. Einn farþegi lifði af flugslys þann 30. júní þegar Airbus-flug- vél Yemenia-flugfélagsins hrap- aði í Indlandshaf skammt undan ströndum Kómoreyja. Lengi vel var talið að allir 142 farþegar og ell- efu manna áhöfn vélarinnar hefðu farist, en öllum að óvörum hafði franskri unglingsstúlku, Bahia Bak- ari, tekist að halda sér á lífi í þrettán klukkustundir, án björgunarvest- is og illa syndri, áður en henni var bjargað. Í kjölfar endurkjörs Mahmouds Ahmadinejad í embætti forsætis- ráðherra Írans 12. júní brutust út mikil mótmæli í Teheran og víð- ar í landinu. Stuðningsmenn Mir- Hosseins Mousavi, helsta keppi- nautar Ahmadinejads, létu mikið til sín taka á götum Teheran. Tölur yfir fjölda þeirra sem féllu í óeirðunum eru á reiki en nefndar hafa verið tölur frá 27 til 150. Frægasta fórn- arlambið var Neda Agha-Soltan, en dauði hennar náðist á myndband og varð hún eins konar táknmynd fyrir baráttu mótmælenda. Tónlistarmaðurinn Michael Jackson stal senunni í heimspress- unni þegar hann safnaðist til feðra sinna 25. júní og var hann syrgður víða um heim. Síðan þá hafa ýms- ar kenningar verið viðraðar um banamein hans og sér vart enn fyr- ir endann á þeim. Í Xinjiang-héraði í Kína féllu yfir 150 manns í blóðugum átökum í Urumqi á milli Úigúra og Han-Kín- verja þann 5. júlí. Hátt í tvö þúsund manns særðust í átökunum sem stóðu í um þrjá daga og voru afleið- ing vaxandi spennu á milli Han- Kínverja, stærsta þjóðernisbrots Kína, og Úigúra, sem eru múslíms- kir og teljast fámennir í Kína. Flugslys áttu eftir að kosta fleiri mannslíf á árinu og 15. júlí hrap- aði flugvél Caspian-flugfélagsins skammt frá Qazvin í Íran með þeim afleiðingum að allir um borð, 168 talsins, fórust. Fellibyljir, flóð og umdeild frelsisveiting Fellibylurinn Morakot skall á Taí- van 7. ágúst. Morakot er versti felli- bylurinn sem skollið hefur á land- inu síðan skráningar hófust og olli mikilli eyðileggingu og mann- skaða. Yfir eitt þúsund manns fór- ust, þeirra á meðal um 500 manns í þorpi sem grófst undir aurskrið- um í bænum Xiaolin. Stormurinn olli eyðileggingu víða í Kína og varð átta manns að aldurtila þar auk þess sem hann olli mannskæðum flóðum á Filippseyjum. Skosk stjórnvöld ákváðu að sýna mannúð á árinu og veittu Locker- bie-sprengjuvarginum Moham- ed Al Megrahi frelsi þann 20. ág- úst, en hann hafði verið á bak við lás og slá frá árinu 1988 eft- ir að hafa verið sakfelldur fyrir að sprengja í loft upp farþegaflugvél Pan Am-flugfélagsins yfir Locker- bie á Skotlandi. Megrahi var sagð- ur vera með krabbamein í blöðru- hálskirtli og snéri heim til Líbíu þar sem honum var fagnað sem hetju, þvert á loforð þarlendra stjórn- valda til þeirra skosku. Frelsisveit- ingin var víða fordæmd, einkum og sér í lagi í Bandaríkjunum, og talin hafa byggst á viðskiptahagsmun- um Breta. Gamlar syndir leikstjóra og mannskæðir jarðskjálftar Pólski leikstjórinn Polanski reið ekki feitum hesti frá kvikmynda- hátíð í Zürich í Sviss þar sem hann ætlaði að veita viðtöku viðurkenn- ingu fyrir kvikmyndaafrek sín. Síð- an árið 1977 hefur Polanski burðast með í farteski sínu handtökuskip- un bandarískra stjórnvalda vegna kynferðisbrota gegn Samönthu Geimer sem þá var þrettán ára. Þann 27. september þegar Polanski steig fæti á svissneska jörð var hann handtekinn og var handtak- an gagnrýnd af ýmsum frammá- mönnum í kvikmyndaheiminum og frönskum stjórnvöldum, en Pol- anski hefur franskan ríkisborgara- rétt. Í nóvember samþykkti svissn- eskur dómstóll að Polanski yrði sleppt úr fangelsi gegn tryggingu og dvelur hann nú í fjallaskála í svissnesku ölpunum. Jarðskjálfti sem mældist 8,3 á Richterkvarða olli flóðbylgju við Samóaeyjar, þann 29. september, með þeim afleiðingum að fjöldi samfélaga