Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR FINNDU RÉTTU ÁRAMÓTABOMBUNA Að þessu sinni voru teknar fyrir rakettur í hinu árlega flugeldaprófi DV. Eins og undanfarin ár var skotið upp flugeldum frá aðilum sem leggja góðum málefnum lið en í prófinu er borið saman verð og gæði rakettna í þremur flokkum: litlar rakettur, miðlungsstórar og síðast en ekki síst miðnæturbomban sjálf. umsjón Ásgeir Jónsson Undanfarin ár hefur DV staðið fyrir flugeldaprófi og er þetta í þriðja sinn sem það fer fram. Sú stefna var strax tekin að prófa aðeins flugelda frá að- ilum sem leggja góðu málefni lið. Því skaut DV upp flugeldum frá Lands- björgu, sem sér björgunarsveitum landsins fyrir flugeldum, KR-flugeld- um, sem sjá íþróttafélögunum fyrir flugeldum og svo Súper-flugeldum, sem er einkarekið fyrirtæki sem hef- ur styrkt Mæðrastyrksnefnd og fleiri málefni. Ágóði af flugeldasölu björgunar- sveitanna er þeirra helsta tekjulind og eru þeir langstærsti söluaðilinn hérlendis. Flugeldasalan er íþrótta- félögunum einnig mikilvæg tekju- lind en Súper-flugeldar er sem fyrr segir einkaaðili sem styrkir m. a. Mæðrastyrksnefnd. Súper-flugeldar styrkir einnig Mærðastryrksnefnd á Akranesi, Velferðarsjóð Suðurnesja, Knattspyrnudeild Njarðvíkur og fleiri aðila. Í fyrra reiknaði fyrirtækið með að um 30 prósent af ágóða þess færi til góðgerðarmála. Ákveðið var að fá rakettur í stærð- unum lítil, mið og stór hjá hverj- um aðila, en þess ber þó að geta að meira úrval af rakettum er hægt að fá hjá öllum aðilum og þá sérstaklega Landsbjörgu sem er með hvað mest úrval þegar kemur að rakettum. Rak- ettunum var svo raðað í sæti í hverj- um flokki fyrir sig. LANDSBJÖRG Lítil 3.SÆTI Verð: 2.000 kr. Litla rakettan frá Landsbjörgu heitir Sverð og var fín. Hún var þó síst þeirra sem prófaðar voru í þessum flokki. Það var þó mjótt á munum á henni og þeirri frá Súper-flugeldum. Hún reis mjög hratt og með miklum látum. Fín sprenging, rauð og silfur. Mið 1.SÆTI Verð: 3.100 kr. Rakettan Atgeir bar af í þessum flokki. Hún var reyndar dýrust en mjög flott. Hún reis nokkuð hægt en hátt. Það kom mikill hvellur þegar hún sprakk og styrkur hennar lá helst í því að hún var tvöföld þannig að stuttu seinna kom önnur falleg sprenging. Stór 1.SÆTI Verð: 6.300 kr. Lásbogi kostar sitt en þetta er án efa áramótabomban, 00.00 rakettan. Í fyrsta lagi er hún stórglæsileg í útliti. Risastór, gullituð og sennilega með fallegri rakettum sem þú munt sjá. En það er virknin sem þarf að vera góð og hún er til staðar. Hvellurinn af henni var ekki alveg nægilega sterkur en sprengiradíusinn var stærstur allra þeirra sem prófaðar voru. Fyrst kom ein öflug sprenging og svo fjórar minni út frá henni.KR-FLUGELDAR Lítil 1.SÆTI Verð: 600 kr. Miðað við stærð og verð var Airbomb frá KR-flugeldum besti kosturinn í litlu rakettunum. Reis mjög hratt og var kraftmikil. Fínn sprengiradíus miðað við svo litla rakettu og fallegur. Yfirleitt er hægt að kaupa þær sex saman í pakka á 2.500 krónur en annars stykkið á 600. Færð mikið fyrir peninginn hérna. Mið 2.SÆTI Verð: 2.200 kr. Miðstærðin kallast Sæstjarnan og er fínasta raketta. Hún var hávær og kvik. Fór upp með miklum látum og hvellurinn var góður en sprengingin sjálf var aðeins of gisin. Hún spýttist hratt í allar áttir en hefði þurft að vera þéttari. Stór 2.SÆTI Verð: 3.500 kr. Stóra rakettan frá KR-flugeldum heitir Höggbylgjan og er þrískipt. Hún er litlu síðri en Lásaboginn og töluvert ódýrari. Þess ber að geta að einnig er hægt að fá þrískipta rakettu frá Landsbjörgu en sú frá KR-flugeldum var betri að mati framkvæmdaraðila. Höggbylgjan fór upp með alveg ógurlegum látum, flaug hátt og sprakk í þremur fínum sprengingum. Löng og skemmtileg upplifun. SÚPER-FLUGELDAR Lítil 2.SÆTI Verð:Hluti af pakka Sú minnsta frá Súper-flugeldum var skemmtileg. Mikil læti á leiðinni upp og öflug sprenging. Hún var tvílit, rauð og græn. Ekki er hægt að kaupa hana staka en hægt er að fá hana í pakka. Tvær litlar, tvær mið og tvær stórar á 8.900 krónur. Mið 3.SÆTI Verð:Hluti af pakka Miðstærðin frá Súper- flugeldum var lengi að taka á loft. Að sama skapi náði þetta eintak af henni ekki nægilega góðu flugi og fór skakkt og illa upp og sprakk hálfpartinn á hlið. Ómögulegt er þó að segja hvort það einskorðist ekki bara við þessa einu rakettu. Að því undanskildu var hún fín. Stór 3.SÆTI Verð. 1.900 kr. Stóra rakettan frá Súper-flugeldum var mjög fín þó að hún hafi verið síst stóru þriggja hvað kraft og gæði varðar. Það er hins vegar hægt að kaupa þrjár þannig fyrir sama verð og Lásboga sem mörgum gæti þótt góður kostur. Rakettan sjálf var samt mjög lengi að taka á loft. Það voru mikil læti og krafturinn fínn en sprenigsvæðið fulllítið fyrir stærstu gerð af rakettu. NIÐURSTAÐA Ef horft er á frammistöðu rakettnanna í heild hefur Landsbjörg vinninginn en naumlega þó því þær frá KR-flugeldum voru einnig þrælöflugar. Þær hjá Súper-flugeldum fylgja fast á hæla þeirra en einnig ber að líta á það að þar eru raketturnar langódýrastar. Fólk þarf því eins og vanalega að vega og meta eftir hverju það sækist. Til dæmis er hægt að fá þrjár stórar rakettur frá Súper-flugeldum og tvær frá KR-flugeldum fyrir svipað verð og einn Lásbogi kostar. Lásaboginn er engu að síður langveglegasta miðnæturbomban bæði í útliti og framkvæmd. Sé því einungis litið á verð snýst röðin við með Súper-flugelda í fyrsta sæti en Landsbjörgu í því síðasta. Auðvitað þurfa gæðin að vera til staðar en það skiptir líka miklu máli hvert peningarnir fara. Gleðilegt ár og farsælt komandi ár. Lásbogi Dreifir vel úr sér og er tignarlegur. Höggbylgjan Skilar af sér þremur sprengingum í röð. Stóra frá Súper-flugeldum Nokkuð öflug og alveg hræódýr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.