Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR DV leitaði til fjögurra eintaklinga eft- ir áliti þeirra á því hvernig árið 2010 yrði fyrir Íslendinga í efnahagslegu tilliti. Þeir voru sammála um að árið 2010 yrði erfitt en það ráðist þó að miklu af því hvernig stjórnvöldum takist til við stjórn efnahagsmála. Skattahækkanir muni ef til vill ekki skila tilætluðum árangri. Ólafur Ís- leifsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, segist setja spurningamerki við það hvort ríkis- sjóður geti staðið undir 94 milljarða króna vaxtakostnaði árið 2010. Þess skal getið að árið 2007 nam vaxta- kostnaður ríkissjóðs 22 milljörðum króna. Það ráðist auk þess að miklu leyti af því hvernig Alþingi afgreiði Icesave-frumvarpið. Hrun Seðlabankans er dýrkeypt Með umfjöllun DV í dag er birt áætl- un um kostnað ríkissjóðs vegna gjaldþrots Seðlabanka Íslands í kjöl- far bankahrunsins haustið 2008. Það má telja með ólíkindum hversu litla umfjöllun kostnaður ríkissjóðs af þessu gjaldþroti hefur hlotið. Árið 2009 borguðu íslenskir skattgreið- endur 27 milljarða króna í vexti og verðbætur af 270 milljarða kúluláni sem ríkissjóður tók vegna gjaldþrots- ins. Kostnaður árið 2010 verður litlu minni eða 24 milljarðar króna. Árið 2010 mun Ísland hefja aðildarvið- ræður við Evrópusambandið. Mið- að við nýlegar skoðanakannanir má telja ólíklegt að Íslendingar sam- þykki aðildarsamning. Krónan lækkar Samkvæmt efnahagsforsendum í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2010 mun hagvöxtur á Íslandi verða nei- kvæður um tvö prósent. Verðbólga verður fimm prósent. Kaupmáttur lækkar um 11,4 prósent og atvinnu- leysi fer í 10,6 prósent. Ef þessar for- sendur ná fram að ganga er ljóst að árið 2010 mun íslenska þjóðin glíma við erfiðustu efnahagslegu stöðu sem hún hefur staðið andspænis frá stofnun lýðveldis. Samkvæmt síð- ustu spá Seðlabankans sem birtist í Peningamálum mun íslenska krón- an veikjast enn frekar árið 2010. Meðalgengi evru árið 2009 var 173 krónur. Samkvæmt spánni verður það 176 krónur árið 2010, 170 krón- ur árið 2011 og 169 krónur árið 2012. Nálægt botninum „Ég leyfi mér að vera bjartsýnn en um leið er ljóst að árið 2010 verður erfitt,“ segir Jón Steindór Valdimars- son, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann telur að fjölmörg tækifæri séu þó fram undan sem þurfi að spila úr af skynsemi. Að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins, ræðst efnahagslífið algjörlega af því hvern- ig takist að koma fjárfestingum í gang aftur í atvinnulífinu. Almar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra stórkaupmanna, telur að íslenskt efnahagslíf sé ansi nálægt botninum. Erfitt sé þó að segja til um hvort við séum að spyrna okkur upp eða að staðna. 270 milljarða kúlulán vegna Davíðs Eitt síðasta verk Árna Mathiesen í starfi fjármálaráðherra var að taka 270 milljarða króna verðtryggt kúlu- lán til fimm ára með 2,5 prósent vöxt- um. Var það gert til að yfirtaka skuld- ir Seðlabanka Íslands vegna taps á endurhverfum viðskiptum bank- ans. Fréttatilkynningu um þetta er að finna 12. janúar 2009. Var um að ræða svokölluð „ástarbréf“ sem hin- ir föllnu bankar höfðu gefið út og var stærstur hluti þeirra kominn frá Ice- bank. Gjalddagi lánsins er 12. janúar árið 2014 með möguleika á fimm ára framlengingu sem þá myndi greið- ast í janúar árið 2019. Samkvæmt útreikningum sem gerðir voru fyr- ir DV miðað við þær forsendur sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoð- unar þarf ríkissjóður að greiða 27 milljarða króna í vexti og verðbætur af þessu láni árið 2009. Upphæðin lækkar síðan í 24 milljarða króna árið 2010. Á árunum 2011 til 2013 þarf síðan að greiða 18 milljarða króna ár hvert í vexti og verðbætur. Þess skal getið að Davíð Oddsson, sem starfaði sem seðlabankastjóri þegar Seðla- bankinn varð gjaldþrota, starfar í dag sem ritstjóri Morgunblaðsins. Agn- ar Hansson, sem var bankastjóri Ic- ebank, starfar í dag sem forstöðu- maður markaðsviðskipta hjá HF Verðbréfum. Þar selur hann meðal annars útlendum fjárfestum skulda- bréf hinna föllnu banka. Skuldabréf Icebank eru þar innifalin. 2010 VERÐUR ERFIÐASTA ÁRIÐ DV leitaði til fjögurra álitsgjafa um hvernig árið 2010 muni reynast Íslendingum í efnahagslegu tilliti. Árið 2010 verður erfitt en ræðst af því hvernig stjórnvöld ná að stjórna efnahagsmálunum. Vaxtaútgjöld ríkis- sjóðs árið 2010 nema 94 milljörðum króna. Þar af eru 24 milljarðar króna í vexti og verðbætur af fimm ára kúluláni sem var tekið til að bjarga Seðlabankanum frá gjaldþroti. E16898.jpg 2008 270 mia. kr. gjaldfærðir í ríkisreikningi. Á móti kemur eign að fjárhæð 95 mia. kr. 2009 27 mia. kr. vextir og verðbætur 2010 24 mia. kr. vextir og verðbætur 2011 18 mia. kr. vextir og verðbætur 2012 18 mia. kr. vextir og verðbætur 2013 18 mia. kr. vextir og verðbætur Samtals 375 mia. kr. bruttó og 280 mia. kr. nettó KOSTNAÐUR RÍKISSJÓÐS AF GJALDÞROTI SEÐLABANKANS 2008 TIL 2013:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.