á eyjunum eyðilagðist og að minnsta kosti 189 fórust. Daginn eftir varð jarðskjálfti upp á 7,6 stig á Richterkvarða úti fyrir ströndum Súmötru. Jarðskjálftinn varð yfir 1.100 manns að bana og um 3.000 manns slösuðust, þar af um 1.200 alvarlega. Berlusconi barinn og friðarverðlaun 23. nóvember var blóðugur á Fil- ippseyjum því þann dag var að minnsta kosti 57 manns, þar af voru flestir blaðamenn, rænt í Maguindanao-héraði og þeir myrt- ir með köldu blóði. Fjöldamorðin voru tilkomin vegna valdabaráttu sem tengdist kosningum í landinu. Talið er að um sé að ræða blóðug- ustu árás á blaðamenn seinni tíma. Kylfingurinn Tiger Woods komst í heimsfréttirnar undir lok nóv- embermánaðar. Tilefnið var ekki sigrar hans á golfvellinum heldur afrek hans með hinum ýmsu geng- ilbeinum og klámmyndastjörnum. Hjúskaparbrot Tigers, sem tíund- uð voru í fjölmiðlum, ollu því að fjöldi styrktaraðila sneri við honum baki auk þess sem ímynd hans beið verulegan hnekki. Þann 10. desember veitti Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti við- töku friðarverðlaunum Nóbels í Ósló í Noregi, nánast í sömu andrá og hann tilkynnti að blásið yrði til sóknar í hernaði Bandaríkjanna í Afganistan með 30.000 manna fjölgun í her Bandaríkjanna þar. Árinu lauk með látum hjá Sil- vio Berlusconi, forsætisráðherra Ít- alíu, þegar hann var barinn í and- litið með líkani af dómkirkjunni í Mílanó. Berlusconi er þekktur fyr- ir að vera með munninn opinn, en nú kann að verða breyting þar á því auk þess að vera nefbrotinn brotn- uðu í honum tvær tennur. Vinsæll og veit af því Barack Obama hampaði forsetaemb- ætti og friðarverðlaunum á sama árinu. MYND AFP Táknmynd mótmæla vegna endurkjörs Mahmouds Ahmadin- ejad Dauðastríð Neda Agha-Soltan var kvikmyndað. MYND AFP Hversdagsleg mynd frá Mexíkóborg í apríl Öndunargrímur seldust grimmt vegna svína- flensunnar sem skaut upp kollinum í apríl. MYND AFP Urumqi í Xinjiang-héraði í Kína Blóðug og mannskæð átök brutust út á milli Úigúra og Han-Kínverja. MYND AFP Lauk árinu með látum Silvio Berlusconi var barinn til óbóta með styttu af kirkju. MYND AFP „Það er Gordon... Gordon Ramsay?“ París Hilton, aðspurð hver væri forsætisráð- herra Bretlands. „Fjöldi fólks er hræddur við hann, ekki bara vegna stöðu hans heldur vegna bræði hans. Ég held að hann hafi aldrei haft tíma fyrir hið ljúfa líf.“ Carla Bruni um eiginmann sinn Nicolas Sarko- zy, forseta Frakklands. „En þeir ættu að líta á þetta eins og útilegu.“ Silvio Berlusconi um aðstæður fórnarlamba jarðskjálftanna í Abruzzo á Ítalíu. „Munum við öll deyja rýtandi?“ Breski grínistinn Frank Skinner um svínaflensuna. „Páfinn var aldrei í Hitlersæskunni – aldrei, aldrei, aldrei.“ Federico Lombardi, tals- maður Páfagarðs, um fullyrðingar um hið gagnstæða. „Ég ýtti honum fram af vegna þess að stökkvarar eins og Chen eru mjög eigingjarnir [...] Þeir þora eig- inlega ekki að fremja sjálfsmorð.“ Lai Jiansheng sem ýtti manni sem hótaði sjálfsmorði á brú í Kína og hafði tafið umferð í 5 tíma. „Ferðu í sturtu í jakka og með bindi?“ Silvio Berlusconi aðspurður um ljósmyndir af ber- brjósta stúlkum í sólbaði við villu hans á Sardiníu. „Hvað er títt, London?“ Söngkonan Britney Spears á tónleikum í Manchest- er. „Ég mun svara spurn- ingum frá strákunum en frá stúlkunum vil ég fá símanúmer.“ Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, á ungmennasam- komu í Róm. „Ég hef ekki verið trúr gildum mínum og þeirri framkomu sem fjölskylda mín á skilið.“ Tiger Woods, vegna uppljóstr- ana um hjúskaparbrot hans. Ummæli 2009 Britney Spears London er ekki Manchester. Benedikt XVI páfi Aldrei, aldrei, aldrei. Forsætisráðherra Ítalíu Sjaldan svarafátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.